Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990. 13 Lesendur Um ráðherrasvar og verðbólgu Óskar Jóhannsson skrifar: „Sá er hvorki blæstur né holgóma sem getur nefnt fuglinn Bííífil og stendur á miöju ftauelaða fjalhnu." - Þetta upphaf íslensks orðskviðar kom mér í hug er ég las svar Utanrík- isráöherra, Jóns Baldvins Hanni- balssonar í 15. maí sl. við bréfi mínu sem birtist í blaðinu hinn 10. þ.m. Utanríkisráðherra lætur ekki standa upp á sig með eitt eða neitt, það hefi ég svo sem séð og heyrt áð- ur. Og oft er unun á hann að hlýða er hann þeysir á málfáki sínum óbeisluðum og grípur í þau fáu hár sem t.d. falla úr „faxi“ fréttamanna og annarra stautara, sem ekki vita hvaðan á sig stendur veðriö. Þrátt fyrir allt vil ég þakka ráð- herranum fyrir svar hans í DV og sem sýnir hvað hann lætur sér annt um að skulda engum í orðræðum, síst af öllu þeim sem hann telur sér- staka tóngjafa um feigð ríkisstjórn- arinnar eða ráðherra almennt. - En skoðum þetta nánar. Já, þaö er rétt, það fór fyrir brjóst- ið á mér fullyrðing ráðherra um aö verðbólgan væri komin niður í eins stafs tölu, vegna þess að á eftir fylgdi hjá honum - í sömu setningunni - að Seðlabankinn spáði 7% verðbólgu „síðar á árinu“. Það er allt annar handleggur. Verðbólgan í dag er enn Hvað er með hann Steingrím? Katrín Jónsdóttir hringdi: Ég verð að lýsa furðu minni á fram- ferði ýmissa ráöamanna okkar og á ég þá aðallega við ráðherrana sem eru hvað önnum kafnastir flestir við að ferðast utan og að því er virðist einungis til að eyða tímanum og láta birta um sig fréttir hér heima. Fjöl- miölar hér eru lika alltof móttækileg- ir fyrir fréttum af þeim því að þetta er einskis virði þegar allt kemur til alls. Mest er ég undrandi á forsætisráð- herranum okkar, honum Steingrími Hermannssyni. Hvað er eiginlega með Steingrím? Hann fer í fjögurra landa sýn nú á einu bretti. Byrjar í Egyptalandi, fer síðan til Túnis til aö hitta Arafat og bjóða samningaað- stöðu á íslandi fyrir mestu óeirða- seggi sögunnar, þá ísraelsmenn og araba. Síðan fer hann til Noregs, og þaðan til Tékkóslóvakíu. Hefur þetta eitthvað upp á sig? Mér finnst Steingrímur alltaf vera aö koma sér í einhverjar svona smá- klípur, er ekki búinn að losna úr einni fyrr en hann er kominn í aðra. Og þetta með myndavélina frá Stöð 2, það finnst mér nú bara vera eins og lygasaga. Stööin lánar, Steingrím- ur tekur við, Stöðin býður borgun, Steingrímur þiggur, Stöðin neitar að hafa boðið borgun, Steingrímur segir að Stöðin megi fá það af myndum sem hún geti notað, það sé velkomið. Mér finnst þetta allt með endemum, ég verð að segja það, og hef áhyggjur af þessu öllu. Verulegar áhyggjur. Góð gisting á Geysi Svavar, Egill og Bjössi hringdu: Við félagarnir viljum vekja athygh á sérlega góðri þjónustu sem við fengum á Hótel Geysi í Skipholti í Reykjavík fyrir skömmu. Starfsliðið þar er allt til fyrirmynd- ar og þjónustan eins og best verður á kosið. - Sérstökum þökkum viljum við koma áleiðis til Lindu Bjarkar fyrir frábær liölegheit. Ef þú lesandi góður þarft á gistingu að halda á hóteli í Reykjavík þá mælum við félagarnir með Hótel Geysi. - Þar er gott og um leið ódýrt að gista. á bilinu 11 til 12 prósent. Það er merg- urinn málsins, þó svo að nýjasta mæhng sýni milli 8 og 9% miðað við ■" 3ja mánaöa tímabil. - Þetta er allt sem ég hélt fram og geri enn. - Og það staðfestir ráðherra einnig í svari sínu 15. þ.m. Ég er ekki í hópi þeirra sem skulda tiltakanlega mikið en ég hef ekki séð þess stað í vaxtagreiðslum að hér séu breyttir tímar framundan, hvað varðar vaxtalækkun. Ég er heldur ekki í hópi þeirra sem hafa hagnast á vaxtaokrinu og ég er heldur ekkert aö kenna þessari ríkisstjórn eða ann- arri um vaxtahækkun yfirleitt. Vext- ir hér á landi verða einfaldlega alltaf háir, svo og verðbólga. Það er því miður eðli þess efnahagslifs sem hér verður að vera við lýði til þess að ekki detti niður umsvif í fram- kvæmdum og skelli svo á atvinnu- leysi. Ég held að sumir ráðherranna ættu að fara að hugsa sér til hreyfings út úr ríkisstjórninni, svo að þeir þurfi ekki að horfa í gaupnir sér þegar spá „sjösofenda" í útsýnistumi Seðla- banka um eins stafs töluna 7 fellur um sjálfa sig. - Læt ég svo lokið skrif- legu réttarhaldi um verðbólgu, fleip- ur og óskhyggju og óska ráðherra utanríkismála góðs gengis. ALVORU TÆKI Á ÆVINTÝRALEGU VERÐI Höfum fengid aftur örfá ANITECH AE 6000 HQ LONGPLAY VHS myndbandstæki á sérstöku tilboðsverði • Þráðlaus fjarstýring. • 14 daga upptökuminni. • „Long Play“ 6 klst. upptaka • HQ hágæða mynd (High Quality VHS). á 3 klst. spólu. • Sjálfvirk endurspilun. TILBOÐSVERÐ AÐEINS kr. 29.950,- Ath! Tilboðið stendur aðeins meðan takmarkaðar birgðir endast. stgr. blAfell Faxafeni 12, sími 670420 STORSYNING Á CHRYSLER OG JEEP BÍLUM ALLA ÞESSA VIKU SARATOGA CHEROKEE VOYAGER WRANGLER CATALYZERS KEEP> NATURE CLEAN. OCHRYSLER JÖFUR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Nýbýlavegi 2, sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.