Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990. Úflönd Tvö böm leika sér í rústum husa í Beirut, höfuðborgar Libanons. Símamynd Reuter Sprengjum rigndi yflr kirkju í kristna hluta Beirútborgar, höfuðborgar Líbanons, í gaer. Margt fólk hafði safnast saman í kirkjunni til að biöja fyrir friði. Að minnsta kosti ein kona lést og sex aðrir kirkjugestir særö- ust alvarlega þegar sprengjumar féllu. Átök í borginni í gær eru þau höröustu sem íbúar Beirút hafá orðið vitni að síðan í janúar þegar bardag- ar hófust milli andstæðra fylkinga kristinna manna. Að minnsta kosti tólf létust í gær og tuttugu og fimm særöust. Bardagamir í gær hófust aðeins örfáum klukkustundum eftir að Hrawi, forseti Libanons, bauöst til að miöla málum. Forsetinn lýsti þvi yfir að hann myndi bregðast jákvætt við beiðni Samir Geagea, leiðtoga kristinna þjóövarðliða, um að senda hermenn sína inn í hinn kristna hluta Beirut en bardagar hafa staðið á milli liðsmanna Geagea og hermanna undir stjóm Michels Aoun frá því í lok janúar. Forsetinn sagði ekki hvenær hann myndi senda hermenn sína af staö. Fréttaskýrendur s.egja ólíklegt að þessi ákvörðun forsetans mund hafa nokkur áhrif á stríð trúbræðr- anna í Beirút en það hefur þegar kostað rúmlega níu hundruð manns lífið. Sovéskur trúður flýr sirkuslnit Sovéskur trúður, sem vann hjá Moskvusirkusnum, hefur faríð fram á pólitískt hæli í Bandaríkjunum, að því er bandarískur lögfræðingur skýrði frá í gær. Sergei Uhanov, 28 ára gamall starfandi trúður, stakk af að lokinni sýningu í borginni Reno í Nevadafylki á sunnudag. Lögfræðing- ur Uhanov í Bandaríkjunum segir að Uhanov óttist að sér verði refsað fyrir sumar sinna pólitísku skoöana þurfi hann að snúa heim á ný. Sirkus- inn var á sýningarferðalagi í Bandaríkjunum. Stjórnarskrárbreytingar í Belgíu? Rúmlega níutíu þingmenn stjóraarandstöðunnar í Belgíu tóku ekkiþátt í atkvæðagreiðslu í gær þegar þingmenn beggja deilda þingsins kusu að setja Baldvin Belgiukonung aftur í embætti. Konungur vék tímabundið úr embætti fyrr í vikunni á þeim forsendum að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki samþykkt lög sem heimila fóstureyðingar í landinu. Mng- ið, sem gegndi skyldum hans á meðan, samþykkti lögin. Þessar deilur sem og afstaða konungs hafa valdið deilum í Belgíu. For- sætisráðherra hefur lagt til breytingar sem tryggi að svipuð staða komi ekki upp aftur. Þetta gæti þýtt uppstokkun á stjórnarskránni og jafnvel að felld yrði úr gildi sú skipan að konungur veröi að undirrita irumvörp til laga áður en þau fá lagagildi. í gær komu báðar deildir þings Belgíu saman og samþykktu að setja Baldvin á ný í embætti með 245 atkvæðum gegn engu. Níutíu og þrir þingmenn stjómarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og sök- uðu stjórnina um að gera lítið úr lýðræðinu. Uppljóstranir um nýnasista Frans Schönhuber, leiótogi repúblikana. Simamynd Reuter Vestur-þýskur blaðamaður, Michael Schomers, kom fram i sviðsljósið i gær eftir að hafa villt á sér heimildir og gerst virkur félagi í flokki repú- blikana í sjö mánuði. Þetta gerði hann til að afla sér upplýsinga um starf- semi flokksfélaganna sem em öfgamenn til hægrí. Blaðamaðurinn hækkaöi svo mikið í tign innan flokksins að hann tók þátt í fundum helstu mannanna í flokknum. Segir hann allt annan anda ráða þar heldur en út á við. Ekki er farið leynt með andúö á gyðingum og kynþáttahatur almennt og ekki heldur að markmið flokksins er Stór- Þýskaland sem meðal annars austurhluti Póllands og hlutar Sovétrikj- atma, Tékkóslóvakíu og Austurrikis tilheyröu. Blaðamaöurinn sagði fjölda nýnasista vinna á bak við tjöldin. Kcuter og Kitr.au DV Tugþúsundir Kínverja i Hong Kong minntust í gær þeirra sem féllu á Torgi hins himneska friðar í Peking í byrjun júní í fyrra. Simamynd Reuter Mikill viðbúnaður lögreglu í Peking Gífurlegur viðbúnaður í miöborg Peking í Kína í gær kom í veg fyrir að almenningur gæti þar minnst þeirra sem féllu í blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar þann 4.júní í fyrra. Dagurinn í gær var sá dagur sem Kínverjar minnast látinna á hefðbundinn hátt. í Hong Kong söfn- uðust hins vegar tugþúsundir saman til að minnast þeirra námsmanna og verkamanna sem myrtir voru í Pek- ing í byrjun júní í fyrra á torginu risastóra. í gær var torgið girt af með járn- hhðum frá því klukkan hálfníu um morguninn og stóðu vopnaðir lög- reglumenn vörð við það. Fjöldi lög- reglumanna var einnig á nærliggj- andi götum til að leggja áherslu á að cúlar tilraunir til mótmæla yröu ár- angurslausar. Yflrvöld höfðu snemma gert heyrinkunnugt að eng- in opinber sorgarhátíð yrði leyfð og hafði það verið tilkynnt bæði í há- skólum og á vinnustöðum. Eftir að torgið hafði verið lokað Vopnaðir kínverskir hermenn á verði við Torg hins himneska friðar í Peking í gær. Símamynd Reuter almenningi í gær kom íjöldi lang- ferðabifreiða með skólabörn sem taka áttu þátt í hátíðahöldum sem yflrvöld höföu skipulagt. Dreift haföi verið flugmiðum í háskólum og á vinnustöðum þar sem Pekingbúar voru hvattir til að bera svarta borða og hvít blóm í gær til aö heiöra minn- ingu hinna fóllnu. En slíkt var hvergi að sjá. í Hong Kong minntust tugþúsundir manna þeirra sem féllu fyrir hendi kínverskra hermanna í Peking í fyrra. Ræðumenn hvöttu mannfjöldann til aö gleyma aldrei þeim sem höfðti látið lííið vegna trúar sinnar á lýð- ræðislegar breytingar í Kína. Samtök til stuðnings lýðræðis- baráttunni í Kína hafa ráðgert fjölda mótmælafunda í Hong Kong í vor. Búist er við að 15. apríl, þegar ár er liðið frá andláti Hus Yaobang, fyrr- um flokksleiðtoga, verði mikill mót- mæladagur en þaö var einmitt frá- fall Hus sem varð upphafið að upp- reisn námsmanna. TT Kosningaloforð svikin í Svíþjóð: Nýjar tillögur um efnahagsaðgerðir Minnihlutastjóm sænska Jafnað- armannaflokksins og Þjóðarflokkur- inn, sem er í stjórnarandstööu, kynntu í gær sameiginlega tillögur um aðgerðir sem rétta eiga við efna- haginn í Svíþjóð. Leiðtogar beggja flokkanna, Ingvar Carlsson og Bengt Westerberg, áttu fullt í fangi með að sannfæra þing- menn flokka sinna um ágæti tillagn- anna. Þjóðarflokksmenn þurftu tvær og hálfa klukkustund til að kyngja hækkun á virðisaukaskattinum og á fundi þingflokks jafnaðarmanna lýstu margir sem til máls tóku yfir vonbrigðum sínum með að kosninga- loforðin um lengingu á bameignafríi úr tólf mánuðum í fimmtán og sjöttu sumarfrísvikuna skyldu svikin. Til að byrja með veröur sumarfríið lengt um tvo daga. Carlsson forsætisráðherra sagöi á fundi með fréttamönnum að áætlanir um lengra bameignafrí yrðu fram- Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti í gær nýjar tillögur um efnahagsaðgerðir. Tillagan nýt- ur stuðnings Þjóðarflokksins og því iiklegt að hún verði samþykkt á þingi. kvæmdar þótt það yrði ekki eins fljótt og ráðgert hafði veriö. Reyndar neitaði forsætisráöherrann að gefið hefði verið loforð um sjöttu sum- arfrísvikuna. Ekki hefði veriö lofað að hrinda áætluninni strax í fram- kvæmd. Fyrir ári barðist Kjell-Olof Feldt, þáverandi fjármálaráðherra, árang- urslaust fyrir tveggja prósenta hækkun á virðisaukaskatti. Alhr stjórnarandstöðuflokkarnir sögðu nei og í kjölfarið fylgdi uppgjör við Miðflokkinn um meðal annars skyldusparnað. En nú verður sem sagt virðisaukaskatturinn hækkaður um eitt prósent tímabundið. Hækk- unin er tahn eiga að taka gildi l.júlí og hún á að gilda þar til í árslok 1991. Efnahagsaðgerðirnar, sem kynntar voru í gær, fela í sér að fallið verður frá verðstöðvun svo að segja strax. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.