Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Qupperneq 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990.
Utlönd
Jafnaðarmenn
hafna stjórnarsetu
Leiötogi jafnaðarmanna í Austur-
Þýskalandi, Ibrahim Böhme, sagði á
fundi með fréttamönnum í gær að
forysta flokks síns hefði ákveðið að
hafna tilboði um setu í stjórn banda-
lags hægri flokka sem unnu stórsig-
ur í kosningunum á sunnudaginn.
Jafnaðarmenn fengu aðeins rúmt 21
prósent atkvæða en bandalag hægri
flokka, Bandalag fyrir Þýskaland, 48
prósent. Hægri flokkarnir munu nú
reyna að mynda samsteypustjórn
með Bandalagi frjálsra demókrata
sem hlaut rúm 5 prósent atkvæða.
Bandalagið hefur gefið í skyn að það
muni taka þátt i stjórnarsamstarfí.
í sjónvarpskappræðum i gærkvöldi
milli Böhme og Lothar de Maiziere,
leiðtoga bandalags hægri flokkanna
og flokks kristilegra demókrata,
sagðist Böhme ekki útiloka samstarf
við hann. De Maiziere, sem fastlega
er talinn verða forsætisráðherra
Austur-Þýskalands, ítrekaði í gær
þörfma á samsteypustjórn á sem
breiðustum grundvelli. Ákvörðun
forystu Jafnaðarmannaflokksins um
að hafna setu í stjórninni verður lögð
fyrir allsherjarþing flokksins í dag
og þar verður lokaákvörðun um
stjórnarþátttöku tekin.
Ibrahim Böhme, leiðtogi austur-
þýskra jafnaðarmanna, hafnar
stjórnarþátttöku en útilokar ekki
samstarf við nýja stjórn Austur-
Þýskalands.
Simamynd Reuter
Myntbandalag sem fyrst
De Maziere sagði á fundi með
fréttamönnum í gær að ný stjórn
Austur-Þýskalands þyrfti að njóta
stuðnings tveggja af hverjum þremur
þingmönnum til að geta gert þær
breytingar á stjórnarskránni sem
nauðsynlegar væru til að flýta sam-
einingu þýsku ríkjanna.
De Maziere sagði að bandalag
hægri flokkanna hefði nú þegar lagt
fram áætlun um framtíðina. Flokk-
arnir vilja samræmingu gjaldmiðla
ríkjanna og efnahags sem allra fyrst
og þar á eftir viðræður um samein-
ingu Þýskalands. Leiðtoginn lagði á
það áherslu að sameiningin ætti að
eiga sér stað innan ramma evrópskr-
ar sameiningar og hafa þyrfti ofar-
lega í huga öryggi evrópskra ríkja.
Flokkur kristilegra demókrata til-
kynnti í gær að hann hefði hug á að
sækja til Vestur-Berlínar efnahags-
málaráöherra nýrrar stjórnar í Aust-
ur-Þýskalandi. Um er að ræða efna-
hagssérfræðinginn Elmar Pieroth
sem de Maiziere hefur margsinnis
áður lýst yfir áhuga á að fá til sam-
starfs. Pieroth, sem er flokki kristi-
legra demókrata fyrir vestan, var
ekki fráhverfur þeirri hugmynd í
gær.
Það er misjafnt mat manna á kosningunum í Austur-Þýskalandi.
Teikning Lurie.
„Eftir 45 ár er leiðin að sameiningu Þýskalands greið,“ var fyrirsögn á
forsíðu þessa dagblaðs í Austur-Berlín í gær t kjölfar kosningasigurs hægri
manna.
Símamynd Reuter
Farið ykkur að
engu óðslega
- segja Sovétmenn við Austur-Þjóðverja
Vestrænar nkisstjornir fögnuðu í
gær niðurstöðum kosninganna í
Austur-Þýskalandi og sögðu þær
endurpsegla vilja um hraða samein-
ingu þýsku ríkjanna, stórsigur fyrir
Helmut Kohl, kanslara Vestur-
Þýskalands, og ósigur fyrir stjórnar-
stefnu kommúnistamans. „Þetta er
stórfenglegur dagur fyrir Austur-
Þýskaland og Evrópu,“ sagði Thatc-
her, forsætisráðherra Breta. En Sov-
étríkin vöruðu nýja leiðtoga landsins
við og báðu þá að flýta sér hægt.
Talsmaður sovéska utanríkis-
ráðnuneytisins, Gennadí Gerasimov,
ítrekaði þá afstöðu Sovétmanna að
sameinað Þýskaland verði ekki aðili
að Nato, Atlantshafsbandalaginu.
„Við virðum vilja Austur-Þjóðveija
en við gerum ráð fyrir að hin nýja
stjórn þar í landi virði skyldur sínar
og okkar hagsmuni," sagði talsmað-
urinn. „Við viljum samstilla samein-
ingu þýsku ríkjanna og sameiningu
Evrópuríkja," sagði Gerasimov enn-
fremur. „Farið ykkur rólega, það er
okkar kjörorð."
En vestrænir ráðamenn litu á yfir-
gnæfandi sigur hægri aflanna í kosn-
ingunum á sunnudag sem staðfest-
ingu á þeirri afstöðu að sameinað
Þýskaland ætti að eiga aðild að Nato
og sagði háttsettur bandarískur emb-
ættismaður aö þessar niðurstöður
styrktu stöðu þeirra sem vildu sam-
einað Þýskaland í Nato.
Franski utanríkisráðherrann, Ro-
land Dumas, spáði því að sameining
þýsku ríkjanna myndi eiga sér stað
áður en árið er á enda. Mitterrand
Frakklandsforseti ítrekaði í gær
nauðsyn á að undirrita samninga um
varanleg landamæri Þýskaland en
deilur um landamæri Póllands og
Austur-Þýskalands hafa varpað
skugga á sameiningarviðræðurnar.
Bandaríkjamenn fögnuðu fyrstu
frjálsu kosningunum í Austur-
Þýskalandi. Talsmaður Hvíta húss-
ins sagði að sigurinn væri ekki ein-
vörðungu austur-þýsku þjóðarinnar
heldur allra Þjóðverja og allra þeirra
sem meta lýðræðið.
Kínverks yfirvöld hafa ekkert látið
hafa eftir sér um úrslitin í Austur-
Þýskalandi og segja fréttaskýrendur
að slík þögn sé merki um að kín-
verskum ráðamönnum standi ekki á
sama. í blöðum þar í landi var ekk-
ert minnst á kosningarnar.
Reuter
Lafontaine kanslaraefni
v-þýskra jafnaðarmanna
Jafnaðarmenn í Vestur-Þýska-
landi hafa formlega útnefnt Oskar
Lafontaine kanslaraefni sitt. La-
fontaine mun leiða flokk vestur-
þýskra jafnaðarmanna í komandi
kosningum í desember og beijast við
Helmut Kohl, kanslara Vestur-
Þýskalands og leiötoga kristilegra
demókrata, um forystuhlutverk
Þýskalands. Fastlega má búast við
að fyrirhuguð sameining þýsku ríkj-
anna verði aðaldeflumál mannanna.
Sigur hægri manna í kosningunum
í Austur-Þýskalandi á sunnudag hef-
ur styrkt mjög stöðu Kohls í samein-
ingarviðræöunum. Kanslarinn vill
hraðá sameiningu en Lafontaine,
varaformaður jafnaðarmanna og for-
sætisráðherra Saarlands, hefur sagt
að sameiningin kunni að reynast
Vestur-Þjóðveijum íjárhagslega erf-
ið. Lafontaine segir jafnaðarmenn að
vonum ekki ánægða með úrslit kosn-
inganna en segir að nú eigi kanslar-
inn erfitt verk fyrir höndum. Hann
sakar Kohl um að taka hraða sam-
einingu fram yfir yfirvofandi félags-
leg vandamál í báðum þýsku ríkjun-
um sem og aö leiða hjá sér spurning-
una um hver skuli greiða fyrir sam-
einingu. Lafontaine sagði að helsta
kosningamál kosninganna í desemb-
er yrði hvort Kohl geti efnt allt það
sem hann hafi heitið Austur-Þjóð-
verjum fyrir austur-þýsku kosning-
arnar.
Oskar Lafontaine, kanslaraefni vestur-þýskra jafnaöarmanna, til vinstri,
ásamt Willy Brandt. Simamynd Reuter
Lafontaine hefur sætt gagnrýni
vegna afstöðu sinnar til innfluttra
Austur-Þjóðverja en hann lagði með-
al annars til að Bonn-stjórnin léti
þeim ekki í té full félagsleg réttindi
á við Vestur-þjóðverja til að koma í
veg fyrir áframhaldandi flótta vest-
ur. Um eitt hundrað og fimmtíu þús-
und Austur-Þjóðverjar hafa flutt til
Vestur-Þýskalands það sem af er ári.
Lítill vafi lék á að Lafontaine hlyti
útnefningu flokks síns til kanslara-
_efnis. Hann leiddi flokk sinn til sig-
"úrs í fylkiskosningum í Saarlandi í
janúar og má þá segja að útnefningin
hafl verið í höfn.
Reuter