Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Síða 13
LAUGÁRDAGUR 16. JÚNÍ 1990.
13
Ofát og aukákíló
Sumarleyfln:
Að njóta lífsins
á leið um landið
Aö ferðast um þjóövegi landsins í
bíl er alveg sérstök íþrótt og hluti
af henni er aö stoppa í sjoppum og
söluskálum við vegkantinn og
kaupa eitthvaö í svanginn. Ekki til
aö seðja hungrið endilega heldur
miklu frekar til að maula í bílnum.
Þess vegna hættir okkur til aö
missa fótanna á feröalögum og éta
yfir okkur, öllum til ama.
í bílnum ríkir sérstakur andi í
faðmi fjölskyldu eöa á meðal vina
og félaga. Þess vegna þurfum við
oft að taka á honum stóra okkar til
að varast freistingarnar. En ef þær
sigra okkur þá er gott að eiga eitt-
hvað frekar meinlaust nasl heldur
en að springa á limminu í ein-
hveijum söluskálanum og kaupa
alla efstu röðina í sælgætishill-
unni. Því er rétt að hafa sykurlaust
gos eða tyggjó við höndina. Vínber
eða rúsínur.
Lifað hátt á hótelum
Ef við gistum á hótelum þá erum
við í góðum höndum. Öll heils árs
hótel og Eddur og betri sumarhótel
bjóða yfirleitt upp á frábæran ís-
lenskan morgunverð. Kornflögur
og mjólkurlögg eða undanrenna.
Jógúrt. Nýir tómatar og agúrkur.
Hrökkbrauð eða trefjabrauð.
Ferskur appelsínusafi. Heitt te eða
kaffi. Morgunverður á betri hótel-
um er því ekki vandamál. En við
tökum sjálf með okkur lýsisflösku
og vítamínin í ferðalagið.
Öll betri hótel og stærri veitinga-
Umsjón:
Ásgeir Hannes
Eiríksson
hús um landið bjóða upp á vel
frambærilegan matseðil, bæði
kvölds og morgna. En við sneiðum
hjá salti og sykri og fitu. Engar
þykkar sósur, heitar eða kaldar eða
þá bráðiö smjör. Fiskmeti soðið í
saltlausu vatni eða soði eða jafnvel
hvítvíni. Kjötrétti steikta í ofni eða
þurrsteikta á pönnu. Hvítar soðnar
kartöflur eða ofnbakaðar. Nýtt og
ferskt grænmeti. Ferskt hrásalat
og engan dressing. Nýja ávexti.
Einn bjór með matnum en eftir
einn ei aki neinn. Jafnvel litla skál
með mjólkurís í ferskum ávöxtum
en enga sósu. Kaffi og koníak fyrir
háttinn.
Kokkar og annað starfsfólk legg-
ur metnað sinn í að verða við ósk-
um okkar. Við útskýrum fyrir því
að við þurfum sérfæöi. Við erum
alls ekki að trufla það í vinnunni
því vinna þess er fólgin í að þjóna
okkur. Og fólkið þjónar okkur með
glöðu geði og fyllist af faglegum
metnaði þegar vel tekst til.
Veljum rétta
áningarstaði
Við verðum að velja rétta áning-
arstaði í hádegismat og kvöldmat.
Lendum ekki á grillstöðum við
bensíndælur þar sem franskar
kartöflur og hamborgarar og heitar
pylsur ráða ríkjum. Það er allt sam-
an gott fyrir sinn hatt en hentar
ekki í máltíð hjá hömlulausu fólki
og ofætum á ferð um landið.
Á sama hátt veröum við aö forð-
ast eins og pestina að stytta okkur
leið og slá upp hádegismat í sölu-
skúr með kók og prins póló fyrir
krakkana en harðfisk on í makann
og og svelta sjálf fram á kvöld. Það
gengur ekki til lengdar. Ekki borða
máltíðir í bílnum nema við séum
með valið nesti og æjum utan al-
faraleiðar í rólegheitunum. Og þá
er rétt að líta á nestið.
Nesti á ferðlögum
Hvort sem við búum okkur að
heiman eða kaupum allt til alls þá
kunnum við til verka samkvæmt
skipulaginu. Ekki mikið af brauð-
meti eða smjör og feita osta. Heldur
ekki mikið af eggjum. Meira af tó-
mötum og agúrkum. Ekki harðfisk
en allt í lagi með kjúklinga eða
kaldan steiktan fisk og eftir okkar
höfði. Ekki unnar kjötvörur eins
og spægipylsur og malakoff, heldur
fituhtla labasteik og gott róstbíf.
Ekki kex og kökur en nóg af nýjum
ávöxtum og jógúrt. Fleira í þessum
dúr. Höldum okkar striki í nestinu.
Nesti og nýir skór.
Gönguferðir
og sundsprettir
Og fyrst skóna bar á góma þá
veröum viö nú aldeilis ekki í vand-
ræðum með góðar og oft frábærar
gönguleiðir um landið til þess að
ganga okkar þrjá kílómetra á dag.
Þess vegna höfum við bæði göngu-
skóna og skjólfatnað í farangrin-
um. Góður göngutúr á eftir góðri
máltíð á sögustöðum eða í rómaðri
náttúrufegurð. Þannig kynnumst
við bæði landi og sögu betur. Og
ekki má gleyma sundfótunum.
Á mörgum fegurstu stöðum
landsins eru prýðilegar sundlaug-
ar. Sumar eru aldeihs meiri háttar.
Þess vegna er sjálfsagt að skipu-
leggja ferðina þannig að við æjum
alltaf einu sinni á dag við góða
sundlaug. Skolum af okkur ferð-
arykið og fáum okkur ærlegan
sundsprett í fimmtán th tuttugu
mínútur en best þó í hálftíma.
Liggjum síðan í heitum potti á eftir
eöa sleikjum sólskinið. Njótum lífs-
ins í landinu okkar. Góða ferð.
Þjóðfélagið
elur ofálið
Alkóhólistinn og dópistinn halda sig á mottunni með því að snerta
ekki vin eða dóp. Spilafíkilhnn forðast veðbankana og tóbaksraaður-
inn reykinn. En við sem þjáumst af hömlulausu mataræði eða ofáti
erum ekki svo lánsöm að geta látið okkar fikniefni kyrrt liggja. Við
veröum að borða mat til að halda lífl.
íslenska þjóðfélagiö hleður meira að segja undir ofátið. Alhr hafa
aðgang að einhvetju ætilegu á heimihnu eöa á vinnustaönum og í
flölda veitingahúsa og verslana og söluturna. Enga lyfseðla þarf til
að kaupa matvæli og þaö gilda engm sérstök aldurstakmörk um mat
eins og um sölu á víni. Álit almennings leggst ekki gegn matarneyslu
eins og það leggst gegn dópi og spilafíkn og nú jafnvel tóbaksreyk.
Börn og unglingar eru vernduð fyrir víni og öðrum vanaefnum á
meðan mat er oft haldið ótæpilega að þeim.
Þannig eigum við ofæturnar viö annan vanda að glíma en flestir aðr-
ir hömlulausir hópar i þjóðfélaginu. Þess vegna notura við önnur
meðul en félagar okkar í víni og dópi og tóbaki: Við notum skipulag
á mataræðinu.
En fyrr en síöar verðum við að vinna umhverfið á okkar band og
snúa því gegn ofátinu. A sama hátt og þjóðfélagið snýst gegn of-
drykkju og spilafíkn og dópi.
Yoga og hugleiðsla
í júlímánuði
• Reynsla sem nýtist þér í dagsins önn
• Leiðbeinandi er Síta
• 5 námskeið, í Reykjavík og á Akureyri
• Er eitthvað af þeim við þitt hæfi ?
Bœkling með nákvcemum upplýsingum um námskeiðin
pantarðu í síma (91)27053, eftir kl.l 7.00 daglega.
Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins,
óskar eftir tilboðum í flutninga á áfengi, bjór og tóbaki frá Reykja-
vík til útsölustaða ÁTVR úti á landi, svo og á bjór frá Akureyri til
Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja-
vík. Tilboð berist á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 þriðjudaginn
3. júlí nk. þarsem þau verða opnuð i viðurvist viðstaddra bjóðenda.
IIMNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
Aðstoð við aldraða í
heimahúsum
Okkur vantar fólk til starfa í fjórum af sex hverfum
borgarinnar. Starfið er fólgið í hvers kyns aðstoð við
aldraða í heimahúsum sem nú er skipulagt út frá
félags- og þjónustumiðstöðvum aldraðra í borginni.
Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verkstjór-
ar heimaþjónustu á eftirtöldum stöðvum.
Bólstaðarhlíð 43, sími 68 50 52 kl. 10-12.
Aflagranda 40, sími 62 25 71 kl. 10-12.
Vesturgötu 7, sími 62 70 77 kl. 10-12.
Norðurbrún 1, sími 68 69 60 kl. 10-12.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar,
öldrunarþjónustudeild
Útboð
Barðastrandarvegur, Helguþúfa -
Raknadalur
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd kafla 2,5 km, bergskeringar
8.000 rúmmetrar, fylling 17.000 rúmmetrar,
rofvarnir 6.000 rúmmetrar og neðra burðarlag
8.000 rúmmetrar.
Verki skal lokið 15. nóvember 1990.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á isafirðí og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 18. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 2. júlí 1990.
Vegamálastjóri
Félagsráðgjafi - Meðferðarstarf
Félagsráðgjafa vantar í fullt starf við vistheimili barna.
I starfinu felst m.a. mikil meðferðarvinna með fjöl-
skyldur og einstaklinga, handleiðsla við starfsfólk,
skipulagning og greiningarvinna.
Forstöðumaður - Þroskaþjálfi
Forstöðumann vantar við nýstofnað vistheimili fyrir
þroskaheft börn, æskilegt er að viðkomandi sé
þroskaþjálfi eða hafi sambærilega menntun á uppeld-
issviði.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Helga Þórðar-
dóttir félagsráðgjafi í síma 678500. Umsóknir berist
til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í Síðu-
múla 39 á umsóknareyðublöðum sem þar fást.