Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Page 15
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990.
15
Taugatrekktur fræðimaður
MiMll titringur viröist fara um
reykvíska hægrimenn eftir að ljóst
varð að Alþýðuflokkurinn og Nýr
vettvangur mundu gefa borgarbú-
um kost á sameiginlegum fram-
boðslista í kosningunum í vor.
Er það að vonum, enda er hér á
ferðinni afl sem full ástæða er til
að ætla stóran hlut þegar tahð
veröur upp úr kjörkössunum.
Fimmtudaginn 22. mars sl. tók
DV til að mynda snöggan kipp og
slakaði fram bæði leiðara og Dag-
farapisth sem hér skulu látnir
hggja milli hluta að öðru leyti en
því að ég þakka heilshugar fyrir
húmorinn í Dagfarapistlinum.
Legg ég tfl að höfundur taki þá
Árna Bergmann og Hannes Hólm-
stein á kné sér enda hefur mig lengi
langað tfl að komast gegnum þó
ekki væri nema eina grein eftir
hvorn þeirra. (Blátt áfram).
En það var ekki nóg með að Dag-
fari og leiðarahöfundur teldu
ástæðu til að bera ótta sinn á torg
í umræddu tölublaði DV, heldur
birtist þar einnig kjallaragrein eftir
Guðmund Magnússon sagnfræð-
ing. Skal hún nú tekin tfl umfjöll-
unar.
Glópska sagnfræðingsins
Hinum unga sagnfræðingi úr
herbúðum íhaldsins er sýnflega
mikið niðri fyrir, fyrst hann reiöir
stílvopnið til höggs, því það er
KjaUarinn
Pjetur Hafstein Lárusson
rithöfundur
nokkuð óþjált í höndum hans. En
til mikils er að vinna. Því er Guð-
mundi nokkur vorkunn þótt hann
taki sér í hönd þyngra vopn en
hann veldur með góðu móti.
Eftir að hafa farið nokkrum orð-
um um það, hvort íhaldsglópamir
ali manninn í skýjum himinsins
eður ei lætur hann sig ekki muna
um það að telja upp sex vinstri
flokka sem bjóða muni fram í kom-
andi borgarstjómarkosningum. í
því sambandi nefnir hann m.a.
Framsóknarflokkinn, Græningja,
Kvennahstann og Borgaraflokk-
inn.
Ég veit ekki betur en framsókn-
armenn telji sig miðflokk enda eiga
þeir aðfld að fjölþjóðasamtökum
slíkra flokka. Græningjar hljóta,
eðh málsins samkvæmt að standa
utan við hefðbundna skilgreiningu
hægri og vinstri flokka og kvenna-
listakonur hafa sjálfar marglýst því
yfir að þær geri slíkt hið sama. -
Hvað Borgaraflokkinn varðar þá
rámar mig eitthvað í að hann sé
klofningsflokkur úr Sjálfstæðis-
flokknum, flokki Guðmundar.
En kannski veit sagnfræðingur-
inn betur og væri þá gott að hann
léti öðru sinni bhka á stflvopn sitt.
Aldrei að vita nema ótti hans um
bragðlausa kosningabaráttu
reyndist þá ástæðulaus, í það
minnsta þeim sem ekki sækja í
kryddið.
Eftir að hafa fjölgað vinstri flokk-
unum um fjóra snýr Guðmundur
sér að væntanlegu prófkjöri sam-
eiginlegs framboðs Alþýðuflokks-
ins og Nýs vettvangs. Sér hann í
hendi sér að þar muni allt fyrir-
fram ráðið og þykir að vonum held-
ur lítið fara fyrir lýðræðinu.
Hugrenningar hans í þessa veru
viröast tfl komnar vegna greinar í
Pressunni og mun þar hafa verið
um svokallaða fréttaskýringu að
ræða. Takið eftir, maður sem vænt-
anlega ætlast tfl að orð hans séu
tekin alvarlega, ruglar saman frétt
og fréttaskýringu. Þessi glópska
sagnfræðingsins er shkt einsdæmi
að hún verðskuldar að geymast á
spjöldum sögunnar.
Ekki tilkall til ákveðins sætis
Það sem á eftir fylgir er hins veg-
ar ekkert einsdæmi í röðum hægri
manna. Það er gamla sagan þegar
þeir íjalla um stjórnmál á íslandi
og slaka sér í leiðinni austur á
Volgubakka. Ekki veit ég hvort
Stalín gamh Kremiarbóndi hefur í
augum Guðmundar endurholdgast
í Bjarna P. Magnússyni, Kristínu
Á. Ólafsdóttur eða Ólínu Þorvarð-
ardóttur.
Um hitt get ég frætt Guðmund
Magnússon að prófkjör Alþýðu-
flokksins og Nýs vettvangs verður
opið hverjum þeim sem vih ganga
tfl hðs við þessa aðfla. Er þvi ljóst
að úrshtin eru ekki undir fáum
komin heldur þeim breiða fjölda
sem treystir íhaldinu ekki fyrir
stjórn borgarinnar. - Það mun sýna
sig að þar er um ófáa kjósendur að
ræða enda treysti íhaldið sér ekki
út í prófkjör vegna komandi kosn-
inga.
Guðmundi Magnússyni tfl fróð-
leiks skal þess getið að þeir fram-
bjóðendur til prófkjörs, sem orðað-
ir hafa verið við efstu sæti listans,
ætlast einfaldlega til þess að kjós-
endur geri það upp við eigin sam-
visku hvernig þeir veija atkvæðum
sínum.
Það hefur ekki nokkur maður
gert tflkall til ákveðins sætis á
væntanlegum framboðslista nema
ég og kumpáni minn Ámundi
Ámundason. - Þar eð við erum
póhtiskir hentistefnumenn krefj-
umst við þess aö vera á miðjum hst-
anum, þ.e.a.s. í fimmtánda sæti
enda sér þaðan jafnt tfl beggja
handa.
Pjetur Hafstein Lárusson
„Það mun sýna sig að það er um ófáa
kjósendur að ræða enda treysti íhaldið
sér ekki út í prófkjör vegna komandi
kosninga.“
Konur gegn klámi og
kynferðislegu ofbeldi
Nú verð ég því miður að viður-
kenna fáfræði mína um klám. Ég
veit ekki meira um það en venju-
legt fólk á okkar dögum. En hver
maður getur dregið ýmsar ályktan-
ir af því sem hann sér og heyrir í
kringum sig.
Klám
Konur eru komnar inn á vafa-
samar brautir eins og oft hendir
andófshópa sem eiga undir högg
að sækja. Þær meina aö klám sé
búiö til af körlum til að niðurlægja
konur. Ég er á annarri skoðun.
í fyrsta lagi er klámiðnaðurinn
gróðastarfsemi sem vejlir óskap-
leguih fjármunum og þegar gróði
er annars vegar fara ýmis mannleg
gfldi lönd og leið og þarf ekki kyn-
skiptingu tfl. Mér fmnst og næsta
liklegt að konurflcomi svo og svo
mikið nálægt rekstrinum eins og
öðrum viðskiptum.
í öðru lagi tengist þessi bisness
mannlegri náttúru sem er furðuleg
og stundum brjáluð. Klámið er
nefnflega ekki stílað nema að litlu
leyti til fólks með „afbrigðilegar"
hvatir heldur tfl okkar ahra. Ná-
kvæmlega á sama hátt og ofbeldi
og horror í venjulegum kvikmynd-
um kitlar okkur öll dálítið, jafnvel
þó okkur hrylh stundum við.
Eflaust veltir klámið sér þó
stundum upp úr reglulegum
óþverra svo sem grófu ofbeldi. En
er það ekki leikið ofbeldi? Og er það
nokkuð verra en annað leikið of-
beldi? Ef raunverulegar pyntingar
og morð sjást í klámmyndum hljóta
það að vera undantekningar eins
og aðrir glæpir. Langmest klám er
væntanlega bara „venjulegar"
uppáferðir, kannski með dálitlum
perversjónum í bland. Og er það
KjaHarinn
Sigurður Þór Guðjónsson
rithöfundur
meiri smán fyrir konur en karla?
Hverjir leika þá í svona sýning-
um? Ekki geri ég lítið úr auðmýk-
ingu beggja kynja af völdum sjúk-
dóma eins og fíkniefnaneysíu. En
klámleikendur eru ekki alltaf eöa
yfirleitt dópistar eins og látið er að
liggja í klámumræðunni. Flestir
eru sennilega ósköp venjulegt fólk
að vinna sér inn peninga. Og fyrir-
sætur í fínum „karlmannablöðum"
eru greinielga vel á sig komnar
millistéttarpíur. Það neyðir þær
enginn tfl að glenna sig. En þær fá
það vel borgað og það getur jafnvel
komið þeim lengra „áfram“ í lífinu.
Svo fá sumar kikk út úr því. Um
þaö má lesa í virðulegum kvenna-
bókmenntum. Og það er svo sem
ekkert ljótt. Mannleg náttúra er
bara svona.
List og klám
Konur þurfa því ekki að berja sér
á brjóst. Þær taka fullan þátt í
leiknum. Það niöurlægir þær eng-
inn nema þær sjálfar og það er
enginn sem niðurlægir karla nema
þeir sjálfir. Ef konur vilja frelsa sig
frá klámi ættu þær að byija á því
að taka sjálfar sig í gegn í stað þess
að finna sökudólga ahs staðar ann-
ars staðar.
í DV 23. mars hneykslast þær á
erótísku myndlistarsýningunni í
Gallerí Borg. Og kalla myndir Jóns
Axels Björnssonar klám. Hins veg-
ar finnst þeim verk Hörpu Björns-
dóttur „öðruvísi" og væntanlega
siðlegri en verk karlanna. Penna-
teikningar hennar eru þó ekki síð-
ur „grófar" en smámyndir Jóns
Axels. Þetta minnir á stjórnmála-
flokka fyrir kosnignar: Okkar lestir
eru dyggðir en ykkar dyggöir eru
lestir.
Ein konan hélt að erótisk skynj-
un kvenna væri alls ekki sjónræn.
Gott og vel. En kannski er erótísk
skynjun karlmanna einmitt sjón-
ræn. Er þá sanngjarnt að úthúða
þeim fyrir að vera náttúrulegir?
Eiga þeir að vera eins og konur?
Reyndar sýna rannsóknir að auga-
steinar kvenna sem skoða pornó-
myndir víkka ekki síður út en
augasteinar karla. Það ánægjuvið-
bragð lýgur ekki. En ef til vfll eiga
konur erfiöara með að viðurkenna
gleði sína. Máski er það félagsleg
bæklun. Karlar eru búnir að kúga
þær svo mikið gegnum tíðina aö
þær eru alveg búnar að vera.
Önnur kona taldi sumar mynd-
irnar klám af því að þær stuðuðu
hana. Þar liggur hundurinn graf-
inn! Er þessi klámmania sumra
kvenna ekki hreint út sagt sálrænt
frávarp: Maður afneitar í eigin fari
vissum hugsunum eða kenndum
en eignar þær öðrum í staðinn. Sá
varnarháttur er algengur í daglegu
lífi og veldur hvimleiðum ein-
strengingshætti. Þetta listaklám-
högg kvennanna minnir helst á
herferð Jónasar frá Hriflu gegn
„úrkynjaðri" list í gamla daga.
Kynferðislegt ofbeldi
Þó ég játi fáfræði mína um klám
er þekking mín á ýmsu kynferðis-
legu ofbeldi skelfilega mikil. Og
mér blöskrar skinhelgi kvenna í
umræðu þeirra. Fyrir þeim er hún
eins konar kvenfrelsisbarátta og
fær á sig sterkan áróðursblæ líkt
og brölt hagsmunahópa og stjórn-
málaflokka og espar því til mót-
stöðu. Afleiðingarnar verða hatur
og fordómar.
Afneitun og skilningsleysi
kvenna á karlmönnum, sem beittir
eru kynferðislegu ofbeldi, er engu
minna en afneitun og skflnings-
leysi þjóðfélagsins í heild á kyn-
feröislegu ofbeldi gegn konum.
Það skeytingarleysi varð tfl þess
að konur stofnuðu meðferðarhópa
þar sem konur hjálpa konum. Þær
segja að karlar verði að hjálpa körl-
um. En sú afstaða þyrfti þó ekki
að leiöa tfl þeirrar einsýni og fósl-
unar um kynferöislegt ofbeldi sem
konur ástunda í ræðu og riti.
Það er til kynferðislegt ofbeldi
kvenna gegn drengjum og karla
gegn drengjum og öörum fullorðn-
um karlmönnum. Hvar eru fórn-
arlömb alræmds kynferðisbrota-
manns sem oft er í fréttum? Hér
er ekki rúm til að ræða þetta frekar
en ég visa til greina minna í DV í
fyrra. Þær komu 27. maí, 27. sept-
ember og 7. október og í þeim tók
ég að mörgu leyti málstað kvenna
afdráttarlaust. Verst er þó að þegar
fjölmiðlar ræða kynferðislegt of-
beldi leita þeir oftast til Guðrúnar
Jónsdóttur félagsfræðings. En
þröngsýni hennar og taumlaust
karlhatur ræður líklega miklu um
afneitun margra kvenna á því að
karlmenn séu líka fórnarlömb kyn-
ferðislegs ofbeldis og að konur beiti
slíku ofbeldi. Allt leiðir þetta tfl
vanrækslu á drengjum og karl-
mönnum sem eiga um sárt að
binda.
Og enginn þorir að andmæla kon-
um einu orði. Eflaust kalla þær
mig karlrembusvín, klámhund og
öfugugga fyrir þessa grein. Og
verði þeim aö góðu. Það er þó
skammgóður vermir því þessu
kynlega kvennafári mun brátt
linna eins og öllu öðru írafári. Þá
tekur skynsemin við.
Sigurður Þór Guðjónsson
„Afneitun og skilningsleysi kvenna á
karlmönnum, sem beittir eru kynferð-
islegu ofbeldi, er engu minna en afneit-
un og skilningsleysi þjóðfélagsins 1
heild á kynferðislegu ofbeldi gegn kon-
um.“