Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990.
13
pv__________________________Lesendur
Athugasemd við lesendabréf:
Meðferð barnaverndarmála
Margrét Heinreksdóttir lögfr. skrif-
ar:
Hinn 12. mars sl. birtist í DV les-
endabréf um meðferö barnavemdar-
mála eftir Guðlaugu Kristínu Björg-
vinsdóttur. Er þar vísað til orða
minna, sem sagt er, ranglega, að
haíl verið við höfð „þar sem hún eitt
sinn gagnrýndi niðurstöður í dóms-
úrskurði barnaverndarnefndar",
eins og þar segir.
Það kom mér satt að segja mjög á
óvart að sjá þessi orð tilgreind í dag-
blaði, þar sem þau hafa, mér vitan-
lega, hvergi verið birt opinberlega
né neinum sögð utan þess vettvangs,
þar sem þeim var ætlaður staður.
Væri fróðlegt að fá að vita hvernig
höfundur bréfsins, sem mér er með
öllu ókunnur, fékk í hendur þessi
ummæli. - Hann upplýsir það vænt-
anlega.
Um meðferð ofangreindra orða
minna, vil ég jafnframt segja eftirfar-
andi:
1. Þau eru að vísu ekki alveg rétt til-
greind, en efnislega þó og - svo
langt sem þau ná - í samræmi við
skoðun mína á því hvernig æski-
legt væri að haga meðferð barna-
verndarmála. Þau segja hins veg-
ar aðeins brot af afstöðu minni og
henni hef ég ekki flíkað opinber-
lega. Og þar sem barnaverndar-
mál eru ákaflega margþætt, vand-
meðfarin og viðkvæm viðfangs,
mælist ég til þess, að Guðlaug
Kristín Björgvinsdóttir og aðrir
láti vera að beita fyrir skoðana-
plóg sinn einstökum setningum,
slitnum úr samhengi, úr skjölum
mínum eða annarra, sem hvorki
hafa verið ætluð né búin til birt-
ingar í íjölmiðlum.
2. Þessi orð voru ekki sett fram sem
gagnrýni á niðurstöður í dómsúr-
skurði barnaverndarnefndar, eins
og bréfritari staðhæfir, heldur til
rökstuðnings tillögu minni sem
fulltrúa héraðsdómara á fundi
barnaverndarnefndar nokkurrar
um aö fresta um tiltekinn tíma
ákvörðun um tiltekið mál og að
nefndin notaði þann tíma til aö
kalla sjálf fyrir sig vitni, skv.
heimild í 2. mgr. 16. gr. laga nr.
53/1966, en þar segir orðrétt:
„Barnaverndarnefnd eða þeim
barnaverndarnefndarmönnum,
fulltrúa nefndarinnar, starfs-
mönnum hennar eða öðrum, sem
hún kann að fela það sérstaklega,
er heimilt að fara á einkaheimili
og barnaheimili til rannsóknar á
högum bams og ungmennis, taka
skýrslur af foreldrum eða forráða-
mönnum þess og kveðja fyrir sig
til yflrheyrslu hvern þann í um-
dæmi hennar, er um kann að bera.
Svo getur hún og krafizt vitna-
leiðslu fyrir dómi til skýringar
máli.“
Hér var álitamál hverjar vinnuað-
ferðir skyldu viðhafðar, ekki gagn-
rýni á úrskurð, enda þá ekki fallinn.
Hlýtur það að teljast fullkomlega
eðlilegt, að skoðanir séu skiptar á
því, hvernig haga skuli öflun vitnis-
burða í erfiðu og viðkvæmu barna-
vemdarmáli. Þess má geta, að um-
rætt mál fór síðan fyrir barnavernd-
arráð og fékk þar alla þá meöferð,
sem lög gera ráð fyrir og tíðkast hef-
ur við afgreiðslu barnaverndarmála.
Að lokum. Það er að mínu mati
alltaf til góðs að endurskoða öðru
hverju starfsaðferðir þeirra stjórn-
valda, hverju nafni sem nefnast, sem
vald hafa til að kveða upp úrskurði,
er haft geta afdrifaríkar afleiðingar
fyrir líf og hagi einstaklinganna i
þjóðfélaginu. Ég tel því af hinu góða
að endurskoða meðferð barnavernd-
armála, svo framarlega sem það er
gert af yfirveguðu viti og tillitssemi
við alla hlutaðeigandi aðila. Ella er
verr af stað farið en heima setið.
Frá miðbæ Akureyrar. Ekki dapurlegt. Glæsilegt! Hvatning brétritara stendur engu að síður.
Til þingmanna Norðurlands-kjördæmis eystra:
Berjist nú sem einn maður
Frá morgunkaffimönnum á Súlna-
bergi Akureyri.
Við sem búum hér á hinni döpru
Akureyri allt árið og erum þess að-
njótandi að fá ykkur í heimsókn á
fjögurra ára fresti, fórum fram á eft-
irfarandi við ykkur, umbjóðendur
góðir:
1. Að þið berjist nú sem einn maður
í málefnum stóriðjunnar er nú
stendur Eyfirðingum ef til vill til
boða.
2. Látið heyra frá ykkur og myndið
öflugan landsbyggðaþrýstihóp
sem lætur ekki hagsmunaklíkur
stór-Reykjavíkursvæðisins buga
sig.
Það eru líka augljósir erfiðleikar
ullariðnaðarins í bænum og ef ekki
verður neitt að gert í atvinnumálum
byggðarinnar verður ekki langt að
bíða stórflótta fyrirtækja frá bæ og
byggð.
Ef næsta stórverkefni, byggingu og
rekstri nýs álvers verður valinn
staður á suðurhorni landsins verður
bráðum enginn eftir hér til að kjósa
ykkur.
Ofbeldi og áreitni:
Gerum börnin ekki tortryggin
Hafdís S. Pétursdóttir skrifar:
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
stendur einhvers staðar. Og öll þessi
umræða um sifjaspell, kynferðislegt
ofbeldi og ofbeldi almennt á ugglaust
rétt á sér. En hvar skal draga mörk-
in? - Hvað með alla afana, pabbana,
frændurna, stjúpfeðurna, vini og
kunningja sem ekkert hafa gert af
sér og hafa ekkert illt í huga í sam-
skiptum sínum við börn?
Þ.essir menn sitja jafnvel uppi með
sektarkennd og samviskubit yflr því
að hafa baðað börnin sín og annarra
og látið vel að þeim! Allt virðist vera
áreitni og ofbeldi, alla vega ef miðað
er við þær umræður sem fara fram
í þjóðfélaginu í dag. Hvað með börnin
sem lesa og hlusta á hina fullorðnu?
- Hvað hugsa þau? Fara ekki bæði
börn og fullorðnir að mála skrattann
á yegginn?
Ég tel mig sæmilega skynsama en
var allt í einu farin a sjá óvin í hverju
horni. Þá fannst mér tími til kominn
að hugsa minn gang. Ég komst að
þeirri niðurstöðu að mér fyndist nóg
komið af opinberri umræðu í ræðu
og riti um ofbeldi, hverju nafni sem
nefnist, sérstaklega með tilliti til
barna, en ekki síst gagnvart þeim
skyldmennum og vinum sem eru
eðlilegir í umgengni sinni við börn.
Það má ekki gera börn of tortryggin
gagnvart öllu fullorðnu fólki.
Sínum augum lítur hver á silfrið,
einnig í þessum efnum. ímyndunar-
afl barna er mjög frjótt. Gæti þessi
ofbeldisumræða ekki ýtt undir
ímyndunarafl þeirra? Og hugsanlega
með þeim afleiðingum að skaði hlyt-
ist af. Til dæmis að barn spynni upp
sögur um einhvern sem því er í nöp
við. Hverjum ber að trúa og við hvað
skal miðað? - Við fullorðna fólkið
höfum lygi og óheiðarleika fyrir
börnum. Eða skyldi lygi og óheiðar-
leiki vera meðfæddur eiginleiki?
Allar götur finnst mér rétt að við
höfum meiri varúð þar sem skrif og
umræður eiga sér stað. Það eru sem
betur fer færri einstaklingar í þjóð-
félaginu sem beita ofbeldi og ég hef
þá trú að þeim fari fækkandi. Það er
réttur hinna sem ekki má gleymast
og ekki má heldur gera því skóna að
allir séu varasamir. - Börn verða að
læra að treysta samferðafólki sínu,
líkt og við hin.
Verkefnastjóm, Qármálastjórn,
- fasteígnatimsjón
Get tekíð að mér tímabundið eða til lengri tíma ýmis
konar verkefni stjórnunarlegs eðlis.
Er tæknimenntaður með góða reynslu í fjármála- og
verkefnastjórnun.
Nánarí uppl. í síma 91-686925 e.kl. 17.00.
fflétiirg
klaustttr
Hádegistilboð
alla daga
Pizzasneið og
bökuð kartafla
kr. 390,-
Laugavegi 73, sími 23433
11. leikvika -17. mars 1990
Vinningsröðin: 2X2-21X-X1X-111
HVÉR VANN ?
1.018.566- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
8 voru með 11 rétta - og fær hver: 38.195- kr. á röð
Tvöfaldur pottur!!
Lukkulínan s. 991002
FÉLAG EIIMSTÆÐRA FORELDRA
Hringbraut 116, 107 Reykjavik, sími 91-11822
Meðlag
- helmingur eða hungurlús?
Almennur fundur í Skeljahelli, Skeljanesi 6, fimmtu-
dagskvöldið 22. mars kl. 20.30.
Framsöguerindi:
Geir H. Haarde alþingismaður. Finnur Ingólfsson,
aðstoðarmaður tryggingamálaráðherra. Ingibjörg
Magnúsdóttir, varaformaður Félags einstæðra for-
eldra.
Annað:
Umræður og fyrirspurnir. Kaffi og kleinur í fundar-
hléi. Mætum öll! Með baráttukveðjul!
Stjórn Félags einstæðra foreldra
TILKYNNING
UM GATNAGERÐARGJÖLD í REYKJAVÍK
Að gefnu tilefni er vakin athygli á ákvæðum reglu-
gerðar nr. 511, 1988 varðandi gatnagerðargjöld í
Reykjavík og breytingu á þeim sem verður 1. júlí
1990. Til 1. júlí nk. ber samkvæmt reglugerðinni að
greiða hálft gatnagerðargjald af nýbyggingum og
stækkunum húsa á eignarlóðum og leigulóðum sem
borgarstjórn Reykjavíkur úthlutaði fyrir 4. maí 1984,
nema sérstakir samningar leiði til annars. Grundvöll-
ur gatnagerðargjalds er samþykkt byggingarnefndar
á teikningum og miðast ofangreint því við að teikn-
ingar af nýbyggingum eða stækkun húsa hafi verið
samþykktar í byggingarnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júlí
1990. Eftir þann dag ber að greiða fullt gatnagerðar-
gjald af byggingúm á öllum lóðum í Reykjavík sem
ekki eru sérstaklega undanþegnar með samningum
eða á annan hátt.
Athygli er vakin á því að því fyrr sem teikningar eru
lagðar fyrir byggingarnefnd er líklegra að unnt verði
að afgreiða þær fyrir 1. júlí nk.
Borgarstjórinn í Reykjavík