Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1990, Blaðsíða 38
LAUGARD^qUR 40. ftfARS 1090. 50 Afmæli Eggert Magnusson Eggert Magnússon listmálari, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Eggert fæddist viö Njálsgötuna í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík en lengst af, eöáí þrjátíu og fimm ár, átti hann heima í Engjabæ viö Holtaveg þar sem faðir hans rak sauöabú. Þar er nú Grasgarðurinn í Laugardalnum. Eggert byrjaöi ungur til sjós og var þá m.a. á Skúla fógeta 1931 og Hann- esi ráðherra 1932 auk fjölda annarra skipa. Eggert tók mótorprófl938 og minna stýrimannaprófið 1946 en hann var m.a. fyrsti vélstjóri á Elsu sem þá var á veiðum viö Grænland 1949 og annar vélstjóri á Hamranesi. Eggert átti vörubíla og keyröi þá um nokkurra ára skeiö. Hann var félagi í Vörubílstjórafélaginu Þrótti áárunum 1940-48. Þá starfaði Eggert um hálfs árs skeið 1950 í Gambíu á vegum Ný- lendudeildarinnar í London. Eggert er sjálfmenntaður listmál- ari en hann hefur málaö myndir frá 1960. Hann hefur haldiö fimm einka- sýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlend- is. Einkasýningar hans: hjá Dags- brún í Lindarbæ 1965; í Djúpinu viö Hafnarstræti 1982; í Háskólabíói 1983; í Listmunahúsinu 1985, og á Kjarvalsstöðum 1987. Foreldrar Eggerts voru Magnús Jónsson frá Breiöholti í Reykjavík og Hrefna Eggertsdóttir Norödal frá Hólmi í Seltjarnarneshreppi. Þess má geta aö þijár götur í Breiðholtinu bera nöfn fóðursystra Eggerts. Þórufell ber nafn Þóru, Lóuhólar bera nafn Lóu og Maríu- bakki ber nafn Maríu. Hálfbróöir Magnúsar er Haukur, afi Hauks Gunnarssonar, heimsmeistara og margfalds afrekshafa á alþjóðlegum íþróttamótum fatlaðra. Magnús var sonur Jóns, b. í Breiðholti Jónsson- ar, og Bjargar Magnúsdóttur, af húnvetnskum ættum. Hrefna var hálfsystir Magnúsar, foöur Hregg- viðs Norðdahl, doktors í jarðfræði. Hrefna var dóttir Eggerts Norðdahl, b. í Hólmi, bróður Skúla, föður Gríms Norðdahl, b. á Úlfarsfelli. Eggert var sonur Guðmundar Norðdahl, b. á Elliðakoti í Mosfells- sveit, Magnússonar Norðdahl, prests í Meðallandsþingum, Jóns- sonar, prests í Hvammi í Norður- árdal, Magnússonar, sýslumanns í Búðardal, Ketilssonar. Móðir Magn- úsar sýslumanns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Móðir Magnúsar Norðdahls var Guðrún Guðmundsdóttir, sýslu- manns á Svignaskarði, Ketilssonar, bróður, samfeðra, Magnúsar í Búð- ardal. Móðir Guðmundar var Rann- veig Eggertsdóttir, prests í Stafholti, Bjamasonar landlæknis, Pálssonar. Móðir Eggerts var Rannveig Skúla- dóttirlandfógeta, Magnússonar. Móðir Eggerts í Hólmi var Guðrún Jónsdóttir, b. í Langholti, Gissurar- sonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Syðri-Steinsmýri, Jónssonar, prests í Meðallands- þingum, Jónssonar, bróður Stein- gríms biskups. Móðir Jóns prests var Helga Steingrímsdóttir, systir Jóns eldprests. Móðir Hrefnu var Valgerður, syst- ir Eiríks, afa Vigdísar Finnbogadótt- ur. Annar bróðir Valgerðar var Ein- ar, faðir Guðmundar'frá Miðdal, föður Errós. Valgerður var dóttir Guðmundar, b. í Miðdal í Mosfells- sveit, Einarssonar, b. á Álfsstöðum á Skeiðum, Gíslasonar, b. á Álfs- stöðum, Helgasonar, bróöur Ing- Vilhjálmur Gunnlaugur Jónsson Vilhjálmur Gunnlaugur Jónsson, bóndi að Eyvindará við Egilsstaði, eráttræðurídag. Vilhjálmur fæddist að Arnórs- stöðum í Jökuldal en ólst upp í Möðrudal á Fjöllum. Hann stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri 1928-1930, var bóndi í Möðrudal til 1962 en flutti þá í Eyvindará þar sem hann hefur búið síðan. Kona Vilhjálms er Margrét Sveinsdóttir húsfreyja, f. 18.11.1916, dóttir Sveins Pálssonar í Stóru- tungu í Báröardal, og Vilborgar Kristjánsdóttur. Vilhjálmur og Margrét eignuðust tiu börn. Þau eru Sveinn Vilberg, f. 15.3.1938, búsettur á Egilsstöðum, kvæntur Kristínu Jónsdóttur og eiga þau sjö dætur; Vernharður Jón, f. 3.5.1939, b. í Möörudal, kvæntur Önnu Birnu Snæþórsdóttur og eiga þau íjögur böm; Þórann Aöalbjörg, f. 29.9.1940, húsmóðir á Eskifirði, gift Reyni Hólm og eiga þau fjögur böm; Vilborg, f. 20.1.1942, húsmóðir á Neskaupstað, gift Eðvald Jó- hannssyni og eiga þau sex börn; Anna Kristín, f. 6.2.1943, húsmóðir á Reyðarfiröi, gift Bjarna Garðars- syni og eiga þau sex böm; Bryn- hildur, f. 2.12.1945, húsmóðir á Eg- ilsstöðum, gift Sævari Gunnarssyni og eiga þau þrjú börn; Stefán Sig- urður, f. 19.12.1946, d. 9.1.1987; Sigr- ún Margrét, f. 23.7.1951, húsmóðir á Neskaupstað, gift Haraldi Bjarna- syni og eiga þau þrjú börn, og Guð- laug Erla, f. 29.8.1956, húsmóðir á Eyvindará, gift Daníel Gunnarssyni og eiga þau eitt barn. Systkini Vilhjálms: Þórlaug, dó þriggja ára; Jóhanna Arnfriður, gift Jóni Jóhannessyni en þau eru bæði látin; Stefán Vilhjálmur, málari í Reykjavík; Guðlaugur Valgeir Þór- hallur sem er látinn, var kvæntur Rögnu Guðmundsdóttur, og Þórlaug Aðalbjörg, dó sautján ára. Stjúp- systir Vilhjálms er Kristín Odds- dóttir, gift Ólafi Stefánssyni. Foreldrar Vilhjálms voru Jón Aö- alsteinn Stefánsson, f. 22.2.1880,-d. 1972, bóndi í Möðradal, og kona hans, Þórunn Guðríður Björg Vil- hjálmsdóttir Oddsen, f. 18.3.1872. Systir Jóns Aðalsteins var Aðal- björg, kona Jóns Helgasonar sem var ritstjóri Heimilisblaðsins. Jón Aðalsteinn var sonur Stefáns, b. í Möörudal, Einarssonar, b. á Brú, Einarssonar, b. á Brú, Einarssonar, b. á Eiríksstöðum, Jónssonar. Móðir Einars eldra á Brú var Sólveig Þor- kelsdóttir, b. á Eiríksstöðum, Þor- steinssonar. Móðir Einars yngra á Brú var Anna Þorsteinsdóttir frá Melum. Móðir Stefáns var Anna Stefánsdóttir frá Gilsárvelli. Móðir Jóns Aðalsteins var Arn- fríður Sigurðardóttir, b. á Ljósa- vatni, Guðnasonar. Þórunn, móðir Vilhjálms, var dóttir Vilhjálms Oddsen, söðlasmiðs á Hrappsstöðum. Móðir Þórunnar var Guðlaug Þorsteinsdóttir, sýslu- manns í Krossavík, bróður Páls sýslumanns Guðmundssonar, sýslumanns í Krossavík, Pétursson- ar, sýslumanns Þorsteinssonar. Árið sem ekki kom sumar Úrval tímarit fyrir alla melbrosia melbrosia p.l.d. for kvjnuer i m fgglSöSS- 0 Ovi'r^ðnctvjiIdfVirti W ^éT ^ » S t IMO< OfJ .vMÍ-.l Sk nAturproiíiikt MELBROSIA P.L.D. er hrein nátt- úruafurð sem inníheldur bipollen, perga pollen og Royal Yelly og færir þér lífsorku i ríkum mæli. MELBROSIA P.L.D. er fyrir konur á öllum aldri. Mætíð nýjum degi hressar og fullar af lifskrafti - i andlegu og likamlegu jafnvægi - alla daga mánaðarins. Breytinga- áldurínn er tímabil sem mörgum konum er erfiður. Ef til vil getur MELBROSIA P.L.D. gert þér þetta tímabil auðveldara. MELBROSIA er ekki ný framleiðsla. Að baki er áratugareynsla. MELBROSIA er selt i flestum heilsuvöruyerslunum um alla Evr- ópu. Aðeins það besta er nógu gott fyrir þíg. Umboð og dreifing NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN Laugavegi 25, simi 10263. Fax 621901 Ásgeir Ámason Ásgeir Árnason kennari, Ásgarði 1, Keflavík, er fimmtugur í dag. Ásgeir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962, stundaði nám við heimspekideild Háskóla íslands 1962- 63, við Háskólann í Moskvu 1963- 64 og viö Kvikmyndaháskól- ann í Moskvu 1964-65. Ásgeir var við réttindanám í Kennaraháskóla íslands 1973-74, lagði stund á dönsk- u og bókmenntasögu við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn 1979-80 og á sama tíma nam hann við sagnfræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla. Ásgeir var kennari við Bamaskólann á Selfossi 1965-66 og stundakennari við Iðnskólann á Selfossi á sama tíma. Frá árinu 1967 hefur hann kennt í Gagnfræðaskóla Keflavíkur (síðar Holtaskóla). Ás- geir vann við afgreiðslustörf í Bæj- arbókasafni Hafnarfjarðar 1962-63, hjá Bókaverslun Máls og menning- ar 1966-67 og var bókavörður við Bæjarbókasafn Njarðvíkur 1971-80. Ásgeir kvæntist þann 8.8.1964 Sig- riði Svanhildi Jóhannesdóttur, f. 10.6.1943, kennara og ritara Kenn- arafélágs íslands. Foreldrar hennar era Jóhannes Guðnason, f. 29.9. 1921, og Aldís Jóna Ásmundsdóttir, f. 9.5.1922. Böm Ásgeirs og Sigríðar era: Jó- hannes Gísli, f. 6.2.1965; Þóra Krist- ín, f. 10.8.1966; Ester, f. 30.12.1975; og Aldís Jóna, f. 19.9.1982. Systkini Ásgeirs eru: Páll, f. 30.7.1944, kennari, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Bryndísi Skúladóttur kennara. Kristín, f. 11.10.1945, hjúkrunar- fræðingur, búsett í Reykjavík, gift Einari Sindrasyni lækni. Björgúlfur Kláus, f. 15.3.1947, d. 14.6.1976, verkamaður í Reykjavík, var kvæntur Ann Dabney, kennara í Virgínufylki í Bandaríkjunum. Hólmfríður, f. 22.5.1949, kennari, búsett í Hafnarfirði, gift Friðrik Rúnari Guðmundssyni talkennara. Anna Pálína, f. 9.3.1963, kennari, búsett í Reykjavík, gift Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni hljómlistar- manni. Foreldrar Ásgeirs: Ámi Gíslason, f. 15.11.1920, d. 24.7.1987, vélvirki og framkvæmdastjóri Lýsis og mjöls hf. í Hafnarfirði, og Svanlaug Ester Kláusdóttir, f. 30.4.1922, kaupmaður í Hafnarfirði. Árni var sonur Gísla Guðna, bif- reiðarstjóra í Hafnarfirði, Ásgeirs- sonar, útvegsbónda á Bíldudal, Ás- geirssonar, bónda, Jónssonar. Móðir Ásgeirs útvegsbónda var Jóhanna Bjarnadóttir. Móðir Gísla Guðna var Þóra Árnadóttir, kaup- manns og útgerðarmanns í Reykja- vík og á Bíldudal, Kristjánssonar, og Jakobínu Jónsdóttur, Eiríksson- ar frá Húsatóftum á Skeiðum, Jóns- sonar. Asgeir Árnason. Móðir Áma var Kristín Ágústína Kristjánsdóttir, b. í Arnarfirði, Oddssonar, og Kristínar Jónsdóttur. Ester, móðir Ásgeirs, er dóttir Kláusar, verkamanns og vélgæslu- manns, Hannessonar, b. í Knútskoti í Mosfellssveit, Kláussonar. Móðir Kláusar Hannessonar var Elín Hall- dórsdóttir. Móðir Esterar var Pálína Björg- úlfsdóttir, húsmanns á Litlu-Háeyri, Ólafssonar, b. í Einkofa á Eyrar- bakka, Björgúlfssonar. Móðir Björgúlfs vinnumanns var Ingibjörg Eggertsdóttir frá Haga í Holtahreppi. Móöir Pálínu var Andrea Elín Pálsdóttir, b. og for- manns í Nýjabæ á Eyrarbakka, Andréssonar, og Geirlaugar Eiríks- dóttur frá Húsatóftum á Skeiðum, Jónssonar. Eggert Magnússon. veldar, móður Ófeigs ríka á Fjalli, langafa Grétars Fells rithöfundar. Móðir Guðmundar var Margrét Hafliðadóttir, b. á Bimustöðum, Þorkelssonar, Móðir Guðbjargar var Vigdís Eiríksdóttir, b. á Vorsabæ á Skeiðum, Haíliðasonar, bróðurMargrétar. Eggert tekur á móti gestum í íbúð sinni, Skólabraut3, Seltjarnarnesi, fráklukkan 15-17. Vilhjálmur Gunnlaugur Jónsson. Móðir Þorsteins í Krossavík var Þórunn Guttormsdóttir, sýslu- manns Hjörleifssonar. Móðir Guðlaugar var Guðríður Sigurðardóttir, prests á Hálsi, Árna- sonar. Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir. Guðrún Rósalind Jóhanns- dóttir Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, Faxabraut 5, Keflavík, verður fertug á morgun, 11. mars. Guðrún er fædd í Keflavík og þar ólst hún upp. Hún á einn son sem heitir Jóhann Jóhannsson. Systkini Guðrúnar eru: Pétur Vil- helm, kvæntur Sigrúnu Jónatans- dóttur, og eiga þau þrjú börn; Helgi, kvæntur Hjördísi Bjarnason, og eiga þau þrjá syni; og Sóley, á einn son. Óll eru þau búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar eru Jóhann Pétursson, póstmeistari í Leifsstöð, og Kristrún Helgadóttir afgreiöslu- maður. Þau eru búsett í Keflavík. Guðrún mun taka á móti vinum og vandamönnum milli kl. 16 og 19 á afmælisdaginn í Iðnsveinahúsinu, Tjamargötu 7, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.