Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990.
Afmæli
Valgarður Egilsson
Valgarður Egilsson, læknir og rit-
höfundur, Hólatorgi 4, Reykjavik,
erfimtntugurídag.
Valgarður fæddist á Grenivík og
ólst þar upp og í Hléskógum í Höföa-
hverfi. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA1961 og embættisprófi í læknis-
fræði frá HÍ1968.
Valgarður var kandídat á Lands-
spítalanum 1969-70, aðstoðarlæknir
á rannsóknarstofu HÍ í meinafræði
1969 og til ársloka 1970, stundaði
rannsóknir í krabbameinsfræðum
við Chester Beatty Cancer Institute
í London 1972-74 og við University
College 1974-78 en hann lauk dokt-
orsprófi frá University of London
1978.
Valgarður stundaði rannsóknir á
Imperial Cancer Research Fund í
London 1978-79 og er sérfræðingur
í fruntumeinafræði frá 1978. Hann
hefur stundað krabbameinsrann-
sóknir á Rannsóknarstofnun HÍ.í
meinafræði við Barónsstíg frá 1979
og kenndi frumulíffræði við lækna-
deild HÍ1979-83.
Valgaröur var formaður Samtaka
foreldrafélaga í Reykjavík 1986-88.
Skáldverk hans eru Dags hriðar
spor, leikrit, útg. 1980, sýnt í Þjóð-
leikhúsinu sama ár og í Belfast á
Norður-írlandi íjórum árum síðar;
Ferjuþulur, rím við Bláa strönd,
útgefið 1985, sett á svið af Alþýðu-
leikhúsinu sama ár, og Dúnhárs
kvæði, ljóðabók útg. 1988. Þá þýddi
hann ásamt Katrinu Fjeldsted leik-
ritið Amadeus, eftir Peter Shaffer,
en það var sýnt í Þjóðleikhúsinu
1983. Valgarður er formaður fram-
kvæmdastjórnar Listahátíðar í
Reykjavík 1989-90.
Valgarður kvæntist 23.9.1967
Katrínu Fjeldsted, f. 6.11.1946, lækni
og borgarfulltrúa, en hún er dóttir
Lárusar Fjeldsted forstjóra og Jór-
unnar Viðar tónskálds.
Börn Valgarðs og Katrínar eru
Jórunn Viðar, f. 16.6.1969, nemi;
Einar Vésteinn, f. 26.6.1973, d. 3.3.
1979; Vésteinn.f. 12.11.1980, ogEin-
ar Steinn, f. 22.8.1984. Dóttir Val-
garðs og Dómhildar Sigurðardóttur
er Arnhildur, f. 17.8.1966, en hún
stundar tónlistarnám í Glasgow.
Valgarður á sex systkini. Þau eru:
Sigurður, f. 26.9.1934, skipasmiður
og nú húsvörður hjá Reykjavíkur-
borg, á þrjú börn, var kvæntur Kol-
brúnu Daníelsdóttur en þau skildu;
Lára, f. 23.12.1935, sjúkraliði, búsett
á Seltjarnarnesi, gift Björgvini Odd-
geirssyni skipstjóra og eiga þau
fimm börn; Bragi, f. 19.6.1937, var
við læknanám en fórst ásamt þrem-
ur skólabræðrum í flugslysi á Öxna-
dalsheiði 29.3.1958; Áskell, f. 28.8.
1938, skipasmiður á Akureyri,
kvæntur Svölu Halldórsdóttur hús-
móöur og eiga þau fimm börn; Eg-
ill, f. 25.10.1942, eðlisfræðingur og
rithöfundur í Reykjavík, kvæntur
Guðfinnu Ingu Eydal sálfræðingi og
eiga þau þrjú börn, og Laufey, f. 5.8.
1947, hjúkrunarkona og söngkona á
Egilsstöðum, gift Þorsteini P. Gúst-
afssyni viðskiptafræðingi og eiga
þau þrjúbörn.
Foreldrar Valgarðs; Egill Áskels-
son, f. 28.2.1907, d. 25.1.1975, sjómað-
ur á Grenivík, síðar bóndi í Hléskóg-
um og kennari á Grenivík, og kona
hans, Sigurbjörg Guömundsdóttir,
f. 22.8.1905, d. 10.12.1973, húsfreyja.
Egill var sonur Áskels, b. á
Skuggabjörgum í Dalsmynni í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, Hannessonar, b.
í Austari-Krókum á Flateyjardals-
heiði, Friðrikssonar, b. í Austari-
Krókum Gottskálkssonar, Ólafsson-
ar. Móðir Hannesar var Þuríður,
systir Kristbjargar í Lundarbrekku,
ömmu Kristbjargar á Ystafelli,
ömmu Jónasar búnaðarmálastjóra.
Kristbjörg eldri var einnig amma
Árna í Múla, föður Jónasar rithöf-
undar og Jóns Múla tónskálds.
Bróðir Þuriðar var Sigurður á Hálsi,
afi Benedikts Sveinssonar alþingis-
forseta, föður Bjarna forsætisráð-
herra og Ólafar menntaskólakenn-
ara. Þuríður var dóttir Kristjáns,
dbrm. og b. á Illugastöðum, ættföður
Illugastaðaættarinnar, Jónssonar.
Bróðir Kristjáns var Björn, b. í
Lundi, afi Einars, alþingismanns í
Nesi, langafa Gunnars J. Friðriks-
sonar, fyrrv. formanns VSÍ, en syst-
ir Einars var Halldóra, amma Hall-
dóru Sigurjónsdóttur skólastjóra,
móður Kristínar Halldórsdóttur,
fyrrv. alþingiskonu. Halldóra eldri
var einnig amma Arnórs skóla-
stjóra, Braga, fyrrv. alþingismanns
og ráðherra, og Unnar, móður Ingva
Tryggvasonar, fyrrv. formanns
Stéttarsambands bænda.
Móðir Áskels á Skuggabjörgum
var Hólmfríður Árnadóttir, b. á
Austari-Krókum, Einarssonar, b. á
Krossi, Árnasonar.
Móðir Egils var Laufey, systir
Unnar, ömmu Unnar Arngríms-
dóttur, framkvæmdastjóra Módel-
samtakanna. Laufey var dóttir Jó-
hanns, b. og smiðs á Skarði, Bessa-
sonar, b. í Skógum, Eiríkssonar í
Steinkirkju. Móðir Jóhanns á
Skarði var Margrét Jónsdóttir, b. í
Heiðarhúsum, Þórarinssonar. Móð-
ir Laufeyjar var Sigurlaug Einars-
dóttir, b. á Geirbjarnastöðum,
Bjarnasonar af Fellsselsætt.
Sigurbjörg var dóttir Guömundar,
b. á Lómatjörn, Sæmundssonar,
hreppstjóra í Gröf í Kaupangssveit,
Jónassonar, b. á Stórhamri. Móðir
Guðmundar var Ingileif Jónsdóttir,
b. í Uppsölum í Svarfaðardal, Jóns-
sonar. Móðir Jóns á Uppsölum var
Þórunn Björnsdóttir, b. á Mold-
haugum, Björnssonar og konu hans,
Halldóru Jónsdóttur, prests á Völl-
um, Halldórssonar, afa Páls Melsteð
amtmanns, ættfóður Melsteðættar-
innar. Móðir Ingileifar var Helga
Pálsdóttir, b. í Hofsárkoti, Jónsson-
ar og konu hans, Guðrúnar Jóns-
dóttur, b. á Uppsölum, Arasonar,
prests á Tjörn, Þorleifssonar, pró-
fasts á Múla, Skaftasonar.
Valgarður Egilsson.
Móðir Sigurbjargar var Valgerð-
ur, dóttir Jóhannesar, b. á Þöngla-
bakka og Kussungsstöðum í Fjörð-
um, Jónssonar Reykjalíns, prests á
Þönglabakka, Jónssonar, Reykja-
líns, prests á Ríp, Jónssonar, prests
á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þor-
varðarsonar, föður Friðriks, langafa
Ólafs, afa Ólafs Ragnars Grímsson-
ar. Móðir Jóns á Þönglabakka var
Sigríður Snorradóttir, prests á Hofs-
stöðum, Björnssonar, bróður Jóns,
langafa Pálínu, móður Hermanns
Jónassonar forsætisráðherra. Móð-
ir Valgerðar var Guðrún Hallgríms-
dóttir, b. á Hóli í Fjörðum, Ólafsson-
ar og konu hans, Ingveldar Árna-
dóttur, b. á Sveinsströnd, Eyjólfs-
sonar, bróður Kristjönu, móður
Jóns Sigurðssonar, þingforseta á
Gautlöndum, langafa Jóns Sigurðs-
sonar ráðherra.
Menning
Frumraun
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari kom
fram á þriðju tónleikum EPTA, Evrópusam-
bands píanókennara, sem haldnir voru á Kjarv-
alsstöðum síðasthðinn mánudag.
Nína Margrét er Reykvíkingur og stundaði
nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Guild-
hall School of Music í London, auk City Univers-
ity í London. Meðal kennara hennar má nefna
Málfríði Konráðsdóttur, Halldór Haraldsson,
Tórúist
Áskell Másson
Edith Picht-Axenfeld, Richard Langham Smith
og Philip Jenkins.
awwvvíí
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari.
Á efnisskrá voru ítalskur konsert eftir J.S.
Bach, Sónata í C-dúr Hob XVI/50 eftir Joseph
Haydn, Sónata VIII eftir Jónas Tómasson, 1. &
3. þáttur Estampes eftir Debussy og Ballade nr.
3 í As-dúr op. 47 eftir Chopin.
Gömlu meistararnir
Tónleikarnir hófust á ítalska konsertinum eft-
ir Bach sem saminn var fyrir sembal og gefmn
út á prenti árið 1735.
Þetta einkar fallega verk lék Nína Margrét
mjög vel, af næmleika fyrir stígandi og með létt-
an tón. Hendingar voru sérlega vel mótaðar.
Sónata Haydns í C-dúr Hob. XVI/50 var næst
á efnisskránni og var túlkun Nínu Margrétar á
þessu verki tvímælalaust hápunktur tórxleik-
anna. Klassískur léttleiki, sterk mótun forms,
falleg hrynjandi og tæknilegt öryggi einkenndi
túlkun hennar á verkinu. Hér sýndi- Nína
Margrét afdráttarlaust að hún er efni í stórpían-
ista í klassískri og barokkmúsík.
Hugleiðing út frá tóni
Sónata Jónasar Tómassonar, nr. VIII, tók viö
eftir hlé. Þetta verk Jónasar er (að mestu eins
og Andante-þátturinn í ítalska konsertinum eft-
ir Bach) hugleiðing út frá einum tóni sem liggur
eins og rauður þráður í gegnum verkið. Þó er
eins og draumurinn sé brotinn upp í áköfum
hendingum nokkru aftan við miðbik verksins.
Jónas samdi þetta verk árið 1973 og er þetta því
meðal fyrri verka hans.
Nína Margrét lék verkið vel og af sannfær-
ingu.
Fyrsti og þriðji þáttur úr Estampes eftir De-
bussy fylgdu í kjölfariö. í fyrsta þættinum náði
Nína tæplega að lita raddir þáttarins nægilega
sjálfstætt en i síðari þættinum náði hún betur
þeirri litrænu ljóðrænu sem nauðsynleg er þess-
ari tónlist.
Ballöðu Chopins, nr. 3 í As-dúr, skorti nokkuð
spennu í hrynjandi og þótt ekkert hefði hér skort
á tæknilega riákvæmni var heildaryfirbragð
flutningsins tæplega nægilega skáldlegt til þess
aö verkið fengi notið sín til fullnustu.
Þessi frumrauTfNínu Margrétar Grímsdóttur
lofar mjög góðu um áframhaldið og verður
spennandi að fylgjast með ferli hennar á næstu
árum.
Ólafur Jón Magnússon.
Ólafur Jón
Magnússon
Ólafur Jón Magnússon verkamað-
ur, Hjallavegi 26, Reykjavík, er
fimmtugurídag.
Ólafur fæddist í Bæ í Króksfirði
og ólst þar upp í foreldrahúsum.
Hann kynntist öllum almennum
bústörfum á búi foreldra sinna og
starfaði síðan á unglingsárunum í
vegavinnu og víðar. Ólafur tók við
búi af bróður sínum í Bæ vorið 1963
og hafði þar búskap til ársins 1971.
Þá flutti hann til Reykjavíkur þar
sem hann hefur búið síðan. Ólafur
hefur stundað almenn verkamanna-
störf í Reykjavík. Hann vann fyrst
hjá verktakafyrirtækinu Brún hf.,
síðan Aðalbraut, og loks Hlaðbæ en
hann hefur stundað bensínaf-
greiðslu hjá Skeljungi sl. sjö ár.
Ólafur á sjö systkini og eina fóst-
ursystur.
Foreldrar Ólafs voru Magnús Ingi-
mundarson, f. 6.6.1901, d. 1982,
bóndi, hreppstjóri og vegavinnu-
verkstjóri í Bæ, og Sigríður Guð-
jónsdóttir, f. 19.4.1903, d. 1985, ljós-
móðiríBæ.
Ólafur tekur á móti gestum eftir
klukkan 20.00 á afmælisdaginn á
heimili systur sinnar og mágs, Mel-
ási 1, Garðabæ.