Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Side 14
14
LAUGARDAGUR 10. MARS 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
„Fullunnið" ,,hráefni"
íslendingar hafa almennt mjög sérkennilegt verð-
mætamat í fisksölu. í augum mikils meirihluta þjóðar-
innar er fiskur því verðineiri sem meira er fyrir honum
haft í vinnslustöðvum. Það heitir, að fiskurinn verði að
„fullunninni“ vöru, sem sé merkari en „hráefni“.
Þeir, sem vilja miða verðmætamatið við verðið, sem
fæst fyrir fiskinn í útlöndum, fá litla sem enga áheyrn
þjóðarinnar. Sama er um þá, sem reyna að segja fólki,
að bezt sé að fá sem hæst verð með sem minnstri fyrir-
höfn, því að það gefi þjóðinni bezt vinnsluvirði.
Ekkert getur rótað þeirri bjargföstu sannfæringu
þjóðarinnar, að „fullunnin“ vara sé eftirsóknarverðari
en „hráefni“, jafnvel þótt hið síðarnefnda sé betri matur
og seljist útlendingum á hærra verði. Sannfæringu þessa
má daglega sjá hjá fólki, sem kemur fram í fjölmiðlum.
Klisjuburðarmenn, sem telja „fullunna“ vöru göfugri
en „hráefni“, mundu samt margir hverjir ekki láta bjóða
sér „fullunna“ vöru í fiskbúð. Þeir vilja nýja ýsu, það
er að segja „hráefni“ og engar refjar. Ýsuflökin renna
út í búðum eins og heitar lummur, en freðfiskurinn ekki.
Nú er okkar einræðishneigði sjávarútvegsráðherra
beinlínis búinn að banna, að fersk ýsuflök séu seld úr
landi. Hann segist gera þetta til að varðveita góðan orð-
stír íslenzkra fiskafurða. Undir þetta sjónarmið taka
sérfræðingar í rannsóknastofnunum sjávarútvegs.
Ekkert þýðir að segja, að fersku ýsuflökin séu verð-
mæt vara, sem seljist í útlöndum á hærra verði en
margs konar fiskur, sem hefur runnið um færibönd og
vélar frystihúsa. Sjávarútvegsráðherra og fiskaldurs-
fræðingar hans hafa ekki áhuga á slíku verðmætamati.
Engu máli skiptir, þótt DV hafi upplýst, að einræðis-
herra sjávarútvegs setti bannið að ósk einokunarstofn-
unar. Það hefur þegar verið játað, að Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda bað ráðherra um bannið til
að reyna að ná bannfiskinum 1 saltfiskverkun.
Ráðherra taldi brýnt að búa til aukna fyrirhöfn í
framleiðslu „fullunninnar“ vöru til að hindra, að „hrá-
efni“ væri selt úr landi á 300 krónur kílóið. Ekki er vit-
að, að neinn hamagangur í fiskvinnslustöðvum geti
komið verði á fiskkílói upp í annað eins verð.
Gaman væri, að ráðherra og geymsluþolsfræðingar
hans öfluðu sér upplýsinga um, hvílíkir sjálfspyndinga-
menn það hljóti að vera í útlöndum, sem vilja kaupa á
300 krónur kílóið af fiski, sem ráðherra og öldrunarfræð-
ingarnir telja stórlega varasaman fyrir elli sakir!
Þetta er auðvitað sami ráðherrann og er sífellt að
reyna að bregða fæti fyrir flutning á öðrum ferskfiski
til útlanda. í þessari viku hefur verðið á slíkum fiski frá
íslandi verið að meðaltali í Bretlandi 133 krónur fyrir
kílóið af þorski og 164 krónur fyrir kílóið af ýsu.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er sammála ráðherra
sínum um, að betra sé að fá lágt verð fyrir fisk í útlönd-
um, svo framarlega sem fólk fái vinnu í fiskvinnslu-
stöðvum við að breyta dýru „hráefni“ í „fullunna“ vöru
ódýra. Fólk vill einfaldlega vernda vinnuafl og einokun.
Þegar þjóð er svona gersamlega lokuð fyrir verð-
mætamati markaðshyggjunar, er ekki við öðru að búast
en hún styðji ráðherra, sem vill skipuleggja allan sjávar-
útveg að ofan og frá miðju. Hún styður útflutnings-
bann, útflutningshöft, kvóta og „fullvinnslu“.
Ofanstýrð þjóð, sem styður einræðishneigða ráðherra
til stjórnvaldsaðgerða af slíku tagi, er dæmd til að magna
fátækt sína og dragast aftur úr markaðshyggjuþjóðum.
Jónas Kristjánsson
Öfgamenn
gegn miðjusátt
í Afganistan
Ný lota er hafin í borgarastyrj-
öldinni í Afganistan. Þeir aöilar á
báða bóga, í stjórnarflokknum í
Kabúl og meöal sundurleitra
skæruliöahreyfinga, sem vilja berj-
ast til úrslita og hafna friðargerð
með milbgöngu stórveldanna og
Sameinuðu þjóðanna, hafa tekið
höndum saman fyrir tilstuðlan
leyniþjónustu Pakistanhers. Þegar
þetta er ritað viröast sveitir hollar
Najib, valdhafa í Kabúl, hafa yfir-
höndina í höfuðborginni og ná-
grenni en bardagar virðast háðir
um borgimar Jalalabad og Khost,
nærri landamærum Pakistans.
Þetta eru einmitt þær borgir sem
útlagastjórn skæruliða, mynduð í
Pakistan með hörðum atbeina pa-
kistönsku leyniþjónustunnar,
reyndi að taka herskildi í fyrravor
og sumar til að geta sest aö á afg-
anskri gmnd. Það kom flestum á
óvart að stjórnarherinn skyldi
halda velli og honum takast aö
rjúfa umsát um Jalalabad. Spáð
hafði verið að stjórn Najibs og her
myndu leysast upp með skjótum
hætti þegar ekki nyti lengur við
fulltingis sovésks hernámsliðs sem
varð á brott frá Afganistan fyrir
rúmu ári.
Af þessum sökum hafnaði Banda-
ríkjastjórn tilboði sovétstjómar-
innar um að báðar hættu vopna-
sendingum og annarri hernaðaraö-
stoð til sinna skjólstæöinga í bar-
áttunni um yfirráð yfir Afganistan.
Þvert á móti juku Bandaríkjamenn
vopnasendingar til Pakistans til að
efla skæruherina til þess sem þeir
héldu að yrði lokasóknin.
Eftir á sjá menn að yfirdrottnun
leyniþjónustu Pakistanhers yfir
afgönsku andspyrnuhreyfingun-
um hefur reynst þeim fjötur um
fót. Skilyrði Zia ul-Haqs, fyrrum
einvalds í Pakistan, fyrir að veita
andspyrnuhreyfmgunum griðland
í Pakistan var aö bandarískar
vopnasendingar og fégjafir til
þeirra færu um hendur leyni-
þjónstu hers síns. Auk þess að veita
Zia og mönnum hans tækifæri til
að fleyta rjómann af vopna- og fjár-
streyminu að viðteknum hætti í
þeirra hópi fengu þeir verkfæri til
aö hlutast til um styrkleikahlutfóll
meðal andspymuhreyfmganna og
þar með valdastöðu þeirra heima
fyrir að sigri unnum.
En stjórnmálahreyfingarnar í
Pakistan og íran meðal landflótta
Afgana höföu eftir áralangan
skæruhernað fremur laus tengsl
við skæruherina í Afganistan.
Þeim stjórna foringjar hver á sín-
um stað sem ekki eru á því að láta
segja sér fyrir verkum frá Rawalp-
indi í Pakistan.
Eftir misheppnaðar atlögur að
setuliði Kabúlstjórnarinnar í Jal-
alabad og Khost rýrnaði mjög tiltrú
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
til útlagastjórnarinnar. Hún varð
svo nafnið eitt eftir að til vígaferla
kom í sumar milli aðstandenda
hennar innbyrðis. Gulbuddin Hek-
rnatjar, foringi strangtrúarhreyf-
ingarinnar Hezb-i-islami, varð upp-
vís aö því að hafa látiö menn sína
drepa tugi fyrirliða úr annarri
hreyfingu, sem hann taldi keppa
við sína, þegar þeir vom á heimleið
af fundi á sitt yfirráöasvæði.
Hekmatjar er sá andspyrnu-
hreyfingarforingi sem Zia og leyni-
þjónusta Pakistanhers ákváðu þeg-
ar í upphafi átakanna að gera að
sínum manni með því að draga
taum hans og hans sveita í vopna-
afhendingum og peningagreiðsl-
um. Útlegð Hekmatjars í Pakistan
hófst löngu áður en byltingin varð
í landinu. Honum var ekki vært í
Kabúl eftir að hann varð uppvís að
því að gera út hópa ofsatrúar-
manna til að skvetta saltsýru í and-
lit kvenna sem sýndu sig á al-
mannafæri án blæju.
Islamskur strangtrúnaður hefur
aldrei fest verulega rætur meðal
Afghana svo að Hekmatjar sækir
ekki styrk í fjöldafylgi heldur vel-
þóknun Pakistana. Eftir dráp
skæruliöaforingjanna í sumar má
hann heita einangraður frá forustu
annarra andspyrnuhreyfmga.
Þetta ástand meðal útlagafor-
ustunnar í Peshawar hefur Najib
kunnað að notfæra sér til að kom-
ast að samkomulagi við skæruliða-
foringja á ýmsum stöðum, en sér í
lagi milli Kabúl og sovésku landa-
mæranna, um staðbundin vopna-
hlé. Þau þýða að skæruliðaforingj-
amir ráða hver sínu svæði, en láta
stjómarherinn og aðdrætti hans í
friði.
Jafnframt hefur Najib slakað
stórlega á gamla byltingarboð-
skapnum og boðar þjóðarsátt Afg-
ana í samræmi viö þjóðlegar og ísl-
amskar hefðir. Við þetta hefur
blossað upp á ný ágreiningur milli
mismunandi arma í stjórnar-
flokknum, Parcham, sem Najib er
fyrir, og harðlínuarmsins Khalq.
Úr honum kemur Shahnawas
Tanai varnarmálaráðherra sem
reyndi að nota ítök Khalq í forustu-
sveit hersins og flughernum til að
steypa Najib í vikunni.
Ljóst er aö valdaránstilraun
Tanais er gerð í nánu samráði við
Hakmatjar og leyniþjónustu Pa-
kistanshers. Um leið og uppreisn-
armenn tóku að fara halloka komu
Tanai og foringjar á hans bandi í
þyrlum til Pakistans. Þar settist
hann á ráðstefnur með Hekmatjar
og pakistönskum herforingjum.
Síðustu fréttir eru að þessir þrír
aðilar séu að reyna að koma á lagg-
irnar byltingarráði en foringjar
annarra andspyrnuhreyfinga neiti
aö koma nærri því fyrirtæki harð-
línukommans og ofsatrúarmanns-
ins.
Khalq og Hezb-i-islami sækja
einkum styrk í sömu ættbálka í
Afganistan og á sömu svæði en þar
að auki vilja foringjar þeirra fyrir
hvern mun afstýra því að fyrir al-
þjóðlegt tilstilli komist á friður í
Afganistan á grundvelli málamiðl-
unar milli hófsamari afla á báða
bóga. Þeir vilja fá að berjast þar til
yflr lýkur.
Eftir ósigra herja útlagastjórnar-
innar og upplaúsn hennar sjálfrar
virðist Bandaríkjastjórn hafa kom-
ist að þeirri niöurstöðu að hún hafl
gert skyssu með því að hafna til-
lögu sovétstjórnarinnar um gagn-
kvæma stöðvun vopnasendinga til
stríðsaðila í Afganistan og samstarf
á vettvangi SÞ um átak til að koma
þar á friði. Ákveðiö var að ræða
afstöðuna til framvindu mála í Afg-
anistan þegar James Baker, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, átti
fundi með æðstu mönnum í Mosku
í síðasta mánuði. í þeim viöræðum
skýrði Baker frá því að stjórn Bush
forseta gerði það ekki lengur að
skilyrði fyrir sameiginlegri viðleitni
til að friða Afganistan að Najib og
stjórn hans víki fyrst. Til slíkrar
friðargerðar mega hvorki Tanai,
Hekmatjar né leyniþjónusta Pakist-
anhers hugsa. Af því spretta síöustu
atburðir í marghrjáðu landi.
Talið er að Afganistan sé sá blett-
ur jarðar sem þéttast hefur verið
stráður jarðsprengjum og felu-
sprengjum. Þær eru áætlaðar frá
10 til 30 milljónir og halda óhjá-
kvæmilega áfram að drepa og lim-
lesta fólk og fénað fram eftir næstu
öld.
Gulhuddin Hekmatjar lýsir yfir í Pakistan fyllsta stuðningi við Shahnaw-
as Tanai, landvarnaráðherra Kahúlstjórnarinnar, og skipar fylgismönn-
um sínum að veita honum lið.