Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Qupperneq 16
16
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990.
Um hvað er kosið?
Við á Nýjum vettvangi segjum
að kosningarnar í Reykjavík 26.
maí nk. snúist um breytta for-
gangsröð verkefna. Með öðrum
orðum að kosningarnar snúist um
það hve miklar tekjur borgarinnar
eigi að vera og hvernig eigi að verja
þeim.
Hagstæð ár
Samkvæmt fjárhagsáætlun
Reykjavíkur 1990 kostar 5900 millj-
ónir króna að reka fyrirtækið
Reykjavíkurborg á ári. Heildar-
tekjur borgarinnar eru 10600 millj-
ónir króna. Þegar kostnaður við
rekstur hefur verið greiddur eru
eftir 4700 miiljónir króna sem nota
má til nýrra verkefna eða til þess
að lækka tekjumar.
Nú er öll sagan ekki sögð því hér
Kjallarirm
Bjarni P. Magnússon
borgarfulltrúi
„Samkvæmt igárhagsáætlun Reykja-
víkur 1990 kostar 5900 milljónir króna
að reka fyrirtækið Reykjavíkurborg á
ári.“
eru ekki meðtalin fyrirtæki borgar-
innar sem samanlagt velta yfir 8000
milljónum króna á ári. Hitaveita
Reykjavíkur þarf t.d. um 600-800
m.kr. krónum minna á ári til rekst-
urs næstu ár eftir að virkjun Nesja-
valla og byggingu útsýnishússins
lýkur.
Ef við gefum okkur að ekkert
stórkostlegt gerist sem breyti
reksturskostnaðinum næstu ár, að
því gefnu að um þann rekstur ríki
sú samstaða að ekki skipti máli
hver ráði, honum verði í litlu
breytt, þá má segia að kosning-
arnar 26. maí snúist meðal annars
um það hvernig við viljum verja
4700 m.kr. + 600 m.kr. eða 5300
m.kr. I íjögur ár er hér um að ræða
21.000 m.kr.
Það gefur auga leið að það er
hægt aö gera margt fyrir 21 þúsund
milljónir króna.
En hefur Reykjavík alltaf haft úr
svo miklu að moða? Svarið er nei.
Síðustu ár hafa verið borginni hag-
stæð og má að hluta skýra tekju-
aukninguna með aukinni skatt-
heimtu og að hluta með þróun at-
vinnu- og byggðarmála.
,Nóg er eftir í þörf og góð mál, m.a. að flýta hreinsun strarndlengjunnar", segir hér m.a.
Stórhækkað útsvar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á
síðasta kjörtímabili stórhækkað
útsvar. Þannig hækkuðu launa-
tekjur um 75% milli áranna 1986
og 1988 á meðan útsvarstekjurnar
hækkuðu um 102%.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svik-
ið fyrsta kosningaloforð sitt, sem
hann gaf 1986, þess efnis að hækka
ekki álögur umfram verðlag. Rétt
eins og kaupmennirnir forðum not-
uðu sér myntbreytinguna til þess
að lauma hækkunum framhjá
neytandanum notuðu sjálfstæðis-
menn sér skattkerfisbreytinguna
til þess að hækka álögur á borg-
arbúa.
Ég hef lofað því í ræðu í borgar-
stjórn að verði ég þar viö gerð
næstu fjárhagsáætlunar muni ég
leggja til að útsvarið verði lækkað.
En jafnvel þó að útsvarið verði
lækkað er nóg eftir í þörf og góð
mál. Það má nota 20.000 m.kr. til
þess m.a. að koma á einsetnum
skóla, flýta hreinsun strandlengj-
unnar, koma á léttum skólamáltíð-
um, byggja hjúkrunarheimili,
flölga félagslegum íbúðum o.fl. Það
er rétt að góðu málin okkar á Nýj-
um vettvangi kosta peninga en það
er einnig rétt að það eru til pening-
ar til þeirra.
Bjarni P. Magnússon
Oldungadeildin í Arneshreppi
Ég vil þakka skrif í dagblaðinu
Tímanum fyrir þær greinar sem
Öldungadeildin í Árneshreppi hef-
ur sent mér með sex daga millibili.
Já, ykkur liggur mikið á og sárs-
aukinn mikill hjá ykkur, ef dæma
má eftir skrifum ykkar. Nú eruö
þið þrír sem skrifið mér í Tímann.
Þetta minnir mig á Bakkabræð-
ur. Þeir ætluðu að gera stórátak
og bera blessaða sólina inn í hý-
býli sín til þess að þar yrði bjart
inni en alltaf mistókst þeim að bera
sólina inn í húsið dimma og litla.
Einnig ætlið þig auðsjáanlega að
kveða mig niður með því að ég
svari ykkur ekki.
Blindan er mikil
Ég álykta eftir skrif ykkar að þið
séuð í miklu uppnámi og sorg og
segi; tekið hef ég hvolpa þrjá, hvað
skal við þá gera? Ég mun segja
sannleikann um ykkurþví þið eruð
allir ráðandi menn 1 Arneshreppi
og hafið verið í áratugi. Bestu menn
fyrir utan alla galla og ykkar litla
blinda sjóndeildarhring. En þið er-
uð svo ánægðir með sjálfa ykkur
og blinda ykkar er mikil á ykkur
sjálfa.
Samt eruð þið að ráðleggja mér
að biðjast fyrirgefningar. Eyjólfur
Valgeirsson skrifar í lesendadálk
Tímans smá grein til mín þann 28.
apríl og hann minnist ekki einu
orði á svargrein mína í DV til hans.
Góð börn segja alltaf sannleikann
og þögn hans við svargrein minni
í DV 29. mars er sama og samþykki.
Eyjólfur segir í áðurnefndri grein
sinni 28. apríl að ég hafi dregið
bæði hann og aðra ráðandi menn
í hreppnum í svaðið. Já, þið eruð
reiðir við mig því ég sendi greinar
í Morgunblaðið og gerðist síðan
fréttaritari þess. Ég bara spyr
KjaUarinii
Regína Thorarensen
fréttaritari, Selfossi
Eyjólf; Hverjum er það að þakka
nema ykkur Guðmundi pennavini
mínum og bróður þínum að ég fór
að senda fréttir, bara út af ykkar
einræði?
Um leið og ég fór að senda fréttir
í Morgunblaðið þá fórst þú að panta
fleiri vörur og aldrei hefur verið
saltlaust hjá kaupfélaginu eftir það.
En ég vissi og fann að þið voruð
reiðir við mig, því þið vilduð ekki
láta neitt fréttast úr Ámeshreppi.
Hann var einangraöur að öllu leyti.
Ég skil ykkar sjónarmið, þið
blessaðir karlarnir eruð afdala-
menn og voruð hræddir viö fjöl-
miðla, því þar kom sannleikurinn
fram.
Varð fyrir vonbrigðum
Ég varð fyrir vonbrigðum með
skrif Gunnsteins Gíslasonar nú-
verandi kaupfélagsstjóra í Tíman-
um 3. maí sl. en Gunnsteinn er
drengur góöur og að mínum dómi
hefur hann veriö duglegur forystu-
maður í Árneshreppi miðaö við
fyrirrennara hans í ýmsum störf-
um í áðurgreindum hreppi. T.d.
hefur það verið alveg til sóma hvað
hann sem oddviti hefur hugsað vel
um skólann á Finnbogastöðum.
En úr því ég er farin aö minnast
á Finnbogabarnaskólann. Ráðandi
menn í hreppnum vildu aldrei láta
mennta börn fátæka fólksins, bara
mennta böm foreldra sem höfðu
efni á að borga kennarakaup og
hafa þá á heimili sínu. Hin þurftu
enga kennslu að þeirra dómi.
Svona voru forystumenn í hreppn-
um og hafa alltaf verið að undan-
skildum tveimur kjörtímabilum
þegar Sigurður Pétursson var odd-
viti og átti þar heima, enda að-
komumaöur sem hafði stóran sjón-
deildarhring og veitti mikla at-
vinnu.
En svo tók sig til ungur maður,
Guðmundur Guðmundsson, Finn-
bogastööum, Árneshreppi eftir að
hann kom heim, útskrifaður úr
Kennaraskóla íslands og vildi drífa
í því að Árneshreppur og ríkið
byggðu þar barnaskóla. Þá vom
ráðandi menn í hreppnum sem af-
tóku það alveg. Það yrði aldrei
byggður barnaskóli þar og kaup-
félagsstjóramyndin sem þá var
sagði unga kennaranum að það
kæmi ekki til mála að það yrði lán-
uð ein einasta spýta né nagli í
skólabygginguna. En ungi maður-
inn kom upp skólanum fyrir því,
öll böm komust í skólann hjá hon-
um haustið og foreldrar unga
kennarans gáfu stóra og góða lóð
undir bygginguna.
Svona var nú framsýnin, aftur-
haldiö og einræðið hjá gömlu
mönnunum. Og þaö var í kringum
1930 sem skólinn var byggður og
formaður Öldungadeildarinnar er
uppalinn við þetta einræði og ein-
strengingshátt.
Verkintaia
Gunnsteinn, ég held að þú hafir
ekki verið heill á sálinni þegar þú
skrifaðir grein þína, svo ruglings-
leg er hún. Þú hefur kannski fengið
þér einn sopa til þess aö slappa af!
Ég hef alltaf verið montin af þér
Gunnsteinn sem forystumanni Ár-
neshrepps. Framkvæmdir við
Kaupfélagið, byggt hús, tekið á
móti fiski og fiskafuröum og búið
vel að fólkinu sem þar vinnur, en
fyrirrennarar þínir máttu aldrei til
þess hugsa að kaupa þorsk að ráði,
en lögðu aðaláhersluna á að koma
upp nógum Qárstofni.
Svo þegar blessuð lömbin fædd-
ust þá var farið aö vikta þau og í
þetta fór allur tíminn. Svo þegar
þið gleymduð að panta brilljantínið
í hár ykkar greidduð þið ykkur upp
úr vatni.
Ég hef alltaf hælt þér í öllum
mínum fréttum fyrir þinn dugnað,
en forystuhæfileika hefur þú ekki
í kirkjumálum; Að geta t.d. ekki
sameinað söfnuðinn í Ámeshreppi!
Þá sýndir þú ásamt meðhjálpara
þínum í ÖldungadeOdinni veldi
ykkar og mikilmennskubijálæði að
fara að byggja nýja kirkju þegar
langt var komið að gera gömlu
kirkjuna upp.
Ef Öldungadeildin hefði eins
mikla samvinnu, lipurð og fyrir-
hyggju eins og núverandi forsætis-
ráöherra, Steingrímur Hermanns-
son, þá væruð þiö ekki eins leiðir
á lífinu og þið eruð núna. Þaö er
^erfitt fyrir heiöarlega menn sem
aldrei hafa lifað um efni fram að
vera á efri árum sníkjandi úr sjóð-
um landsins og frá brottíluttum
Árnesingum til að byggja þessa
kirkju. Eg hélt að þið sem stóðuð
aö þessu frumhlaupi ættuð fyrir
byggingunni að mestu, en það vita
fáir sem byrja að byggja hvað það
kostar og margir hafa aldrei getað
flutt inn, bara stytt sér aldur.
Þið eruð kannski svo miklir guðs-
menn og bænheitir aö ykkur berist
óvænt fé! Gunnsteinn minntist á
flutning hjónanna Ríkeyjar og
Guðmundar sem fluttu úr Trékyll-
isvík að nóttu til á smákænu. Eitt-
hvað hefur verið búið að þjarma
að þeim. Verkin tala. Þegar Eyjólf-
ur lokaði reikningnum hjá mér í
reiði sinni, þá tók ég rétta stefnu
að fara í fjölmiðla og tala við kaup-
félagsstjórann. Með því náði ég
alveg tangarhaldi á einræði ykkar.
Nú lýk ég þessari grein, ég bið
guðsblessun að fylgja ykkur frænd-
unum þremur, mökum ykkar og
niðjum. Regína Thorarensen
„Eg álykta eftir skrif ykkar, að þið séuð
í miklu uppnámi og sorg og segi; tekið
hef ég hvolpa þrjá, hvað skal við þá
gera?“