Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 27
FÖSTUDÁGUR 6. APRÍL 1990.
35
LífsstOl
Okt. N6v. Dos. Jan. F»t>. Mars Apríl
Tómatar
Vínber
Neytendur gera þá kröfu til verslanakeðja að sama verð sé í öllum verslunum.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Gúrkur lækka
enn í verði
verð. Lægsta verðið var að finna í
Bónus á 399 krónur kílóið en hæsta
verðið 658 í Nóatúni og leit sú dýrari
talsvert betur út. Græn paprika er
frekar smá þessa dagana og víða út-
litsgölluð. Rauð paprika er mun
girnilegri, enda verðið miklu hærra.
Rauð paprika var ódýrust í Hagkaupi
á 899 krónur en dýrust í Miklagarði
á 1.399 krónur kílóið. íslensk paprika
er væntanleg á markað fljótlega eftir
páska, enda hefur innflutningur þeg-
ar verið stöðvaður.
DV afhendir Fjarðarkaupum spar-
igrís vikunnar fyrir að vera með
lægsta verð á gúrkum og góða sveppi
á lægsta verði.
Ekki sömu verð í sömu búðum
Flestir ganga eflaust út frá því að
þegar um margar verslanir undir
sama nafni er að ræða sé óhætt í
flestum tilvikum að ganga að sama
verði á sömu vöru í öllum búðum.
Flestar verslanakeðjur kaupa enda
inn í miklu magni fyrir allar verslan-
ir sínar og reyna þannig að ná hag-
stæðum samningum með miðstýrð-
um innkaupum.
Á þessu virðast vera einhverjar
undantekningar hvað varðar græn-
meti að minnsta kosti. Þannig er flest
grænmeti á hærra verði í Miklagarði
við Sund en í Miklagarði við Hring-
braut og munar talsvert miklu. Þar
tíðkast að verslunarstjóri í hverri
verslun geri sjálfstæð innkaup á
grænmeti. Þetta er að sjálfsögðu
óþolandi fyrir neytendur sem eiga
að geta staðið í þeirri trú að sama
verð gildi alls staðar. -Pá
Enn halda gúrkur áfram að lækka
í verði og er ein verslun í könnun
vikunnar komin með verð fyrir neð-
an 100 krónur. Það eru Fjarðarkaup
sem selja nú gúrkur á 98 krónur.
Dýrastar voru þær í Grundarkjöri á
245 krónur. Munurinn er því 150%.
Verð á gúrkum breytist nær daglega
og er það fyrst og fremst mikið fram-
boð sem veldur verðhruni. Vaxtar-
skilyrði fyrir gúrkur hafa verið góð
og því flæðir mikið magn inn á mark-
aöinn. í síðustu viku var meðalverð
á gúrkum 341 króna en lækkar nú í
149 krónur.
Tómatar standa nokkurn veginn í
stað milli vikna. Lægsta verðið er í
Bónus, 370 krónur kílóið, en hæsta
verðið, 545 krónur, í Miklagarði.
Munurinn er 47%. Tómatamir eru
nær alls staðar rauðir og fallegir en
frekar smáir.
. Sveppir lækka í veröi milli vikna
og munar mest um verölækkun í
Miklagarði. Lægsta sveppaverðið
var í Fjarðarkaupum, 440 krónur,
fyrir hvíta og fallega sveppi. Hæsta
verðið var í Nóatúni, 679 krónur, sem
þýðir 54% verðmun. í Fjarðarkaup-
um var hægt að fá annars flokks
sveppi á tilboösverði á 220 krónur.
Meðalverð lækkar nokkuð frá síö-
ustu viku en það hefur áhrif að á
markaðnum eru bæði íslenskir
sveppir og erlendir og þeir erlendu
mun dýrari.
Kartöfluverð helst óbreytt milli
vikna og Bónus er enn lægstur með
89 krónur fyrir kílóið í tveggja kílóa
pokum. Þó fundum við útlitsgallaðar
kartöflur í Miklagarði vestur í bæ
og kostuðu þær 64 krónur kílóið í 5
kílóa pokum.
Græn vínber hafa lækkaö dálítið í
verði og fer meðalverð milli vikna
úr 391 krónu í 337 krónur. Ódýrust
voru þau í Hagkaup á 250 krónur
kílóið sem er gott verð fyrir vínber
sem litu sæmilega út og voru mjög
bragðgóð. Hæsta verð á vínberjum
var 419 krónur í Nóatúni fyrir mjög
falleg vínber. Verðmunurinn er 67%.
Neytendur
Athygli okkar vakti í Fjarðarkaup-
um tilboðsverð á grænum og bláum
vínberjum sem voru á mörkum þess
að vera nothæf en verðið var aðeins
165 krónur kílóið.
Græn paprika lækkar milli vikna
úr 585 krónum í 530 miðað við meðal-
Sparigrís vikunnar:
Verslunin
FJARÐARKAUP
Sértilboð og afsláttur:
Barist um bananaverð
Talsverðar sviptingar eru nú á
bananamarkaðnum og mikið um
undirboð sem skila sér í lægra ban-
anaverði í verslunum. Orsökin mun
vera grimm samkeppni meðal ban-
anasala. Bananar voru boðnir á 109
krónur kílóið í Bónus og 126 krónur
í Grundarkjöri og 128 í Fjarðar-
kaupi. í síðustu viku var algengt verð
á banönum 136-150 krónur. Kaup-
menn, sem neytendasíðan ræddi við,
töldu að bananaverð ætti jafnvel eft-
ir að lækka meira á næstu dögum
en það getur tæplega haldist lágt
lengi því viðurkennt er að heims-
markaðsverð á banönum hefur
hækkað.
Appelsínur eru víða á sæmilegu
verði. Hagkaup auglýsir sérstakt til-
boð á appelsínum á 106 krónur. Nóa-
tún býður appelsínur í tveggja kílóa
pokum á 99 krónur. Appelsínur voru
á 103 krónur í Fjarðarkaupi. Algengt
verð án tilboða er 120-130 krónur.
í Grundarkjöri er sérstakt afmælis-
tilboð á nokkrum vörum. T.d. kostar
pakki af Honey Nut Cheerios þar 249
krónur en er á 290-310 krónur í öðr-
um verslunum.
Bónus er með sérstök afmælistil-
boð í gangi og má nefna að stór kassi
af hraunbitum kostar þar 139 krón-
ur, sem er spottprís, og tveggja lítra
brúsi af Extra uppþvottalegi kostar
116 krónur.
Við rákum ennfremur augun í að
ýsuflök virðast vera að lækka í verði.
Þau voru boðin í Grundarkjöri á 389
krónur sem er mjög gott verö því að
undanfórnu hefur verð á ýsuflökum
verið 430-475 krónur.
-Pá
y “fi1 1“
GÚRKUR
Grundarkjör FJaróar-
kaup 98 245 P
PAPRIKA
Nóatún
Bónus
399 658
SVEPPIR
Nóatún
r W l-
TÓMATAR Mlkllgaröur
Bónus 1 1 P
370 545