Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Qupperneq 28
36
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990.
Jarðarfarir
Bjarni Sveinsson verslunarmaður
lést 26. mars. Hann var fæddur á
ísafirði 5. september 1908. Foreldrar
hans voru hjónin Sveinn Haildórs-
son og Ingibjörg Jónsdóttir. Eftirlif-
andi eiginkona Bjarna er Fanney
Sigrún Jónsdóttir. Bjarni eignaðist
eina dóttur fyrir hjónaband. Útför
hans verður gerð frá Dómkirkjunni
í dag kl. 13.30.
Bergþóra Jónsdóttir lést 29. mars.
Hún fæddist í Súðavík við Álftaíjörð
15. ajiríl 1906, dóttir Jóns Jónssonar
og Olafar Margrétar Bjamadóttur.
Bergþóra giftist Ólafi Guðmunds-
syni, en hann lést árið 1961. Þau hjón-
in eignuðust tvær dætur. Bergþóra
rak lengi sínar eigin prjónastofur.
Útför hennar verður gerö frá Bú-
staðakirkju í dag ki. 13.30.
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Grænibakki 3, Bíldudal, þingl. eign Andrésar Garðarssonar, fer fram eftir kröfú Hallgríms B. Geirssonar hrl., Jóns Eiríkssonar hdl., Byggingasjóðs ríkisins, Innheimtustofunnar sf. og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga þriðjudag- inn 10. apríl 1990 kl. 17.00 á eigninni sjálfri.
Aðalstræti 41, Patreksfirði, þingl. eign Gríms Hannessonar, fer fram eftir kröfú Guðmundar Jónssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Hallgríms B. Geirssonar hrl., Landsbanka Is- lands og Byggingasjóðs ríkisins þriðjudaginn 10. apríl 1990 kl. 14.00 á eigninni sjálfri.
Hafnarbraut 2, Bfldudal, þingl. eign Þb. Kaupfél. V.-Barð., en tal. eig. Ed- inborg hf., fer fram eftir kröfií Þb. Kaupfél. V.-Barð., Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. og Innheimtu ríkis- sjóðs þriðjudaginn 10. apríl 1990 kl. 17.30 á eigninni sjálfri.
Miðtún 4, lc, Tálknafirði, þingl. eign Kristjáns Karls Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Tryggva Guðmunds- sonar hdl, Byggingasjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga þriðjudag- inn 10. apríl 1990 kl. 15.00 á eigninni ‘Sjálfri.
Túngata 35, Tálknafirði, þingl. eign Viðars Stefánssonar og Svandísar Leósdóttur, fer fram eftir kröfú Sveins Skúlasonar hdl., Ammundar Back- man hrl., Guðmundar Jónssonar hdl., Bmnabótafélags íslands, Landsbanka Islands, Byggðastofnunar, Bygginga- sjóðs ríkisins, Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga, Gísla Kjartanssonar hdl. og Tálknafj íirðíirhrepps þriðjudaginn 10. aprfl 1990 kl. 18.30 á eigninni sjálfri.
Dalbraut 34, Bfldudal, þingl. eign Magnúsar Inga Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Lögheimtunnar hf., Byggingasjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga þriðjudaginn 10. apríl 1990 kl. 16.00 á eigninni sjálfri.
Dalbraut 40, Bíldudal, þingl. eign Óskars Bjömssonar, fer fram eftir kröfu Jóhanns H. Níelssonar hrl., Inn- heimtustofúnnar sf. og Byggingasjóðs ríkisins þriðjudaginn 10. apríl 1990 kl. 16.30 á eigninni sjálfri. SÝSLUMAÐUR BARÐASTRANDARSÝSLU
Aaglýsendiir,
athugíð!
Síðasta blað fyrir páska kemur út míð-
víkudagínn 11. apríl.
Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðju-
daginn 17. apríl og er DV eina dag-
blaðið sem kemur þá út.
Siðasti skiladagur í þessi blöð er þríðju-
dagurinn 10. apríl.
Sumardagurinn fýrstí er fimmtudagur-
ínn 19. apríl.
DV kemur ekki út þann dag.
DV kemur út miðvikudagínn 18. apríl
og einníg föstudaginn 20. april og er
eina dagblaðið sem kemur út þann dag.
Síðastí skiladagur i þessi blöð er þríðju-
dagurinn 17. apríl.
DV
auglýsingar, Þverholti 11,
simi 27022
Arndís Baldurs verður jarðsungin
frá Blönduóskirkju laugardaginn 7.
aprD kl. 14.
Þorgils Benediktsson læknir, Kárs-
nesbraut 47, Kópavogi, sem lést á
Vífilsstaðaspítala 1. apríl, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.30.
Sæunn B. Jónsdóttir, ættuð frá
Helgadal, Mosfellssveit, Grenimel 25,
Reykjavík, er látin. Bálfórin hefur
farið fram.
Sigriður Kristjánsdóttir frá Sólstöð-
um, Súgandafirði, verður jarðsungin
frá Suðureyrarkirkju laugardaginn
7. apríl kl. 14.
Vigfús Guðmundsson bóndi, Eystri-
Skógum, Austur-Eyjaíjöllum, verður
jarðsettur frá Eyvindarhólskirkju
laugardaginn 7. apríl kl. 14.
Andlát
Elliði Nordahl Guðjónsson er látinn.
Bifhjolamenn
’';ÆVf/fee, hafa enga heimild
Ttf til að aka hraðar
en aðrir!
Nýjar plötur
The Very Best of Cat Stevens
„Flest það besta“ plötur
Á flestu átti ég frekar von en
safni bestu laga Cats Stevens.
Ástæða: stuðningur fyrrum popp-
stjömunnar og núverandi islamsp-
rédikarans við dauðadóm Khó-
meinís erkiklerks yfir rithöfundin-
um Salman Rushdie. Yfirlýsing
Stevens, sem nú heitir reyndar
Yussef Islam, vakti reiði íjöl-
margra. Plötur hans voru brotnar
og söngkona 10000 Maniacs krafðist
þess að lagið Wild World yrði ekki
með á plötu hljómsveitarinnar, In
My Pride, í framtíðinni. Maður
heíði því búist við því að útgefand-
inn héldi nafni Cats Stevens ekki á
lofti um sinn.
En þrátt fyrir allt verður að við-
urkennast að Cat Stevens var góð-
ur smellasmiður og þokkalegasti
söngvari á árunum kringum 1970.
Það hefur líka íjöldi hljómlistar-
manna uppgötvað því að lög Ste-
vens er víða að finna á annarra
plötum. Rod Stewart hefur flutt
First Cut Is The Deepest. Maxi Pri-
est gerði Wild World feikivinsælt,
fjölmargir hafa spreytt sig á Morn-
ing Has Broken. Peace Train með
10000 Maniacs var fyrr nefnt. Og
þannig mætti lengi nefna.
Ferill Cats Stevens reis hæst á
áranum 1970 til 1971. Þá sendi hann
frá sér plöturnar Tea For The Till-
erman og Teaser And The Firecat.
Af átján lögum safnplötunnar The
Very Best Of Cat Stevens eru tíu
af þessum tveimur plötum. Rétt er
að minnast þess sem Paul Samwell
Smith skrifar með plötunni, að Cat
Stevens sendi alls frá sér ellefu
stórar plötur áferh sínum frá 1966
til 1978.
Gaman er að heyra á þessari
plötu nokkur elstu lög Stevens, svo
sem I Love My Dog og Matthew
And Son. Þá eru á plötunni nokkur
lög frá því eftir Teaser. í þann hóp
vantar tilfinnaniega Sitting af
Catch Bull At Four. Að öðru leyti
er ég fyllilega sáttur við vahð. Og
sér í lagi við að gamla Sam Cooke
lagið Another Saturday Night
skyldi vera haft með. Það hefur
alla jafna verið skilið út undan á
fyrri safnplötum Cats Stevens. Sem
sagt að flestöllu leyti eigulegasti
gripur fyrir gamla og nýja aðdá-
endur gamallar poppstjörnu sem
lifði sitt fegursta fyrir tæpum
tveimur áratugum tónlistarlega
séð.
-ÁT
John Lee Hooker The Healer
Gamall skröggur í stjörnufans
Bluesplötumar, sem gefnar hafa
verið út með John Lee Hooker, losa
nú hundraðið. Sú fyrsfa kom út
áriö 1947 fyrir 43 árum. Hooker
hefur því svo sannarlega verið ið-
inn í hljóðverum um ævina þótt
nokkur hluti platna hans sé vita-
skuld safn bestu laga svo og hljóm-
leikaplötur.
Sú nýjasta, The Healer, kom út
síðla á síðasta ári. Útgáfan er sér-
kennileg fyrir þær sakir að kvadd-
ur er til leiks hópur heimsþekktra
tónlistarmanna. Allir eða að
minnsta kosti flestir í hópnum telja
sig til nemenda Hookers í blues-
fræðunum. Þarna heyrum við í
Carlos Santana og félögum, Bonnie
Raitt, Robert Cray, Los Lobos
hljómsveitinni, George Thorogood
og félögum úr Canned Heat.
Þetta er mikill stjörnufans. Sam-
safn tónlistarfólks sem hefur náð
langt á frægðarbrautinni. Með því
að auglýsa þennan hóp á einni og
sömu plötunni heföi hún selst,
burtséð frá þvi hvort John Lee
Hooker hefði verið með eða ekki.
Því miður hvarflaði það aö mér er
ég hlustaði á plötuna að sumir
hefðu einungis fengið að vera meö
til þess að vekja meiri athygli á
plötunni en hún heföi fengið ella.
Carlos Santana heföi til að mynda
allt eins getað verið í hlutverki
gestgjafans og John Lee Hooker
gesturinn. Bonnie Raitt stendur sig
hins vegar bráðvel í laginu I’m In
The Mood. Það þurfti aðeins einu
sinni að renna í gegnum lagið í
hljóðveri og það varð ekki betrum-
bætt. Dúett Hookers og Georges
Thorogoods, Sally Mae, er einnig
ágætur.
í þremur lögum plötunnar er
John Lee Hooker einn á ferð. Þau
era eftirtektarverðust. My Dream
er einnig áheyrilegt. Þar taka Fito
de la Parra trommuleikari og Larry
Taylor bassaleikari lagið með
gamla skrögg. Og sennilega er My
Dream einmitt lagið sem stendur
upp úr í látleysi sínu þegar á allt
er litið.
-ÁT
Fjölmiðlar
Sláandi sjónvarpsþáttur
Þáttur Ríkissjónvarpsins í gær-
kvöld frá Rúmeníu var afar sláandi.
Þótt s vipaðar myndir hafi áður sést
í sjónvarpi breytir það ekki því að
svona myndir virka á áhorfendur.
Það er hreint ótrúlegt hvemig farið
er með fólk. Sjónvarpið á lof skilið
fyrir þáttinn. Þá fyrst og fremst
kvikmyndatökumennirnír.
Okkur, sem búum vel að flestum
þeim sem minnst mega sín, bregður
illilega við svör forstöðumanna
þessara hæla. Vonleysið til að gera
betureralgjört.
Þaö er sárt að finna hvað við erum
vanmáttug til að koma þessu htjáöa
fólki til aðstoðar. Þennan þátt má
Sjónvarpið endursýna. Þeir sem
misstu af honum misstu af góöum
þætti.
Þáttur Helga Péturssonar, „Það
kemur í ljós“ á Stöð 2, var frekar
bragðlítill, Hann fékk til sín góða
söngvara og þeir skiluðu sínu. Um-
ræðurnar voru aftur þreyttar. Kvik-
myndageröarmenn hafa til dæmis
svo oft verið spurðir hvað þeir
myndu gera við peningana sem frú-
in i Hamborg gefur þeim.
Sérfræðingar Helga, það eru börn-
in, eru gott innskot í þættina. Helgi
Pétursson er góður sjónvarpsmað-
ur. í gærkvöldi var hins vegnar lak-
asti þáttur hans sýndur.
Sigurjón M. Egilsson