Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 10
10
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990.
Kópavogsbúar!
Kvennalistinn heldur opinn fund
í kvöld, mánudaginn 21. mai, kl. 20.30
í Menntaskólanum í Kópavogi.
Söngur - rœður - tónlist - upplestur
Komið og kynnist okkur.
Kvennalistinn í Kópavogi.
Gabriel
HÖGGDEYFAR
Amerísk
úrvalsvara
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88
HEILSUNNAR VEGNA - GÓÐIR VALKOSTIR
ESTER
Q-vitomin
fwsd c*»cíum
Vlnsæla C-vilaminið sem
allir tala um. Kröftugt C-
vítamin meö kalcíum. Ester
C-vitamin daglega bætir
heilsuna.
Hár-Pantote'n er
sérstaklega heilsu-
samlegt tyrir: hárið,
húðina og neglurn-
ar. Góð vftamín- og
steinefnablanda.
Allir þekkja þýska llja Rog-
off gæðahvítlaukinn. Alveg
lyktarlaus. Unninn við frysti-
þurrkun, með nýrri tækni,
og viðheldur þannig ALLIC-
ININU og öðrum sulfur efn-
asamböndum. Inniheldur
Dreifing:
Bio-Selen umboðið
sfmi 76610
Fást í heilsubúðum 440 MCG af ALLICINI i
og mörgum apótek hverjum 100 g. Inniheldur
um og mörkuðum. einnigGERMANÍUM.
FjárhagsKORN 3.0
Fullkomið fjárhagsbókhald á aðeins
18.924 krónur með vsk.
Full endurgreiðsla ef kerfinu
er skilao innan 30 daga.
Engin takmörk á fjölda ára.
Engin takmörk á fjölda reikninga.
Engin takmörk á fjölda fyrirtækja.
Hámark 10 milljón fylgiskjöl á einu ári.
Taktu enga áhættu í kaupum á fjárhagsbókhaldi. Hjá
hugKORNi getur þú skilað kerfinu innan 30 daga og fengið
fulla endurgreiðslu ef það hentarþér ekki.
Eldri notendur af FjárhagsKORNi eða HeimilisKORNi fá
FjárhagsKORN 3,0 með nýjum handbókum og diskum fyrir
2,500 krónur með vsk.
Auðlært er á FjárhagsKORN og fylgir því ítarleg handbók.
Höfum einnig mörg önnur forrit til sölu á góðu verði.
hugKORH sf. Ármúla 38 Sími 91-689826
Útlönd
Eistlendingar hafa sett á laggirnar heimavarnarsveit sem ætlað er að starfa með lögreglu lýðveldisins.
Símamynd Reuter
Sjálfstæðisbaráttan 1 Eistlandi:
Rússar hóta
verkföllum
Andstæðingar sjálfstæðisbaráttu
Eistlendinga hafa hótað að efna til
verkfalla í sovéska lýðveldinu mál-
stað sínum til stuðnings. Andstæð-
ingarnir, sem flestir eru af rússnesku
bergi brotnir, segjast munu hvetja til
verkfalla í helsta iðnaði lýðveldisins.
Ekki er ljóst hversu margir muni
taka þátt í þessum verkfóllum en á
síðasta ári lögðu þúsundir Rússa nið-
ur vinnu til að mótmæla nýrri kosn-
ingalöggjöf sem þeir sögðu vera
óréttláta gagnvart Rússum búsettum
í Eistlandi.
Síðan þau verkfóll áttu sér stað
hefur atburðarásin verið hröð í
Eystrasaltsríkjum Sovétríkjanna og
hver stórviðburðurinn rekiö annan.
Öll þrjú ríkin - Eistland, Lettland og
Litháen - hafa lýst því yfir aö þau
muni vinna að endurheimt sjálfstæð-
is þess sem þau nutu á millistríðsár-
unum. Litháen hefur gengið þeirra
lengst og lýst lýðveldið fullvalda og
frjálst ríki. Gorbatsjov Sovétforseti
hefur sagt þessar yfirlýsingar ólög-
legar og lýst þær ómerkar.
Edgar Savisaar, forsætisráöherra
Eistlands, kvaðst í gær fullviss um
að verkföll myndu ekki hafa mikil
áhrif í stærri borgum lýðveldisins og
kvaðst telja að mikil andstaða væri
við verkfóll, jafnvel meðal Rússa.
Fréttaskýrendur telja að komi til víð-
tækra verkfalla í Eistlandi muni
Dvigatel-hergagnaverksmiðjan í
Tallin, höfuöborg Eistlands,' án efa
verða helsta miðstöð verkfallsað-
gerða. Þar hefur mátt merkja mikla
andstöðu við sjálfstæðisfyrirætlanir
ráðamanna lýðveldisins.
Eistlendingar settu um helgina á
laggirnar heimavarnarsveit og sóru
hundruð ungra íbúa lýðveldisins
hollustueið við Eistland. Savisaar
sagði að verkefni þessarar sveitar
væri, í samvinnu við lögreglu, að
verja opinberar byggingar til að
koma í veg fyrir að atburðir síðustu
viku, þegar þúsundir andstæðinga
sjálfstæðis reyndu að ráðast inn í
þinghúsið, endurtækju sig. Liðs-
menn, sem verða 3.500, munu ekki
bera vopn. Fullvíst er talið að þessi
ákvörðun ráðamanna í Eistlandi
muni vekja gremju yfirvalda í
Moskvu og verði ekki til að bæta
samskipti harðlínuleiðtoga Rússa
búsettra í lýðveldinu og þjóðernis-
sinnaðraEistlendinga. Reuter
Fyrirhugaður leiðtogafundur:
Bush bjartsýnn
James Baker, utanrikisráöherra Bandaríkjanna, ræddi við Gorbatsjov Sov-
étforseta fyrir helgi. Símamynd Reuter
Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í
gær vonast til að samningur um
fækkun hefðbundinna vopna í Evr-
ópu lægi fyrir áður en árið væri á
enda. Forsetinn sagðist og vonast til
að fyrirhugaður leiðtogafundur stór-
veldanna, sem hefst í lok maí, verði
árangursríkur og leiði til bættra
samskipta ríkjanna. Vonir hafa stað-
ið til að á fundinum geti leiðtogarnir
undirritað drög að samningi um stór-
fellda fækkun langdrægra kjarn-
orkuvopna, drög að svokölluðum
Start-samningi.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
hefur verið í Moskvu síðustu daga
og rætt við sovéska ráðamenn. Þær
viðræður voru síðasta tækifæri stór-
veldanna til að leysa þau ágreinings-
atriði sem staðið hafa í vegi fyrir
framfór í Start-viðræðunum fyrir
leiðtogafundinn. Að loknum viöræð-
unum skýrðu ráðamenn frá því að
samkomulag hefði náðst um flest
ágreiningsatriðin og í kjölfarið hafa
vonir vaknað um að samningur náist
fyrir leiðtogafundinn. Þá sögðu þeir
einnig að samkomulag hefði náðst
milli stórveldanna um að þau hætti
framleiðslu eiturgass og fækki í
birgðum sínum af eiturefnavopnum.
En þrátt fyrir þessa framfór í af-
vopnunarviðræðum hefur lítið mið-
að í samkomulagsátt í viðræðum
landanna um fækkun hefðbundinna
vopna. Þær viðræður, sem fara fram
í Vín, hafa verið í sjálfheldu síðustu
mánuði, ekki síst í kjölfar þeirra
miklu hræringa og breytinga sem átt
hafa sér stað í ríkjum Austur-Evr-
ópu. Vegna þessa ríkir óvissa um
hversu hratt ráðamenn í Mosku vilja
draga til baka hermenn sína og hefð-
bundin vopn frá austurhluta megin-
landsins. En þrátt fyrir litla framför
kveðst Bush vongóður um að sam-
komulag um fækkun heföbundinna
vopna liggi fyrir í árslok.
Reuter