Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Side 16
16 LAUGARDAGUR 10. MARS 1990. Skák Stórveldaslagurinn hafinn í Faxafeni - Jusupov, Short, Gulko og Ivantsjúk komu beint frá stórmótinu í Iinares Stórveldaslagur VISA og IBM hófst í skákmiðstööinni Faxafeni 12 í gær. Þá var teíld fyrsta umferð af sex í þessari sérstæðu lands- keppni Bandaríkjamanna, Sovét- manna, Englendinga og úrvals- sveitar Norðurlanda. Keppni af þessu tagi hefur ekki áður farið fram ög má því búast við að hún vekji mikla athygli víða um lönd. Yfir 40 stórmeistarar eru saman komnir í Faxafeni, flestallir snjöll- ustu skákmeistarar heims. Sovéska sveitin er sigurstrang- legust þótt heimsmeistarinn Ka- sparov sé fjarri góðu gamni og Karpov sömuleiöis, sem nú teílir einvígi við Timman í Malasíu. En Englendingar og Bandaríkjamenn munu áreiöanlega selja sig dýrt. Þeir stilla hvorir tveggju upp sín- um þyngstu og snjöllustu mönnum. í stigum talið er Noröurlanda- úrvahð fátækast en þar vantar nokkra lykilmenn. Mestu munar um sænska stórmeistarann snjalla, Ulf Andersson, en hann er staddur í Malasíu, Timman til aðstoðar í áðurnefndu einvígi. En stigin segja ekki alla söguna. Sveitin hefur allt að vinna, engu að tapa. Hver veit nema hún, með aðstoð liðsstjórans, Friðriks Ólafssonar, geri einhveij- ar rósir. Æfðu sig í Linares Forsprakkar sovésku, banda- rísku og ensku sveitanna komu hingað til lands beint frá stórmót- inu í Linares á Spáni sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru þeir Artur Jusupov og Vassily Ivantsjúk, sem tefla á 1. og 2. borði með Sovét- mönnum; Boris Gulko, efsti maður Bandaríkjamanna, og Nigel Short, sem leiðir ensku sveitina. Ivant- sjúk skákaði þar 1. borðs mönnun- um, hlaut 6,5 v. af 11 mögulegum. Short hlaut 6 v. en Gulko og Ju- supov fengu 5,5 v. eða 50% vinn- ingshlutfall. Sigurinn kom í hlut heimsmeist- arans Kasparovs sem hlaut 8 v. af 11 mögulegum. Honum tókst að leggja Spánverjann Ulescas í loka- umferðinni í 61 leik og skríða þar með upp fyrir Boris Gelfand, sem hlaut 7,5 v. og 2. sætið óskipt. Val- éry Salov hlaut 7 v. og þriðja sæti og síðan kom Ivantsjúk og þeir fé- lagar sem nú gista Reykjavík. Mótstaflan hér á síðunni sýnir röð keppenda og úrslit í einstökum skákum. Það er athyglisvert að hin unga kynslóð sovésku stórmeistaranna raðar sér í efstu sætin. Kasparov er aðeins 26 ára þótt varla verði hann talinn neitt unglamb lengur; Gelfand er 23ja ára, Salov er 25 ára Skák Jón L. Arnason og Ivantsjúk, sem er þeirra yngst- ur, verður 21 árs 18. þessa mánað- ar. Um Kasparov þarf vart að hafa mörg orð og Salov hefur þegar sýnt skákheiminum hæfileika sína. Gelfand og Ivantsjúk eru menn framtíðarinnar, vart komnir af gelgjuskeiði en afburðasnjallir skákmenn. Margir spá því að Ivantsjúk sé efni í heimsmeistara. Nú eiga íslenskir skákáhugamenn Linares1990 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 V. LKasparov /i /i 1 1 0 1 'Zi 1 1 1 /1 8 2. Gelfand /i 1 /i 0 1 0 1 1 1 /1 1 7'/2 3. Salov Vi 0 /i 1 /l 1 /l 1 '/2 1 •/2 7 4. Ivantsjúk 0 /l. /i 'Á /l /l 1 /i '/2 1 1 6'/2 5. Short 0 1 0 /i 1 /l 1 i /l 0 'A 6 6. Gulko 1 0 /l /i 0 /l 0 /i /l 1 1 5'/2 7. Jusupov 0 1 0 /i /l /l /l 0 1 /1 1 5'/2 8. Beljavsky /l 0 /l 0 0 1 /l 0 1 1 /1 5 9. Illescas 0 0 .0 /l 0 '/2 1 1 0 , '/2 /1 4 10. Spassky 0 0 /l /l /l /l 0 0 1 /1 /1 4 H.Portisch 0 /l 0 0 1 0 /l 0 /l /1 1 4 12. Ljubojevic /l 0 /l 0 '/2 0 0 '/2 /l /1 0 3 Táknræn mynd.fyrir stórveldaslaginn? Short, 1. borös maður Englendinga, gægist yfir öxlina á forsprakka sovésku sveitarinnar, Artur Jusupov. þess kost að fylgjast með tafl- mennsku hans - hann er líklega eitt helsta aðdráttaraflið í Faxafeni. En hver skyldu innbyrðisúrslit hafa orðið í Linares milli fjórmenn- inganna sem nú tefla í stórvelda- slagnum? Með því að athuga móts- töfluna sjáum við að jafntefli hefur orðiö í öllum innbyrðisskákum þeirra nema einni - Short vann Gulko. Skákir þeirra voru þó al- mennt þrungnar baráttu og raunar verður það sama sagt um aðrar skákir í Linares. Meira að segja Spassky mátti gera sér að góðu að beijast, enda hafði hann fyrir mót- iö undirritað eiðstaf um aö semja ekki um jafntefli fyrr en í fulla hnefana. Nokkrum sinnum lét hann þó freistast en líklega geymir hann skákir sínar, sem eru lengri en tuttugu leikir, í spjaldskránni undir heitinu „maraþonskákir". Tefldar verða tvöfaldar umferðir í Stórveldaslagnum en er þetta er sett á skjá liggur ekki ljóst fyrir hvaða sveitir tefla fyrst. Þegar Eng- lendingar mæta bandarísku sveit- inni má búast við aö bitið verði í skjaldarrendur. Á fyrsta borði á Gulko harma að hefna gegn Short frá Linares. Hann fékk prýðilegt tafl eftir rólyndislega byrjun Shorts en setti menn sína í dálítið þrönga stööu á kóngsvængnum, sem bauð hættunni heim. Þetta tókst Short að færa sér í nyt sem lét riddarafóm Gulkos eins og vindu um eyru þjóta. Hvítt: Nigel Short Svart: Boris Gulko Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 Bd7 6. Rbd2 g6 7. Rfl Bg7 8. Bg5 h6 9. Bh4 Ra5 10. Ba4 Bxa4 11. Dxa4+ Rc6 12. Re3 Dd7 13. 0-0 0-0 14. Khl Rd8 15. Dc2 Rg4 16. h3 Rxe3 17. fxe3 Re6 18. d4 exd4 19. exd4 í5 20. Hael Hae8 21. exf5 Hxf5 22. Bg3 Df7 23. De2 BfB 24. De4 d5 25. Dd3 c6 26. Be5 Rf4 27. Dd2 Rxh3? 28. g4! Ekki 28. gxh3? Bxe5 og leppunin eftir f-llnunni skilar svörtum manninum til baka. Nú er hrókur svarts strandaglóp- ur á miðju borði og hvítur hlýtur að tapa Uði. 28. - Bg5 29. Dg2 Rf4 30. Dh2 Hf6 31. Rxg5 hxg5 32. Bxf6 Og Gulko gafst upp. Skoðum að lokum handbragð Ivant- sjúks, sem leikur hér Ljubojevic grátt. Júgóslavneski stórmeistarinn telur sig vera að veiða riddara en kemst að því að hann er tálbeita. Ivantsjúk hefur reiknað framhaldið nákvæmt og kemst út í endatafl með tveimur peðum meira og þá er ekki að spyrja að leikslokum. Hvítt: Ljubomir Ljubojevic Svart: Vassily Ivantsjúk Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d3 e5 3. Rf3 Rf6! Örlítil gletta: Nú strandar 4. Rxe5?? á 4. - Da5+ og riddarinn fellur. 4. Be2 d6 5. 0-0 Rbd7 6. Hel g6 7. a4 Bg7 8. Rc3 0-0 9. d4 exd4 10. Rxd4 He8 11. Bfl Rc5 12. f3 Taflið hefur yfirbragð kóngsind- verskrar varnar, án þess að hvítur hafi leikið c2-c4, eins og jafnan í þeirri byrjun. Hvítur hefur einnig tapað leik með því að leika drottn- ingarpeðinu tvisvar. Þetta tvennt er næg ástæða fyrir svartan til að taka af skarið á miöborðinu. 12. - d5! 13. e5 Rh5 14. g4? Er hvítur að vinna mann? í ljós kemur aö 14. f4 var nauðsynlegt. I A#I tir k 1 lii i á A 4H A & A A A A A 1 áfii^ A B C D E . - Hxe5! 15. Hxe5 F G H Ekki 15. gxh5 Hxel 16. Dxel Bxd4+ o.s.frv. 15. - Bxe5 16. gxh5 Dh4 17. f4 Eini leikurinn til að hindra mát á h2 og loka skotlínu drottningar- innar að riddaranum um leið. Hætt er við að Ljubojevic hafi, er hann lék sinn 14. leik, sést yfir næsta leik Ivantsjúks. 17. -Dg4 + ! Svartur vinnur nú manninn aft- ur þar eö 18. Dxg4 er svarað með millileiknum 18. - Bxd4 meö skák. 18. Bg2 Dxdl+ 19. Rxdl Bxd4+ 20. Be3 Bxe3 21. Rxe3 d4 22. b4 Re6 23. Rc4 Rxf4 Með tveimur peðum meira í endatafli er sigur svarts augljós. 24. Rd6 Rxg2 25. Kxg2 Bf5 26. Hdl Bxc2 27. Hxd4 Hd8 28. a5 Kf8 29. Rb5 Hxd4 30. Rxd4 Ba4 31. Kf3 Ke7 32. Kf4 f6 33. hxg6 hxg6 34. h4 Kd6 35. Re2 Bc2 36. Rc3 Ke6 37. Kf3 Kf5 38. Ke3 Kg4 39. b5 cxb5 40. Rxb5 Ba4 41. Rxa7 Bd7 42. Kd4 f5 43. Kc5 f4 44., Kd6 Ba4 Og Ljubo gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.