Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Page 20
20
’ MU'tíÁRDÁGUR'ÍÓ. MÁtö 1090.
Kvikmyndir
Það má segja með sanni að þótt
kvikmyndagerð í Hollywood sé
íhaldssamur iðnaður komi þaðan
stundum hugmyndir sem komi
reglulega á óvart. Það nýjasta er
varaleikstjóri. Eins og svo oft áður
er þetta nýja hlutverk leikstjórans
ekki komið af hina góða heldur
hugsað sem trygging Hollywood
gegn þeirri áhættu sem fylgir kvik-
myndagerð. En hins vegar hefur
þetta einnig góðar hliðar eins og
að gefa leikstjórum af eldri kyn-
slóðinni tækifæri til að halda áfram
að gera kvikmyndir sem annars
hefðu aldrei verið gerðar.
Varaleikstjóri er eins og nafr;ð
ber með sér leikstjóri sem getur
tekið við leikstjóm viðkomandi
kvikmyndar ef leikstjórinn fellur
frá. Stóru kvikmyndaverin hafa
tekið upp á því þegar þau eru að
framleiða kvikmyndir sem eldri
leikstjórar leikstýra að krefjast
varaleikstjóra ef eitthvað kæmi
fyrir leikstjórann. Gott dæmi um
þetta er myndin NOSTROMO sem
ætlunin er að kvikmynda í næsta
mánuöi. Leikstjórinn er sjálfur
David Lean, 82 ára gamall heiðurs-
maður sem á að baki listaverk eins
og OLIVER TWIST (1948), THE
BRIDGE ON THE RTVER KWAI
(1957), LAWRENCE OF ARABIA
(1962), DR. ZHIVAGO (1965) og svo
siðast A PASSAGE TO INDIA sem
Lean gerði 74 ára að aldri. Það er
mikið lagt undir við gerð myndar-
innar því að búið er að fá Marlon
Brando til að vera í einu aðalhlut-
verkanna og kostnaðurinn er áætl-
aður um 2,5 milljarðar íslenskra
króna. Það er því mikið í húfi að
ekkert fari úrskeiðis og ekkert
Hér sést David Lean að störfum.
Leikstjóri á
varamannabekk
komi fyrir David Lean. Því gripu
þeir háu herrar í Hollywood til
þess ráðs að setja það skilyrði fyrir
gerð myndarinnar að Lean hefði
varaleikstjóra sem yrði alltaf við-
staddur við gerð myndarinnar og
gæti tekið við stjómtaumunum ef
þörf krefði.
Tveirgóðir
Sá leikstjóri sem tók þetta að sér
var ekkert smástimi heldur en þaö
var Arthur Penn sem er líklega
þekktastur fyrir myndir sínar THE
CHASE (1966), BONNIE AND
CLYDE (1967), LITTLE BIG MAN
og svo MISSOURI BREAKS (1976).
Penn verða borguð full leikstjóra-
laun fyrir að leikstýra ekki mynd-
inni og hann hefur í raun ekkert
að segja um gerð hennar nema
Lean forfallist.
Penn hefur sagt að hann hafi
haft lítinn áhuga á hlutverki vara-
leikstjórans af því að hann væri
með sína eigin mynd í undirbún-
ingi. Hins vegar vildi hann gera
allt sem hann gæti til að sjá til þess
að Lean gæti gert NOSTROMO en
Penn telur Lean einn af þremur
fremstu kvikmyndaleikstjórum
okkar tíma.
NOSTROMO er byggð á sögu Jos-
eph Conrad sem hann skrifaði 1904.
Hún gerist í lýðveldi i Suður-
Ameríku sem rambar á barmi bylt-
ingar. Hér skal ekki fariö nánar út
í efnisþráðinn heldur einungis bent
á þá staðreynd að ein umtalaðsta
stórmynd síðasta áratugar var
einnig gerö eftir sögu Conrad en
það var mynd Francis Coppola,
APOCALYPSE NOW, sem byggð
var á Heart of Darkness. Það hefur
löngum þótt erfitt að gera kvik-
myndir eftir bókum Conrads en ef
einhver getur gert það vel er það
líklega gamla kempan David Lean.
David Lean hefur lengi haft
áhuga á að kvikmynda þessa sögu
Joseph Conrad. Það sem reið eigin-
lega baggamuninn voru fréttir þess
efnis að kvikmyndaklúbbur í Cam-
bridge hefði látið gera könnun
meðal félagsmanna sinna um
hvaða efni þeir teldu að David Lean
ætti að kvikmynda næst ef hann
héldi áfram kvikmyndagerð. Af
einhveijum ástæðum nefndi meiri-
hlutinn NOSTROMO.
Coppola og Scorsese
Lílega hafa fáir leikstjórar rétt
eldri leikstjórum eins mikla hjálp-
arhönd og þeir Francis Coppola og
Martin Scorsese. Raunar hefur
Coppola ekki síöur stutt unga og
efiúlega kvikmyndagerðarmenn.
Til dæmis tók hann upp á arma
sína Wim Wenders þegar hann
gerði sína fyrstu mynd í Bandaríkj-
unum.
Það er einnig alkunna að þeir fé-
lagar beittu þrýstingi á ákveðið
kvikmyndaver í Hollywood til að
sjálfur Kurosawa gæti haldið
áfram að gera kvikmyndir á full-
orðinsárum sínum eftir aö bæði
bandarísk og japönsk kvikmynda-
ver höfðu afskrifað gamla manninn
sem leikstjóra. Einnig má benda á
að þeir Scorsese og Coppola beittu
sér fyrir því í fyrra aö hinn 85 ára
gamU herramaður Michael Powell
fengi að gera THE FALL OF THE
HOUSE OF USHER þótt myndin
yrðu aldrei endanlega gerð vegna
óviöráðanlegara ástæðna.
Scorsese hefur einnig boðist til
þess að vera framleiðandi nýjustu
myndar Antonioni sem nefnist
THE CREW og er fyrsta myndin
sem hann hefur á prjónunum að
gera í áratug. Þegar Antonioni var
upp á sitt besta gerði hann myndir
eins og BLOW-UP (1967) og ZA-
BRISKIE POINT (1969)
Margt framundan
Þótt Antonioni hafi fengið slæmt
hjartaáfall fyrir um það bil tveimur
árum halda aðstandendur myndar-
innar því stíft fram að aldrei hafi
verið ætlunin aö hafa Scorsese sem
varaleikstjóra heldur sem hjálp til
að velja leikara og ákveða hvar
ætti að taka myndina.
Að lokum má nefna aö annar
leikstjóri af eldri kynslóðinni er nú
aö leita sér að varaleikstjóra þessa
stundina. Það er Elia Kazan sem
nú er 81 árs gamall. Hann gerði
margar frægar myndir á sínum
yngri árum eins og A STREETC AR
NAMED DESRIE, ON THE WAT-
ERFRONT og svo EAST OF EDEN
en nú er svo komið vegna aldursins
að stóru kvikmundaverin treysta
sér ekki lengur að fjármagna
myndir hans af ótta við að eitthvað
komi fyrir hann sjálfan eða mynd-
imar fjalli um efni sem áhorfendur
hafa ekki áhuga á. Kazan er þessa
Umsjón:
Baldur Hjaltason
dagana að undirbúa að kvikmynda
BEYOND THE AEGEAN sem von-
andi mun einhvem tímann líta
dagsins ljós.
A undanfórnum árum hefur
kostnaður við kvikmyndagerð
aukist hröðum skrefum. Til að
minnka áhættuna hafa erlendu
kvikmyndaverin tryggt sig hjá
tryggingafélögum þannig að ef
myndin er ekki gerð á ákveðnum
tíma fyrir ákveðinn kostnað greiðir
tryggingarfélagið mismuninn. Því
setja mörg tryggingarfélög það sem
algert skilyrði að yngri leikstjórar
leikstýri myndunum og helst að-
eins þeir sem hafa sýnt og sannað
að þeir eru leikstjórar á heims-
mælikvarða. Því er komin upp sú
óþægilega staða að tryggingarfé-
lögin geta haft meiri áhrif á hvaða
leikstjóri á aö leikstýra viðkomandi
mynd en framleiðandinn sjálfur.
John Huston
Það þekkja víst flestir John Hus-
ton. Hann lést fyrir nokkrum árum
og gerði raunar fárveikur síðustu
mynd sína, THE DEAD. Það vita
hins vegar færri að ástæðan fyrir
því að honum var treyst til aö gera
THE DEAD var einfaldlega sú að
Karel Reisz haíði gengist undir þá
kvöð að taka að sér leikstjómina
ef Huston félli frá. Það var bæði
Huston sjálfur og svo ættingar Ja-
mes Joyce, en myndin var byggð á
einni af bókum hans, sem höföu
samband við Reisz. En Reisz hafði
ekki erindi sem erfiði því þrátt fyr-
ir sjúkleika sinn tókst Huston að
ljúka við myndina þótt oft munaði
mjóu.
En ekki má heldur gleyma sjálf-
stæðum framleiðendum sem eru
tilbúnir að taka áhættu, sérstak-
lega ef þeir eru orðnir sjálfir full-
orðnir. Tökum sem dæmi Frak-
kann Serge Silberman sem stendur
að hluta til að baki David Lean við
gerð NOSTROMO. Silberman
framleiddi m.a. fimm síðustu
myndir Bunuel eins og THAT
OBJECT OF DESIRE sem Bunuel
gerði 77 ára að aldri. Einnig var
Silberman sá eini sem þoröi að
framleiða RAN undir leikstjórn
Kurosawa sem þá var um áttrætt.
Helsti kosturinn við þessa nýju
stefnu Hollywood er að mörgum
gömlum kempum kvikmyndasög-
unnar gefst nú tækifæri til að gera
kvikmyndir þótt þeir séu komnir
vel yfir eftirlaunaaldur. Þetta er
ekki síður ánægjulegt fyrir kvik-
myndahúsagesti því sjaldan hefur
ræst eins vel máltækið „lengi lifir
í gömlum glæðum“ eins og um
þessa gömlu meistara þegar þeir á
gamals aldri taka sig til og gera
kvikmynd.
Helstu Heimildir:
Variety Sight and Sound
B.H.