Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. Utlönd Tölvuspár um kosningarnar í Rúmeníu: Þjóðfrelsishreyfingin vann yfirburðasigur Margir Rúmenar fengu i gær að kjósa í frjálsum kosningum í fyrsta sinn. Það urðu margir æði áttavilltir þegar kom að sjálfum kosningunum, eins og þessi mynd ber með sér. Simamynd Reuter Samkvæmt tölvuspám vestur- þýsku stofnunarinnar Infas vann Þjóöfrelsishreyflngin í Rúmeníu, sem nú situr viö völd, yfirburðasigur í kosningunum sem fram fóru þar í landi í gær, þeim fyrstu frjálsu sem haldnar hafa verið í Rúmeníu í fimm- tíu ár. Stjórnarandstæðingar eru ekki á eitt sáttir um kosningarnar og segja þær ekki hafa farið heiðar- lega fram. Samkvæmt tölvuspám hinnar virtu stofnunar Infas fékk Ion Ilies- cu, forseti bráðabirgðastjórnar Þjóð- frelsishreyfingarinnar og fyrrum kommúnisti, 83 prósent atkvæöa en kosið var bæði til þings og forseta í gær. Radu Campeanu, leiðtoga Fijálslynda fiokksins, er spáð 11 pró- sentum atkvæða og Ion Ratiu, leið- toga Bændaflokksins, sex prósent- um, samkvæmt spánni. Þjóðfrelsishreyfmgin fær 66 pró- sent atkvæða í þingkosningunum að því er Infas spáir. Það þýðir aö hreyf- ingin hefur fengið hreinan meiri- hluta í báðum deildum hins nýja lög- gjafarþings þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn fær tíu prósent en Bændaflokkurinn fjögur prósent. Lýðræðishreyfing Ungveija, sem er stærsti flokkur minnihluta Ungveija í Rúmeníu, fær tíu prósent fulltrúa á þinginu, gangi þessi spá eftir. Standist spár Infas um stórsigur Þjóðfrelsishreyfingarinnar hefur Rúmenía gengið þvert á það fordæmi sem Austur-Evrópa setti í kosning- um fyrr á árinu en bæði Ungverjar og Austur-þjóðverjar kusu hægri- flokka á valdastól í stað fyrrum kommúnista. En hvað sem líður spám og úrslitum eru bæði frétta- skýrendur og stjórnmálamenn sam- mála um að kommúnisminn eigi sér engrar viðreisnar von í Rúmeníu. Ásakanir um ofbeldi Iliescu vísaði í gær á bug ásökun- um um að kosningabaráttan hefði einkennst af ofbeldi og hótunum af hendi stuðningsmanna Þjóðfrelsis- hreyfíngarinnar. Harðar ásakanir um spillingu og yfirgang af hendi stuðningsmanna hreyfingarinnar urðu æ háværari er líöa tók á kosn- ingabaráttuna í Rúmeníu og í síðustu viku kallaði Bandaríkjastjórn sendi- herra sinn heim um stundarsakir til að láta í ljósi áhyggjur sínar. Erlend- ir eftirlitsmenn, sem fylgst hafa með undirbúningi kosninganna, kosning- abaráttunni og kosningunum sjálf- um, munu ræða við fréttamenn í dag og láta í ljósi sitt álit á þessum kosn- ingum sem voru haldnar fimm mán- uðum eftir að Ceausescu, fyrrum haröstjóra, var steypt af stóli. Strax og kjörstöðum var lokað í gærkvöldi lýstu andstæðingar Þjóð- frelsishreyfíngarinnar því yfir að þeir myndu fara fram á að úrslit kosninganna yrðu lýst ómerk og ógild þar sem þær hefðu ekki farið fram samkvæmt settum reglum og á lýðræðislegan hátt. Campeanu, leið- togi Fijálslynda flokksins, sagði að kosningarnar hefðu ekki verið frjáls- ar og hinn keppinautur Iliescus, Ion Ratiu, sakaði Þjóðfrelsishreyfmguna um „óheiðarlega folsun“. Ratiu og Campeanu hafa sagt að í Tölvuspár benda til að þessi maður, lon lliescu, hafi fengið allt að 83 prósent atkvæða i kosningunum um forseta Rúmeníu en þær fóru fram í gær samhliða kosningum til þings. Simamynd Reuter Þjóðfrelsishreyfingunni eigi sæti gamlir kommúnistar sem hafi ekki látið af sannfæringu sinni. Þeir segja að þar sem Iliescu og félagar hans hafi eitt sinn verið háttsettir í stjóm fyrrum harðstjóra Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að taka þátt í kosningunum. Fréttaskýrendur telja að ummæli stjórnarandstæðinga geri hugsan- lega myndun samsteypustjórnar mjög erfiða. Kjörstaðir voru opnir mun lengur en áætlaö var í Rúmeníu í gær þegar milljónir Rúmena gengu í fyrsta sinn að kjörborðinu. Einn embættismað- ur sagði að kjörsókn hefði verið allt að 98 prósent í þessum fyrstu frjálsu kosningum í landinu í fimmtíu ár en alls eru rúmlega sextán milljónir á kjörskrá. Fyrstu opinberu tölurnar í þessum kosningum munu liggja fyrir síðarídag.mánudag. Reuter SUMARUTSALA RYMUM FYRIR NYJUM VÖRUM r 28 litsjónvarp m. þráðl. fjarstýringu, skipanir birtast á skjá. Ferkantaður flatur skjár. Stereo hátalarar. Tenging f. aukahátalara. Innstunga f. heyrnartól. Beintenging f. myndbandstæki. Svefnrofi. Verð áður kr. 96.950,- Örbylgjuofnar Nú frá kr. 15.590,- Verð áður kr. 21.950,- Nú kr. 66.950)• Ferðatæki frá kr. 11.500 Geislaspilarar kr. 11.950,- Bíltæki frá kr. 5.995,- Þegar við lækkum verðið þá förum við aiia leið Verð áður kr. 71.750 21 tommu m/fjarstýringu............kr. 49.950,- Verð áður kr. 52.600/ 20 tomma m/fjarstýringu kr. 37.950,- 1 HlJfl r| D | Fákafeni 11, sími 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.