Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Síða 27
MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1990.
-t-
35
I>V LífsstHI
Skoðanakönnun Gallups:
Ferskleikinn fyrir öllu
Um 70% neytenda, sem spurðir
voru í skoðanakönnun Gallups ný-
lega um kjötvörur, töldu fyrir öllu
að varan væri fersk og bragðgóð.
Einnig kom í ljós að neytendur töldu
Neytendur
mun mikilvægara að góöar upplýs-
ingar væru á umbúðum heldur en
að varan hefði langt geymsluþol.
í könnuninni var einnig spurt
hvort neytandinn teldi að litarefni
væru notuð í áleggspylsur. Það er
athyglisvert að tæplega 60% að-
spurðra töldu svo vera því að litar-
efni hafa ekki verið notuð hér á landi
síðan notkun þeirra var bönnuð fyrir
tíu árum.
Það kom einnig fram í könnuninni
aö 81% þeirra sem spurðir voru sagð-
ist treysta þeim upplýsingum sem
fram koma á umbúðum. Þessi niður-
staða er mikilvæg þar sem upplýs-
ingar á umbúðum hafa stóraukist á
síðustu tveimur árum vegna reglu-
gerðar um umbúöamerkingar sem
gefin var út 1988.
íslensk kjötiðnaöarfyrirtæki innan
Félags íslenskra iðnrekenda munu
hafa niðurstöður könnunarinnar að
leiðarljósi til að efla traust neytenda
á greininni og koma enn frekar til
móts við óskir og þarfir þeirra. Þau
starfa nú með Hollustuvernd ríkisins
við að setja reglur um gæði og sam-
setningu unninna kjötvara.
-GHK
Hversu miklu máli skipta nokkrir áhrifa-
þættir á val unninna kjötvara?
Engueða ekki fremur mjög
litlu miklu miklu miklu
Um 80% neytenda telja að gott bragð vörunnar skipti mjög miklu máli og
tæplega 70% þeirra telja að ferskleikinn sé fyrir öllu.
Reiöhjól Miklagarðs:
Ábyrgðarskírteini
í fullu gildi
- Borgarhjól annast viðgerðir og varahluti
Þorsteinn Sæmundsson, deildar-
stjóri heimilisvörudeildar SÍS, vildi
koma eftirfarandi á framfæri:
í Miklagarði og víðar eru nú til
sölu fiallahjól frá Shine Wheel. Á
þessum hjólum er árs ábyrgð. Borg-
arhjól, Hverfisgötu 50, annast
ábyrgðarviðgerðir á nefndum hjól-
um og liggur með „original" vara-
hluti í þau.
Það er ekki rétt sem fram kemur í
DV að kaupendur þurfi sjálfir að
greiða ábyrgðarviðgerðir. Þvert á
móti eru þær framkvæmdar kaup-
anda að kostnaðarlausu gegn fram-
vísun ábyrgðarskírteinis.
Hringrot finnst í
kartöfluútsæði
- meginhluti útsæðis laust við sjúkdóminn
Kartöflusjúkdómurinn hringrot
hefur fundist í útsæði hjá lykilrækt-
anda innan stofnræktar í Grýtu-
bakkahreppi, öðrum útsæðisleyfis-
hafa í sama hreppi og hjá útsæðis-
leyfishafa í Öngulsstaðahreppi. Þó
svo að vart hafi orðið við sjúkdóminn
er talið að meginhluti þess útsæðis,
sem til sölu er nú í vor, sé laust við
hringrotssmit.
Hringrot fannst fyrst hér á landi
veturinn 1984-85 og er talið aö út-
breiðsla þess tengist hollenska af-
brigöinu Premiere sem fyrst var flutt
inn árið 1981. Hefur sjúkdómurinn
fundist aöallega á Suðurlandi og enn
sem komið er hafa fá tilfelli komið
upp á Norðurlandi.
Flestir leyfishafar eru í Eyjafirði
eða 43 af 60 og mynda 10 ræktendur
í Eyjafirði svokallaða stofnrækt, en
það er útsæðisrækt undir sérstöku
eftirliti. Sala á útsæði til almennrar
dreifingar er takmörkuð við þá rækt-
endur sem hafa útsæðisleyfi.
Fyrirhugað er að hefia þegar upp-
byggingu á nýrri stofnrækt og byggja
hana á heilbrigðum stofnum sem til
eru hjá Rannsóknastofnun land-
búnaöarins. Ekki verður mælt með
nýjum og endurnýjuðum útsæðis-
leyfum nema eftir ítarlega leit að
hringrotssmiti hjá umsækjanda.
Hringrot er ekki erfitt viðureignar
við ræktun matarkartaflna svo fremi
sem hægt er að endurnýja reglulega
með heilbrigðu útsæði.
Um 60% neytenda telja litarefni vera í áleggi en svo hefur ekki verið i tíu ár.
DV-mynd BG
Athugasemd við reiðhjólakönnun:
Reiðhjól í Hvelli
Hvellur í Kópavogi hafði samband
við neytendasíðuna vegna reiðhjóla-
könnunar sem birtist 16. maí og vildi
minna á að þeir væru einnig meö
reiöhjól og hefði sala þar verið mjög
góð að undanfornu.
Sé litið á ódýrustu 26" fiallahjólin
með 15 girum eða fleirum, sem Hvell-
ur hefur upp á að bjóða, ber fyrst að
nefna 15 gíra bandarískt Murray hjól
og er verð þess 19.500 krónur en stað-
greitt kostar hjóliö 18.450 krónur þar
sem boðið er upp á 5% staögreiðslu-
afslátt. í næsta veröflokki fyrir ofan
er 15 gíra Murray hjól með svoköll-
uðu sprengdu lakki og vatnsbrúsa,
og er verð þess 19.190 krónur stað-
greitt en annars krónur 20.200. Einn-
ig er hægt að fá í Hvelli 18 gira
Murray hjól með vatnsbrúsa, poka
undir stönginni og álgjörðum á 21.536
krónur staögreitt en með afborgun-
um er það á 22.670 krónur.
Reiðhjólum sem keypt eru í Hvelli
fylgir ársábyrgð og verslunin er sjálf
með sína eigin viðgerðar- og vara-
hlutaþjónustu. En jafnframt gerir
Hvellur viö öll önnur hjól.
Rúmlega 30 tegundir í Mark-
inu
í greininni um reiöhjóiakönnunina
var sagt að á boðstólum væru fimm
til tíu tegundir í Markinu. Þetta
reyndist ekki vera alls kostar rétt því
Markið er yfirleitt með rúmlega þrjá-
tíu tegundir af 26" fiallahjólum í vali
fyrir viðskiptavini sína. Það er því
úr nógu að velja á þeim staðnum.
Markið vildi einnig láta koma fram
að auk þess að bjóða upp á ársábyrgð
og eigin viðgerðar- og varahlutaþjón-
ustu, er boðið upp á uppherslu innan
mánaðar frá því að hjóliö er keypt
og er þá hjólið hert upp.
Það gæti hafa valdið misskilningi
að aðeins var litið á fiallahjól með
15 gírum eða fleirum fyrir utan 24"
12 gírahjólið í Miklagarði, en að sjálf-
sögðu er hægt að fá Qallahjólin með
10 girum og eru þau þá ódýrari. Slík
hjól er hægt að fá fyrir um 20.000
krónur í Markinu.
Hagkaupshjólin gulltryggð
Þegar DV vann að reiðhjólakönn-
og Hagkaup sér um sína
68-06-99---
Hvellur
Murray.
Kópavogi er með úrval af bandarískum fjallahjólum af tegundinni
DV-mynd BG
uninni fengust þær upplýsingar í
Fálkanum að þeir gætu ekki ábyrgst
aö allir varahlutir væru til í hjól frá
Hagkaupum, en Hagkaup hefur bent
viðskiptavinum sínum á Gamla
verkstæðið á Suðurlandsbrautinni
varðandi viðgerðir og varahluti.
Er DV hafði samband við Gamla
verkstæðið var sagt aö verkstæðið
myndi gera við Hagkaupshjólin eins
og önnur hjól og margir varahlutir
sem þeir væru með ættu að passa í
hjólin, en þó væri ekki hægt að
ábyrgjast að Gamla verkstæðið ætti
alla varahlutina.
Innkaupadeild Hagkaupa vildi þá
koma þeim upplýsingum áleiðis að
það væri gulltryggt að varahlutir
fengjust í hjólin sem keypt væru í
verslunum Hagkaupa. Hagkaup rek-
ur sitt eigið verkstæði, þannig að ef
einhver vandræði koma upp þá mun
Hagkaup sjá um sína viðskiptavini
og útvega það sem vantar.
-GHK (