Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1990, Qupperneq 28
28 Andlát Árþóra Friðriksdóttir, Borg, Stykkis- hólmi, andaðist í St. Franciskus- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi laugar- daginn 17. mars sl. Sveinbjörn K. Árnason, Hávallagötu -35, Reykjavík, andaðist í Landspítal- anum 17. mars. Guðný Jóhanna Jóhannsdóttir frá Skálmardal lést á Sólvangi sunnu- daginn 18. mars. Björn Ó. Ágústsson skipstjóri, frá Sigurvöllum, lést í sjúkrahúsi Akra- ness sunnudaginn 18. mars. Guðný Guðbergsdóttir, Marklandi 2, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnu- daginn 18. mars. Guðbjörg Jónsdóttir, Kirkjuvegi 14, Selfossi, lést á Ljósheimum aðfara- nótt mánudagsins 19. mars. Sigurður Haralz rithöfundur andað- ist á Hrafnistu í Reykjavík sunnu- daginn 18. mars. Jarðarfarir Ingileif Eyleifsdóttir lést 12. mars. Hún fæddist á Akranesi 26. janúar 1928. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríöur Sigmundsdóttir og Eyleifur ísaksson. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Einar Kristjánsson. Þau hjónin eignuðust fimm syni. Áður hafði Ingileif eignast einn son. Útfór hennar verður gerð frá Akranes- kirkju í dag kl. 14. Jarðarför Katrínar Hólmfríðar Magnúsdóttur frá ísafirði fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 21. mars kl. 15. Dr. Matthías Jónasson, fyrrverandi prófessor við Háskóla íslands, er lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. mars, verður jarðsunginn á morgun, mið- vikudaginn 21. mars frá Kópavogs- kirkju kl. 13.30. Helga Lovísa Kemp, Vífilsstöðum, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.30. Guðbjörg Jónsdóttir frá Uxahrygg, til heimilis í Hvassaleiti 56, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.30. Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey, Vestmannaeyjum, Austurbrún 6, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15. Karl Guðfinnsson, frá Fossi í Vestur- hópi, Hverfisgötu 112, Reykjavik, áð- ur að Hnaus og Lambastöðum í Flóa, lést á gjörgæsludeild Landakotsspít- alans þann 4. mars. Jarðarförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Tónleikar Háskólatónleikar Miðvikudaginn 21. mars kl. 12.30 munu Sigurður Bragason barítón og Elín Guð- mundsdóttir semballeikari flytja verk á Háskólatónleikunum. Á tónleikunum verða fluttar aríur eftir Giulio Caccini (1546-1618), Claudio Monteverdi (1567- 1643), Alessandro Scarlatti (1660-1725) og fleiri tónskáld frá þeim tíma er óperan var að stíga sín fyrstu skref. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Karl-Ludwig Selig, fyrrum prófessor í spænskum bókmenntum við Columbia- háskóla í Bandaríkjunum, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 22. mars kl. 17.30 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Don Quixote and the Art of the Novel" og verður fluttur á ensku. Dr. Selig lét af staríi í fyrra vegna aldurs. Hann hefur lengi verið útgáfustjóri fjöl- margra bókmenntatímarita í Bandaríkj- unum og er einkum kunnur fyrir fræði- störf og greinaskrif um verk Cervantes og Garcia Lorca. Fyrirlesturinn er öllum opinn. TUkyimingar Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld í félagsheimilinu. Byijað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Nýsköpun I Listamannahús- inu í kvöld, 20. mars, kl. 20.30 verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár í Listamannahús- inu í tilefni af Hugmyndasýningu Birg- ittu Jónsdóttur. Myndlistarmaðurinn og performarinn Cheo Cruz frá Columbíu og Gunnar Grímsson tónlistarmaður munu framkvæma með blandaðri tækni performansinn Vulkano, það ergjörning- ur sem brýtur upp hugmynd þína. Sig- urður Sigurðsson og Pálmi J. Sigurhjart- arson spila blues og Gunnar Grímsson býr til Hljóðgervlahávaða. Tímarilið Rómur verður kynnt með slíðrumynd- um. Margrét Hugrún og Sigrún Jóns- dóttir sýna öratriði. Birgitta Jónsdóttir spinnur orð við tónaflóð Gunnars Gríms- sonar. Mike Pollock, Pjetur Hafstein, Margrét Lóa og G. Rósa lesa úr eigin hugverkum. Listamannahúsið er að Hafnarstræti 4, efri hæð. Aðgangur er ókeypis. Kynnisferð NVSV í dag, 20. mars, fer Náttúruverndarfélag Suðvesturlands kynnisferð í fjörur Kópa- vogs. Þátttakendur mæti við Náttúru- fræðistofu Kópavogs kl. 17. Öllum er heimil þátttaka í feröinni. Tilgangur kynnisferðarinnar er að kynna hið nýja verkefni náttúruverndarfélaganna, „Fjaran mín“. í Náttúrufræðistofu Kópa- vogs hefur verið sett upp „Náttúrufræði- horn“ til að kynna þær fjörlífverur sem skoðaðar verða í fjöruferðinni og um- hverfisþætti. Að því loknu verður gengið niður í fjöruna og ástand nokkurra fjöru- reina athugað (fjörurein er 500 m breiður fjörubútur) og það skráð á þar til gert eyðublað sem fylgir korti af hverri fjöru- rein. „Fjáran mín“ er samstarfsverkefni íslensku náttúruverndarfélaganna og verður byggt á því að einstaklingar skrái fjörulífverur og ástand ákveðinnar fjöru- reinar einu sinni á árstíð. Stefnt verður að því að vöktun fjörureina verði skemmtileg, fróðleg og gefi möguleika á umbun fyrir starfið. Fræðslustarfsemi verður sett upp til að vöktunin verði öll- um auðveld. Allt verður þetta kynnt nán- ar í ferðinni og hvernig verði staðið að úthlutun fjörureina í vor. Spilakvöld Vgrkakvennafélagið Framsókn og starfs- mannafélagið Sókn halda aukaspilakvöld miðvikudaginn 21. mars kl. 20.30 í Sókn- arsalnum, Skipholti 50A. Alþjóðleg bænavika Dagana 18.-20. mars verður samkirkjuleg bænavika heilög haldin í Reykjavík. Um er að ræða hlut íslendinga í alþjóðlegu samstarfi um einingu kristinna manna. 21.-25. mars verður helgihald í ýmsum kirkj um höfuðborgarinnar dag hvern. Miðvikudaginn 21. mars verður guðs- þjónusta í dómkirkju Krists konungs í Landakoti kl. 20.30. Ingibjörg Jónsdóttir, brikader i Hjálpræðishemum, prédikar. Fimmtdaginn 22. mars kl. 20.30 verður samkoma í Herkastalanum. Eric Guð- mundsson, forstöðumaður Sjöunda dags aðventista, prédikar. Föstudaginn 23. mars kl. 20.30 verður guðsþjónusta í Að- ventkirkjunni. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Laugardaginn 24. mars kl. 20.30 verður guðsþjónusta í Hvítasunnukirkjunni í Fíladelfíu. Margrét Hijóbjartsdóttir, for- maður Kristilegs félags heilbrigðisstétta, prédikar. Sunnudaginn 25. mars verður guðsþjónusta kl. 1 í Breiðholtskirkju. Séra Jakob Rolland, kanslari kaþólsku kirKjunnar á íslandi prédikar. Fundir Húsmæðrafélag Reykjavikur heldur fund miðvikudaginn 21. mars í félagsheimilinu við Baldursgötu 9. Fund- arefni verður kynning á vorlaukum. Leiöbeinandi kemur frá Blómavali. ITC deildin Korpa Mosfellsbæ heldur fund miðvikudaginn 21. mars kl. 20 í Hlégarði. Fundarefni m.a. óundir- búnar kappræður. Upplýsingar gefa Sara í s. 666391 og Guðrún í s. 666229. Kvenfélagið Seltjörn Fundir í félagsheimili Seltjamaress þriðjudaginn 20. mars kl. 20.30. Kynning á Vestmannaeyjum í máli og myndum. Veitingar. Minjar og saga heldur fund þriðjudaginn 20. mars kl. 17.15 í þjóðminjasafni íslands. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur spjallar um uppgröft að Stóm-Borg undir Eyja- fjöllum og sýnir litskyggnur. Tapað fundið Seðlaveski tapaðist Grátt seðlaveski tapaðist á Landspítalan- um á sunnudagskvöldið sl. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 688017. Góð fund- arlaun. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 1990. ítrekun til Röskvu og Vöku: Segið stúdentum að þeir séu fífI Um miöjan síðastliöinn febrúar ritaði ég grein í DV sem bar yfir- skriftina: „Stúdentaráð og félaga- frelsi - Ábending til Vöku, Röskvu og SHÍ“. Þar færði ég nokkur al- menn rök að því að stúdentum ætti að vera í sjálfsvald sett hvort þeir væru aðilar að stúdentaráði og hvort þeir greiddu því félags- gjöld. Einnig benti ég á að skylduaðild að stúdentaráði eins og öðrum samtökum væri brot á Mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna og mjög líklega á stjórnarskrá íslands. Vonaðist ég til þess að greinin þætti þeim svaraverð er til var beint en svo hefur ekki reynst hingað til. Ég hef hins vegar heimildir fyrir því að á stúdentaráðsfundi daginn sem greinin birtist hafi höfundur hennar verið rægður og brenni- merktur sem óalandi maður. Hins vegar munu engin efnisleg rök hafa komið fram gegn þeim skoðunum sem settar voru fram í greininni. Meðal annars mun formaður Röskvu hafa sagt höfund ósann- indamann og þætti mér vænt um að hún skriði nú fram í dagsljósið- með þessa skoðun sína svo fleiri verði þess aðnjótandi að horfa á ósannindamann í þessu máli. - Eða ætla Röskvuliðar áfram að grjót- halda sér saman um þá skoðun sína aö stúdentum við HÍ sé ekki treyst- andi til að ákveða það sjálfir hvort þeir vilji vera félagar í stúdenta- ráði? Er ekki nokkur leið að fá ykkur til aö segja stúdentum það opin- berlega að þeir séu hálfvitar og ófærir um að vega það og meta hvort þeir vilji ganga í stúdentaráð eða ekki? Svo má böl bæta Það er út af fyrir sig ámælisvert að hinum almenna stúdent skuli ekki vera svarað þegar hann beinir athygli sinni að stúdentaráði. Það er nú samt enn alvarlegra þegar hann er rægður að honum fjar- stöddum og reynt að þegja það í hel sem hann hefur fram að færa. Það verður þó að segjast í nafni sanngirni að Vökumenn hafa sýnt þessu máh nokkum áhuga og látið svo lítið að ansa hinum almenna stúdent með nokkrum samtölum á göngum skólans. Þó var mér verulega brugðið þeg- ar Vökukonan Jóhanna Eyjólfs- dóttir lagði að jöfnu í blaðagrein (DV, 7.3. 1990) ekkert stúdentaráð fyrir stúdenta og ekkert Alþingi fyrir íslendinga. Þetta er í fyrsta lagi ótrúlegt virð- ingarleysi við löggjafarþing íslend- inga. Það væri álíka gáfulegt aö leggja Félag íslenskra bifreiðaeig- KjaHarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi i HÍ enda, Neytendasamtökin eða önn- ur hagsmunasamtök að jöfnu við Alþingi. I öðru lagi á æðsta stofnun þjóð- arinnar ekkert sameiginlegt með stúdentaráði annað en að veita fé til áfengiskaupa. Alþingi er lýð- ræðisstofnun allra landsmanna og á að gæta hagsmuna þeirra en stúd- entaráð er kröfugerðarsamtök fá- menns hóps og margir væru án efa tilbúnir til að taka undir þaö að heimtufrekja ráðsins væri oft úr takti við annaö í þjóðfélaginu og beinlínis skaðleg hagsmunum þjóðarinnar og þar með stúdenta. í þriðja lagi mega menn mín vegna bíta það í sig að tilvist stúd- entaráðs megi réttlæta með tilvist löggjafans í landinu en þá verða menn líka að kunna samanburðar- fræðin til fullnustu og byrja á því að réttlæta tilvist löggjafans og sýna fram á skyldleika hans við stúdentaráð. Það segir enginn að epli sé gott vegna þess að appelsína sé það, nema sýna fram á gæði appelsínunnar og einhvern skyld- lefiia hennar við eplið. í íjórða lagi mætti ráða af orðum Jóhönnu að stúdentar hefðu enga þörf fyrir Alþingi íslendinga og jafnvel það að stúdentar væru alls ekki íslendingar ef hún vill á annað borð bera þessa tvo hópa saman. Þannig er nú oft um rökþrota menn að þeir hafa löngum viljað böl bæta með því að benda á eitthvað annað. Kjörklefa á hvert horn Ég held að það iýsi áhuga stú- denta á þessu „Alþingi" sínu ágæt- lega að helmingur þeirra hirðir ekki um að greiða atkvæði í kosn- ingum til stjórnar þess. Því sleppa þeir þrátt fyrir gífurlegan kosning- aáróður þeirra fylkinga sem bjóða fram. - Og menn verða að átta sig á því að þessi áróður er í návígi við stúdenta á þeirra vinnustað og oft- ar en ekki persónulegur. Kennsla er trufluð af trúboðum fylkinganna og nýtt veggfóður er sett upp. Þar að auki er hægt að kjósa í hverri byggingu háskólans og venjuiega í anddyri sem allir eiga leiö um. Þrátt fyrir allt kemur aðeins einn af hverjum tveimur og gerir þessa tvo krossa sem til þarf. „Alþingi" stúdenta er því dæmt ómerkt og óþarft ár eftir ár. En hvers vegna er það þá ekki lagt niður? Jú, það er skoðun þeirra sem fara þar með völd að hinn al- menni stúdent sé óviti og þess vegna hefur það ekkert að segja þegar þessir kjánar mæta ekki á kjörstað. Þessir merku menn segja sér það sjálfir að þeir séu ómiss- andi öðlingsmenn og er skítsama þó að helmingur óvitanna hafi ekki áhuga á því sem þeir eru að gera. Hver ætli kjörsóknin yrði ef kosið væri um þessa öðingsmenn um helgi á nokkrum stöðum í bænum eins og í „sambærilegum" kosning- um til Alþingis íslendinga? - Það væri merkilegt ef sá maður gæfi sig fram sem segði hana skríða yfir 10% Drattist til að svara að lokum vil ég ítreka þá ósk mína að Vaka og Röskva hreki full- yrðingar mínar í þessum tveimur greinum opinberlega. Þessi virðu- legu félög hafa bæði fengið tæki- færi til að beita sér fyrir afnámi skylduaðildar að SHÍ en ekki gert. Þau hljóta því að hafa óhrekjandi rök fyrir skylduaðildinni. Og ég er ekki sá eini sem bíð spenntur eftir forskriftinni að afnámi félagafrels- is á íslandi. - Nokkur þúsund stú- dentar eiga heimtingu á að vita hvers vegna þeir eru óvitar í þessu eina máli. Glúmur Jón Björnsson „Þrátt fyrir allt kemur aðeins einn af hverjum tveimur og gerir þessa tvo krossa sem til þarf. - „Alþingi“ stúd- enta er því dæmt ómerkt og óþarft ár eftir ár.“ Fjölmiðlar Hans áhugamál Heldur þótti mér dagskrá sjón- varpsstöðvanna döpur 1 gærkveldi. Mér er hreint óskiljanlegt hvers vegna ríkissjónvarpið er að sýna þann dæmalaust heimskulega fram- haldsþátt Roseanne. Ég dreg í efa að sú taug, sem fær Ameríkana til að hlæja að þessari endaleysu, sé til staðar í fólki annarra þjóöa. Þarna er peningum ríkissjónvarpsins illa varið að mínum dómi. Næst á eftir þessu hámarki heimskunnar kom s vo þáttur Art- húrs Björgvins, Litróf. Ég hef á stundum fylgst með þessum þáttum hans. í gær var það svona meö öðru auganu. Alltaf þegar ég horfi á þennan þátt dettur mér í hug hið gullvæga svar Tanna Harðjaxls. Þeir kölluðu hann þessu nafni vegna þess að hann átti bara eftir eina tönn í munninum. Tanni var að segja mönnum frá því að hann og Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum menntamála- ráðherra hefðu verið „aldavinir í 10 ár,“ eins og hann orðaði það. - Og um hvað talíð þið vinimir,“ spurðu menn? „Tja, við tölum bara um hans áhugamál,“ svaraðiTanni. Ég nennti hins vegar ekki að horfa á íþróttasyrpuna. Hnýtti mér eina flugu á meðan hann stóð yfir. Ef Bjami Fel er ekki meö syrpuna læt ég vera að horfa. Ég er orðinn þrey ttur á að hlusta á bull eins og að kalla hnakka á manni „bak- höfuð,“ eða heyra talað um að knatt- spyrnumenn eigi að „leika boltan- um meðfram jörðinni," og annað í þeim dúr. Bj arni er hins vegar minn maöur. SigurdórSigurdórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.