Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. 4§- Bretadrottning til fslands: Ættir Vigdísar og Elísabetar liggja saman Elísabet Bretadrottning og eigin- maöur hennar, Philip prins, koma til íslands í opinbera heimsókn dagana 25.-27. júní nk. Elísabet var aðeins 25 ára þegar faðir hennar, Georg VI., lést, 57 ára gamall. Hún var erf- ingi stærsta og voldugasta konungs- ríkis heims. Hún var sjöunda drottn- ing Englands en sú fyrsta sem tók við af fóöur sínum. Það eru aðeins tvö ár í að Elísabet hafi ríkt sem drottning í fjörutíu ár. Þegar hún tók við arfi sínum voru í konungsríkinu 539 milljónir þegna. Elísabet var höf- uð ensku kirkjunnar en hún var einnig drottning tveggja milljóna manna af annarri trú. Strax í barnæsku var mikils krafist af Elísabetu þar sem hún var erfmgi krúnunnar. Hún átti að haga sér samkvæmt því. Elísabet er sögð ákaf- lega góð manneskja sem ekkert aumt megi sjá. Margar sögur eru til um hjálpsemi hennar en Elísabet hefur oft snúið sér að fólki á götunni og rætt við það. Þá er hún dýravinur mikill og á sjálf nokkra hunda og hesta. Elísabet er ekki hrifin af slúðri um fjölskyldu sína og tekur allt slíkt ingar liggja til íslands eins og ann- arra stórmenna. Ættfræðingur DV, Sigurgeir Þorgrímsson, er sérfræð- ingur í ættgreiningu á kóngafólki og hefur rakið ættir allra þeirra stór- menna sem til íslands hafa komið á undaníornum árum. Hann rakti ætt- ir Spánarkonungs og Vigdísar for- seta saman og nú hefur honum tek- ist að finna skyldleika með Elísabetu drottningu og forseta íslands. -ELA Elísabet var aðeins 25 ára þegar hún tók við bresku krúnunni eftir lát föð- ur síns, Georgs VI. mjög nærri sér. Hún er t.d. sérlega viðkvæm fyrir sögunni um frænda sinn, Edward VIII., sem afsalaði sér krúnunni fyrir ástina. Krúnan gekk til fóöur Elísabetar. Þó er sagt að drottningin sé bæði þolinmóð og hafi mikla kímnigáfu. Hún er sögð heilsu- góð og sterk. Drottningin gerir mikl- ar kröfur til þjónustufólks síns enda er hún sögð vilja hafa allt í röð og reglu. Húsmóðurskyldan er rík í henni. Elísabet er ekki eyðslusöm og fer sjaldan í búðir. Þegar börnin voru lífil keypti hún á þau nokkrum núm- erum of stór fot til að þau entust sem lengst. Oft mátti t.d. sjá Önnu prins- essu í kápum með miklum faldi. Fólk hefur ósjaldan brosað að klæðaburði drottningar, t.d. er hún kemur á veð- reiðar, sem er hennar mesta áhuga- mál, en hún kiæðir sig á praktískan hátt og alltaf eftir veðri.. Elísabet drottning hefur ávallt ver- ið sögð góð móðir og hún bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum. Þeg- ar Karl prins var barn ræddu þau mæðginin saman eins og jafnaldrar, sagði þjónustufólkið. Drottning tók oft þátt í leikjum barnanna. Hún sagði eitt sinn um Karl: Ég reyni að gera hann að góðum manni, vegna þess að ef hann er ekki góð mann- eskja getur hann ekki orðið góður kóngur. Á eftir Karh í röðinni kemur Anna prinsessa, þá Andrew og loks Edward. Ættir Ehsabetar II. Bretadrottn- Hákon háleggur (1270-1319) I Ingibjörg (1301 -1360) hertogaynja, Suðurmannalandi m Eufemía (1317-1370) hertogaynja, Mecklenburg Ingibjörg (1340-1400) hertogaynja, Holtsetalandi Geirharöur (1370-1404) greifi, Holtsetalandi Heiðveig (1400-1436) greifynja, Holtsetalandi I Kristján 1(1426-1481) íslandskonungur Margrét (1456-1487) Skotadrottning Jakob IV (1473-1513) ^SWjonuiwr^ Jakob V (1512-1542) María Stuart (1542-1587) Skotadrottning Jakobl (1566-1625) Bretakonungur Elísabet (1596-1662) Bæheimsdrottning Soffía (1630-1714) ^Jyörfurs^^ Georg 1(1660-1727) Georg II (1683-1760) Bretakonungur ..— ■ ..... Friðrik Lúðvík (1707-1751) prins af Wales Georg III (1738-1820) ■■■QaamaHaniniM Játvarður (1767-1820) hertogi af Kent Viktoría (1819-1901) Bretadrottning Játvarður VII (1841-1910) Bretakonungur Georg V (1865-1935) Bretakonungur GeorgVI (1895-1952) ^^&etakonurg^^^ Agnes Hákonardóttir riddarafrú, Suðurheimum Jón Hafþórsson riddari, Húsabæ Hákon Jónsson (-1392) féhirðir, Björgvin Eiginkona Keneks Gottskálkssonar, riddara Rögnvaldur Keneksson (-1457) biskupsbróðir ----------------------------------- Nikulás Rögnvaldsson vopnari, Þórsnesi Gottskálk Nikulásson (-1520) Hólabiskup Kristín Gottskálksdóttir sýslum.frú, Geitaskarði Egill Jónsson (-1559) Jogréttumaður^dMarði^ I Guðrún Egilsdóttir Finnstunau Ingunn Guðmundsdóttir lögréttum.frú, Stafni Sesselja Bjarnadóttir (-1681) officialisfrú, Glaumbæ ] Sesselja Hallgrímsd. (1641-) Björn Thorlacius (1680-1746) prófastur. Görðum Þóra Björnsdóttir (1705-1762) biskupsfrú, Hólum Vilborg Halldórsd. (1740-1821) Breiðabólstað Þrúður Guðnadóttir (1764-1800 ) Flankastöðum Vilborg Guðmundsd. (1794-1852) Guðni Guðnason (1823-1897) bóndi. Keldum “———■ LJ~ Vilborg Guðnadóttir (1864-1941) Revk;avik .... Elísabet II (1926-) Bretadrottning iiwjuu| IJUuJl Í|Yv Sigríður Eiríksdóttir (1894-1986) | hjúkrunarkona ; ' . : Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.