Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 26. MAl 1990.
41
ensku og flest upplýsingaspjöld og
bæklingar eru á japönsku, t.d. lest-
arkort. Viö björguðum okkur oft
meö handahreyfmgum. Annars
vorum við yfirleitt með leiðsögu-
mann með okkur frá umboðsskrif-
stofunni, öðruvísi hefðum við aldr- '*ð'
ei fundið þau fyrirtæki sem óskuðu
eftir okkur í viðtöl. Húsin í Tokýo
eru merkt eftir hverfum, ekki göt-
um.“
Öruggur staöur
Hendrikka fór til Japans með
stuttum fyrirvara í haust og svo
var einnig um Berglindi. í Japan
hittu þær tvær íslenskar stúlkur,
Unni Kristjánsdóttur, sem var þar
á vegum Elite, og íslenska stúlku
sem búsett er í Kanada. Þær Hend-
rikka og Berglind höfðu einnig
mikið samband við Helga Þórhalls-
son sem starfar fyrir Sölumiðstöð J.
hraðfrystihúsanna í Japan. „Hann 1
var mjög almennilegur við okkur,“
segir Hendrikka.
Hún stefnir á háskólanám í
Flórída næsta haust en segist vel
geta hugsað sér að fara aftur til
Japan. Hendrikka segir að hættur
séu ekki miklar í Tokýo og ekkert
að óttast. „Mér fannst ég alltaf vera
örugg. í kynningu um Japan, sem
var í flugvélinni á leiðinni til
Tokýo, kom fram að jafnmargir
glæpir eru framdir í New York á
einni viku og í Tokýo á einu ári.“ ?
Hendrikka starfar enn fyrir Icel-
andic Models en fyrirtækið leitar
nú eftir stúlkum sem áhuga hafa á
að reyna fyrir sér sem fyrirsætur
í Japan. „Við leitum að stúlkum
sem myndast vel og eru um 170 sm
á hæð. Það er ákaflega skemmtilegt
að dvelja í Japan og kynnast lífinu
þar í einhvern tíma. Maður gerir
sér þó auðvitað enga grein fyrir
hvernig starfið er fyrr en á hólminn
er komið. Áhuginn skiptir öllu
máli í þessu starfi," segir Hend-
rikka.
„Þetta var mikil og góð reynsla þó
mér hafi kannski ekki þótt starfiö
mjög spennandi. Það var engu að
síður mjög skemmtilegt að kynnast
Japan og japanskri menningu sem
er svo gjörólík því sem við þekkj-
um,“ segir Hendrikka Waage en
hún starfaði við fyrirsætustörf í
Tokýo í rúma fjóra mánuði frá okt-
óber til febrúarloka.
Helgarblaðið sagði frá því þegar
Hendrikka fór í haust til Japan eft-
ir að hafa fengið boð frá japanskri
umboðsskrifstofu í gegnum Icel-
andic Models. Önnur íslensk
stúlka, Berglind Jónsdóttir, var þá
nýfarin út. Berglind er enn starf-
andi í Japan en Hendrikka sneri
heim.
„Þegar ég kom til Tokýo í haust
tók Berglind á móti mér. Við bjugg-
um í sömu íbúð ásamt fleiri módel-
um. Maður verður aö hafa gríðar-
legan áhuga til að standa í þessu,“
sagði Hendrikka. „Það var gaman
að reyna fyrir sér á þessum slóðum
en fyrirsætustarfið í Japan er allt
öðruvísi en annars staðar.
Strax þegar ég kom til Japan
byrjuðu viötöl hjá hinum og þess-
um aðilum. í Tokýo eru bæði starf-
andi japanskar umboösskrifstofur
og evrópskar. Umboðsskrifstofan
sendir mann í nokkur viðtöl á dag
í hin ýmsu fyrirtæki um alla borg-
ina. Það er mjög mismunandi hvað
maður fær að gera en yfirleitt eru
þetta myndatökur fyrir verðlista
og blöð.
Lægri fyrir-
sætur í Japan
Það er afar þreytandi að þvælast
milli fyrirtækja í lest. í Tokýo er
svo margt fólk og erfitt að vera
mikið á þeytingi. Reyndar kom mér
á óvart hve borgin er vestræn.
Tískusýningar eru oft haldnar þar
en sýningarfólkið kemur m.a. frá
París. Reyndar komst Berglind að
Hendrikka Waage starfaði sem fyrirsæta í Tokýo í fjóra mánuði og lætur mjög vel að dvöíinni þar.
fslenskar fyrirsætur í Japan:
Dýrmæt og góð lífsreynsla
- segir Hendrikka Waage sem starfaði í Tokýo í fjóra mánuði
sem sýningarstúlka í tveimur
tiskusýningum, þar á meðal Tokýo
Collection sem er mjög stór sýning.
Fyrirsætur sem starfa í Japan
mega vera allt frá 167 sm upp í 174
sm og hærri. í Evrópu og í Banda-
ríkjunum þurfa þær yfirleitt að
vera hávaxnari.“
Hendrikka segir það hafa verið
mikla lífsreynslu að hafa búið í
Japan þennan tíma og kynnast líf-
inu þar. „Japanir eru allt öðruvísi
en við. Þeir eru mjög kurteisir og
kærleikurinn er einhvern veginn
sterkari í þeim. Hins vegar er dýrt
í Japan. Húsaleiga er mun dýrari
en hér heima en maturinn aftur
ódýrari. Við leigðum þriggja her-
bergja íbúð og þurftum að greiða
fjörtíu og fimm þúsund hver á
mánuði, hvort sem við vorum tvær
eða t.d. fimm í íbúðinni.
Fyrirsætur þurfa að passa sig á
umboösskrifstofunum, þær eru
misgóðar. Mikill hluti launa okkar
fer í skatta og til að greiða umboðs-
skrifstofunni hennar hlut.“
Hendrikka notaði tímann til að
Hendrikka og Berglind á japönskum veifingastað. Um þessar mundir
leitar lcelandic Models að stúlkum sem áhuga hafa á að fara til Japans.
kynna sér japönskuna. Hún fór
ásamt Berglindi á námskeið og seg-
ir að það hafi verið mjög skemmti-
legt. „Það er auðvelt að bera jap-
í félagsskap
Mick Jagger
Tíminn í Japan fór ekki eingöngu
í vinnu því að þær Hendrikka og ^
Berglind áttu oftast frí öll kvöld og
helgar. Þá reyndu þær að kynnast
borginni og fóru á tónleika. Meðal
þeirra sem þær hittu var Mick Jag-
ger, sem settist til borðs með þeim
á diskóteki þar sem stúlkurnar
sátu í lokuðum bás. „Hann var
mjög indæll, spurði okkur t.d. um
ísland.“
Ferðalög geta líka fylgt fyrir-
sætustarfinu og Berglind var svo
heppin að fara í myndatökur á ítal-
íu þar sem hún dvaldi í tvær vik-
ur. „Þaö er óskað eftir okkur í mis-
munandi myndatökur og alls ekki
bara í fataauglýsingum. Ég get ‘
nefnt sem dæmi auglýsingamyndir
fyrir leikfóng, hljómtæki, tölvur,
hamborgara, bíla og fleira. Iöulega
eru þetta myndatökur fyrir bækl-
inga og blöð sem oft eru sendir til
vestrænna landa,“ segir Hendrikka
Waage. -ELA
Berglind Jónsdóttir hefur einnig
starfað sem fyrirsæta í Japan und-
anfarna mánuði og er enn. Berg-
lind hefur meðal annars ferðast til
Ítalíu frá Japan i starfi sinu.
önsku fram en erfiðara að lesa og
læra táknin. Fáir í Tokýo tala