Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 11
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990.
1T
Utlönd
möcmL^S10
■siáMj
VINNINGA KR. 18.000.000.-
&ano3
DREGIÐ VERÐUR FOSTUDAGINN 6. APRÍL 1990.
HAPP
DRÆTTI
SLYSAVARNAFÉLAGS
ISLANDS
188
Pelsaverslunum lokað
Eitt þekktasta vöruhús í Evrópu,
Harrods í Knightsbridge, tilkynnti í
febrúar að pelsadeildinni þar yrði
lokað. Tveimur mánuðum áður
höfðu Debenhams í Oxford Street
lokað. Og þann 1. maí lokar fyrirtæk-
ið Cyril Kaye sem rekið hefur stóra
verslun á Piccadilly síðan 1950. Eig-
andinn, Cyril Kaye, segist hafa gefist
upp. Síðustu fimm árin hafi daglega
verið kastað fýlusprengjum inn í
verslunina, stórar gluggarúður
brotnar og rauðri málningu atað á
dýrustu pelsana. Hann hafi þurft að
ráða stóra og sterka lífverði til að
fylgja starfsfólkinu til og frá vinnu
og auk þess hafi salan minnkað um
80 prósent síðustu þrjú árin. Cyril
Kaye hefur áður verið ofsóttur. Hann
er gyðingur og ílúði frá Þýskalandi
í seinni heimsstyrjöidinni.
Pelsabrennur
Viðskiptavinir pelsaverslananna í
London eru flestir Japanir, Norður-
landabúar og Bandaríkjamenn. Sagt
er að þeim líði stundum eins og þeir
væru að læðast inn á leynilega krá á
bannárunum í Chicago þegar þeir
laumast inn í pelsaverslanirnar. Þar
þora menn nefnilega ekki lengur að
stilla út pelsum í gluggana og láta sér
nægja að auglýsa varninginn með
skiltum sem lítið ber á.
Herskáustu félagarnir í dýravernd-
unarsamtökunum LYNX, sem staðið
hafa fyrir herferðinni gegn pelsasöl-
um, eru flestir ungir en það eru aðal-
lega aldraðar, auðugar konur sem
styrkja samtökin. Þær arfleiða sum-
ar samtökin að aleigu sinni til barátt-
unnar gegn tilraunum með dýr og
gegn pelsiðnaðinum.
Samtökin hafa staðið fyrir pelsa-
brennum á þekktum stöðum eins og
Trafalgar Square og Piccadilly Circ-
us. Hefur fjöldi kvenna og karla af-
hent minkapelsa sína og skinn til að
láta kasta á bálið.
Kóngafólk í kápum
Michael prinsessa af Kent er sögð
sú eina í bresku konungsfjölskyld-
unni sem lætur ekki herferðina á sig
fá og gengur enn í pels við opinber
tækifæri. Síðustu þrjú árin hafa
hvorki Elísabet drottning, Díana
prinsessa, drottningarmóðirin, Anne
né Margaret verið í pels við opin-
berar athafnir. Hvort það er af ótta
við aðkast eða af því að þær eru sam-
mála LYNX er ekki vitað. Hins vegar
þykir víst að þær eigi fulla skápa af
pelsum.
Thatcher í pels
Allir sætta sig þó ekki við mót-
mæli dýravemdunarsamtakanna og
gagnherferð er nú hafin. Fremst í
flokki þeirra sem fyrir henni standa
er bresk-bandaríska söngkonan
Eartha Kitt. Hún hefur lýst því yfir
að hún elski pelsa og muni aldrei
brenna sína. Reyndar kveðst hún
vera sammála þeim sem segja að
vernda þurfi þau dýr sem eru í út-
Þegar forsætisráðherrafrú Dana,
Anne Marie Vessel Schlúter, var um
daginn í London að setja upp ballett-
sýningu skildi hún fyrst ekkert í því
af hverju hrópuð voru skammaryrði
að eftir henni úti á götu. Og það geröi
heldur ekki fjöldi vel klæddra nor-
rænna kvenna sem í marslok höfðu
farið til London til að kíkja á eða
kaupa málverk eftir norræna hsta-
menn á uppboði hjá Sothebyés og
Christieés.
Allar áttu þær það sameiginlegt að
hafa verið í pelsum og hefðu þær
vitað hvað beið þeirra í London hefðu
þær skilið pelsana eftir heima. Því
maður gengur varla í pels í London
í dag án þess að verða fyrir aðkasti.
Gífurleg herferð gegn pelsum hefur
nefnilega verið þar í gangi undanfar-
in ár.
rýmingarhættu.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra er ein þeirra sem ekki lætur
herferðina gegn pelssölum hafa áhrif
á sig. Þrátt fyrir að Elísabet drottning
láti sína pelsa hanga inni í skáp held-
ur Thatcher áfram að ganga í pels-
um. Og hún harðneitar að ræða
hvers vegna. Segir aðeins að þaö
komi öðrum ekki við í hverju hún
gengur eða gengur ekki.
Það kemur líklega engum á óvart
að pelsar eru ódýrir núna í London.
Oft er hægt að fá þá langt undir inn-
kaupsverði hjá þeim pelssölum sem
ætla að loka verslunum sínum. Ritzau
Elísabet Bretlandsdrottning gengur ekki lengur í pels við opinber tækifæri.
Símamynd Reuter
Frúr í pelsum
fyrir aðkasti