Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Page 21
. l.AUG^KDAqUH, 10. MAR8 1990.
Meiming
Nýtt í klassíkinni:
Kynþokki
í aðalhlutverki
mm
■
Fiðlusnillingurinn Anne Sophie Mutter missti nokkur kíló og fékk afar
kynþokkafulla markaðssetningu hjá Deutshce Grammophon. Hún er
óumræðilega talin snillingur en skyldi kynþokkinn hafa hækkað sölutöl-
urnar?
Þaö mun ekki lengur vera nóg
að vera frábær hljóðfæraleikari ef
menn vilja ná langt í klassískri tón-
list. í nýlegu tölublaði Politiken
má lesa að í dag séu einleikarar í
klassík markaðssettir á sama hátt
og popp- og rokkstjörnur þar sem
kynþokkinn er í aðalhlutverkinu.
Hið heimsþekkta útgáfufyrir-
tæki, Deutsche Grammophon,
ruddi brautina í kynþokkafullri
markaðssetningu á einleikurum.
Fiðlusnillingurinn Anne Sophie
Mutter, sem var frekar þybbin, var
sett í hörkumegrun. Fyrirtækið
vildi kynþokkafulla glansmynd á
plötuumslagið, ekki mynd af ein-
hverri „buddu“ með fiðlu. Það
gekk. Þannig hefur ný vídd komið
inn í klassíska tónlist.
„Kynþokki er ein besta söluvara
sem til er og því ætti það ekki að
gilda um klasíska tónlist," segir
Wensel Andreasen, einn af liðs-
mönnum Dana í Kontrapunkts-
spurningakeppninni í sjónvarpinu.
„Viö höfum gjörsamlega mettaðan
plötumarkað í kiassík þar sem til
dæmis má finna 30 rhismunandi
hljóðritanir á fiðlukonsert Brahms.
Það er því ekkert skrýtið þó fyrir-
tækin leiti nýrra leiða í markaðs-
setningu. Þegar „standardkúnni"
kaupir „standardverk" gerist það
meira með augunum en ekki eyr-
unum.“
En kynþokki er líka á ferðinni
þar sem karlmenn eru annars veg-
ar. Enski fiðluleikarinn Nigel
Kennedy er kjaftfor þar sem hann
lætur ijós sitt skína í rabbþáttum
sjónvarpsins og með loðna bringu
í þokkabót. Það er sögð ástæða þess
að selst hafi meira en 150 þúsund
plötur þar sem hann leikur Árstíð-
ir Vivaldis þrátt fyrir að klassískir
gagnrýnendur séu allt annað en
hrifnir af hljóðfæraleik hans þar.
Það er ekki nóg með að kynþokki
sé notaður sem slíkur heldur er
honum beint sérstaklega að
ákveðnum kaupendahópum eins
og konum, körlum og samkyn-
hneigðum.
En gengur kynþokkafull mark-
aðssetning þegar til lengri tíma er
litið? Því trúa menn almennt ekki
en kynþókkinn er þó sagður hjálpa
einleikurum mjög að koma sér á
framfæri og hjálpa upp á sölutölur
þegar viðurkenndra snillinga.
Þannig fékk flautuleikarinn Mic-
hala Petri, sem fram að þrítugs-
aldri var talin næsta „kynlaus“
kvenmaður, yfirhalningu í anda
kynþokkafullrar markaðssetning-
ar.
Kynþokkafull markaðssetning er
ein hlið málsins en svipuhögg út-
gáfufyrirtækjanna, þar sém þau
reka einleikarana áfram, önnur.
Margir hljósmveitarstjórar segja
að tækni í hljóðfæraleik einleikar-
anna hafi aldrei verið betri en
kvarta um leið yfir því að þá vanti
of oft „persónuleika" eða „sál“ í
leik sínum. Því spyrja menn hvar
kynþokkafullir ungir einleikarar
standa þegar fjöldi verka gömlu
meistaranna, sem seldust vegna
„sálar og persónuleika" í leik
þeirra, er settur á geisladiska við
hlið þeirra nýju.
-hlh
~ VlVALDl
CELLO CONCERTOS
töRonio chahbV.r orchestra
PAUL ROBinSOW
COMDCC.TOK
Kanadíski sellóleikarinn Ofra Harnoy þykir ekkert framurskarandi í selló-
konsert Vivaldis en þar sem hún liggur í kynþokkafullum faömlögum
með sellóinu sinu er hún ómótstæðileg fyrir marga kaupendur.
21
,,Opid hús“
Háskóla íslands
á morgun, 11. mars, frá kl. 13.00-18.00
„Opið hús“ í byggingum Háskólans.
Jarðfræðahús (austan Suðurgötu)
2. Loftskeytastöðin
3. VR m
4. VR I
5. VR n
6. Tæknigarður
Veitingastofan í
Tæknigarði
7. Vetrarhöll
8. Raunvísindastofnun
9. Háskólabíó*
Dagskrá í Þj óðarbókhlöðu.
Kynning á öllum deildum Háskólans,
22 sérskólum, ýmsum stofnunum
Háskólans og ýmsum þjónustustofn-
unum stúdenta. Háskólabókasafn
kynnir starfsemi sína í tilefni af 50
ára afmæli safnsins. Nemendur lista-
skólanna og Háskólakórinn sjá gest-
um fyrir hinum ýmsu listviðburðum.
Kaffi á könnunni í boði Félags-
stofnunar stúdenta.
Háskólabfó: * Kynning á nýjum fyrirlestra- og sýningasölum. Salur 4 kl. 14:00. Kvikmyndasýning í
boði fyrir fullorðna (Hálendingurinn). Dagskrá fyrir böm: Salur 3 kl. 14:00. Kvikmyndasýning í
boði fyrir böm (Flakkaramir). í anddyri kl. 13:15 og kl. 16:00 söngur og brúðuleikhús á vegum
nemenda í Fósturskóla íslands.
AEIG
tile:
Hugsaðu þér ferðafrelsið. Og
möguleikana. Þú getur ekið
vítt og breitt um Skandinavíu
eða suður til Evrópu án þess
að eyða stórfé í að leigja bfl.
Með Norrænu getur fjöl-
skyldan farið á ódýran og
þægilegan hátt með sinn eigin
bfl þangað sem hana langar.
Þegar þú ferð á þínum eigin
með Norrænu
slærðu tværflug-
ur í einu höggi.
IN BIF'
VRÓPU
'REIÐ
eða Evr-
ópu. Þú ræður ferðatímanum
og getur farið hvert á land sem
er. Frá Bergen liggja leiðir til
allra átta í Skandinavíu. Há-
fjallafegurð Noregs og
undirlendi Svíþjóðar
er skammt undan að
ógleymd-
L um borg-
u m
-"miimiiiiiimiii
□ ■iii.......
sameina ferð um ísland á
leiðinni til Seyðisfjarðar og
utanlandsferð til Norðurlanda
eins og Ósló og Stokkhólmi.
Frá Svíþjóð er hægur vandi að
komast með ferju yfir til
Finn-
lands
og skoða þúsund vatna
landið eða hina fögru
höfuðborg, Helsinki.
Frá Hanstholm í Danmörku
liggja leiðir um Jótland til
Kaupmannahafnar, ef vill
og áfram um Skandinavíu,
eða suður til
, Þýskalands og
blasir Evrópa þá
við í öllu sínu veldi.
Við Játum þig um
ferðaáætlunina en
flytjum hins vegar
fjölskylduna og bílinn
yfir hafið á þægilegan en
óvenju skemmtilegan hátt.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTO FAN
SMYRIL-LINE ÍSLAND
LAjJGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK
SIMI 91-62 63 62
AUSTFAR HF.
N0RRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN
FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI
SIMI 97-211 11