Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Page 19
LAUGARDAGUR 10. MARS 1990.
19
Fimm frumherjar Sinfóníuhljómsveitar íslands spila enn af sömu gleði:
Björn R. Einarsson, Jónas Dagbjartsson, Þorvaldur Steingrímsson, Ingv-
ar Jónasson og Páll P. Pálsson. DV-mynd Brynjar Gauti
Sinfóníuhljómsveitin 40 ára:
Kraftmiklir
frumherjar
að taka þátt í þessu en ýmsir voru
andsnúnir. Fjármagn lá ekki á
lausu og þótti mörgum að pening-
um, sem fóru til hljómsveitarinnar,
væri kastað á glæ,“ segir Páll.
í dagblöðum frá 10. mars 1950
má lesa um tónleikana og er sagt
að hljómsveitinni hafi verið fagnað
gifurlega. Dr. Páll ísólfsson hélt
hátíðarræðu og gerði að umtalsefni
að tryggja þyrfti hljómsveitinni
Qárhagslegan grundvöll. Áður en
tónleikarnir hófust lék hljómsveit-
in íslenska þjóösönginn.
Sinfóníuhíjómsveit íslands hefur
farið út fyrir landsteinana til tón-
leikahalds og var fyrsta utanlands-
ferðin til Færeyja. „Ferðin til Aust-
urríkis árið 1981 er í mínum huga
eftirminnilegust og einn af há-
punktunum í starfseminni. Þar
lékum við í stórkostlegum tón-
leikasölum sem gáfu hljómsveit-
inni nýja vídd,“ segir Páll.
Góðir
hljóðfæraleikarar
Páll segir að framfarir hljóm-
sveitarinnar hafi verið mjög miklar
á þessum fjórum áratugum en inn-
an hennar hafa ætíð verið mjög
góðir hljóðfæraleikarar. „Það má
heyra á gömlum upptökum að
fyrstu hljóðfæraleikararnir voru
geysigóðir þrátt fyrir að gæði stál-
þráðarins væru ekki mikil. Nú
hjálpast margt að við að skila flutn-
ingi hljómsveitarinnar betur til
hlustenda í útvarpi og munar mest
um það hve tækninni hefur fleygt
fram.“
Páll telur starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar hafa styrkt mjög
allt tónlistarlíf í landinu. Hann seg-
ir að unga fólkið, sem gengur til
hðs við hljómsveitina, sé afar vel
menntað í sínu fagi og greinilegt
að kennsla hafi tekið mikinn fjör-
kipp.
Á fyrstu árum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar bar ekki mikið á kon-
um en í dag eru þær jafnmargar,
ef ekki fleiri en karlarnir. „Stelpur
virðast hafa miklu meiri áhuga á
tónlistarnámi en strákar. Strák-
arnir vilja sennilega læra eitthvað
sem gefur pening og vita sem er
aö hljómlistarmaður er ekki há-
launamaður hérlendis," segir Páll
og virðist ekki vera neitt óánægður
með þessa þróun. „Sumir hljóm-
sveitaframkvæmdastjórar vilja alls
ekki ráða konur og telja að þær
eyðileggi hreinlega út frá sér. Það
er hin mesta vitleysa og ég fæ ekki
betur séð en þær standi sig eins vel
og karlamir, ef ekki betur.“
-JJ
Fyrir réttum fjörutíu árum hélt
Sinfóníuhljómsveit íslands sína
fyrstu tónleika. Ekki var stór
hljómleikasalur til ráðstöfunar,
fremur en nú, og varð Austurbæj-
arbíó fyrsta tónleikahús hljóm-
sveitarinnar. í nokkur ár átti
hljómsveitin þar athvarf en fékk
öðru hveiju inni í Þjóðleikhúsinu.
Fimm hljóðfæraleikarar, sem
komu fram á fyrstu tónleikunum,
eru enn starfandi. Það eru þeir
Björn R. Einarsson básúnuleikari,
fiðluleikararnir Jónas Dagbjarts-
son og Þorvaldur Steingrímsson,
Ingvar Jónasson víóluleikari og
Páll Pampichler Pálsson. Engin
ellimerki er að finna á frumherjun-
um. „Þeir eru svo lifandi og kraft-
miklir í flutningi sínum af því þeim
finnst svo gaman að leika saman,"
segir Páll þegar hann er spurður
um samherjana. „Það á við um
hljómsveitina í heild að starfsgleð-
in endurspeglast í flutningi hennar.
Ég hef unnið með hljómsveitum
erlendis og þó að þær séu á margan
hátt betri vantar í þær alla lífs-
gleði. En gleðin þýðir ekki aö
hljómsveitin sé agalaus, fjarriþví.“
Hljóðfæraleikarar
í byggingarvinnu
Páll P. Pálsson byijaði sinn feril
hérlendis sem trompetleikari
hljómsveitarinnar en er í dag
þekktastur sem stjórnandi hennar.
Hann var fenginn hingað til lands
skömmu áður en hljómsveitin hóf
starf sitt og ílengdist hér. Hann var
ekki eini útlendingurinn sem kom
til starfa en margir sneru heim.
„Á fyrstu árum hljómsveitarinn-
ar voru hljóðfæraleikararnir ekki
fastráðnir og fengu því launin
greidd með höppum og glöppum,"
segir Páll. „Margir erlendu gest-
anna áttu erfitt með að sætta sig
við að vinna í byggingarvinnu eða
einhverju álíka til að afla tekna en
vinna við hljóðfæraleikinn í hjá-
verkum. Þeir voru fyrst og fremst
tónlistarmenn en ekki verka-
menn.“
í fyrstu hljómsveitinni voru
hljóðfæraleikaramir 45 en nú eru
starfsmenn hennar um sjötíu og oft
eru meðlimir hljómsveitarinnar
fleiri en hundrað. Mikið var rætt
og ritað með og á móti stofnun
hennar á sínum tíma. Stofnunin
þótti mikill viðburður í þjóðfélag-
inu og var góður rómur gerður að
fyrsta flutningi hennar. Stjórnandi
var Róbert Abraham Ottósson og
var sinfónía í H-moll - Ófullgeröa
sinfónían - eftir Schubert aðalvið-
fangsefnið.
„Okkur þótti gífurlega spennandi
Fordkeppnin:
Úrslitin kynnt
a morgun
Urslit í Ford-fyrirsætukeppninni
verða kynnt á morgun í hófi sem
fram fer í hinum glæsilega sal, Setr-
inu, á Holiday Inn-hótelinu. Það er
Vibeke Knudsen frá Ford Models í
New York sem kynnir úrslit. Tólf
stúlkur keppa til úrshta en sigurveg-
arinn fær ferð til Los Angeles þar
sem hún mun taka þátt í keppninni
Supermodel of the World - Face of
the 90’s - um mánaöamótin júlí-
ágúst.
Vibeke Knudsen starfaði sem fyrir-
sæta á áttunda áratugnum og var ein
af þeim eftirsóttustu í þeirri grein á
sínum tíma. Vibeke er dönsk en fór
til Parísar ung að árum þar sem hún
náði mjög langt sem fyrirsæta. Það
var í París sem Eileen Ford sá Vibeke
og bauð henni til New York. Vibeke
hefur skreytt forsíður allra helstu
tískublaða, svo sem Elle, Vogue, Har-
per’s, Bazaar, Newsweek og New.
York Magazine.
Vibeke mun ferðast vítt og breitt
fyrir Ford Models í leit að ungum
fyrirsætum. Hún kemur frá Ósló í
dag en strax á mánudag heldur hún
til Englands og þvínæst írlands þar
sem hún mun velja þátttakendur í
Supermodel of the World.
Vibeke mun hitta stúlkurnar tólf,
sem keppa til úrslita, í kvöld og aftur
á morgun fyrir úrslitin. Stúlkurnar
munu síðan mæta til smáhófs milli
klukkan sextán og átján þar sem
Vibeke mun tilkynna hver hlýtur
þann titil aö verða Fordstúlkan 1990.
Fordfyrirsætukeppnin er í raun
ekkert annað en umsókn um starf
og er því vel mögulegt að fleiri en ein
stúlka fái samning við Ford Models
í New York. Ágústa Erna Hilmars-
dóttir, sem varð Fordstúlkan 1988,
og Lillí Karen Wdowiak, Fordstúlka
1989, eru báðar starfandi sem fyrir-
sætur á Ítalíu og gengur vel. Nú er
því bara spurningin hver þessara
tólf stúlkná hlýtur titihnn í ár.
-ELA
Stúlkurnar tólf, sem keppa um titilinn Fordstúlkan 1990, en úrslitin verða kynnt á Holiday Inn á morgun.
FRUMSÝNDAR Á MYND-
BANDALEIGUM
\\\\. BlG
lUEHSKUR T
Tíl á öllum betrí myndbandaleígum landsíns
DREIFING MYNDFORM SÍMI 651288