Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1990, Page 32
r
FR ÉTT/VSKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Aug^lýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 21. MAi 1990.
Jarðskjálfti
á Reykjanesi
J. ^.Jaröskjálfta að styrkleika 4,2 varö
v vart á Reykjanesi klukkan rúmlega
níu í gærmorgun. Skjálfti þessi var
sá sterkasti i hrinu skjálfta sem hófst
um fimmleytið síðdegis á laugardag.
Á einum klukkutíma milli níu og tíu
á sunnudagsmorgni gengu fjórir
skjálftar yflr og allir vægir utan þessi
eini. Skjálftarnir eiga upptök sín út
af Reykjanesi, við Geirfugladrang.
Að sögn Gunnars Guðmundssonar
hjá jarðeðlisfræðideild Veðurstof-
unnar eru svona skjálftahrinur
fremur algengar á þessu svæði.
Standa hrinurnar frá nokkrum
klukkutímum upp í nokkra daga í
senn. Skýringin er skjálftavirknin á
þessu svæði. Skjálftinn í gærmorgun
-*fennst í Garðinum en hvorki í
Grindavík né Reykjanesvita. Fylgst
verður áfram með skjálftahrinunni
en ekki er talið að nokkur þeirra
veröi mjög sterkur.
-JJ
Handtekinn
eftir innbrot
~*í sumarbústaði
Lögreglan í Borgarnesi handtók
nýlega mann sem grunaður var um
aö hafa brotist inn í nokkra sumar-
bústaði á svæðinu frá Gufuá að
Hrauná og stolið þar mat og ein-
hverju lauslegu. Tilkynnt var um
innbrot í sumarbústaði og barst lög-
reglunni lýsing sem passaði við
þennan mann. Hann fannst síðan á
gangi á þjóðveginum í Norðurárdal.
Var hann eina nótt í vörslu lögregl-
unnar í Borgarnesi en síðan fluttur
til Reykjavíkur þar sem hann átti
óuppgerö mál hjá lögreglunni. Maö-
ur þessi er einn af „kunningium“
lögreglunnar og hefur oftsinnis kom-
áð við sögu vegna svipaðra brota í
sumarbústaðalöndum, sérstaklega
i fyrir austan íjall.
-hlh
Seyöisfjöröur:
Eldur í
verbúð
Eldur kom upp í gamalli verbúð á
Seyðisfirði snemma í gærmorgun.
Brann allt sem brunnið gat en grun-
ur leikur á að um íkveikju hafi verið
að ræða. Verbúðin hefur ekki verið
notuð í nokkur ár og var mannlaus
þegar eldurinn kom upp.
-hlh
Staðsetning álvers við EyjaQörð:
Arskógssandur virðist
vera inni í myndinni
- fari svo að álverinu verði valinn staður við EyjaQörð
Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri'
„Það er rétt að ég neftidi aldrei
Dysnes í minni ræðu, ég talaði um
vesturströnd Eyjafjarðar. Það er
ekki alveg hægt að segja að Dysnes
sé staðurinn ef álverinu verður
valinn staður í Eyjaíirði og starfs-
menn á vegum iðnaðarráðuneytis-
ins og reyndar einn fulltrúi erlendu
fyrirtækjanna hafa kynnt sér Ár-
skógsströnd," sagði Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra á almennum
fundi um álversmál á Akureyri um
helgina.
Ráðherra var aö svara fyrirspurn
úr sal um það hvort Dysnes væri
eini staðurinn í Eyjafirði sem kæmi
til greina undir álver ef því verður
valinn staður þar. í máli Sigfúsar
Jónssonar, bæjarstjóra á Akureyri,
á þessum fundi kom fram að við-
ræðunefnd sveitarfélaganna í
Eyjafirði varðandi staðsetningu ál-
vers í firöinum hefur látiö athuga
Árskógssand skoðaður sem kost
númer tvö í firðinum.
Nokkur eftirvænting rikti á þess-
um fundi varðandi það hvort iðn-
aðarráðherra myndi koma fram
með einhverjar nýjar upplýsingar
um staðarval fyrir álver, en svo var
ekki. Jón Sigurðsson sagði þó að
þrennt myndi ráða útslitum í þvi
eftii, í fyrsta lagi að framkvæmdir
velti ekki þeim stöðugleika i efna-
hagsmálum sem sé í sjónmáli, i
öðru lagi að staðsetningin stuðli að
eðlilegri þróun í byggðarmálum,
og í þriðja lagi mengunarmál.
Ráðherra sagði aö tvö fyrri atriö-
in mæltu með stöðum utan höfuö-
borgarsvæðisins en um þriðja at-
riðið væri spurning.
Það mun vitað að menn óttast
mengunarmálin nokkuð ef álver-
inu verði valínn staöur við Dysnes
þótt margir fullyrði að sáralítil
megnunarhætta sé af nýjum álver-
um, og þess vegna hafa augu
manna nú einnig beinst að Ár-
skógssandi þar sem veðurlag er
nokkuð annað. Enn er beðið niður-
staða rannsókna erlendra aðila á
hugsanlegri mengunarhættu af ál-
veri, en hún mun væntanleg á
næstu vikum og þá munu þessi
mál skýrast.
Kim Larsen mætti hress að vanda til landsins á laugardaginn. Ekki var um mikla hvíld hjá honum og hljómsveit
hljómsveit hans Bellami að ræða því tónleikar voru um kvöldið á Gauk á Stöng. Var troðfullt á tónleikunum sem
hófust á miðnætti. Áður var honum afhent gullplata. Kom það til vegna þess að Yummi, Yummi, næstnýjasta
plata Kim Larsen og Bellami hafði selst í meira en 3000 eintökum hér á landi. Á myndinni sést Kim Larsen virða
fyrir sér gullplötuna ásamt einum hljómsveitarmeðiima hans. í bakgrunni er Jónatan Garðarsson sem afhenti
honum gullplötuna.
DV-mynd GVA
Viögerö hjá Pósti og síma:
Tvö númer
víxluðust
Starfsmenn Pósts og síma hafa
unnið að miklum breytingum á þús-
undum símanúmera í vesturhluta
Reykjavíkur.
Á laugardagsmorgun varð vart við
að tvö númer höfðu víxlast þannig
að annað númerið, sem er í húsi í
versturbæ, datt út en yfirtók númer
í austurbæ. Austurbæjarnúmerið
varð sambandslaust.
Af þessu urðu mikil óþægingi. Þeir
sem ætluðu að hringja í austurbæjar-
númerið fengu samband við vestur-
bæjarnúmerið og þeir sem ætluðu
að hringja í vesturbæjarnúmerið
fengu ekkert samband. Kona sem
hefur númerið í austurbænum gat
ekkert hringt alla helgina.
„Við erum að gera miklar breyting-
ar á dreifikerfi. Það hefur eitthvað
komið upp á sem víxlaði þessum
númerum. Það var reynt að kalla út
menn en það tókst ekki, því miður.
Þetta er eina tilfellið þar sem eitthvað
fór úrskeiðis.
Við verðum að átta okkur á því að
við vorum að vinna með um sex þús-
und númer og það geta alltaf komið
upp óþægindi," sagði Skúli Jónsson,
verkstjóri hjá Pósti og síma.
-sme
J
LOKI
Hvert ætli símanúmerið
mitt verði í dag?
Veðrið á morgun:
Skúrir og
þokusúld
Á morgun verður austan- og
norðaustanátt, viðast gola. Skúr-
ir verða suðaustanlands, þoku-
súld við norður- og austurströnd-
ina, en léttir smám saman til á
Vestur- og Suðvesturlandi. Svalt
á annesjum norðanlands og aust-
an en annars 6-12 stig, hlýjast
suðvestanlands.
SAFARÍKAR
GRILLSTEIKUR
\M)
Jarlinn
TRYGGVAGÖTU SPRENGISANDI
BÍLALEIGA
v/FlugvalIarveg
91-61-44-00 4