Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990.
œstu leikpienn
•teí-v: • Kv
úrvalsdeildar
í körfuknattleik
DVJRJ
laður Vals, varð stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar i körfuknattleik en
Hann skoraði 699 stig en Guðjón Skúlason var skammt undan með 675 stig.
an en tölur annarra voru: Releford 597, Grissom 596, Guðmundur 589, Valur
leiden 491, Teitur 476, Sturla 446, Kovtoum 438, Konráð 432 og Björn 391 stig.
Kristján og félagar
töpuðu í Þýskalandi
- í fyrri leik liðsins gegn Grosswallstadt
Kristján Arason og félagar í Teka máttu sætta sig við sex marka tap á
sunnudaginn þegar þeir sóttu heim vestur-þýska félagið Grosswallstadt. Þjóð-
verjarnir unnu fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa,
25-19, og standa því vel að vígi fyrir síðari leikinn á Spáni. Leikmenn Teka
voru frekar slakir og markvarslan hjá Svíanum Mats Olson, hinum ný-
krýnda heimsmeistara, var í molum. Hann var tekinn af leikvelli eftir 16
mínútna leik og hafði þá ekki varið eitt einasta skot. Kristján Arason skoraði
2 marka Teka en hornamaðurinn Cabanas var markahæstur með 8 mörk.
Tusem Essen vann góðan sigur á Zagreb frá Júgóslavíu.
Úrsht fyrri leikja í Evrópumótunum sem fram fóru um helgina urðu þessi:
Evrópukeppni meistaraliða:
Raba ETO (Ungverjalandi) - Minsk (Sovétrikjunum)...................21-29
Tusem Essen (V-Þýskalandi) - Zagreb (Júgóslavíu)...................24-17
Frankfurt (A-Þýskalandi) - Créteil (Frakklandi)....................17-17
Redbergslid (Svíþjóð) - Barcelona (Spáni)..........................22-16
Evrópukeppni bikarhafa:
Baia Mare (Rúmeníu) - Vesprem (Ungverjalandi)......................22-25
Gummersbach (V-Þýskalandi) - Grasshoppers (Sviss)..................25-17
Drott (Svíþjóð) - Gdansk (Póllandi)................................26-18
Grosswallstadt (V-Þýskalandi) - Teka (Spáni).......................25-19
IHF-keppnin:
Cajamadrid (Spáni) - Kiel (V-Þýskalandi)...........................25-20
Dukla Prag (Tékkóslóvakíu) - Magdeburg (A-Þýskalandi)..............25-20
GOG (Danmörku) - Krasnodar (Sovétríkjunum).........................19-24
Gagny (Frakklandi) - Proletar (Júgóslavíu).........................27-27
-VS/-ÞS
Aðalsteinn hjá B 1909
- leikur með liðinu í 2. deild í sumar
Aðalsteinn Víglundsson, knatt-
spyrnumaður frá Akranesi, er geng-
inn til liðs við danska 2. deildar félag-
ið B 1909 og leikur með því í sumar.
Aðalsteinn stundar nú nám í Odense
í Danmörku, eins og DV hefur áður
sagt frá, og verður þar væntanlega
næstu árin. Friðrik Friðriksson
landsliðsmarkvörður hefur leikið
með B 1909 síðustu tvö árin en er nú
farinn heim og spilar með Þór á Ak-
ureyri í sumar.
„Mér líst vel á mig hjá „Níunum",
þetta er stórt og fornfrægt félag sem
ætlar að kosta öllu til til að komast
upp í 1. deildina. Ég hef verið að leika
með varaliðinu en kom inn á hjá
aðalliðinu um daginn í leik gegn
Bröndby, sem við unnum, 1-0. Liðið
er það sterkt að ég hef enga trú á
öðru en að það vinni sér sæti i 1.
deild,“ sagði Aðalsteinn í samtali við
DV í gærkvöldi.
Hann sagði ennfremur að námið
hefði forgang hjá sér, hann ætlaði
að sjá til hvernig það samrýmdist
knattspyrnunni og það yrði bara að
koma í ljós af hve miklurn krafti
hann yrði með. Keppnin í 2. deild
byrjar eftir hálfan mánuð.
Aðalsteinn er 25 ára gamall og hef-
ur verið fastamaður í liði Skaga-
manna undanfarin ár - lék alla 1.
deildarleiki þeirra árin 1987-1989.
-VS
17
íþróttir
Petur tal
St. Miiren?
- ræðst eftir landsleikinn gegn Lúxemborg
„Eins og málið lítur út í dag hef-
ur Tony Fitzpatrick, framkvæmda-
stjóri St. Mirren, mikinn áhuga á
að ég gangi til liðs við félagið. Fitz-
patrick hefur ekki séð mig í leik
og hefur því ákveðið að horfa á
mig í landsleiknum gegn Lúxem-
borg ytra á miðvikudaginn í næstu
viku. Það mun ráðast eftir lands-
leikinn hvort af þessu verður en
ég er sem fyrr mjög spenntur fyrir
því að gera samning við skoska
félagið," sagði Pétur Arnþórsson,
landsliðsmaður úr Fram, í samtali
við DV í gær.
Pétur Arnþórsson kom heim á
laugardag eftir rúmlega vikudvöl
hjá skoska félaginu St. Mirren og
eins og kom fram í DV fyrir helgina
voru forrráðamenn St. Mirren
mjög ánægðir með hann og töldu
að hann myndi henta liðinu vel á
miðjunni. St. Mirren hefur í hyggju
að styrkja liðið með þremur til fjór-
um leikmönnum fyrir næsta
keppnistímabil. Félagið hefur þeg-
ar haflð leit og er markmiðið að fá
þau mál á hreint áður en undir-
búningurinn fyrir næsta keppnis-
tímabil hefst í júlí.
„Ef af samningum verður mun
ég skrifa undir fyrir 1. apríl en
þann dag eiga öll félagaskipti að
vera komin í höfn. Ennfremur
leggur framkvæmdastjórinn
þunga áherslu á að ég geti tekið
þátt í undirbúningnum af fullum
krafti, ef ekki þá opnast markaður-
inn ekki aö nýju fyrr en 1. október
og það finnst forráðamönnum of
seint. Ég vona að þessi mál fái far-
sælan endi því ég hef mikinn áhuga
á að gera samning við St. Mirren,"
sagði Pétur Arnþórsson í samtal-
inu við DV.
Ef Pétur gerir samning við St.
Mirren í vor má ljóst vera að Fram-
liðið verður fyrir miklum skaða en
Pétur hefur undanfarin ár verið
ein styrkasta stoð liðsins.
-JKS
Sigurður leikur
gegn Norðmönnum
- Einar Þorvarðarson hefur valið landsliðshópinn
Einar Þorvarðarson hefur í sam-
vinnu við landsliðsnefnd HSÍ valið
15 leikmenn fyrir landsleikina gegn
Norðmönnum sem verða í Osló um
næstu helgi. í þessum hópi vekur
athygli að Sigurður Sveinsson hefur
geíið kost á sér en eftir heimsineist-
arakeppnina í Tékkóslóvakíu til-
kynnti Sigurður að hann væri hætt-
ur í landsliðinu. íslenski landsliðs-
hópurinn lítur annars þannig út:
Markverðir:Guðmundur Hrafn-
kelsson, FH, Leifur Dagfinnsson, KR,
og Bergsveinn Bergsveinsson, FH.
Aðrir leikmenn:Birgir Sigurðsson,
Víkingi, Jakob Sigurðsson, Val,
Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Valdi-
mar Grímsson, Val, Sigurður
Bjarnason, Stjörnunni, Jón Kristj-
ánsson, Val, Óskar Ármannsson, FH,
Konráð Olavsson, KR, Gunnar Bein-
teinsson, FH, Sigurður Sveinsson,
Dortmund, Héðinn Gilsson, FH, og
Júlíus Jónasson, Paris Asnieres.
Fyrri leikur þjóðanna verður á
sunnudag og sá síðari á mánudag.
Ekki hefur enn verið ákveðið hver
verður Einari til aðstoðar á bekkn-
um.
-JKS
• Einar Þorvarðarson mun stjórna
islenska liðinu gegn Noregi.
Braga Guðmundssyni rallkappa:
Boðið að vera
aðstoðarökumaður
- hjá breskum rallökumanni í rallkeppni
- leikur ekki gegn UMFN
Ægir Már Karason, DV, Suðurnesjum:
Magnús Guðfinnsson, lands-
liðsmaður í körfuknattleik, mun
ekki leika með Keflvíkingum í
bikarúrslitunum gegn Njarðvík í
Laugardalshöllinni á fimmtu-
dagskvöldiö. Magnús þarf að taka
út leikbann þar sem hann fékk
tvær tæknivillur í leik með liðinu
í úrvalsdeildinni fyrir skömmu.
Það er mjög bagalegt fyrir Kefl-
víkinga að vera án Magnúsar í
þessum mikilvæga leik én liann
var þriðji stigahæsti leikmaður
þeirra í úrvaisdeildinni í vetur,
skoraði 323 stig.
Breskur rallkappi, Andrew Orc-
hard, hefur boðið Braga Guðmunds-
syni að vera aðstoðarökumaður hjá
sér í Tour of Cornwall, 200 kílómetra
ralli sem haldið verður í suðvestur-
hluta Englands dagana 6. og 7. apríl
og er liður í bresku meistarakeppn-
inni.
„Ég lít á þetta sem viðurkenningu
fyrir íslenska rallökumenn. Þeir er-
lendu ökumenn sem hafa keppt hér
á landi hafa komist að því að aðstoð-
arökumenn eru betri á íslandi en
gengur og gerist annars staðar. Er-
lendis eru yfirleitt ekki gerðar neinar
kröfur til þeirra að ráði. Ég kynntist
Orchard þegar ég keyrði með honum
í gegnum íslenska rallið síðasta sum-
ar en þá lauk hann keppni í því í
fyrsta skipti eftir þrjár tilraunir,"
sagði Bragi í samtali við DV.
Þeir Orchard og Bragi eru í fyrsta
ráshóp, um 18-20 bílar fara af stað á
undan þeim en alls taka 180 áhafnir
þátt í rallinu. Ekið verður um
skemmtigarða, flugvelli, kappakst-
ursbrautir og eftir lokuðum þjóðveg-
um en rallið fer allt fram á malbiki.
Orchard ekur mjög öflugri bifreið,
440 hestafla Ford Sierra Cosworth,
og hann hefur oft orðið framarlega í
rallkeppni á Bretlandseyjum. í Tour
óf Cornwall er besti árangur hans tfl
þessa5. sætið. -VS
• Aðalsteinn Viglundsson.
ÍBR ________________________ KRR
REYKJAVÍKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR KARLA
KL. 20.30
VÍKINGUR - ÍR
Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL