Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. Fréttir Skúli H. Magnússon t.v. og Anton Freyr Jónsson t.h. hafa á undanförnum dögum orðið fyrir biti starraflóar - á skrokknum, undir höndum, aftan á hálsi, á lærum og fótleggjum. Þeir eru ibúar i Frostafold en þar hafa all- margir orðið fyrir einhvers konar biti á siðustu dögum. DV hefur upplýsing- ar um að víða í borginni hafi fólk verið bitið. DV-mynd JAK Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri: Meirihluti stjórnar vill segja Gauta upp Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Meirihluti stjómar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri er fylgjandi því að Gauta Amþórssyni, yfirlækni handlæknisdeildar, verði sagt upp störfum en ágreiningur varðandi það hvort Gauti hefur æviráðningu við sjúkrahúsið hefur komið í veg fyrir að ákvörðun um það hafi verið tekin. Mál þetta kemur í kjölfar alvar- legra ásakana starfsfólks á sjúkra- húsinu á hendur Gauta á síðasta ári sem leiddu til rannsóknar á störfum hans. í áliti nefndar, sem skipuð var í því skyni og var skipuð 2 fulltrúum Læknafélags íslands og 2 frá Hjúkr- unarfélagi íslands, kemur fram aö fjalla þurfi sérstaklega um samstarf innan sjúkrahússins en vitað er að samstarfsörðugleikar hafa verið á milli Gauta og starfsfólks þar. Nefnd- in mun hafa rætt viö 70-80 manns, samkvæmt heimildum DV, og lang- ílestir þeirra vom þeirrar skoðunar að samstarfið við Gauta væri óviðun- andi. í dagblaðinu Degi á Akureyri hefur komið fram að Gauta hafi veriö veitt leyfi frá störfum í eitt ár til að sinna vísindastörfum. Áreiðanlegar heim- ildir DV segja að hér sé ekki um stöðu við sjúkrahúsið að ræða, frekar sé um að ræða tilflutning og Gauti sé á óbreyttum launum við vísindastörf sín. Enginn þeirra sem DV ræddi við vegna þessa máls hefur viljað ræða það við fjölmiðla undir nafni og mál- ið virðist vera mjög viðkvæmt. Máhð hefur ekki verið bókað á þremur fundum stjómar FSA heldur rætt þar undir nafnlausum lið. Leitin í Ölfusá: Bfllinn talinn vera í djúpri gjá Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Félagar úr slysavamadeildinni Tryggvi Gunnarsson á Selfossi hafa imnið þrotlaust að því að finna bílinn sem lenti í Ölfusá fyrir hálfum mán- uði. Þar fómst tveir ungir menn. Leitin hefur veriö erfið, mikiö vatn í ánni og þungur straumur. Ýmsum aðferðum hefur verið beitt, m.a. bíl ýtt út í ána á sama stað og slysið varð og fylgst með ferðum hans, 40 metra band fest í hann og lóðabelgur á endanum. Aöeins tveimur mínút- um síðar hafnaði bíllinn í 20 metra djúpri gjá, 150 metra fyrir neðan brú. Menn frá vamarhðinu hafa komið og mælt með málmleitartæki hvar bíh björgunarsveitarinnar lá í gjánni. Þeir fengu líka svipaða svör- un ekki langt frá bílnum. Kunnugir segja að mikið járn sé í gjánni, því að áður var öhu úrgangsjámi frá smiðjum Kaupfélags Ámesinga ýtt út í ána. Síðustu daga hefur einn stærsti bílkrani landsins verið björg- unarsveitarmönnum til aðstoðar. Aö sögn Gunnars Einarssonar, sem stjómar leitinni, eru miklar líkur á að bfilinn sé í gjánni en þaö muni reynast erfitt að krækja í hann vegna straumþungans og dýptar gjáarinn- ar. Mjög gott samstarf hefur verið núlh allra sem að leitinni hafa stað- ið, slysavamadeildarinnar, land- helgisgæslunnar, vamarhðsins og fleiri. Starrafló algeng 1 Reykjavlk, segir borgarlæknir: Bitin bólgna og þeim fylgir ofsakláði - segir íbúi 1 Grafarvogi - litiö hægt aö gera til aö forðast bitin „Það virðist vera mikið um þetta núna. Fyrstu bitin varð ég vör við í síðustu viku. Við höfum fjögur verið bitin á mínu heimili en tvö hafa sloppið. Stelpa uppi á lofti hefur einnig verið bitin og fleiri í ná- grannahúsunum. Elsti strákurinn minn hefur örugglega verið bitinn 40 sinnum, sagði Jóhanna VUhjálms- dóttir, íbúi í Frostafold, í samtali við DV en á heimUi hennar og í nágrenni við hana hefur á síðustu dögum orð- iö vart við hálfgeröan bitfaraldur. ' Borgarlæknirstaðfestiísamtaliviö DV í morgun að hér væri Um að ræða starrafló sem fer á kreik á vor- in. Borgarbúar í ýmsum hverfum hafa orðið fyrir bitum á síðustu dög- um. Borgarlæknir sagði að helsta vömin væri að loka fyrir inngöngu- leiðir í hús og að fá meindýraeyði til að útiloka starrahreiðrin. Kláða- stillandi lyf er hægt að fá við þessu, að sögn borgarlæknis. „HeimUislæknir, sem ég talaði viö, vUdi meina að það væri töluvert um þetta núna. Hvort það em svona góð skilyrði með vorinu veit ég ekki en við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Jóhanna. „Bitin bólgna aðeins og þeim fylgir ofsakláði. Þetta kemur víða - undir höndum, aftan á hálsi, á lærum, baki og fótleggjum. Ég hef fengið þetta sjálf og tveir synir mínir, 4ra og 11 ára. Pabbi þeirra hefur líka verið bitinn. Sá yngsti, sem er aðeins 2ja mánaða, hefur einn sloppið. „Ég tók herbergi strákanna alveg í gegn, ryksugaði, skúraði og skrúb- baði og lét annan strákinn skipta um rúm eina nóttina - þá svaf hann hjá pabba sínum. Það þýddi ekkert. Strákurinn var bitinn áfram en pabbi hans slapp. Síðan hefur pabbi hans verið bitinn líka. - Finnið þið fyrir því þegar þið eruð bitin eða stungin? „Nei, en svilkona mín hefur gert það. Hún vaknaði upp eina nóttina þegar hún var bitin. Kláðinn kemur meira fram á kvöldin og á nóttinni. Þegar fólk er komið undir sæng finnur það meira fyrir óþægindum." Er þetta ekkert í rénun? „Nei, það virðast koma fleiri útbrot á elsta strákinn minn. Ég er líka að fá fleiri bit,“ sagði Jóhanna. -ÓTT TriHukarl á Austflörðum: Þetta er satansmál erfltt aö koma boðum til Tilkynningaskyldunnar „Þetta er eitt satansmál. Eftir að byijað var að fiarstýra Nesradíói frá Reykjavík er nánast ómögulegt að koma skilaboðum til Tilkynninga- skyldunnar. Ég gæti nefnt nokkur dæmi þar um. Það hefur komið fyrir að þeir hafa haldið okkur vera langt frá þeim stað sem viö höfum verið á. Ég vil ekki hugsa til þess, ef við þyrftum að senda frá okkur neyðar- kall, aö þá verði byijað að leita okkar langt frá þeim stað sem við erum á,“ sagði Halldór Þorsteinsson triUukarl á Neskaupstað. Nesradíó var fært undir Gufunes- radíó 1. desember síðastliðinn. Trillukarlar segja að eftir það sé ástandið óþolandi. Halldór Þor- steinsson segist vera búinn að gefast upp á að tilkynna sig og hann ætlar ekki að gera það fyrr en lausn finnst á þessu vandamáh. Hjá Tilkynningaskyldunni fengust þær upplýsingar að meldingum frá bátum á Austfiörðum hetði fækkað mjög mikiö eftir breytingarnar. Starfsmaður Tilkynningaskyldunn- ar sagði að þetta skerti öryggi sjó- farenda á Austfiörðum mikið. Hann sagði slæmt, ef eitthvað kemur upp á, að hafa ekki menn á fiarskiptum sem eru kunnir staðháttum. „Öruggt samband við land er einn veigamesti þátturinn í öryggiskerf- inu. Það má segja að við náum ekki sambandi nema þegar við erum í beinni sjónlínu við þessi þijú loftnet sem eru hér. Eins dettur samband út þegar við erum undir björgum. Ég er einna mest hissa á Slysvamafé- laginu, sem rekur Tilkynningaskyld- una, að líða þetta ástand. Ég er búinn að tala við umdæmisstjóra Pósts og síma á Austurlandi og eins viö stöðv- arstjórann hér á Neskaupstað. Þeir segjast hafa skilning á þessu en þeir virðast vera gjörsamlega áhrifalaus- ir,“ sagði Halldór Þorsteinsson. Halldór sagði einnig að eftir breyt- ingar tæki mun lengri tíma að gera við aUar bUanir eftir að loftskeyta- mönnunum á Nesradíói var sagt upp störfum í desember. -sme Myndlist: Til styrktar alnæmissjúkum Boðin verða upp 50 verk eftir ís- lenska listamenn í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 27. maí kl. 20. Uppboðið er til styrktar alnæmis- sjúkum. Meðal þeirra sem gefið hafa verk á uppboðiö eru Eiríkur Smith, Krisfián Davíðsson, Jóhannes Geir, Hringur Jóhannesson, Balthasar, Sigrún Eld- jám, TolU og Gunnar Örn Gunnars- son. Ágóöinn rennur óskiptur tíl fé- lagshjálpar við alnæmissjúka. Verk- in veröa til sýnis samdægurs milli kl. 12 og 18. -PÍ Leitað með einum staersta krana landsins í Ölfusá en hann er eign Bjöms Alfreðssonar. DV-mynd Kristján

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.