Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Síða 12
I,AUGARL)AGUR }0:,MARS 19.90.
12
Jóhanna S. Sigþórsd., DV, V-Þýskal.:
Hún kom svo sannarlega á óvart,
hún Helga Melsteö þegar tíöinda-
menn DV náðu tali af henni í Amst-
erdam á dögunum. Samkvæmt
uppskriftinni hefði hún átt að vera
önnum kafin við fyrirsætustörf, því
það var einmitt hún sem vann
Ford-keppnina hér heima árið 1985,
þá aðeins sautján ára gömul.
En nei, þarna var hún í allt öðru
hlutverki heldur en fyrirsætunnar,
því hún stóð uppi á sviði og söng
jass. Og satt að segja skaut sú hugs-
un upp kollinum að þarna væri
hún komin á rétta hillu, svo vel
flutti hún lögin sin við dúndrandi
undirtektir viðstaddra.
„Ég fór eiginlega að læra jasssöng
svona að gamni mínu og ég er raun-
ar ekki í tímum nema einu sinni í
viku,“ sagði Helga þegar DV náði
tali af henni. „Mig hefur alltaf lang-
að að læra þetta og nú þykist ég
vera að því,“ bætti hún við og hló.
„Mér flnnst þetta ofsalega gaman
og ætla að halda því áfram, enda
hvetur kennarinn minn mig ein-
dregiö til þess. Og það þarf enga
hvatningu til, því ég geri ekkert
skemmtilegra en að syngja."
Sem fyrr sagði vann hún Ford-
keppnina á Fróni á sínum tíma og
fór síðan út til Dallas þar sem aðal-
keppnin var háð. Þar komst hún í
úrslit. Að því loknu kom hún heim
og vann í tískufataverslun í eitt ár.
„Ég vildi þetta í rauninni ekki til
að byrja með og var ekki nógu
hress með að fara út í fyrirsætu-
störfin. Ég kunni ekki nógu góða
ensku að mér fannst og það var
ýmislegt í veginum. Mér fannst ég
einnig vera of ung og hafði heimþrá
á meðan ég dvaldi erlendis.
En svo fór þó á endanum að yfir
mig kom löngun til aö komast éitt-
hvað í burtu og prófa þetta. Þegar
Lacey Ford kom heim árið eftir að
ég hafði unnið til að halda næstu
keppni þá talaði ég aftur við hana,
og var þá náttúrlega orðin árinu
eldri. í framhaldi af því fór ég út
til Þýskalands og ætlaði að vera þar
í nokkra mánuði en hef eiginlega
verið erlendis síðan. Að vísu hef
ég ferðast mikið til Þýskalands og
Austurríkis en alltaf búið í Holl-
andi.“
-S • §8®
Helgu var vel fagnað þegar hún hafði flutt nokkur lög.
DV-myndir Hjalti Jón Sveinsson
fyrirsæta. Það var raunar í starfinu
sem þau kynntust. „Hann er alveg
á fullu í þessu og gengur æðislega
vel.
Ég sé satt að segja ekkert eftir
fyrirsætustarfmu. Ég er ánægð
með það sem ég hef núna. Ég var
orðin leið á að búa í ferðatösku og
vildi stofna mitt eigið heimili með
mínum eigin hlutum. Þegar maður
býr alltaf á hóteli er þreytandi til
lengdar að hafa ekkert í kringum
sig nema fótin sín og töskurnar.
Ég var því alveg tilbúin til að
hætta, stofna heimili og eignast
litla drenginn.“
Við hverju getur stúlka, sem
hyggst leggja fyrirsætustörf fyrir
sig, búist?
„Þetta er náttúrlega mjög erfið
vinna. Ef henni gengur vel þá þarf
hún að ferðast mikið og ræður ekki
tíma sínum sjálf. Það er erfitt að
eiga kærasta ef maður er í þessu,
því maður er alveg undir hælnum
á vinnuveitendum sínum. En fyrir-
sætan má eiga barn og t.d. á systir
mannsins míns, sem er mjög þekkt
fyrirsæta í Frakklandi og víðar,
tveggja ára dóttur. Sú stutta hefur
ekki verið henni nein hindrun í
starfi. Þá er bróðir mannsins míns
líka fyrirsæta, þannig að segja má
að öll fjölskyldan sé í þessu."
Hvaða ráð myndirðu vilja gefa
stúlku sem ætlar að gerast fyrir-
sæta?
„Það var nú raunar frænka mín,
Lillí Karen, sem vann Fordkeppn-
ina í fyrra, en það var svo lítið sem
ég gat sagt henni áður en hún fór
út, því það er svo mikið undir fyrir-
sætunni sjálfri komið hvernig
henni tekst að spila úr sínum spil-
um. Þótt maður sé að reyna að gefa
einhver ráð þá er viðbúið að raun-
veruleikinn verði allur annar.
Þetta kostar mikla peninga í byrj-
un, því fyrisætan verður að greiða
ljósmyndaranum biðji hún um
myndatökurnar, eins og áður
sagði. Þá þarf að passa upp á að
maður fái myndimar, sé ekki lát-
inn borga of mikið og svona mætti
lengi telja. Það er ekkert óalgengt
að stelpur, sem eru að byrja, séu
sviknar um myndir, látnar borga
alltof mikið og lendi á fleiri vegu
illa í því.“
Helga Melsteð, fyrrum sigurvegari í Ford-keppninni:
Hætt að sitja fyrir og
farin að syngja jass
Hefði átt að
vera lengur
„Ég fór til Mílanó á þessum tíma
og mér gekk mjög vel þar. Ég byrj-
aði strax að vinna og hefði átt að
vera lengur. En þá vildi ég endilega
fara heim til íslands og lét það eftir
mér.“
Hvernig myndirðu lýsa fyrstu
reynslu þinni af fyrirsætustarfinu?
„Þaö er ekki hægt að lýsa henni,
því þessi atvinnugrein er ólýsan-
leg. Eitt eru þó allir sammála um
og það er að fyrirsætustarfið er afar
erfitt. Maður fær ekkert að fara að
vinna strax heldur verður aö fara
í myndatökur og safna í möppu,
sem er svo endalaust bætt við.
Myndatökumar verður fyrirsætan
aö borga sjálf, nema hún sé komin
í vinnu. Þáfær hún auðvitað mynd-
ir þaðan. Út á þessar myndir fær
hún svo vinnu og út á hana enn
fleiri myndir, sem aftur auka
möguleika hennar á meiri vinnu,
ferðalögum og peningum. Svona
gengur þetta koll af kolh. En til að
byrja með er þetta mjög erfitt og
mikil píslarganga. Þetta reynir
míög á þohnmæðina og eins þarf
maður að hafa kjarkinn í lagi til
að missa ekki sjálfstraustið."
En hver eru laun fyrirsætunnar?
„Þau geta veriö afar mismun-
andi. Það er hægt að fá frá 600
mörkum upp í 1600 á dag, eða um
22.000-57.000 íslenskar krónur.
Maður fær minnst borgað fyrir
bestu myndirnar, til dæmis eins og
forsíðumynd á Vogue, því það þyk-
ir næg greiðsla til fyrirsætunnar
að komast á forsíðu svo virts tíma-
rits. En fyrir leiðinlegustu tökum-
ar, svo sem nærfatatökur fyrir
verðlista, fæst best greitt. Ef fyrir-
sætu gengur vel fær hún alltaf yfir
1000 mörk á dag (samsv. um 36.000
ísl. krónum). Hún er kannski bók-
uð allan daginn, mætir á staðinn
og af henni em teknar tvær mynd-
ir. Hún á þá frí það sem eftir er
dagsins en heldur greiðslunni. Ef
hún vinnur vel og skrifstofan
er að syngja."
hennar er ánægð með hana þá er
allt gert fyrir hana. En ef hún tekur
upp á því að slá slöku við og gerir
það í nokkrar vikur þá er henni
einfaldlega hent út í horn. Þess
vegna verður maður aö leggja aha
áherslu á að vinna vel og koma sér
vel og þetta er alltaf stöðug bar-
átta.“
Var á leið
til Frakklands
Helga starfar ekki sem fyrirsæta
lengur. Hún býr nú ásamt manni
sínum og ungum syni í Hollandi, í
bæ sem heitir Sandfort, skammt frá
Amsterdam. „Ég varö aö hætta að
vinna sem fyrirsæta þegar ég varð
ófrísk fyrir rúmum tveim árum.
Þá átti ég að fara til Frakklands en
af þvi gat eðlilega ekki oröið þar
sem ég var orðin barnshafandi."
Það er þó ekki svo að þessi starfs-
grein sé langt undan, því eigin-
maður hennar starfar einnig sem
En þú sjálf, færðu
aldrei heimþrá?
„Jú, jú, hún hverfur aldrei. Ég
er víst alveg ekta íslendingur og
símareikningurinn hjá mér er
stundum ansi hár. En ég fer alltaf
heim tvisvar, þrisvar á ári. Ég er
til dæmis á leiðinni heim nú í apríl.
Þá fer maðurinn minn til Spánar
en mig langar frekar að skreppa
heim og sjá hvort ég kemst ekki á
skíði.“
En hvað um framtíðina? Ertu sest
að hérna úti fyrir fullt og
allt?
„Ég á náttúrlega mína fiölskyldu
og heimili hérna úti. En maður
veit aldrei hvað getur gerst. Við
gætum þess vegna átt eftir að flytja
heim, þótt síðar verði, ef maðurinn
minn fær einhveija vinnu þar. Það
er allt hægt, en við erum ekkert
að flýta okkur, enda líöur okk-
ur mjög vel þar sem við
erum.