Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Síða 11
11
ÞRIBJUDAGUR 20. MARS 1990.
Ann Richards, fjármálaráðherra Texas-fylkis í Bandaríkjunum, þótti lengi
sigurstrangleg í baráttunni um útnefningu demókrata sem fylkisstjóraefni
flokksins. Símamynd Reuter
Harka í kosningum í Texas:
Málefnin
útundan
Birgir Þórisson, DV, New York
Texasbúar í Bandaríkjunum eru af
mörgum taldir nokkuö sérstakur
þjóðflokkur og aö eigin áliti eiga þeir
engan sinn líka. Einkum þykja þeir
gangast upp í mannalátum og töfT-
arahætti og gildir það jafnt um
stjórnmál sem annað. Margir telja
að vindbelgir og skúrkar eigi auð-
veldar uppdráttar þar en nokkurs
staðar annars staðar í Bandaríkjun-
um. Mikið gengur jafnan á í kosning-
um og undirbúningur fyrir fylkis-
stjórakjör í haust er engin undan-
tekning.
í prófkjöri repúblikana vann áður
óþekktur milljónamæringur, Clay-
ton Williams að nafni, yflrburðasig-
ur enda eyddi hann átta milljónum
dollara, jafnvirði hálfs milljarðs ís-
lenskra' króna, af eigin fé til að kynna
íbúum Texas hversu brennandi löng-
un hann hefði til aö þjóna þeim.
Aðalkosningamál hans var að
hann myndi sýna afbrotamönnum
enn meiri hörku en aðrir frambjóð-
endur. Einkum fékk það góðan
hljómgrunn að hann lofaði að senda
eiturlyfjaneytendur í þrælkunar-
vinnubúðir þar sem þeir gætu notið
þess að beija grjót. Williams auglýsti
sig sem ekta kúreka, kom gjarnan
rjðandi á kosningafundi og gortaði
af fæmi sinni sem slagsmálahundur.
En andstæðingar hans draga einna
helst gáfnafar hans í efa.
Ekki fengust úrslit hjá demókröt-
um þar sem enginn frambjóðandi
fékk hreinan meirihluta í fyrstu
umferð. Fjármálaráðherra fylkisins,
Ann Richards, og dómsmálaráð-
herra, Jim Mattox, hafa því mánuð
til að ata hvort annað auri.
Richards var lengi framan af talin
líkleg til sigurs. Hún er hress kona
semn lætur ekki vaða ofan í sig. Ric-
hards sló í gegn sem aðalræðumaður
á flokksþingi demókrata 1988 þar
sem hún gerði óspart gys að George
Bush. En henni fataðist flugið þegar
andstæðingar hennar kröfðu hana
um afdráttarlaust svar við því hvort
hún hefði nokkurn tíma neytt ólög-
legra eiturlyfja. Hún hefur aldrei far-
ið leynt með þaö að hún var áfengis-
sjúkhngur en segist ekki hafa neytt
neinna vímuefna í tíu ár. Hún hefur
neitað að svara afdráttarlaust hvað
hún gerði á drykkjuárunum. Segist
hún þegar hafa opinberað meira um
einkalíf sitt en nokkur annar fram-
bjóðandi.
Fyrst í stað hóf Richards harða
gagnsókn gegn æru keppinauta
sinna. Mattox marði fyrrum fylkis-
stjóra í keppninni um annað sæti
sem einkum snerist um hvor þeirra
væri meiri harðjaxl. Töldu báðir
dyggilega fram hversu marga þeir
höfðu látið taka af lífi.
í öUu þessu moldviðri urðu málefn-
in útundan þrátt fyrir að kreppa hafi
ríkt í fylkinu síðan olíuverð á heims-
markaði féll.
Bíræfnir lista-
verkaþjófar
Tveir þjófar, klæddir einkennis-
búningi lögreglu, gerðu sér lítið fyrir
og rændu listaverkum, sem metin
erp á hundruö milljóna dollara, úr
listasafni í Boston-borg í Bandaríkj-
unum á sunnudag. Meðal verka sem
þjófarnir tóku voru Rembrandt-
myndir, tvær myndir eftir Degas og
Manet-mynd. Þá tóku þeir einnig ol-
íumynd eftir Vermeer.
Þjófarnir, sem birtust við dyr
safnsins skömmu eftir miðnætti,
þóttust vera lögreglumenn og sögðu
öryggisvörðum að þeir væru að
rannsaka kvörtun um hávaða í ná-
grenninu. Þeir bundu og kefluðu ör-
yggiverði Isabella Stewart Gardner
safnsins áður en þeir létu greipar
sópa um listaverkin. Að sögn Karen
Haas aðstoðarsafnvarðar urðu engar
skemmdir á þeim verkum sem eftir
eru í safninu. 4
Reuter
Utlönd
ÁstraHa:
Verkamannaf lokkurinn í sókn
Samkvæmt niðurstöðum nýlegra
skoðanakannanna um fylgi flokk-
anna í Ástralíu er Verkamanna-
flokkurinn í sókn í þeim kjördæm-
um þar sem tvísýnt þykir með úr-
slit. Líkur benda til að flokkurinn
haldi tuttugu og tveggja sæta
meirihluta sínum á þingi þegar
Ástralar ganga til kosninga þann
24. þessa mánaðar.
En fréttaskýrendur segja að
stjórnarandstaðan, bandalag
Frjálslynda flokksins og Þjóðar-
flokksins, geti enn náð þingmeiri-
hlutanum af Verkamannaflokkn-
um en aðeins munar þremur pró-
sentum á fylgi stjórnar og stjórnar-
andstöðu á landinu öllu.
Kosningabaráttan hefur nú stað-
ið í fjórar vikur og hafa Verka-
mannaflokkurinn og stjórnarand-
stöðubandalagiö notið svo aö segja
jafns fylgis í skoðanakönnunum
hingað til. Reuter
• Fókus frí
• Innbyggt flass
• Sjálfvirk þræðing
• Mótor fyrir
filmufærslu
• Sjálfvirk
ASA-stilling
Fermingargjöfin vinsæla
B a M n I Mr* M B M
'iSJ
Æ
/b
íSSSIS
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HFi........J
Laugavegi 178 - Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) :■* * ■ 1 ..I.
iiiHMmiiiimmmimnj
B%1
H «i
3* ms %
r S VINCENT
Hollandi hefur verið íj lýst sem veislustaó 1 fyrir þá sem njóta list- v ar. í lok þessa mánað- ■jj ar verður þeim búin | einstæó veisla í tilefni y af því að hundrað ár . AUÐVITAÐ ÞEKKI EG
1 eru liðin frá dánar- |’ dægri Vincents van ^ Gogh. Yfir 400 olíu- VAIM GOGH, EN HVER
i málverk og teikningar v eftirhannveröatilsýn- ER ÞESSI SAMA j
1 is í van Gogh safninu | og Kröll-Möller safn- l inu. Einnig verða sér- stakar minningarsýn- i ingar í Stedelijk safn- | inu og í Haag. SEBO? J
| SEBO Sama Sebo býður til í
l veislu af öðru tagi. ® Amsterdam er fræg | fyrir fjölbreytta og | góða veitingastaði og j Sama Sebo er einn | þeirra. Eftir að hafa k notið listar van Goghs, er tilvalið að njóta 26 i
ARNARFLUG
| rétta rijstaffel á Sama t Sebo. Það kostar auk Lágmúla 7, sími 84477. Leifsstöð, sími 50300.
^ þess ótrúlega lítið. 1