Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 21
 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. 21 Meiming Andans minni Málverk Sveins Björnssonar virðast fremur lúta náttúrulögmálum en listræn- um. Það er varla hægt að segja að þau „þró- ist“ stílrænt, heldur er engu hkara en þau taki breytingum eftir því hvernig viðrar, eftir árstíðum, jafnvel eftir þvi hvernig skjálftavirknin er í Krísuvík þar sem Sveinn hefur haft vinnustofu. Málverk hans eru því eins óútreiknanleg og tíðarfariö á íslandi, oft rysjótt og hráslagaleg, stundum uppfull með leysingaveðri, en svo koma fyrir dýrð- ardagar, þegar verkin fyllast tærri birtu og grómagni. Sveinn hefur því gert æði margar vondar myndir um dagana, en inn á milli hefur hann dottið ofan á mögnuð mynd- verk, sönn í lit og mergjuð í byggingu, kannski fleiri en margan grunar. Nú sýnir hann úrval gamalla mynda og nýrra í Hafn- arborg í Hafnarfirði (til 27. maí), sem veitir ágæta innsýn í rúmlega þijátíu ára feril hans. Náttúrubarn Sveinn er mikið náttúrubarn í efnismeð- ferð sinni. í höndum hans verður málningin eins og jarðleir, annaðhvort mjúk og þjál eða hörð og stökk. Sjaldnast liggur hún slétt og sleikt, heldur hrannast upp eins og mold- arbörð eða myndar misjafnlega þykkan hræring, sem er að sumu leyti eins og end- urspeglun af nánasta umhverfi hans. Burðarásinn í myndhst Sveins er einmitt linnulaus togstreitan milh hinna áferða- miklu flata, efnisheimsins, og hins yfirskil- vitlega inntaks flestra mynda hans, það er, hinnar andlegu víddar. Eins og listrænn ættbróðir hans, Carl-Henning Pedersen, er' Sveinn fabúlisti sem ekki gerir skýran greinarmun á ytri og innri veruleika. Innri Sveinn Björnsson - Örlög, 1979-80. veruleiki Sveins fær á sig form nokkurra vera eða fyrirbæra með goðsagnakenndu yfirbragði. Þar ber mest á fuglum í öllum regnbogans litum, nökkvum og stílfærðum andlitum, sem í senn minna á frumstæðar grímur, gamlar helgimyndir - og nökkva. Góðarvættir Sveinn áréttar raunar „helgi“ þessara andlita öðrum þræði með höfuðbúnaði sem líkist geislabaug og gegna þau þá vísast hlut- verki góðra vætta. Hvort sem málverk Sveins eru byggð á hlutlægum grunni eða einskæru hugar- hvarfli, rennur upphafleg hugmynd á end- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson anum saman við þessi andans minni, til góðs eða ills. í besta falli verða þau til þess að hnykkja á og fylla upp í þaö sem gerist á fletinum, formrænt og inntakslega, en eiga þaö einnig til að taka völdin af málaranum. Best tekst Sveini upp í myndum eins og „Látið þið tunghð vera“ (tvær útgáfur, 1965 & 1968). „Steinarnir tala“, (nr. 19) og „Ævin- týri“ (1970). Dulvitundin gerir mjög snemma vart við sig í verkum Sveins. Verk hans frá 1958-60 eru drungaleg verk með raunsæju sniði. Litrófið minnir í senn á Júlíönu Sveins- dóttur, frænku málarans, Jóhannes Geir og Ágúst Petersen - en samt er eins og fólkið í þeim sé ekki af þessum heimi. Myndin „Vetrarlandslag" (1963) er síðan á mörkum hins náttúrulega og yfirnáttúrulega. Eftir það varð ekki aftur snúið. í Hafnarborg sýnir Sveinn nokkrar klippi- myndir frá 1984, sem verða að teljast útúr- dúr á ferli hans, svo mjög sem þær eru á skjön við alla hans list- og lífsfilósóflu. Kvikmyndir John Larroquette og Kirstie Alley leika aðalhlutverkin i Allt á hvolfi. Háskólabíó: Allt á hvolfi ★ V2 Helstríð í heimahúsi í þessari mistæku gamanmynd þurfa hjónakorn að horfa máttvana upp á friðsælt heimili sitt yfirfyllast af alls kyns ruslaralýð sem leggur það í rúst. Vinahjón frá New Jersey, konan ófrísk, maðurinn ræfill. Odrepandi köttur þeirra. Puntudrósarsystir húsfreyjunnar og kókaínsalinn sonur hennar. Óður smiður og-félagslega brengluð börn hans. Öllu er þessu dembt inn á aumingja uppana Kirstie Alley og John Larroquette. Á pappírnum hefur þessi afkárakímni litið vel út en fáránlegt þýðir ekki alltaf fyndið og fljótlega verða ósennilegheitin óspennandi. Undir lokin fara aðalpersónurnar yfir um ög myndin með og verður þá loksins fyndin að einhverju marki. Kirstie Alley. sýnir óvænta hæfileika í nokkru sem mætti útleggja sem taugaveiklaðan gamanleik. En annars er allt tíðindalaust frá vesturvíg- stöðvunum. Madhouse. Bandarísk. 1989. Saga og leikstjórn: Tom Ropelewski. Leikarar: John Larroquette (Night Court), Kirstie Alley (Look Who's Talking), David Ginty (The Exterminator). Gísli Einarsson BASTSETT 2ja sæta sófi, 2 stólar, borð. Verð fró 29.825. Glæsilegt úrval nýkomið af plast- og furu- húsgögnum Um helgina laugardag kl. 11-16 sunnudag kl. 1 2-1 6 SEGLAGERÐIN Stóll kr. 1.050,- staðgr. ÆGIR EYJASLÓD 7, SÍMI 621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.