Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Side 20
20
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990.
Kvikmyndir
David Lynch ásamt leikurum sínum í Wild at Heart, talið frá vinstri: Isabella Rossellini, David Lynch, Laura Dern, Diana Ladd, Wiliem Dafoe og Nicholas Cage. Myndin er tekin í Cannes.
Kvikmyndahátíðin í Cannes:
Umdeilt val dómnefndar
Þaö var langt frá því að allir
væru ánægöir með val dómnefndar
á bestu kvikmyndinni á nýafstaö-
inni kvikmyndahátíð í Cannes.
Þegar hinn þekkti leikstjóri Bern-
ardo Bertolucci, sem var formaöur
dómnefndar, tilkynnti aö banda-
ríska kvikmyndin Wild at Heart
heföi unniö gullna pálmann skipt-
ust viðbrögð áhorfenda nokkuö
jafnt, helmingurinn rak upp gleði-
óp en hinn helmingurinn púaöi af
óánægju.
Wild at Heart, sem David Lynch
leikstýrir, haföi vakið mikla at-
hygli þegar hún var sýnd en ekki
voru allir jafnhrifnir, enda nærist
kvikmyndin á ofbeldi og kynlífi.
Myndin fjallar um tvo unga elsk-
endur, Sailor og Peanuts, sem eru
á flótta undan laganna vörðum.
Það sem Wild at Heart á sameig-
inlegt meö síðustu mynd Lynch,
Blue Velvet, er að hún gerist í fjar-
stæðukenndum heimi þar sem of-
beldið er alltaf í nálægð áhorfan-
dans. Á flótta sínum hitta skötu-
hjúin fyrir fólk sem almenningur
hefur aðeins lesið um, klámkvik-
myndastjörnur og sadista, svo að
eitthvað sé nefnt. Og ekki tekur
betra við í faðmi fjölskyldunnar
þar sem liðist hefur nauðgun og
morð.
Eitt er víst að Wild at Heart á
eftir að verða jafnumtöluð og Blue
Velvet. Það sem helst aðgreinir
þessar tvær kvikmyndir hvora frá
annarri er að ólíkt og var í Blue
Velvet, þar sem aldrei var losað um
spennuna, er Wild at Heart að hluta
tn svört kómedía sem þrátt fyrir
allt hefur „góðan endi“.
Lynch sagði blaðamönnum í
Cannes að upprunalega hefði verið
mun meira ofbeldi í Wild at Heart
en eftir fyrstu prufusýninguna, þar
sem margir áhorfendur löbbuðu
út, hefði hann klippt nokkrar senur
úr myndinni.
„Ofbeldið var að gera út af við
kvikmyndina," sagði Lynch.
„Galdurinn var að draga þessa
hárflnu línu þar sem mörkin eru.
Ef þú ferð yfir þessa línu ertu í
miklum vandræðum."
Val dómnefndarinnar ætti samt
ekki að koma neinum á óvart. í
gegnum tíðina hefur dómnefndin í
Cannes, sem er aldrei sú sama,
verið vilhöll myndum sem eru
öðruvísi. Má nefna þegar dóm-
nefndin valdi í fyrra aðra banda-
ríska kvikmynd, Sex, Lies and
Videotape, sem nánast var gerð
fyrir engan pening, og veitti henni
gullna pálmann. Sú verðlaunaveit-
ing varð til þess aö áhorfendur
flykktust á myndina og flestir hrif-
ust. Ameríska kvikmyndakademí-
an, sem velur til óskarsverðlauna,
leit aftur á móti ekki við Sex, Lies
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
and Viedeotape og hafði hana alveg
útundan þegar tilnefningar voru
birtar.
Hjá dómnefndinni 'í Cannes í ár
urðu svo aftur á móti útundan allar
þær myndir sem talið var að höfð-
uðu mest til fjöldans, myndir á
borð við White Hunter, Black He-
art sem Clint Eastwood leikstýrir
og leikur aðalhlutverkið í og marg-
ir töldu fyrirfram líklega til sigurs.
Flestir voru sammála um að sú
mynd hefði mest skemmtanagildi
og fékk hún mjög góða dóma. Dóm-
nefndin lét hana alveg fram hjá sér
fara og fékk hún ekki einu sinni
tilnefningu. Eins var um nýjustu
kvikmynd Giuseppe Tornadore,
sem leikstýrði Cinema Paradiso,
Stanno Tutti Bene, sem einnig fékk
mjög góðar viðtökur. Dómnefndin
leit ekki við henni.
Það voru sérstaklega Frakkar
sem uröu alveg brjálaðir út af vali
dómnefndar. Höfðu þeir gert sér
vonir um að Cyrano de Bergerec,
sem Jean-Paul Rappenau leikstýr-
ir, fengi gullna pálmann. Frakkar
urðu að sætta sig við að Gerard
Depardieu fengi verðlaun sem besti
leikari og þótti mörgum frönskum
kyikmyndagagnrýnandanum það
si^t þótt Depardieu væri vel að
verðlaununum kominn.
Einn franski gagnrýnandinn
sagði um Wild at Heart. „Þessi
kvikmynd er eingöngu kynlíf, of-
beldi og Rock’n Roll og hún á ör-
ugglega eftir að valda miklum von-
brigðum i Bandaríkjunum."
Hvort sem þessi orð franska
gagnrýnandans eiga eftir að rætast
eða ekki þá er víst að Wild at He-
art á eftir að valda miklu fjaðrafoki
vestan hafs og David Lynch sjálfur
segist ekki útiloka þann möguleika
að hann verði að klippa einhver
atriði úr myndinni áður en hún
verði sýnd fyrir bandarískan al-
menning.
-HK
Clint Eastwood fór fýluferð til
Cannes þetta árið. Þrátt fyrir að
White Hunter, Black Heart hefði
fengið mjög jákvæða dóma hjá
gagnrýnendum leit dómnefndin
ekki við henni. Eastwood, sem
sést hér i hlutverki „John Hust-
ons“, bæði leikstýrir og leikur að-
alhlutverkið í myndinni.
David Lynch - maður ársins
David Lynch ásamt sambýliskonu sinni, leíkkonunni Isabella Rossellini.
Það er öruggt að áriö í ár verður
ár David Lynch. Það er ekki bara
að nýjasta kvikmynd hans, Wild
at Heart, hefur fengið gullna pálm-
ann í Cannes og á eftir að verða á
milli tannanna á almenningi það
sem eftir er af árinu heldur er hann
leikstjóri og aðalhugmyndasmiður
sjónvarpsmyndaflokksins Twin
Peaks, en fyrirrennari mynda-
flokksins, mynd í fúllri lengd, sló
heldur betur í gegn þegar hún var
sýnd í sjónvarpinu vestan hafs 8.
apríl.
Kvikmynd þessi hefur verið gefln
út á myndbandi hér á landi. Öll
meiri háttar blöð í Bandaríkjunum
fjöliuðu um kvikmyndina og marg-
ir áttu varla orð til að lýsa hrifn-
ingu sinni á verki David Lynch.
Þegar hafa verið gerðir sjö þættir
sem sýndir verða næsta haust.
David Lynch hefur vart gert
nokkuð annaö en að búa til kvik-
myndir og mála málverk. Hann var
mjög ungur þegar hann gerði stutt-
myndina Grandmother sem fjaliar
um dreng sem plantar fræi í ömmu
sína, fræi sem síðan vex.
Hans fyrsta kvikmynd í fullri
lengd var Eraserhead sem segir frá
undarlegum hjónum og barni
þeirra sem er varla nema aö hálfu
leyti mannlegt. Gerist myndin í
iðnaðarborg og er uppfull af súr-
realískum atriðum. Eraserhed var
sett á markaöinn 1977 en það tók
Lynch fimm ár aö fullgera hana,
aðallega vegna fjárskorts.
Næsta kvikmynd David Lynch
var Fílamaðurinn (The Elephant
Man) sem hann gerði 1980. Myndin
er byggð á trakískri æfi hins af-
skræmda John Merrick. Fékk
Lynch mikið hrós fyrir myndina
og varð Fílamaðurinn til þess að
farið var að veita David Lynch at-
hygli.
Sú athygli breyttist í martröð fyr-
ir hann- þegar hin misheppnaða
Dune kom fyrir sjónir almennings
1984. Þar var með sanni hægt að
segja að 40 miUjónum dollarar
hefði verið eytt í vitleysu. Endur-
reisn David Lynch kom svo með
Blue Velvet, umdeildri en sterkri
kvikmynd sem kom á markaðinn
1986.
David Lynch fæddist í Montana
fyrir 43 árum. Hann ólst upp i smá-
borgínni Missoula og er þar sjálf-
sagt komin skýringin á ást/hatur á
smáborgum sem einkennir öll hans
síðustu verk, Blue Velvet, Twin
Peaks og Wild at Heart. Faðir hans
er vísindamaður sem vinnur á veg-
um landbúnaðarráðuneytisins.
David Lynch vildi verða mynd-
listarmaður í fyrstu, ekki kvik-
myndaleikstjóri, og hann þykir
ágætur málari í dag. Hann er einn-
ig menntaöur tónlistarmaður og
hefur samiö dægurlög og eitt stórt
verk, Industrial Symphony No 1
sem hann samdi í samvinnu við
tónskáldið Angelo Badalamenti.
David Lynch er tvígiftur og tví-
skilínn og á tvö böm, annað með
núverandi sambýliskonu sinni,
leikkonunni lsabella Rossellini.
-HK