Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 10
10
„Þetta var mjög skondið hjá okkur
á generalprufunni fyrir Aidu. Leikur
Ítalíu og Austurríkis stóð þá yfir. Um
sex hundruð manns voru á sviðinu
þegar mest var, kór, söngvarar og
hljómsveit, þar af um þrjú hundruð
statistar. Mest af þessu er ungt fólk.
Það var með lítil útvarps- og sjón-
varpstæki með sér til að fylgjast með
leiknum. Það skipti heldur engum
togum - nokkrum sinnum á æfing-
unni öskraði fólkið upp yfir sig út
af leiknum þó svo aö söngvararnir
og hljómsveitin væru á fullu í söngn-
um og við hljóðfæraleik. Þetta var
dálítið sniðug uppákoma en því mið-
ur missti ég af leiknum í sjónvarp-
inu.
Að leiknum loknum, þegar ljóst var
að Ítalía haföi sigrað, var mikið stuð
á götum úti. Þá voru tugþúsundir
manna í miðbænum, ökumenn lágu
hreinlega á bílílautunum fram á nótt
og allir fógnuðu úrslitunum. Þarna
1 íkti mikil gleði," sagði Kristján Jó-
hannsson óperusöngvari í samtali
við DV en hann syngur þessa dagana
aðalhiutverk tenórs í óperunni Aidu
í stóru og fornu útileikhúsi í Cagliari
á Sardiníu. Frumsýningin var síðast-
höið þriðjudagskvöld.
Rólegirfót-
boltaáhorfendur
Kristján er staddur í miðri hring-
iðu heimsmeistarakeppninnar í fót-
bolta á Ítalíu. F-riðillinn, þar sem
Englendingar, írar, Hollendingar og
Egyptar keppa, fer einmitt að miklu
leyti fram í Cagliari, höfuðstað Sardi-
níu. Fyrir keppnina var ákveðið að
leikir Englendinga skyldu fara fram
á Sardiníu. Áhangendur þeirra eru
þekktir fyrir óspektir.
„Það hefur verið mikil stemning
að fylgjast með öllum framkvæmd-
um í kringum fótboltaleikina hér á
Sardiníu," sagði Kristján er DV náði
tali af honum í vikunni. „Hér eru
miklar öryggisráðstafanir og mikil
gæsla lögreglunnar enda eru Bret-
amir heimsfrægir fyrir óspektir og
fyllirí. Fyrir jafnteflisleik Englands
og írlands í vikunni tilkynntu borg-
aryfirvöld í staðarsjónvarpinu að
engin vínsala yrði leyfð - hvorki í
verslunum, börum né á veitingastöð-
um. Ekki dropi af áfengi.
Leikurinn og allt í kringum hann
fór því vel fram. Það var eins og
áhorfendur væru aö fara í messu.
Maður sá ekki vín á nokkrum manni.
Það var lítið um ólæti enda Ijóst að
áfengiö hefur mikil áhrif á slíkt. Mér
fundust þetta frábærar ráðstafanir
af hálfu yfirvalda - þær báru alla-
vega árangur," sagði Kristján.
Skilaðu víninu, vinur!
„Sama dag og leikurinn fór fram
fórum við hjónakomin að kaupa í
matinn í verslun. Ég var búinn að
Kristján Jóhannsson óperusöngvari er nú í adalhlutverki i óperunni Aidu sem er flutt í stóru útileik-
húsi i Cagliari. Flytjendur eru um 600 og hiö forna leikhús tekur um tólf þúsund manns í sæti.
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990.
34 ára gamall fótboltaáhugamaður,
Tom Sheridan, frá Englandi gerir sig
tilbúinn í slaginn fyrir leik Englands
og írlands í Cagliari á Sardiniu.
Kominn með réttan
raddlitfyrir Aidu
Sýning á Aidu fer fram í útileik-
húsínu Ansi Tetro Romano og svipar
því að nokkru leyti til hins foma
Colosseum leikhúss í Róm. Á árum
áður tók það 16 þúsund áhorfendur
í sæti en vegna öryggisástæöna og
slysahættu eru efstu áhorfendapall-
arnir nú afgirtir. Kristján sagði aö á
frumsýningarkvöldið hefði verið
búist við 12 þúsund óperuunnendum
í leikhúsið. Það er svipað Arena di
Verona nema aö því leyti að þrepin
í áhorfendapöllunum em höggvin
beint í bergið - það er ekki hlaðið.
„Það er mikil upplifun að vera í
aðalhlutverki í þessari sýningu. Mér
finnst ég vera hamingjusamasti mað-
ur í veröldinni. Núna er komið að
þeirri stund á mínum ferli að Aida
fellur í hálsinn á mér eins og óperan
sé skrifuð fyrir mig. Draumur flestra
tenóra er einmitt aö komast á það
stig að geta sungiö Aidu eða stóróper-
ur eins og tónskáldið óskaði eftir
því. Núna er ég kominn með tilfinn-
inguna og réttan Ut í röddina. Ég
ætla að gera „radamence historical“
- sögulegan flutning tenórs. Frum-
sýningunni verður sjónvarpað og
mikið veröur um að vera. Viö erum
með toppsijörnur í þessu verki: Co-
sotto messósópran, bassann Gaiotti
og rússneska sópraninn Troisköju.
Þetta eru heimsnöfn í óperubransan-
um. Maestrini er leikstjóri, maður
sem er búinn aö vera í aðalhlutverki
í bransanum í fimmtíu ár,“ sagði
Kristján.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari í hringiðu heimsmeistarakeppninnar:
Varð að skila víninu
í matvöruversliminni
- Er í aðalhlutverki í 600 manna uppfærslu á Aidu í útileikhúsi á Sardiníu
setja tvær flöskur af borðvíni í inn-
kaupakörfuna - svona af gömlum
vana. En þegar viö komum að af-
greiöslukassanum var bara sagt:
„Nei, því miður, vinur. Við megum
ekki selja neitt vín í dag!“
Það var nú bara gaman að þessu,"
sagði Kristján sem kvaðst hafa oröið
að skila víninu í þetta skiptiö vegna
reglna sem giltu um vínsölubann
vegna knattspymuleiksins um
kvöldið.
„Fólkið á Sardiníu er mjög svipað
í háttum og ítalir á meginlandinu,“
sagðiKristján. „íbúamirhafaþó
dálítiö annað yflrbragð. Þeir eru
heldur dekkri yflrlitum og hafa
greinilega blandast fólki frá Afríku.
Mér finnst fólkið mjög myndarlegt.
Hér er mikiö af fallegum konum.
Háttemi innfæddra og menning sýn-
ist mér þó vera svipuö þeirri sem
ríkir á meginlandinu," sagði hann.
í Cagliari, höfuðstað Sardiniu, búa um 220 þúsund manns. Þar er nú um 28 stiga hiti á daginn og mjög róman-
tfskt andrúmsloft ó kvöldin að sögn Kristjáns Jóhannssonar.
Rómantískt
að syngja úti
Aðspurður um hvort hann hefði
sungið áöur fyrir svo mikinn fjölda
áhorfenda áður sagði Kristján:
„Nei, ég hef aldrei sungið fyrir svo
marga. Aida er sýnd úti undir berum
himni og það gerir andrúmsloftið
mjög rómantískt. Hér er hitinn um
28 stig og himinninn heiðskír. Á
kvöldin er svo tunglskin og stjörnu-
bjart.“
Kristján sagöi að sýningarnar á
Aidu yrðu fjórar. „Að þeim loknum
ætlar fjölskyldan aö vera hér í sól-
inni fram til 20. júní. Við höldumsvo
heim til Desenzano viö Gardavatnið
á Norður-Ítalíu. Ég mun þá hefja
undirbúning fyrir sýningar á óper-
unni II Trovatore sem veröur flutt í
Parma á Ítalíu í september,“ sagði
Kristján Jóhannsson óperusöngvari.
-ÓTT