Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1990, Síða 34
^6 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990. Lífsstm Siglt um Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi „Þegar veriö var aö kvikmynda ■^James Bond myndina Víg í sjónmáli, sumarið 1984, sáu menn fram á aö þaö væri grundvöllur fyrir því að bjóða upp á bátsferðir um Jökulsár- lóniö. Allt sumariö var stöðugur straumur af fólki sem vildi fá aö komast í útsýnissiglingar á bátunum sem notaðir voru viö töku myndar- innar. Þaö má því segja að það sé James Bond aö þakka aö þetta varö að veruleika," segir Fjölnir Torfason, á Hala í Suðursveit en hann og fjöl- skylda hans bjóða upp á siglingar um Jökulsárlóniö á Breiðamerkursandi. „Ég tók viö fyrirtækinu árið 1987, en starfsemin hófst 1985, og þetta hefur gengið alveg þokkalega. Við erum með einn hjólabát í siglingum yi lóninu. Hann keyptum við úr Þykkvabænum en Þykkbæingar höfðu keypt hann frá bandarískri hergagnaverksmiðju. Auk hjólabáts- ins notum við svo tvo flugfiskbáta og tvo slöngubáta í sighngarnar. Við getum því verið með á milh 60-70 manns á siglingu á lóninu í einu.“ Byggð hefur verið bryggja austan- megin við lónið og þaðan er haldið í hann á bátunum út á lónið. Hver sigl- ing tekur á milli 30 og 40 mínútur og er hreint ævintýri út af fyrir sig. Það er fyrst þegar komið er út á lónið að menn átta sig á hversu stórt það er, auk þess sem allt önnur sýn fæst á þetta stórkostlega náttúrufyr- irbæri heldur en þegar staðið er á bökkum þess og það virt fyrir sér frá þeim sjónarhóli. Veörið hefur ekki svo mikið að segja þegar siglt er um lónið. Það er jafn fallegt í rigningu og þoku og þaö er i glaðasólskini. Mörgum finnst raunar að lónið sé enn fallegra í dimmviðri en sólskini því þá kemur blái liturinn í ísnum beturí ljós og hann virkar hreinni og tærari. í slíkri veðráttu breytist lónið í sann- kallað ævintýraland þar sem ljós og skuggar virðast leika saman á yfir- náttúrulegan hátt. Slík sjón lætur engan ósnortinn. Ungt náttúrufyrirbæri Jökulsá á Breiöamerkursandi fell- Veðrið í útlöndum !aupmannahöfn 14 Berlín 1 Luxemborg 15 París 17 arcelona Mallorca 26 Hei&skfrt Montreal Léttskýji Chicago 14 os Angeles 14' HITASTIG I GRÁÐUM •10 oöa Isagra Otíl-6 11II S 611110 11 tll 15 1611120 20 tll 25 Byggt á veOuriréttum Veðurstolu Islands kl. 12 á hádegl, föstudag Þrándheimur 8/ \ Reykjavík 8° Cmn Vaasa 8° <* -sT aJ Þórshöfn 9° Berben r rp Osló 14° ntelsinki 14° 3lasgow14“^ ^^Stokkhólmur 8° mn New York 14° Atlanta 18° ^ Orlando 22 u DVJRJ Rigning V Skúrir *,* Snjókoma pj Þrumuve&ur = Þoka Það fæst allt önnur sýn á Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi þegar siglt er á bökkum þess. um það heldur en þegar staðið er DV-myndir J.Mar ur undan Breiöamerkurjökh, því næst á miðjum Breiðamerkursandi. Áður féll áin beint undan jökli í sjó fram en á seinni árum hefur orðið mikil breyting á þessu landssvæði. Stórt stöðuvatn myndaðist á milli Breiðamerkurjökuls og jökulöldu og gerðist það að mestu eftir 1950. Jök- ulsárlónið er því ungt náttúrufyrir- bæri. Vatnið er hyldjúpt, víöa um 100 m á dýpt. Stórir ísjakar, sem brotnaö hafa úr jökhnum, fljóta um vatnið enda er það ískalt. Að sumarlagi er þaö um einnar gráðu heitt. Hættulaus sigling „Það er nánast hættulaust að sigla um lónið ef varlega er farið. Þau fimm ár sem boðið hefur verið upp á útsýnissiglingar hafa engin óhöpp átt sér stað. Það er aldrei farið á einum bát út á lónið heldur fylgja slöngubátarnir ætíð með. Það hefur borið við aö menn hafi stungið sér til sunds í lón- inu en þeir hafa yfirleitt verið fljótir að hafa sig á land aftur. Það er einn og einn sem hefur getað synt ein- hvern smáspöl og einungis þeir sem eru vanir aö svamla um í köldu vatni. Það voru um 11 þúsund manns sem notfærðu sér þessa þjónustu síðast- liðið sumar og við erum bjartsýnir á að það verði enn fleiri sem koma hér við í sumar. Við byijum að sigla klukkan 9 á morgnana og erum að fram á kvöld. Siglingin kostar 800 krónur fyrir fullorðna, 400 krónur greiðast fyrir börn á aldrinum 7-14 ára en börn undir 7 ára aldri sigla frítt,“ segir Fjölnir. -J.Mar Með 12.000 ára klaka í fanginu. Sögusagnir herma aö það sé afar gaman að nota ís úr Jökulsárlóninu í áfenga drykki því miklir smellir heyrast í ísnum þegar hann kemst í snertingu við vínanda. Sumaráaetlun Flugleiða: Skoðunarferðir innanlands 1 sumaráætlun Flugleiða sem nýlega leit dagslns ljós er gert ráð fyrir 160 þúsund sætum f áætlunar- flugi til 12 staða innanlands og i Færeyjum og á GrænlandL Ferðum verður íjölgað til Vest- mannaeyja, Egilsstaða, Húsavíkur, Sauðárkróks og ísafjarðar. Hins vegar veröa færri áætlunarferðir til Akureyrar en í fyrra, en gert er ráö fyrir að fleiri hópar fari í leigu- flugi þangað. Heildarsætaframboð verður því svipað og í fyrra. Innanlandsflug Flugleiða leggur nú meiri áherslu en áður á sölu eins til tveggja daga skoöunarferða út á land. Meöal þeirra eru ferðir til Hafnar í Hornafiröi, þaðan sem farið er á Vatnajökul og að Jökuls- árlóni. Þá má nefha ferðir til Akur- eyrar og þaöan til Grímseyjar og Mývatns, ferðir til Vestmannaeyja, Kúlúsúk á Grænlandi og fleiri staða. Þessar ferðir eru skipulagðar í samvinnu við heimamenn á hverj- um stað sem sjá um aht skipulag skoöunarferða. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.