Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Side 24
24
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990.
Bob Dylan kemur í langþráða heimsókn til íslands:
Sagnameistari
fullorðinsrokksins
Víst var Elvis kóngurinn og víst voru
Bítlamir fab four, hinir íjórir frá-
bæru. En Robert Zimmerman, sem
hefur kallaö sig Bob Dylan undan-
fama þijá áratugi, þarf ekki slíkan
titil eöa sæmdarheiti - hann er sér á
báti og siglir gegnum allar tísku-
sveiflur eins og ósigrandi keisari. Þó
lýsir hann sjálfum sér aöeins sem
dans- og söngvamanni, song and dan-
ce man. Menn virðast almennt sam-
mála um aö líklega hafi enginn dæg-
urtónlistarmaður í sögunni haft við-
líka áhrif á aöra tónlistarmenn og
meistari Dylan. Þeim kann hins veg-
ar aö vefjast tunga um tönn þegar
kemur að því að skilgreina áhrifm;
var það röddin, var það sviðsfram-
koman, var það tónlistin, var það
textagerðin?
Varla röddin. Hún telst varla upp
á marga fiska, rám og hijúf, oft þan-
in aðeins um of, langt í frá að vera
skær tenór eða djúpmjúkur baríton.
Sviðsframkoman? Varla. Þaö er
ekki ljósagangurinn og svífandi
geimskip í kringum meistarann á
tónleikum og ekki hoppar hann um
á sviðinu né segir brandara sem
halda fólki í hláturskasti allaij tím-
ann. Hann gengur einfaldlega fram
á sviðið og spilar. Segir einstaka
sinnum takk fyrir, ekki mikið meira.
Það dugar áhorfendum hans prýði-
lega, takk fyrir.
Engum líkur
Tónlistin? Já, þar hefur hann tví-
mælalaust vinninginn. Og þó: Dylan
fór yfir í rafmagn fyrir aldarfjórð-
ungi fyrir áhrif frá breskum rokk-
hljómsveitum á borð við Bítlana og
Animals. Síðan hefur hann verið á
undan flestum öðrum í þróuninni -
en þó ávallt sjálfum sér líkur og sam-
kvæmur. Hann þekkist úr á auga-
bragði. Hann stæhr engan, enginn
er honum Ukur. Textagerðin? Já,
engin spuming. Textar Dylans eru
jafnan sumpart nýir - um persónu-
lega reynslu eða uppgötvun - og
sumpart gamUr, þ.e. byggðir á gam-
alU sagnahefð ameriskri. Oft eru það
langir sagnabálkar eða ævintýri,
stundum heldur drungaleg eins og
Desolation Row er ágætt dæmi um.
Skömmu eftir að hann varð vin-
sæll um Bandaríkin þver og endilöng
á miðjum sjöunda áratugnum var
gerð skoðanakönnun meðal þar-
lendra háskólanema um hvert þeir
teldu vera mesta skáld samtímans.
Meira en helmingur nefndi Dylan,
næstur á eftir kom WUliam Faulkn-
er. IntelUgensían vestra rak upp stór
augu. Hvaða Bob?
Sá Bob
Jú, sagði unga kynslóðin þeirra
daga, sá Bob sem samdi Blowin’ In
the Wind, Masters of War, Don’t
Think Twice, Like A RoUing Stone,
Highway 61, A Hard Rain’s a-Gonna
Fall og fleiri og fleiri. Maðurinn sem
samdi John Birch Society Blues um
samnefnda hreyfingu hvítra fasista
og kynþáttahatara fékk ekki að
syngja lagið í sjónvarpsþætti Ed
SuUivan og gekk út við svo búiö. En
ekki var þrautin öU unnin við það,
plötufyrirtækið Columbia neitaði
Uka að gefa út „John Birch“ þrátt
fyrir langvarandi þref höfundarins.
Það skipti ekki máU þegar fram í
sótti, tónleikaupptaka af laginu
komst vitaskuld á svokaUaða „sjó-
ræningjaútgáfu" (bootleg) skömmu
síðar og verður vafalítiö gefin út í
upprunalegri útgáfu í fyUingu
tímans svipað og gerðist með „kjall-
araupptökumar" (Basement Tapes)
sem Dylan geröi á heldur frumstæö-
an hátt með hljómsveitinni Band og
út komu 1975 eftir að hafa velkst um
í sjóræningjaversjónum í nokkur ár.
30 ára sigurganga
1967 munaði minnstu að þessi per-
visni sveitapUtur, sem var að leggja
heiminn að fótum sér, týndi lífinu á
sviplegan hátt og endaöi þar með fer-
Uinn á sömu nótum og James Dean,
Buddy HoUy og fleiri goð æsku-
manna. Hann lenti í alvarlegu mótor-
hjólaslysi skammt frá heimih sínu í
uppsveitum New York, hálsbrotnaði
og var vart hugað líf. Þegar hann
komst aftur til heilsu mátti heyra
merkjanlega breytingu á röddinni og
efnistökum þegar út kom platan
John Wesley Harding. í hópi gömlu
þjóðlaga- og þjóðlagarokkbrýnanna
eru ýmsir sem aldrei hafa tekið
meistarann í sátt eftir þessa daga.
Það er auðvitað allt of langt mál
að telja upp allar plötumar sem Dyl-
an hefur sent frá sér, þær eru nálægt
fjörutíu orðnar, og þar fyrir utan
hafa komið út íjölmargar sjóræn-
ingjaútgáfur - misjafnar að gæðum.
Besta plata meistarans í langan tíma
er líklega sú nýjasta, Oh, Mercy, sem
kom út seint á síðasta ári og meira
að segja íslenskir plötugagnrýnend-
ur töldu bestu plötu ársins.
Það var ekki seinna vænna að Eyj-
ólfur hresstist.
Pílagrímsför
Ferill Dylans spannar nú þrjá ára-
tugi. Á þeim tíma hefur hann farið í
ótölulegar hljómleikaferöir um
heiminn - og nú kemur hann loks í
fyrsta skipti til íslands. Einstaka
maður hefur lagt á sig löng og ströng
ferðalög til útlanda tfi að sjá meistar-
ann á sviði, þeirra á meðal undirrit-
aður sem skaust á tónleika Dylans í
Gautaborg snemmsumars 1984.
Það var góð síðdegisstund í sólskini
og hita. Fyrstur byijaði sænskur
rokkari sem stóð sig þokkalega, þá
tók við ameríska sveitin Santana,
sem var í fylgd með Dylan á hljóm-
leikaferðalaginu - og loks kom meist-
arinn sjálfur, að minnsta kosti jafn-
pervisinn og hann hefur aUtaf sýnst
með gráleita ásjónu undir barðastór-
um hatti.
Á þessum tíma hafði hann nýverið
tekið kristna trú (er fæddur gyðingur
eins og nafnið Zimmerman bendir til
og hefur nú aftur játað trú forfeðra
sinna) og sent frá sér plötuna Saved
með ýmsum trúarlegum upplifunum
og gerði misjafnlega mikla lukku
meðal aðdáenda sinna. Hann byijaði
á nokkrum lögum í þeim dúr, smám
saman batnaði hljómburðurinn um
UUevi-fótboltavölUnn og þegar hann
var búinn að spila í 20-30 mínútur
var sándið orðið eins og maður sæti
heima í stofu með fínasta geislaspil-
ara.
Einn á sviðinu
Svo var einfaldlega farið í gegnum
ferihnn, hvert meistaralagið á fætur
öðru tekiö með feikna þéttu og
kraftmiklu bandi sem hvergi sló feil-
nótu. Hvort það er sama bandið og
kemur með til Reykjavíkur veit mað-
ur ekkert um en það ætti að vera
óhætt að treysta því að undirleikar-
arnir fiórir verða engir aukvisar. Eða
eins og amerískur gagnrýnandi sagði
um Dylan eftir Bangla Desh-hljóm-
leikana í New York 1970 þar sem
áhorfendur reyndu að klappa hann
upp í langan tíma: „Maður sem hefur
Ringo Starr á tambúrínu í samsafns-
hljómsveitinni sinni (in his pick-up
band) lætur ekki klappa sig upp.“
Þar kom svo að hljómsveitin hvarf
af sviðinu, eftir stóð Bob Dylan einn
með kassagítarinn og munnhörpu. í
góðan hálftíma fór hann í gegnum
sín elstu lög, Blowin’ In the Wind,
Don’t Think Twice og öll þau og
nokkrir tugir þúsunda áheyrenda á
Ullevi sungu með, kunnu hvert orð,
hvert lag. Sólin skein í heiði og lífið
var dásamlegt.
Þaö var ekki Bangla Desh-gállinn
á honum í það skiptið, hann lét
klappa sig upp einum þrisvar sinn-
um og flutti magnþrungin aukalög.
Það síðasta var Like A Rolling Stone
á þrumandi styrk og krafti, eins og
hann hefði aldrei spilað það áður.
Það er góð stund í vændum í Laug-
ardalshöllinni 27. júní.
Ómar Valdimarsson