Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Blaðsíða 9
J
m; .p ffiMMrjtffl'í
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990.
DV
Hiö nýja austur-þýska þing sett:
Söguleg stund
Útlönd
Þúsundir austur-þýskra verka-
manna komu saman í Austur-Berlín
og öðrum borgum í gær til að krefj-
ast þess að austur-þýska markið gildi
til jafns við hið vestur-þýska í kjölfar
fyrirhugaðrar sameiningar þýsku
ríkjanna. Á sama tíma og fjöldafund-
ir þessir stóðu yfir fékk Lothar de
Maiziere, leiðtogi kristilegra demó-
krata í Austur-Þýskalandi, umboð til
stjórnarmyndunar. Fyrirhuguð
stjórn hans verður sú fyrsta þar í
landi í rúm fjörutíu ár sem ekki er
undir forsæti kommúnista.
Það var söguleg stund þegar fyrsti
fundur hins nýja þings Austur-
Þýskalands var settur í gær. „Við
erum vitni að merkum atburðum,"
sagði Sabine Bergmann-Pohl en hún
var kosin þingforseti í gær. „Okkur
hefur verið treyst fyrir hinu við-
kvæma blómi lýðræðisins sem lifað
hefur af fimmtíu harða vetur.“ Berg-
mann-Pohl mun gegna embætti þjóð-
höföingja þar til nýtt embætti forseti
hefur verið sett á laggirnar og kosið
hefur verið til þess.
De Maiziere mun leggja fram ráð-
herralista sinn fyrir þing fljótlega.
Hann mun taka formlega við emb-
ætti forsætisráðherra af Hans
Modrow þegar nýtt ráðuneyti hlýtur
samþykki. Það verður að öllum lík-
indum í næstu viku. Stjórnarmynd-
unarviðræðum er reyndar ekki lokið
en kristilegir, auk tveggja annarra
- verkamenn kreQast jafnræöis gjaldmiðla
Hinn nýi þingforseti Austur-Þýskalands, Sabine Bergmanna-Pohl, ásamt
fyrirhuguðum forsætisráðherra, Lothar de Maiziere.
Simamynd Reuter
flokka í Bandalagi fyrir Þýskaland,
hafa átt í viðræðum við jafnaðar-
menn og bandalag frjálsra demó-
krata. Kristilegir demókratar, sem
fengu alls fjörutiu prósent atkvæða
í síðustu kosningum, verða í forsæti
samsteypustjórnarinnar. Helsta við-
fangsefni hennar verður að stýra
landinu í átt til sameiningar við Vest-
ur-Þýskaland.
Mótmæli verkamanna
Reiðir verkamenn þyrptust út á
götur austur-þýskra borga í gær til
að krefjast þess að geta skipt austur-
þýskum mörkum í vestur-þýsk á
jafnréttisgrundvelli. Austur-Þjóð-
veijar vilja að sama verðgildi verði
á gjaldmiðlum ríkjanna, það er að
þeir geti fengið eitt vestur-þýskt
markt fyrir eitt austur-þýskt.
Framsögumenn á íjöldafundunum
í gær hvöttu hina fyrirhuguðu stjórn
í Austur-Þýskalandi til að þrýsta á
jafnræði í gjaldmiðlum í komandi
sameiningarviðræðum þýsku ríkj-
anna. Margir kröfumanna í gær voru
einkum reiðir Helmut Kohl, kanslara
Vestur-Þýskalands, sem þeir segja
að hafi heitið Austur-Þjóðverjum
sama verðgildi gjaldmiðla hvað varð-
ar sparifé Austur-Þjóðverja, það er
einn á móti einum, á meðan hann
háði kosningabaráttu fyrir systur-
flokk sinn, flokk austur-þýskra
kristilegra demókrata. Stjórn Kohls
hefur síðan látið í það skína að hún
vilji láta meta tvö austur-þýsk mörk
á eitt vestur-þýskt, þ.e. tveir á móti
einum.
Vestur-Þjóðverjar sögðu í gær að
sameiningarviðræður um samrým-
ingu gjaldmiöla og efnahags hefjist
um miðjan þennan mánuð. Þær við-
ræður miða að því að samningur
hggi fyrir um í næsta mánuði.
Reuter
9
Fiug er framt.ffí"
Lærið að fljúga hjá
fullkomnum flugskóla.
+ Bjóðum kennslu til
einka- og atvinnuflug-
mannsprófs.
* Fullkomin 2 hreyfla
flugvél til blindflugs-
kennslu.
* Flughermir.
Greiðsluskilmálar og
fyrirgreiðsla.
f
Gamla Flugturninum
Reykjavikurflugvelli
101 Reykjavik
Simi 91-28122
Kt. 651174-0239
ÚRVAL
á næsta
blaðsölustað
Úrval
tímarit fyrir alla
Samkomulag
um viðræður
Blökkumannaleiðtoginn Nelson
Mandela tilkynnti í gær að hann og
de Klerk, forseti Suður-Afríku, hefðu
náð samkomulagi um hvenær undir-
búningsviöræður miili Afríska þjóð-
arráðsins og suður-afrísku stjórnar-
innar eiga að fara fram. Sagði Mand-
ela að tilkynnt yrði samtímis í Höfða-
borg og í Lusaka í Zambíu, aðalstöðv-
um Afríska þjóðarráðsins, um fund-
artíma.
Fyrsti fundur ráðsins og yfirvalda
átti að fara fram 11. apríl en blökku-
mannaleiðtogar frestuðu honum til
að mótmæla ofbeldi lögreglunnar er
hún skaut sautján blökkumenn til
bana í síðustu viku. De Klerk hefur
fallist á að láta fara fram rannsókn
vegna fjöldamorðanna og kvaðst
hann ætla að fela rannsóEnina í
hendur hæstaréttardómara.
De Klerk forseti sagði að loknum
fundinum með Mandela að blökku-
mannaleiðtoginn hefði hafnað boði
um sameiginlegan fund þeirra með
blaðamönnum. De Klerk sagðist hafa
látið í ljósi ónægju sína við Mandela
yfir því aö fjórir leiðtogar heima-
landa, sem hitta áttu forsetann fyrr
um daginn, hefðu ekki mætt. Kvaðst
forsetinn viss um að Afríska þjóðar-
ráðið hefði á einhvern hátt átt þátt í
því. Mandela vísaði því hins vegar á
bug og sagði blökkumannaleiðtog-
ana hafa tekið þá ákvörðun sjálfa.
Mandela kvaðst ekki vera undr-
andi á fréttum um valdarán í heima-
landinu Venda í gær. Engar blóðsút-
hellingar urðu við valdaránið. Leið-
togi uppreisnarmanna, sem er einn
yfirmanna hersins, sagðist ætla að
vera við völd þar til heimalandið
hefði verið innlimað á ný í nýja Suð-
ur-Afríku þar sem blökkumenn
hefðu atkvæðisrétt. Þetta var annað
valdaránið í suður-afrísku heima-
landi á skömmum tima. Valdarán
var framið í heimalandinu Ciskei
þann 4. mars síðastliðinn.
Reuter
Nelson Mandela greinir fréttamönnum frá fundi sínum með de Klerk forseta.
Símamynd Reuter
Takið foreldrana með á skemmtunina sem Landsamband íslenskra vélsleðaeigenda heldur í
brekkunum fyrir ofan Hveradali á morgun, laugardaginn 7. apríl, kl. 13:00. Þið eruð öll velkomin.
Takið með ykkur skíði og snjóþotur, förum í vélsleða- og snjóbílaleik, keppum í snjóþotuakstri og
sjáum þegar fullorðna fólkið verður dregið á vélsleðum upp í brekkurnar eða (langt) inn á heiðina.
Hafið með ykkur nesti og hlý föt og munið að taka pabba og mömmu með.
Krakkar!
Þetta verður ykkar dagur
P.S. Félagar í LÍV, munið eftir Polaris-vélsleðakeppninni hjá Litlu kaffistofunni.
YAMAHA PC3LRRI5
M*
ri-doo
ARCTKCAT