Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990.
Álverið:
Hlíf felldi
samninginn
Verkamannafélagið Hlíf felldi ný-
gerðan kjarasamning á fundi i gær.
Onnur verkalýðsfélög samþykktu
samninginn. Verkfalli þeirra félaga
hefur verið aflýst.
í leynilegri atkvæðagreiðslu á
fundi Hlífar sögðu 98 nei, 77 sögðu
já og 5 seðlar voru auðir eða ógildir.
Deilu Hlífar og Álversins verður
vísað til ríkissáttasemjara á ný.
-sme
Dauðaslys
við Nesja-
- vallavirkjun
Dauðaslys varð við veginn skammt
frá Nesjavallavirkjun í gærkvöldi.
Ellefu ára gamall drengur varð fyrir
vélsleða. Ökumaöurinn, sem er rúm-
lega tvítugur, slasaðist en þó ekki
alvarlega.
Landhelgisgæslunni bars hjálpar-
beiðni vegna slyssins í gegnum Gufu-
nesradíó um hálfellefuleytið í gær-
kvöldi. Var þyrla send af stað og kom
hún á slysstað um hálftíma seinna.
** Drengurinn var illa slasaður og lést
hann eftir aö komið var með hann á
slysadeild Borgarspítalans. Öku-
maðurinn var fluttur á sjúkrahús á
Selfossi.
Mjög skuggsýnt var á slysstað og
kom bíll að eftir að ökumaður vél-
sleðans hafði farið að sækja hjálp.
Bíllinn ók á vélsleðann en frekari
slys urðu þó ekki. Slysið við Nesja-
vallavirkjun er í rannsókn hjá lög-
reglunni á Selfossi.
-ÓTT
Páskamessa
við Blá-
fjallaskála
Séra Pálmi Matthíasson, prestur í
Bústaðasókn, mun messa við Blá-
fjallaskála klukkan eitt á páskadag.
Mun Pálmi hafa með sér kór Bú-
staöakirkju og organistann, Guðna
Þ. Guðmundsson.
„Ég gerði þetta í átta ár í Hlíðar-
fjalli þegar ég var prestur á Akur-
eyri, eða þegar það viöraði til þess.
Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér og
sjálfsagt að reyna hér fyrir sunnan,“
sagði Pálmi Matthíasson við DV.
Pálmi sagði að þaö væri aldrei að
vita hvort útimessurnar yröu fleiri,
‘>*í Bláfjöllum eða annars staðar.
-hlh
LOKI
Heitir það ekki að nálgast
guð sinn að messa uppi
á fjalli?
Ásgeir Friðjónsson, sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum:
Harkaleg túlkun
hjá Hæstarétti
„Þetta þykir mér vera harkaleg
túlkun hjá Hæstarétti. Þetta eru
tvö aðskilin embætti sem starfa í
sama húsi og þar með er það upp-
talið. Embættislega eru þau aðskil-
in,“ sagði Ásgeir Friðjónsson, saka-
dómari í ávana- og fíkniefnamál-
um, þegar hann var spurður um
dóm Hæstaréttar þar sem honum,
Ásgeiri, er gert að vikja sæti í hass-
máli.
Ásgeir segir líka að hann hafí
ekki getiö lesiö í kröfugerð lög- var handtekinn strax efth' móttöku er háttaö
mannsins það sem Hæstiréttur úr- á efninu. Nú er þetta ákveðna mál ekki frá-
skurðaði um. Sömu nótt og fólkið var hand- brugðið öðrum svipuðum málum.
Maður og kona sem eru ákærð tekið úrskurðaði fulltrúi við saka- Ásgeir Friðjónsson sagði að óljóst
fyrir að hafa keypt hass og flutt til dóm í ávana- og fíkniefnamálum væri hvaða áhrif þessi úrskurður
landsins gerðu þá kröfu aö Ásgeir húsleitir og gæsluvarðhald. í dómi Hæstaréttar kemur til með aö hafa
viki sæti þar sem þau telja að ætla Hæstaréttar segir að ákærðu hafi á önnur mál í sakadómi í ávana-
megi að fíkniefhadeild lögreglunn- ástæðu til aö ætla að ávana- og og fíkniefnamálum.
ar vinni undir stjórn Ásgeirs, eða fíkniefnadeild starfi undir stjórn Dóm Hæstarétttar kváðu upp
að skiptin þar á milli séu óljós. Það Ásgeirs og að þau hafi ekki getað Hrafn Bragason, Hjörtur Torfason
var á árinu 1986 sem hassið var vitað hvernig verkaskiptingu milli og Gunnar M. Guðmundsson.
keypt í Amsterdam. Annar ákærðu hans og lögreglunnar í Reykjavik -sme
Ungur maður féll um fimm metra niður úr stiga á kranabómu á hafnar-
svæði Sambandsins við Holtagarða síðdegis í gær. Maðurinn var að fara
út úr stjórnklefa kranans sem er í tíu metra hæð uppi í bómunni. Hann var
á leið niður stigann þegar hann féll aftur yfir sig og lenti á grind um tvo
metra yfir jörðu. Maðurinn meiddist á baki og hendi og hafði einnig eymsli
í hálsi eftir slysið. DV-mynd S
Keflavík:
Aðsúgur gerður
að KR-ingum
„Þegar við komum út af leiknum
voru fullorðnir menn fyrir utan sem
spörkuðu í okkur og kýldu. Það var
sparkaö í magann á einum vini mín-
um svo hann náði varla andanum
og annar var sleginn í framan þann-
ig að þaö blæddi úr honum. Svo var
yngri strákur en við sleginn og kaf-
færður í snjóskafli. Við erum ekki
slasaðir en það er rosalegt að lenda
í þessu. Þetta er að verða eins og í
útlöndum," sagði 13 ára KR-ingur í
samtali við DV í morgun.
Aðsúgur var gerður að stuðnings-
mönnum KR eftir leik KR og ÍBK í
körfuknattleik sem fram fór í Kefla-
vík í gærkvöld. Mikill hiti var í áhorf-
endum og virðast heimamenn hafa
tekið ósigri sinna manna heldur illa.
Voru rúturnar, sem fluttu KR-ing-
ana, barðar utan og áttu í erfiðleik-
um með að komast af stað en ekki
er vitað til aö þær hafi verið
skemmdar. Þá munu dómarar leiks-
ins hafa átt í erfiðleikum með að yfir-
gefa íþróttahúsið fyrir tapsárum
Keflvíkingum.
-hlh
Fjöldahandtökumar 1 Breiðholti:
Tveir í viðbót úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fór fram á úrskurð um
gæsluvarðhald yfir tveimur piltum í
gær vegna máls sem tengist tvíbur-
um og handtökum á fjölda manns í
Breiðholti vegna fíkniefnamála á sið-
ustu vikum. Sakadómur í ávana- og
fíkniefnamálum úrskurðaði piltana,
sem eru átján og nítján ára, í gæslu-
varðhald til 11. apríl. Bræðumir
tveir sitja enn í gæsluvarðhaldi en
þeir tengjast sölu og dreifingu á
fíkniefnum. Þeir veittust einnig að
lögreglu með hnífum þegar þeir voru
handteknir í marsmánuði.
Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur
þegar upplýst töluverða dreifingu og
sölu á fíkniefnum vegna þessa máls
sem tengist á fjórða tug neytenda,
kaupenda og seljenda.
-ÓTT
Veðrið á morgun:
Hlýnandi
veður
Á morgun verður sunnan- og
suðvestanátt, víðast gola eða
kaldi. Súld eða rigning sunnan-
lands og vestan en úrkomulítið
norðaustan til. Veður fer hlýn-
andi. Hitinn verður aðeins undir
frostmarki á Norðvesturlandi en
annars staðar yfir frostmarki.
Mestur verður hitinn á Suðvest-
urlandi.
SKUIUIBHAR
25050
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
opið um kvöld og helgar
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00