Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Page 16
16 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. Skák Fyrrverandi heimsmeistari, Mika- hil Tal, hefur fimm sinnum teflt í Reykjavík og ævinlega yljað ská- kunnendum um hjartarætur - bæði með geislandi persónuleika og fjörugri taflmennsku. Er hann kom hingað síöast, á heimsbikar- mótið í október 1988, duldist þó engum að hann gekk ekki heill til skógar. Hann hefur alla tíð verið heilsuveill en nú virtist komið í algjört óefni, þótt þess sæjust reyndar ekki merki við skákborðið. Fram á mitt síðasta ár gengu sög- ur um að Tal ætti skammt eftir ólif- að. Hann var vægast sagt illa á sig kominn, ekkert nema skinn og bein, og hafði mátt þola langa sjúkrahúsvist. En um síðir rofaði til og Tal „reis upp frá dauöum“. Nú hefur hann aftur náð að safna kröftum og enn fá skákunnendur að njóta töfrabragðanna - og von- andi sem lengst. Það ber vel í veiði nú fyrir ísra- elska skákmenn, sem fyrr á árinu barst liðsauki er Lev Psakhis, tvö- faldur Sovétmeistari, flutti þangað með fjölskyldu sína. Nýverið skrif- aði Tal undir samning um að þjálfa og leiðbeina í ísrael næstu þrjú árin. Því má búast við að þátttaka hans á skákmótum verði stopulli en verið hefur. Tal, sem varð heimsmeistari 1960, var frægur fyrir fórnir og fléttur við skákborðið og svo magnaðir þóttu tilburðir hans að hann var gjarnan nefndur „töframðurinn frá Riga“. í seinni tíð hefur hann róast mjög en aldrei er þó langt í töfra- manninn. Nú velur hann örugg- ustu leiðina en fórnirnar og flækj- urnar koma fram í skýringum hans við skákina. Nema stundum að Tal stenst ekki mátið. Hann tefldi með sveit Zehlendorf í þýsku Bundesligunni á keppnis- tímabilinu, sem nú var að ljúka. Mikhail Tal - töframaðurinn frá Riga - hefur skrifað undir þriggja ára þjálfunarsamning í ísrael. Töframaðurinn frá Riga er ekki af baki dottinn Þar tefldi hann bráðskemmtilega skák í „gamla Tal-stílnum". Sjálfur segir hann í skýringum við skákina í „Shakmaty Riga“ að í u.þ.b. ár hafi hann ekki teflt betri skák. Hann fær fljótt mun betri stöðu en það er eftirtektarvert að sjá hvern- ig hann vinnur úr henni. Deila má um það, hvort hann fer bestu og stystu leiðina að settu marki en aðferð hans er áreiðanlega sú fall- egasta. Hvítt: Mikhail Tal Svart: E. Meduna Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 í skýringum sínum við skákina segist Tal hafa litið á þenann leik sem „létt grín“ er hann sá hann fyrst, en það mun hafa verið í hrað- skák gegn undirrituðum. Tafl- mennska hvíts í þeirri skák var ekki beysin og Tal náði yfirburöa FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR UNGLINGADEILD Aðili með sálfræði-, félagsfræði- eða félagsráðgjafa- menntun óskast til starfa. Ráðningartími 1 ár. Starfssvið: Unnið er með unglingum á aldrinum 12-18 ára og fjölskyldum þeirra. Einstaklingsmeðferð, fjölskyldu- meðferð, hópmeðferð, greiningarvinna, ráðgjöf og samvinna vió aðra meðferðaraðila er innan okkar verksviðs. Viðkomandi myndi hafa sem meginverk- efni að sinna afbrotamálum barna og unglinga. Við erum lítill samhentur starfshópur með aðsetur í björtum rúmgóðum vinnustað í gamla miðbænum. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Nánari upplýsingar veitir Snjólaug Stefánsdóttir, deildarstjóri unglingadeildar, í síma 622760. Umsóknir skilist til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 6. júní 1990. Skák Jón L. Árnason stöðu. En nú er hann sjálfur farinn að tefla svona með hvítu. Leikur- inn gefur svörtum ýmislegt um að hugsa, sem „teóríubækurnar" hafa enn ekki gefiö svör við. Og ýmsir pyttir eru á leiöinni. Ein hugmynd- in er auðvitaö aö svara 5. - h6? með 6. Reð! fxe6?? 7. Dh5 + og mát blas- ir viö, eða í næsta leik 6. - h6? 7. Re6! fxe6?? 8. Bg6 mát! 5. - Rgf6 6. Bd3 c5 Hér er oftar leikið 6. - e6 og Tal hefur sjálfur í tvígang leikið 6. - Dc7 með svörtu. Meduna haföi textaleikinn hins vegar á hraðbergi en þetta er leiktap - varasamt þeg- ar svartur hefur enn ekki komið mönnum sínum á framfæri. 7. Rlf3 cxd4 Eftir 7. - e6 kemur 8. De2 sterk- lega til álita með vissum óþægind- um á svart. Hins vegar hafði Tal einnig annan möguleika í huga, 8. Re5!? Rxe5 9. dxe5 Rd5 (ekki 9. - Rd7? 10. Rxe6!) og nú 10. DfB, eða 10. Dh5 með góðum færum. Og svari svartur 9. dxe5 með 9. - c4?! er Tal ekki lengi að finna vinnings- leið: 10. Bxc4 Da5+ 11. Kfl Dxe512. Dd8+! Kxd8 13. Rxf7+ og næst 14. Rxe5 o.s.frv. 8. 0-0 . Svartur á nú þegar við ramman reip að draga. Enn gengur ekki 8. - h6? vegna 9. Re6! og eftir 8. - e6 9. Hel vofa ýmsar hótanir yfir. 8. - Db6 9. Bc4 e6 10. Hel Be7 Nú á svartur aðeins eftir að hróka og þá eru erflðleikarnir að baki. Tal lætur hann ekki sleppa svo auðveldlega! 11. Rxf7! Þiggi svartur þessa fórn með 11. - Kxf7 gæti framhaldið orðið 12. Rg5+ Ke8 12. Rxe6 Rf8 13. Rxg7 + Kd8 en Tal segist þó ekki hafa fund- ið þvingaða vinningsleið úr þessari stööu. Þá kom honum annar mögu- leiki til hugar: 12. Hxe6 Db4 13. Hxf6+! Ke8 14. Bf7+ og næst 15. Hf4 og hvíta sóknin heldur áfram. Hvítur á nú vinningsstöðu en það er skemmtilegt að sjá hvernig Tal spinnur sóknina áfram. 11. - Dc7 12. Bxe6 Rc5 13. Bc4 Líklega hefðu 99% stórmeistara kosið 13. Bxc8 Kxf7 14. Rg5+ og leika biskupnum síðan úr borðinu en þá á hvítur peði meira og yfir- burðastöðu. Tal tekst að flækja tafl- ið að vanda og ekki verður því mótmælt að aðferð hans er mun glæsilegri. 13. - b5 14. Dxd4! bxc4 15. Bf4 Db6 „Eini reitur drottningarinnar! Nú flaug sem snöggvast í hug mér leikjaröðin 16. Rd6+ Kf8 17. Dxf6 + gxf6 18. Bh6+ Kg8 19. Hxe7, en þá sá ég óttasleginn að riddari minn á d6 er óvaldaður," segir Tal. Þetta var hins vegar mögulegt.því að eft- ir 19. - Dxd6 20. Hg7 + Kf8 21. Hd7 + ætti hvítur að vinna. En Tal hefur önnur áform. 16. Rxh8 Be6 17. Rg5 Hd8 E # ^ i A AA w % Á W Á, A A A A A A 2 abcdefgh 18. Dxc5! Einnig leiðir 18. De3, eöa 18. De5 til vinnings, en Tal stenst ekki freistingúna og fórnar drottning- unni. 18. - Dxc5 19. Rxe6 Db6 Eftir aðra skynsamlega drottn- ingarleiki drepur hvítur á d8 og vinnur auðveldlega. 20. Bc7! Og svartur gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.