Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Page 7
LAUGARDAGUR 16. JCNÍ 1990.
7
Fréttir
Vinnuaðstaða í málrn- og jámiðnaði:
Erum langt á eftir
öðrum á Norðurlöndum
- segir Guðjón Jónsson hjá Vinnueftirlitinu
„Ástandiö í hollustumálum á
vinnustaö er mjög misjafnt á meöal
íslenskra fyrirtækja. Sum eru í mjög
slæmu ástandi þar sem vantar næga
loftræstingu og þrif og hreinsun er í
slæmu ástandi. Þó að vissulega hafi
oröiö breytingar til batnaðar á und-
anfornum árum erum viö enn langt
á eftir öðrum á Noröurlöndum,"
sagöi Guöjón Jónsson, starfsmaöur
Vinnueftirlits ríkisins, aöspuröur
um ástand mála í hollustu á vinnu-
stað og vinnuvernd.
Guðjón var á árum áður starfsmað-
ur og formaður Félags járniðnaðar-
manna og Sambands málm- og skipa-
smiða. Guðjón hefur lengi barist fyr-
ir bættum aðbúnaði á vinnustað og
felst starf hans hjá Vinnueftirlitinu
í eftirhti með málm- og vélsmiðjum.
Það hefur komið fram að ástandið
í vinnueftirliti og vinnuvernd er
fremur bágborið hér á landi miðað
við nágrannalöndin. Hefur til dæmis
verið áætlað að um 12.000 vinnuslys
verði hér á landi á ári. Metur yfir-
læknir Vinnueftirhtsins tjónið af
þessum völdum upp á um 14 til 15
milljarða króna eða svipað og tjónið
af umferðarslysum. Guðjón sagði að
margt hefði horft fil batnaðar síðan
ný lög voru sett 1. janúar 1981. Enn
værum við íslendingar þó á eftir.
„Þrátt fyrir að ástandið hafi batnað
hafa engan veginn orðið þær breyt-
ingar sem þurfa að verða. Við erum
langt á eftir Norðurlandaþjóðunum
en þar hefur verið lögð mikh áhersla
á þessa þætti,“ sagði Guðjón. Hann
sagði að fræðslustarf og áróður, sem
ótvírætt skilaði árangri, væri mun
markvissara erlendis.
Guðjón sagði að málm- og vélaiðn-
aður væri almennt tahnn óþrifalegur
og því væri oft erfitt að bæta aðstöðu
starfsmanna vegna fordóma. Væri
ekki óalgengt aö sjá rusl og ónýta
vélarhluti um allt á vinnustaö. Þá
væri aöstaða starfsmanna oft mjög
bágborin. Hann hefði séð kaffistofur
svartar af óhreinindum, salernisað-
stöðu til vansæmdar og að engin að-
staða væri til fataskipta.
„Hins vegar eru til vinnustaðir í
Til eru vinnustaðir í málmiðnaði sem ekkert er hægt að setja út á. Ljósmál-
aðir vinnustaðir, allt tandurhreint og snyrtiaðstaða hreinsuð reglulega.
Þeir eru auðvitað sönnun þess að þetta sé mögulegt. Að sögn Guðjóns
er Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar í Síðumúla dæmi um slíkt.
málmiðnaði sem ekkert er hægt að
setja út á. Ljósmálaðir vinnustaðir,
allt tandurhreint og snyrtiaðstaða
hreinsuð reglulega. Þeir eru auðvit-
að sönnun þess að þetta sé mögu-
legt,“ sagði Guðjón.
Guðjón sagði einnig að oft vildi það
brenna við að menn notuðu ekki
nauðsynlegar hlífar og virtist sem
svo að stundum þyrfti að skylda
menn til þess. Það hefði einmitt verið
gert í álverinu í Straumsvík með
góðum árangri. -SMJ
Þarna sérðu Magnús og Dóru á heimleið eftir 5'/2 árs útivist.
Þau létu drauminn rætast án þess að ganga á eigur sínar.
Þau hjónin komu að landi 2. júní sl. og
höfðu þá siglt u.þ.b. 40.000 sjómílur.
Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að
selja íbúðina og láta drauminn rætast,
- að sigla á skútu til framandi slóða,
laus við áhyggjur hins venjubundna
lífs. Dóra og Magnús hafa nú verið á
ferðinni í 5!ó ár. Spánn, Kanaríeyjar,
Grænhöfðaeyjar, Suður-Ameríka,
Panamaskurðurinn, Kyrrahafseyjar,
Ástralía, Indlandshaf, Súesskurður og
Miðjarðarhaf eru nokkur þeirra
svæða sem þau nutu í félagi við hafið
og skútuna Dóru. Allan tímann var
andvirði íbúðarinnar í vörslu Verð-
bréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins.
Vextir umfram verðbætur sem þar
fengust nægðu þeim til framfærslu í
þessari frábæru ferð.
Eftir ógleymanlega hnattferð standa
þau Qárhagslega í sömu sporum og
áður, því að uppreiknaður höfuðstóll
stendur óhaggaður. Þau gætu þess
vegna keypt sömu íbúð aftur.
Velkomin heim Dóra og Magnús,
- og til hamingju!
VERÐBRÉFAMARKAÐU R
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100