Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 17
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990. 25 gætan leik gegn Keflavík í gærkvöldi og hér DV-mynd Brynjar Gauti Titillinn er nú loks í augsýn - efidr 71-75 sigur á heimavelli Keflvíkinga Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta var mjög erfiður leikur. Við náðum góðri byrjun og ætluðum að halda fengnum hlut. Þá komust þeir meira inn í leikinn og Keflvíkingar hefðu alveg eins getað sigrað úr því sem komið var undir lokin. Það kem- ur ekkert annað til greina en sigur í þriðja leiknum á Nesinu á laugardag og það skal takast að vinna Keflvík- inga í þriðja skiptið," sagði Guðni Guðnason, fyrirliði KR í körfuknatt- leik, eftir að KR hafði sigrað Keflavík í öðrum úrslitaleik úrvalsdeildar í Keflavík í gærkvöldi með 71 stigi gegn 75. KR er því komið í 2-0 og nægir sigur í þriðja leik liðanna á morgun til að tryggja sér íslands- meistaratitilinn í ár. KR-ingar komu mjög grimmir til leiks og byrjuðu mjög vel. KR komst fljótlega í 2-13 eftir 3 mínútur og héldu fengnu forskoti þar til líða tók að leikhléi en staðan í leikhléi var 40-44 eftir að Páll Kolbeinsson hafði skorað 3ja stiga körfu á síðustu sek- úndum fyrri hálfleiks. KR-ingar juku forskot sitt í upphafl síðari hálfleiks og komust í 44-56 og átti Sovétmaðurinn Anatolí Kouvton þá mjög góðan leik. Þegar líða tók að léikslokum haföi Keflvíkingum tekist að minnka muninn hægt og bítandi og staðan 71-73 þegar um mínúta var eftir. Keflvíkingar höfðu tækifæri á að jafna eða komast yfir en misstu knöttinn er 29 sekúndur voru til leiksloka og KR-ingar héldu knettinum þar til á síðustu sekúnd- unum að Páll Kolbeinsson tryggði KR sigurinn, 71—75. KR-ingar fógn- uðu gífurlega enda staða þeirra góð eftir sigurinn. „Við vorum mjög slakir í fyrri hálf- leik, misstum boltann of oft og skotin voru léleg. Við náðum aldrei að jafna leikinn og þess vegna komumst við aldrei almennilega inn í leikinn. Það er hrein móðgun að tapa fyrir KR á heimavefli en það er að duga eða drepast í næsta leik og sá leikur verð- ur að vinnast. En því verður ekki neitað að staða KR-inga er góð,“ sagði Guðjón Skúlason Keflvíkingur eftir leikinn gegn KR. Hjá KR átti Anatolí Kouvton stór- leik og var óstöðvandi um tíma. Einnig áttu þeir Guðni Guðnason og Páll Kolbeinsson góðan leik og þeir Birgir Mikaelsson og Matthías Ein- arsson ágæta spretti. Hjá Keflavík var Sandy Anderson yfirburðamaður í slöku liði. Aðrir leikmenn ÍBK voru ávallt skreíi á eftir KR-ingum. • Stig ÍBK: Magnús Guðfinnsson 14, Sandy Anderson 13, Sigurður Ingimundarson 10, Nökvi Már Jóns- son 10, Guðjón Skúlason 8, Falur Harðarsson 8, Einar Einarsson 4, Júlíus Friðriksson 2, og Ingólfur Haraldsson 2. • Anatolí Kouvton 23, Guðni Guðnason 17, Páll Kolbeinsson 13, Matthías Einarsson 9, Birgir Mika- elsson 9, Axel' Nikulásson 4. • Dómarar voru þeir Leifur S. Garðarsson og Kristján Möller. Dæmdu þeir vel í fyrri hálfleik en misstu tökin á erfiðum leik í síðari hálfleik. Þorbergi hrósað - í sænskum blöðum eftir sigur Saab gegn Redbergslid Eftir hinn óvænta sigur Saab á Redbergslid í undanúrslitaleik sænsku úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik, fær Þorbergur Aðalsteins- son frábæra dóma í sænskum dag- blöðum. Þar er sagt að í mörgum leikjum í vetur hafi hann verið slak- ur og stundum hreint út sagt lélegur, en gegn Redbergslid hafi hann leikið stórkostlega vel. Þorbergur skoraði 7 mörk í leiknum. „Það er í mikilvægum leikjum sem það kemur fram að hann er pabbinn í liðinu,“ segir Jan Olsson, fyrirliði Saab. „Hann vann bikarúrslitaleik- inn fyrir okkur og nú er hann búinn að koma okkur í úrslitaleikinn í úr- valsdeildinni." í greinum sænsku blaðanna er sagt að tilvonandi landsliðsþjálfari ís- lands hafi verið yfirburðamaður á vellinum í leiknum gegn Redbergslid og barátta hans og stjórnunarhæfi- leikar hafi gert út um leikinn. Það er einnig tekið fram að Þorbergur sé einn af þeim mönnum sem hafi riflð • Þorbergur Aöalsteinsson skorar eitt 7 marka sinna gegn Redbergslid. handknattleikinn hjá Saab upp úr annarri deild að toppi úrvalsdeildar- innar og eigi han skilið að enda sinn feril þar sem sænskur meistari. Sjálf- ur segir Þorbergur að þetta sé besti endir sem hann geti hugsað sér, en að þetta sé ekki búið ennþá. „Ég tel okkur eiga stóra möguleika á sigri á móti Drott þar sem við erum með mun meiri breidd í liðinu en þeir,“ segir Þorbergur Aðalsteinsson. -SK/GG wir Ragnheiður? íslands innanhúss hefst í Eyjum á morgun andi að sjá hvernig henni tekst upp en hún mun vera í góðu formi um þessar mundir og til alls líkleg. Ragnheiður hefur með námi sínu æft mikið við bestu hugsanlegu aðstæður og hefur árangur hennar á háskólamótum í vetur verið sérlega glæsilegur. Á móti ytra fyrir skemmstu synti Ragnheiður 100 yarda bringusund á 1:02,92 mín, sem mun vera undir Norð- urlandametinu í metrum talið. Fróðlegt verður að sjá hvort Ragnheiði tekst að slá núgildandi Norðurlandamet í grein- inni sem sænska stúlkan Annilie Holms- tröm setti 1986. Norðurlandamet hennar í 100 metra bringusundi er 1:09,03 mín en íslandsmet Ragnheiðar er 1:10,66 mín. Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem er óðum að komst í sitt gamla form, verður einn- ig á meðal keppenda í Vestmannaeyjum. Auk hans munu fleiri sterkir sundmenn verða á meðal keppenda og má þar nefna Arnþór Ragnarsson, Bryndísi Olafsdótt- ur, Magnús Ólafsson og Helgu Sigurðar- dóttur, sem æft hefur við sama skóla og Ragnheiður í vetur. Eins og áður segir hefst mótið á morg- un, laugardag, og lýkur mánudaginn 9. apríl. Mótið hefst klukkan 9.30 alla keppnisdagana með undanrásum. Skipulag mótsins er eins alla keppnis- dagana, undanrásum lýkur um hádegi og úrslit heíjast klukkan 17. Fram- kvæmd mótsins er í höndum sunddeild- ar ÍBV og SSÍ. -JKS 25 metra laug K. —----* ILvf^vlvivIvi-i Ám/igwr RAGNHEIÐAR 100 metra bringusund 1985 nmmmt 1986 32* 1987 1989 DV JRJ • A meðfylgjandi skýringarmynd má glöggt sjá hvernig frammfarir Ragn- heiðar Runólfsdóttur hafa þróast á síðustu fimm árum í 100 metra bringu- sundi. íþróttir Sport- stúfar Boston Celtics vann öruggan sigur á New Jersey Nets í NBA- deildinni í körfuknatt- leik í fyrrinótt. Charlotte Hornets vann á útivelii gegn Denver Nug- gets og framlengja þurfti viður- eign Milwaukee og Indiana Peac- ers. Úrslit leikjanna í fyrrinótt urðu annars þessi: Boston-New Jersey...125-106 Cleveland-Atlanta...101-95 . Miami-Golden State......114-128 Washington-New York.107-118 Dallas-San Antonio..114-98 Milwaukee-Indiana...121-116 Denver-Charlotte....112-116 Unglingalartdsliðið í körfu til Mallorca Unglingalandsliðið í körfuknattleik heldur til Palma á Mallorca á mánudaginn til þátt- töku á Evrópumóti unglinga- landsliða, skipað leikmönnum 19 ára og yngri. íslenska liðið er í riðli með Frökkum, Belgum,' Spánverjum og Portúgölum. Leikmenn íslands eru: Nökkvi Már Jónsson, ÍBK, Birgir Guðfinnsson, ÍBK, Hjörtur Harð- arson, ÍBK, Kristinn Friði-iksson, ÍBK, Jón Arnar Ingvarsson, Haukum, Georg Birgisson, Njarövík, Marel Guðlaugsson, Grindavik, Guðni Hafsteínsson, Vai, Aðalsteinn Jóhannsson, Val, Hermann Hauksson, KR, Sigurð- ur Jónsson, KR, og Öskar Krístj- ánsson, KR, sem er fyrirliði liðs- ins. Þjálfari unglingalandsliðsins er Jón Sigurðsson og honum til aðstoðar er Torfi Magnússon. Kristinn Aibertsson dómari mun fara út með liðinu og dæma fyrir íslands hönd. Litla bikarkeppnin íknattspyrnu Litla bikarkeppnin í knattspyrnu hefst með leik Víðis og ÍBK fimmtudaginn 12. apríl og hefst leikurinn ki. 13,30. Liðum í keppninni er skipt í tvo riðla og eru þeir þannig skipaðir: A-riðill, FH, ÍBK, UBK og Víðír. B-riðill ÍA, Stjaman, Selfoss og Haukar. Keppnin hefst eins og áöur sagði 12. apríl en lýkur með úrslita- keppni um sæti 12. maí. Robson og Beardsley leika báðir Nú er ijóst að Bryan Robson mun leika með Uði Man. Utd gegn Old- ham i undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knatt- spymu á sunnudaginn. Robson hefur ekki getað leikið með liðinu síðustu þrjá mánuði vegna meiösla og hann ásamt Neil Webb, sem Iék sinn fyrsta leik eftir meiösfl um síðustu helgi, mun áreiðanlega styrkja United liðið mikið. Þá mun Peter Beards- ' ley leika með láverpool gegn Crystal Palace í hinum undanúr- slitaleiknum en hann hefúr átt við smávegis meiðsli aö stríða. Þjálfaranámskeið í körfuknattleik Körfuknattleikssam- band íslands mun standa fyrir þjálfara- námskeíði í körfu- knattleik dagana 24. mai til 29. maí. Kennarar á námskeiðinu verða Ralph Klein, landsliðsþjálf- ari ísrael, og Dr. Laslo Nemeth, þjálfari KR, og íslenska landsliðs- ins. Á námskeiðinu verður farið í gegn um öll helstu atriði þjálf- unar í körfuknattleik og er ætlað starfandi körfuknattleiksþjálf- urnum á íslandi. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu KKÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.