Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990.
27
Afmæli
Sigurrós Einarsdóttir
Sigurrós Einarsdóttir, Móabarði 36,
Hafnarfirði, er fertug í dag.
Sigurrós giftist Þorsteini Hans-
syni bifreiðarstjóra, f. 14.1.1948, en
þau skildu. Foreldrar hans eru Hans
Andes Þorsteinsson, f. 6.9.1918,
lengi vörubifreiðarstjóri hjá Þrótti,
og kona hans, Elín Sigurbergsdóttir,
f. 17.1.1921.
Börn Sigurrósar og Þorsteins eru:
Hans Andes, f. 18.10.1966, trúlof-
aður Sigurlaugu Guðrúnu Garðars-
dóttur, f. 29.10.1967, og eiga þau son-
inn Heiðar Má, f. 9.10.1985.
Sigurlín Lára, f. 12.4.1970, trúlofuð
Guðmundi Hauki Gunnarssyni, f.
4.1.1971.
Berglind Helga, f. 16.12.1973.
Einar Þorsteinn, f. 15.2.1980.
Eiginmaður Sigurrósar er Óli Jó-
hann Pálmason, f. 8.7.1952, raf-
virkjameistari. Foreldrar hans eru
Pálmi Rögnvaldsson frá Akureyri,
f. 12.10.1928, rafvirkjameistari í
Kópavogi, og kona hans, Sigríður
Anna Jóhannsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, f. 7.9.1929.
Barn Sigurrósar og Óla er Óli Jó-
hann, f. 4.8.1984.
Stjúpdóttir Sigurrósar er Sigríður
Anna,f. 28.12.1975.
Systkini Sigurrósar eru:
Fríða, f. 11.11.1951, matreiðslu-
meistari, gift Má Elíassyni, f. 7.12.
1951, hljómlistarmanni, og eru börn
þeirra: Elí, f. 19.5.1969, lærir til
þjóns og er unnusta hans Ellen
Gísladóttir, f. 4.1.1970; Fríða Björk,
f. 5.10.1970, og er unnusti hennar
Gunnar Ómarsson, f. 22.5.1970, og
Elvar Örn, f. 4.5.1977.
Unnur, f. 21.10.1952, gift Gunnari
Haraldssyni, f. 7.10.1950, bifreiðar-
stjóra, ogeru dætur þeirra: Guðný
Sigríður, f. 25.8.1970, trúlofuð Jóni
Guðmundssyni frá Keflavík, f. 1969,
og eiga þau dótturina Steinunni Ýr,
f. 16.4.1989; Kristjana Stella, f. 23.3.
1978; Guðrún Bryndís, f. 20.12.1980,
ogErnaSif.f. 26.10.1987.
Rafn, f. 11.1.1956, plötusmiður, og
á hann tvo syni með Jóhönnu
Óskarsdóttur sem búa á Dalvík meö
móður sinni, en þeir eru: Sindri
Daði, f. 13.5.1978, og Arnar Snær,
f. 19.2.1980.
Hálfsystkini Sigurrósar, sam-
mæðra, eru:
Málhildur Sigurbjörnsdóttir, f.
24.7.1935, var gift Karli S. Sig-
mundssyni,f. 7.2.1938, enþau ,
skildu, og eru börn þeirra: Sigmund-
ur,f. 28.11.1954, ogáhanntvöbörn;
Unnur Sigurbjörg, f. 19.9.1959, og á
hún tvö börn; Þóra Lind, f. 15.4.1963,
gift Salómoni V. Reynissyni, f. 4.12.
1961, og eigaþau tvö börn, og Karl
Sesar, f. 19.5.1962, kvæntur Þórberu
Fjölnisdóttur, f. 20.1.1962. Málhildur
er nú gift Arthúri Eyjólfssyni, f.
20.12.1946.
Sigurbjörg, f. 28.4.1938, gift Guð-
mundi Jónssyni, f. 18.12.1933, stýri-
manni, og eru börn þeirra: Jón, f.
29.5.1960, d. 5.7.1963; Ólafía, f. 13.11.
1961, gift Haraldi Björnssyni, f. 11.1.
1966, og eiga þau tvö börn; Einar
Oddberg, f. 10.6.1963; Haukur, f. 19.6.
1964, og á hann tvö börn; Jóna
Margrét, f. 8.2.1966; Sigurbjörg, f.
19.1.1968, og á hún eitt barn; Hrefna,
f. 21.7.1972; Guðmundur, f. 4.9.1973.
Ásta, f. 5.1.1940, gift Hafsteini Má
Sigurðssyni, f. 18.5.1940, skipstjóra
í Vestmannaeyjum, og eru börn
þeirra: Sigurður Þór, f. 30.10.1963,
skipstjóri í Vestmannaeyjum,
kvæntur Friðrikku Guðjónsdóttur,
f. 27.7.1965, og eiga þau tvö börn;
Sædís, f. 11.9.1965, ogá hún tvö
börn, og Einar Oddberg, f. 4.10.1967,
sjómaður í Vestmannaeyjum. Auk
þess á Ásta dótturina Dagmar
Kristjánsdóttur, f. 12.3.1959, ogá
húntvær dætur.
Hálfsystkini Sigurrósar, börn föð-
ur hennar með Sigríði Meyvants-
dóttur, eru:
Magnús Þór, f. 9.4.1942, var fy rst
kvæntur Emilíu Lorens, f. 10.4.1937,
og eru dætur þeirra: Sigríður, f.
30.10.1971, og Elísabet, f. 24.1.1974.
Magnús kvæntist svo Laufeyju Dís
Einarsdóttur, f. 26.4.1958, en þau eru
skilin, og eignaðist með henni: Rík-
harð Leó, f. 8.8.1972, og Telmu Dögg,
f. 12.5.1982.
Sigurlín Bich, f. 29.5.1944, búsett
í Ameríku, gift Terry Bich, og eru
börn þeirra: Róbert Leó Kollack, f.
20.3.1963; Ronald James Kollack, f.
4.9.1964; Linda Birna Kollack, f. 16.7.
1965, og Wicky Linn Parsons, f. 25.12.
1970.
Foreldrar Sigurrósar eru Einar
Oddberg Sigurðsson, f. 3.10.1916,
fyrrum sjómaður frá Hafnai'flrði,
og Unnur Rafnsdóttir frá Reykjavík,
f. 16.9.1914.
Einar Oddberg er sonur Sigurðar
Guðmundssonar, sjómanns í Hafn-
arfirði og Reykjavík, og Sigurlínar
Einarsdóttur.
Unnur er dóttir Rafns Júlíusar,
Sigurrós Einarsdóttir.
b. á Minni-Ökrum, Símonarsonar,
b. í Axlarhaga, Jónssonar, Bjarna-
sonar.
Móðir Símonar var Kristín Jóns-
dóttir, hreppstjóra á Bjarnastöðum
í Blönduhlíð, Helgasonar. Móðir
Rafns Júlíusar var Arnfríður Rafns-
dóttir, b. á Breið í Tungusveit, Þórð-
arsonar og Katrínar Hinriksdóttur,
b. áTunguhálsi, Gunnlaugssonar.
Móðir Unnar var Friðsemd Jóns-
dóttir, Magnússonar sem fór til
Ameríku, og Guðrúnar Jónsdóttur,
b. á Uppsölum í Hraungerðishreppi,
Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar
var Guðfinna Erlendsdóttir, b. á
Holti, Jónssonar. Móðir Guðfinnu
var Þóra Rafnsdóttir, b. á Læk í
Hraungerðishreppi, Fjalla-Eyvinds-
sonar, Jónssonar. Móðir Rafns var
Þóra Möller, dóttir Jörgens Möller,
vinnumanns í Skálholti, og Guðrún-
ar Nikulásdóttur.
Til hamingju með afmælið 20. mars
Austurvegi 12, ísafirði. Svala Magnúsdóttir, Víkurbraut 6, Vík í Mýrdal.
85 ára
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Hverfisgötu 92A, Reykjavik. 60 ára
75 ára Anna Sveinsdóttir, Blómsturvöllum 44, Neskaupstað.
Auður ísfeldsdóttir, Kálfaströnd, Mývatnssveit. Bjarni Pétursson, Hólmgarði 46, Reykjavík. Indriði Halldórsson, Reynimel 82, Reykjavík. Kristinn Sigurðsson, Anna M. Þorvaldsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarflrði. Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri. Mary Sigurjónsdóttir, Faxatúni 32, Garðabæ.
Karlsbraut 10, Dalvík. Ólína Ólafsdóttir, Sævarstígö, Sauðárkróki. 50 ára
Bragi Ásgeirsson, Grjótaseh 14, Reykjavik. Kristinn V. Magnússon, Brúnagerði 10, Húsavík.
70 ára
Adolf Einarsson, Eystri-Leirárgörðum I, Leirár- og Melahreppi. Guðmundur Hannes Einarsson, Eystri-Leirárgörðum I, Leirár- og Melahreppi. Hólmfi-íður Sigurðardóttir, Mararbraut 5, Húsavík. Laufey Guðmundsdóttir, Egilsstaðakoti, Villingaholts- hreppi. Hún tekur á móti gestum i félagsheimilinu Þjórsárveri, laug- ardaginn 24. mars milli kl. 15 og 19. Lárus L. Kjærnested, Hraunteigi 30, Reykjavík. Pétur Einarsson, Unnur Zophoníasdóttir, Engjavegi 34, Selfossi.
40ára
Sigrún Ósk Bjarnadóttir, Breiðvangi 9, Hafnarfirði. Sigrún Guðmundsdóttir, Laufliaga 14, Selfossi. Sólveig Guðmundsdóttir, Dalsgerði IA, Akureyri. Þórarinn Helgason, Suðurgötu 45, Akranesi. Þuríður Maggý Magnúsdóttir, Unnarstíg4, Reykjavík.
Amór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson verkamaður, Sæ-
viðarsundi 21, Reykjavík, er sjötug- •
urídag.
Arnór er fæddur í Hnífsdal og al-
inn þar upp og í sveitum við Djúp
og víðar. Hann gekk í Barnaskólann
í Hnífsdal og starfaði við fiskvinnslu
og aðra almenna verkamannavinnu
þar. Árið 1945 flutti hann til Siglu-
fjarðar þar sem hann starfaði í síld-
arverksmiðjunum og á síldarplön-
unum en síðustu sjö árin var hann
umsjónarmaður barnaskólans. Árið
1964 flutti Arnór til Borgarness og
var þar umsjónarmaður við barna-
og gagnfræðaskólann í fimm ár. Þá
lá leiðin til Reykjavíkur þar sem
hann hefur búið síðan og hefur
hann starfað í Samvinnubankanum
sl. 18 ár.
Arnór kvæntist þann 23.9.1944
Aðalheiði Jóhannesdóttur verka-
konu, f. 10.9.1922, d. 23.3.1984. For-
eldrar hennar voru Jóhannes
Gunnlaugsson og Málfríður Sigurð-
ardó'ttir er kennd voru við Hlíð í
Álftafirði vestri.
Sambýliskona Arnórs frá 1987 er
Ragnheiður Stefánsdóttir, sjúkraliði
frá Neskaupstað.
Börn Arnórs og Aðalheiðar eru:
Guðmunda Guðný, f. 13.9.1945,
húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Birni
Ástmundssyni og eiga þau fjögur
börn.
Jón Sævar, f. 5.8.1947, kvæntur
Berghildi Gísladóttur og eiga þau
tvö börn.
Sigmar Einar, f. 28.4.1953, d. 1989,
kvæntur Heiðrúnu Aðalsteinsdótt-
ur og eignuðust þau flögur börn.
Málfríður Freyja, f. 3.7.1958, býr
með Ævari Einarssyni og eiga þau
þrjú börn.
Sigurður, f. 15.10.1959, kvæntur
Sigrúnu Baldvinsdóttur og eiga þau
þrjúbörn.
Árnór er þriðji yngstur af ellefu
systkinum.
Foreldrar Arnórs voru Sigurður
Guðmundur Guðmundsson, f. 9.7.
1874, d. 1955, verkamaður í Hnífs-
dal, ogElísabetR. Jónsdóttir, f. 15.3.
1881, d. 1930, verkakona.
Sigurður var sonur Guömundar,
formanns í Bolungarvík og í Unaðs-
dal á Snæfjallaströnd, Þorleifsson-
ar, b. í Gelti í Súgandaflrði, Jónsson-
ar.
Móðir Sigurðar var Þóra Jóns-
dóttir, hreppstjóra og b. á Hóli í
Bolungarvík, Guðmundssonar, b. í
Arnór Sigurðsson.
Minnihlíð, Ásgrímssonar, b. í Arn-
ardal fremri, Bárðarsonar.
Móðir Jóns hreppstjóra á Hóli var
Elín Jónsdóttir frá Meirihlíð. Móðir
Þóru var Þóra Árnadóttir, b. á
Meiribakka í Skálavík, Árnasonar.
Elísabet, móðir Arnórs, var döttir
Jóns Arnórssonar í Æðey.
Arnór tekur á móti gestum í dag,
þriðjudaginn 20. mars, milli kl. 16
og 19 í Gullna hananum, Laugavegi
178.
Sigríður Alda Eyjólfsdóttir
Sigríður Alda Eyjólfsdóttir húsmóð-
ir, Breiðvangi 23, Hafnarfirði, varð
sextug í gær, 19. mars.
Sigríður Alda fæddist í Vest-
mannaeyj umogþarólsthúneinnig
upp. Hún flutti til Hafnarfjarðar
árið 1973.
Fyrri maður Sigríðar Öldu var
Kristinn J. Aðalsteinsson, f. 21.12.
1929, drukknaði23.2.1953.
Dóttir Sigríðar Öldu og Kristins
er Kristín Ósk, f. 14.12.1952, hús-
móðir í Hafnarfirði, gift Vigfúsi Jóni
Björgvinssyni, f. 19.3.1948, sendibíl-
stjóra, og eiga þau fjórar dætur.
Sigríður Alda giftist þann 24.3.
1957 Ragnari H. Hafliðasyni málara-
meistara frá Viðey í Vestmannaeyj-
um, f. 12.11.1928. Foreldrar hans
voru Hafliði Ólafsson sjómaður og
Guðbjörg Erlendsdóttir húsmóðir.
Börn Sigríðar Öldu og Ragnars
eru:
Líney Guðbjörg, f. 14.12.1958, af-
greiðslumaður, búsett í Hafnarfirði,
gift Arnari Hilmarssyni, f. 29.3.1959,
verslunarmanni, og eiga þau tvo
syni.
Ágústa, f. 7.12.1960, afgreiðslu-
maður, búsett í Hafnarflrði, gift Jón-
asi Hilmarssyni, f. 8.2.1959, iðnaðar-
manni, og eiga þau þrjár dætur.
Óskar Hafliði, f. 1.3.1970, nemi í
foreldrahúsum.
Sigríður Alda er yngst níu systk-
ina en fjögur dóu ung. Eftirtalin
komust til fullorðinsára: Jóhanna,
f. 3.10.1915, d. 9.12.1984, var gift
ValdimarGuömundssyni,f. 18.11.
1913, sjómanni, og eignuðust þau
þrjú börn; Óskar, f. 10.1.1917, d. 23.2.
1953, var kvæntur Ástu Þórðardótt-
ur, f. 27.11.1918, verkakonu, og eign-
uðust þau eina dóttur; Sigríður, f.
16.12.1922, húsmóðir, gift Pétri Þor-
björnssyni, f. 25.10.1922, skipstjóra,
og eiga þau fjögur börn, og Ragnar,
f. 7.3.1928, stýrimaður, ogá hann
einn son.
Foreldrar Sigríðar Öldu voru Eyj-
Leiörétting:
Margrét Anna
Guðmundsdóttir
Sigríður Alda Eyjólfsdóttir.
ólfur Sigurðsson, f. 25.2.1885, d.
31.12.1957, smiður og sjómaður í
Laugardal í Vestmannaeyjum, og
Nikólína Eyjólfsdóttir húsmóðir, f.
25.3.1887, d. 29.6.1973.
Sigríður Alda er stödd á Kanarí-
eyjum ásamt eiginmanni og vinum.
í grein um Margréti, sem birtist
þann 10. mars sl., varð missögn
varðandi ömmuhennarog afa í
móðurætt.
Móðir Ingibjargar Árnadóttur hét
María Tómasdóttir og var hún inn-
fæddur Húnvetningur. Árni, faðir
Ingibjargar, var Jónsson, f. 18.12.
1841 að Auðnum á Vatnsleysu-
strönd. Ungur fluttist hann norður
í Húnaþing og var lengi vinnumað-
ur á Sveinsstöðum í Þingi og var
kenndur við þann bæ. Síðast átti
hann heima á Skagaströnd. Hann
fórst þar með bát, sem hann var
formaður á, þann 2.1.1888. Elísabet,
sem nefnd er í greininni, var dóttir
Árna og fluttist gift kona til Amer-
íku. Árni Jónsson var mikill dugn-
aðarmaður, bæði til sjós og lands,
enda formaður á bátum bæði syðra
og á Skagaströnd. Hann var greind-
ur vel og vel látinn, að talið er.