Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990. Spumingin Finnst þér að hætta eigi við fyrirhugaðar breyting- ar á Þjóðleikhúsinu? Markús Markússon ellilífeyrisþegi: Já, í fyrsta lagi má ekki skemma Þjóðleikhúsið og í öðru lagi höfum við ekki efni á þessu. Dröfn Friðriksdóttir nemi: Já, þetta er svo dýrt. Anna Steingrímsdóttir Sóknar- stúlka: Það finnst mér ekki en fyrst og fremst þarf að gera við húsið að utan. Unnur Jónsdóttir nemi: Úr því sem komið er á að halda áfram. Erlendur Hermannsson iðnfræðing- ur: Ekki að hætta við þær en sleppa því að breyta svölunum. Hins vegar þarfnast húsiö lagfæringa sem fyrst. Bragi Agnarsson rannsóknarmaður: Já, mér finnst það. Höfundarréttur á að ná til þess ama. Byggingum og listaverkum á ekki aö breyta nema með samþykki rétthafa. Lesendur Hinar hættulegu olíur Anna Bjarnason, St. Cloud, Florida, skrifar: Er við hjónin höfðum komið okk- ur fyrir í Bandaríkjunum, er við fluttum þangað fyrir rúmlega tveimur árum, fundum við flj ótlega þeyttan „rjóma“ sem okkur þótti einkar góður, t.d. á ávaxtasalatið okkar. Þetta var svo kallað „cool whip“, eins konar gervirjómi sem keyptur var í frosnu ástandi en geymdist síöan vel í kæliskápnum. Við sporðrenndum kannski úr tveimur dósum yfir vikuna. Einu sinni hafði ég orð á því við bónda minn að þetta hlyti að vera mjög fitandi, eða í versta falli mjög óhollt, fyrst þetta væri svona ræk- alli gott. Við lásum innihaldslýs- inguna á dósinni sem reyndar var með svo smáu letri að það þurfti aö nota stækkunargler fyrir utan gleraugu. Okkur létti mikið þegar í ljós kom að þetta var ekki svo ýkja hitaeiningaríkt og engin „vond efni“, í það minnsta ekki sem við könnuðumst við að væru stór- hættuleg, að finna í „cool whipp- inu“. Svo var það einn daginn er við opnuðum dagblaðið okkar (USA Today) að heilsíðuauglýsing frá Hjartaverndarfélagi Bandaríkj- anna blasti við augum. Og hvað trónaði fremst á myndinni nema „cool whippiö" okkar góða, ásamt ýmsum öðrum nafntoguðum fæðu- tegundum. Verið var að vara við þessum „voðalega varningi", hann innihéldi hinar stórhættulegu pálmakjarna- og kókoshnetuolíur. Fólki hér í Bandaríkjunum er innprentað aö þetta séu stórhættu- legar fæðutegundar sem beri að forðast eins og heitan eldinn, varla nokkur fæðutegund hættulegri. Efni úr pálmakjarnaolíu og kókos- hnetuolíu fara beint sem fóðrun í æðar líkamans og stífla þær á skammri stundu svo að ólíft veröur hverjum þeim sem borðar mat sem inniheldur þessi efni. í auglýsingunni var þess getið að Hjarta- og æðavemdarfélagið væri margsinnis búið að fara þess á leit við að framleiðendur, m.a. „cool whips“, aö þeir hættu að nota þess- ar hættulegu olíur en allt heföi komið fyrir ekki. Því gripu þeir nú til þess örþrifaráðs að auglýsa á áberandi hátt hve hættulegar þess- ar fæðutegundir væm heilsu manna. Óþarfi er að segja að þar með var eyðilögð fyrir okkur frekari neysla á þessu dæmalausa góðgæti - við höfum ekki smakkað „cool whip“ síðan, enda erum við enn á lífi og við bestu heilsu. Að ég fer að rifja þetta upp núna er lítil frétt sem ég sá í DV um að nú væri hægt að fá fljótandi pálma- kjarnaolíu í handhægum og risa- stórum umbúðum. Ekki var vikið einu orði að skaðsemi olíunnar, aðeins að heppilegra væri að steikja aðeins einu sinni úr hverj- um olíuskammti. MAF HAVSTt GHÆH-glMpáH. (iXMtmfy fiAVt. i SKÝRINGAB* ^ ------L.y< SyóR (HAWANPÍ; jL V' a KR/'CTlMÖe/ri iMUSlímiGI /'Átfants-síraumi rAtfantsfhsvB stf« (V) WRSKURm © SiLDÍSILDI ©-LQONA iLOC @ SKARifnú igftnawffym- Soffía vill fá betri veðurfréttir. Betri veðurfréttir Afruglari fyrir hverja stöð veðurfréttir í sjónvarpi. En ekkert hefur enn verið að gert í þessu máli. Það er enginn að fara fram á það að þeir sem flytja okkur veðurfrétt- irnar verði með öllu óskeikulir, að- eins það að veðurfréttimar verði ögn ítarlegri en hingað til héfur tíðkast. í þessu sambandi má nefna t.d. upp- lýsingar um meðalhita dagsins sl. 30 ár, kælingu, hvenær var kaldast þennan dag og hvenær hlýjast. Það má vera að veðurfræðingum finnist upplýsingar þessar nauðaó- merkilegar og komi almenningi ekki við en það er ekki að efa að allur almenningur hefði gaman af þessum upplýsingum. Þær hjálpa fólki til að gera sér betur grein fyrir hvort dag- urinn var í meðallagi og í samræmi við árstímann eða hvort hann var óvenju kaldur eða hlýr. Það er með öllu óskiljanlegt hvað stendur í vegi fyrir því að þessum upplýsingum sé miðlað til fjöldans. Besta leiðin væri að birta þær á skjánum í lok veðurfrétta svo það er ekki eins og veðurfræðingurinn þyrfti að leggja það á sig að romsa þessu öllu upp úr sér. Þeim tilmælum er nú hér með beint til þeirra sem sjá um veðurfréttir sjónvarpsstöðvanna að gerð verði bragarbót á þessum hlutum. Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Nú liggur það Ijóst fyrir að ný sjón- varpsstöð tekur til starfa í haust. Hvort hinn íslenski sjónvarpsmark- aður þolir þriðju stöðina getur tíminn einn skorið úr um. En það var þetta með afruglarana. Þegar Stöð 2 tók til starfa kom á markaðinn nýtt fyrirbæri sem eftir miklar vangaveltur mætra manna fékk nafnið afruglari uppá íslensku. Þar sem íslendingar eru nýjunga- gjarnir í meira lagi leið ekki á löngu uns stór hluti allra heimila í landinu var kominn með eitt slíkt tæki við hliðina á sjónvarpinu og mynd- bandstækinu. Afruglarar Stöövar 2 voru þannig úr garði gerðir að þeir gerðu ráð fyr- ir að með þeim væri hægt að rugla fleiri en aðeins eina stöð. Og þannig eru flestir afruglarar. Hvernig myndu t.d. heimili í Bandaríkjunum líta út ef þaö þyrfti afruglara fyrir hveija þá stöð sem heimilisfólk hefur áhuga á að horfa á? Getur nokkur séð fyrir sér allt upp í sjötíu og fimm afruglara raðað snyrtilega í kringum sjónvarpið? Það segir sig sjálft að það væri út í hött og hreinn skrípaleikur að ætl- ast til þess af sjónvarpsáhorfendum að þeir festu kaup á eða leigðu nýjan afruglara í hvert sinn sem ný stöð bætist í hópinn. Það er ekki ósennilegt að margir af áskrifendum Stöðvar 2 gerist einn- Soffia skrifar: birst lesendabréf á síðum dagblað- í gegnum tiðina hafa öðru hveiju anna þar sem farið er fram á betri Hvernig litu heimilin út ef það þyrfti afruglara fyrir hverja sjónvarpsstöð? ig áskrifendur að sjónvarpsstöð Sýn- ar án þess að segja Stöð 2 upp því það er staðreynd að sumir fá aldrei nóg af sjónvarpsglápi og á þeirri stað- reynd þrífast stöðvamar. Þaö væri því sjálfsögð tillitssemi við áskrif- endur stöðvanna að þær sameinuð- ust um afruglara í stað þess að knýja þá sem vilja njóta þeirra beggja til aö bæta öðrum í safnið. Þegar allt kemur til alls munu Stöð 2 og Sýn báðar keppa um sama mark- aðinn og báðar verða þær í harðri samkeppni við ríkissjónvarpið. Þeim væri því nær að sameinast um að veita áskrifendum sem besta þjón- ustu og standa saman í samkeppn- inni en halda samt séreinkennum sínum. J.B.G. er ánægður með lestur Ingólfs Möller á Passíusálm- unum. Passíusálm- arnir vel fluttir Gamall fóstbróðii-, J.B.G., hringdi: Mig langar til að þakka Ingólfi Möller einstaklega góðan lestur á Passíusálmunum. Það er ekki auðvelt að flytja þessar gersemar svo vel fari. Mörgum hefur tekist það en fáum betur en higólfi. Það kom mér skemmtilega á óvartað „karlinn", semlengistóð í brúnni sem skipstjóri og skipaði fyrir með raust eða söng með karlakórnum Fóstbræðrum, ætti þetta tíl. Hláleg spurn- ingakeppni Óánægður skrifar: Mikið var það hlálegt að fylgj- ast með úrslitum í spuminga- keppni framhaldsskólanna sl. fóstudagskvöld. Þar var staðfest enn og aftur, og nú allrækilega, hversu mikil gjá er á milli einka- framtaksins og ríkisins. í fyrsta lagi varð veruleg sein- kun á því að þátturinn hæfist. í öðru lagi var aldrei fyllilega hægt að greina spurningar og svör vegna einhverra trufiana í hljóð- inu og i þriðja lagi var útsendingu síðan hætt. Sé þessi spurningakeppni ríkis- sjónvarpsins annars vegar og söngvakeppni Stöðvar 2 hins veg- ar bornar saman eru niðurstöð- urnar ótvíræöar, jafnvel þótt Landslagið hafi líka þurft að halda hljómgæðum laganna. Ekki var nokkurs staðar feilspor að finna nema þegar gleymdist að láta sigurvegarann fá verð- launagripinn og þá var einungis brugðið á leik og allir hlógu að. Sjaldan hef ég heyit orð jafn- mikið í tíma töluö og orð Halldörs Blöndals sem telur að banna eigi auglýsingar hjá Sjónvarpinu. Ég held að Sjónvarpið hafi nú úr nógu að moða nú þegar. En þaö eru bara ekki allir sem með pen- inga kunna að fara - það sanna dæmin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.