Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Síða 47
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990. 59, Afmæli Anton Öm Kæmested Anton Örn Kærnested fram- kvæmdastjóri, Bakkaseli 10, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Anton Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræöa- og landsprófi frá Héraðsskólanum að Reykholti 1957 og stundaði nám við Loftskeytaskóla íslands 1961-63. Anton Örn var sjómaður 1957-61, loftskeytamaður 1963-67, verslunar- stjóri 1967-72, sölustjóri hjá Al- menna bókafélaginu 1972-62 og framkvæmdastjóri Bókaklúbbs AB og ritstjóri fréttabréfs AB frá 1974-88. Hann stofnaöi og er fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfunnar KRYDD í tUveruna frá 1988. Anton Örn var formaður knatt- spymudeildar Víkings frá 1966-69, formaöur fulltrúaráðs Víkings frá 1976-79 og formaður Knattspymufé- lagsins Víkings frá 1980-82, auk þess sem hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum innan Oddfellowregl- unnaráíslandi. Anton Örn kvæntist 10.10.1964 Ágústu Bjamadóttur, f. 2.2.1939, bankaritara, dóttur Bjarna Jóns- sonar, f. 28.9.1911, d. 9.6.1987, neta- manns í Vestmannaeyjum, og Ástu Haraldsdóttur, f. 26.10.1914, hús- freyju. Anton Örn og Ágústa eiga þrjú böm. Þau eru Gísli Örn Kærnested, f. 16.1.1966, matreiðslumeistariá Hotel Intercontinental í Luxem- burg, Arna Sif Kærnested, f. 12.4. 1967, ballettkennari og kerfisfræði- nemi við Tölvuháskóla Verslunar- skóla íslands og Bjarni Örn Kær- nestgd, f. 24.12.1973, verslunar- skólanemi. Systkini Antons Arnar eru Óli Björn Kæmested, f. 3.7.1939, d. 6.10. 1981, kaupmaður, var kvæntur Sig- ríði Kærnested, f. 17.1.1941, og eign- uðust þau tvö böm; Áshildur Birna Kærnested, f. 6.7.1945, bankaritari í Reykjavík, fráskilin og á fjögur börn, og Sigrún Gróa Kærnested, f. 30.3.1954, bankaritari í Reykjavík, gift Grétari Hjaltested, f. 21.2.1954, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Antons Arnar: Gísli Friðrik Kærnested, f. 13.10.1914, d. 28.4.1957, verslunarmaður hjá Jes Zimsen, og Hildur Björnfedóttir Kærnested, f. 27.11.1916, fyrrv. bankaritari. Gísli Friðrik var sonur Óla Kær- nested, vélamanns í Reykjavík, Óla- sonar Kærnested, b. á Bakkafit í Hellnasókn á Snæfellsnesi, Einars- sonar. Móðir Óla vélamanns var Herdís Jónsdóttir. Móðir Gísla Friðriks var Gróa Jónsdóttir frá Hákoti í Flóa, dóttir Jóns Helgasonar og Gróu Helgadótt- ur. Bróðir Hildar, móður Antons Arn- ar, var Anton, faðir Markúsar Arn- ar útvarpsstjóra. Systir Hildar var Sigríður, kona Bjarna Benedikts- sonarforsætisráðherra. Önnur systir Hildar var Ásta, móðir Grét- ars Hjartarsonar bíóstjóra. Faöir Hildar var Bjöm, skipstjóri í Ánanaustum í Reykjavík, Jónsson, tómthúsmanns í Ánanaustum, Björnssonar, b. á Eiði, Bjarnasonar, b. á Syðri-Mælifellsá, Einarssonar. Móðir Björns var Hildur, systir Jóns, afa Guðmundar Böðvarssonar skálds. Hildur var dóttir Jóns, b. í Fljótstungu í Hvítársíðu, Böðvars- sonar og konu hans, Margrétar Þor- láksdóttur, b. á Vatni í Haukadal, Einarssonar, en hún var langamma Halldórs Laxness og Stefáns Jóns- sonar, rithöfundar og kennara. Móðir Antons var Anna, systir Ste- faníu, ömmu Þórðar Arnar Sigurðs- sonar dósents, fóður prestanna Döllu og Yrsu. Anna var dóttir Páls, b. í Neðradal í Biskupstungum, bróður Egils, afa Egils Thorarensen kaupfélagsstjóra. Páll var sonur Stefáns, b. í Múla, Pálssonar, b. í Neðradal, Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Guðrún Guömunds- Anton Örn Kærnested. dóttir, b. á Kópsvatni, Þorsteinsson- ar, forföður Kópsvatnsættarinnar, langafa Magnúsar Andréssonar al- þingismanns. Móðir Páls var Vigdís Diðriksdóttir. Móðir Vigdísar var Guðrún Högnadóttir „prestaföður", Sigurðssonar, langafa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadótt- ur. Hjónin Anton Örn og Ágústa taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, frá klukkan 16-18.00 ídag. Til hamingju með afmælið 17. júní 75 ára 50 ára Bjarni Tómasson, Breiöuxnörk 5, Hverageröi. Elín Einarsdóttir, Fljótaseli 2, Reykjavík. 60 ára 40 ára Jóhanna Valtýsdóttir, Vatnsnesvegi 32, Keflavík. Arnbjörg Guðlaugsdóttir, Mýrum 13, Patrekshreppi. Marías Þórðarson, Rómarstíg 2, SuðureyrarhreppL Þorbergur Ágúst Þorbergsson, Fannafold 31, Reykjavík. Steinunn Ólafsdóttir, Skeiöarvogi 41, Reykjavík. Sigrún Stefánsdóttir, Tunguseli 4, Reykjavík. *Tw Cfl 1 Cfl Asdís Bragadóttir, Leiðhömrum 15, Reykjavík. Elsa Skarphéðinsdóttir, Kleppsvegi 108, Reykjavík. Elisabet Hjörleifsdóttir, Hamarsstíg31, Akureyri. Kristín Ruth Fjólmundsdóttir, Sigtúni 5, Selfossi. Sólveig Sigurðardóttir, Höföabrekku, Mýrdalshreppi. Guðjón Gíslason Guðjón Gíslason, bóndi og hrepp- stjóri að Lækjarbug í Hraunhreppi í Mýrasýslu, er fimmtugur í dag. Guðjón fæddist að Mýrdal í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu og ólst þar upp. Hann fékk sína barnaskólafræðslu í farskóla og lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1959. Guðjón vann öll almenn land- búnaðarstörf í Mýrdal og vann með jarðýtu hjá ræktunarsamböndum bænda á Snæfellsnesi, á Mýrum og í Borgarfirði. Þá starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins í nokkur ár. Hann var vöruflutningabílstjóri í fimm ár og átti og rak vöru- og mjólkurflutn- ingabíla í þrjú ár. Guðjón hóf bú- skap í Lækjarbug 1971 og hefur búið þar síðan. Hann hefur setið í sveitarstjórn Hraunhrepps í átta ár, var deildar- stjóri fyrir Hraunhreppsdeild í Kaupfélagi Borgfirðinga í sextán ár, auk þess sem hann var formaður ungmennafélagsins og formaður sóknarnefndar um árabil. Guðjón kvæntist 16.9.1967 Ingi- björgu Haraldsdóttur, f. 24.11.1945, húsmóður, dóttur Haralds Jónsson- ar, kennara og hreppstjóra að Gröf í Breiðuvík á Snæfellsnesi, og Guð- rúnar Eiríksdóttur, ljósmóður og húsmóður. Börn Guðjóns og Ingibjargar eru Gísli, f. 14.3.1968, búfræðingur og vörubílstjóri; Guðrún, f. 28.10.1969, stúdent; Haraldur, f. 19.5.1974, og María Sigríður, f. 29.12.1977. Systkini Guðjóns: Þórður, f. 13.8. 1938, d. 6.1.1939; Þórður, f. 16.6.1940, (tvíburabróðir Guðjóns) húsgagna- smíðameistari, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur og eiga þau fimm börn; Ingólfur, f. 1.6.1945, bóndi og hreppstjóri á Flesjustöðum í Kol- beinsstaðahreppi, kvæntur Björk Gísladóttur og eiga þau tvo syni, og Jón Norðfjörö, f. 15.8.1949, bóndi og vörubílstjóri að Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi. Foreldrar Guðjóns: Gísli Þórðar- Guðjón Gislason. son, f. 2.6.1906, d. 10.10.1982, bóndi og hreppstjóri í Mýrdal, og Guðrún Guðjónsdóttir, f. 13.12.1913, hús- freyja. Gísli var sonur Þórðar Gíslasonar, bónda og smiðs, og konu hans, Ingi- bjargar Guðmundsdóttur. Foreldrar Guðrúnar voru Guðjón Þórarinsson Öfjörð, ogkona hans, Valgerður Stefánsdóttir í Lækjar- bug. Guðjón verður að heiman á af- mælisdaginn. Þórður Gíslason Þórður Gíslason, húsgagnasmíða- meistari og sjómaður, Laufási 4, Hellissandi, er íimmtugur í dag. Þórður fæddist aö Mýrdal í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu og ólst þar upp. Hann lauk barna- skólanámi, iðnskólanámi og sveins- prófi í húsgagnasmíði en hann er húsgagnasmíðameistari. Þórður stundaði almenn landbúnaðarstörf á sínu bernskuheimili og vann síðan um árabil á trésmíðaverkstæðum í Reykjavík og við húsasmíðar víðar um landið. Þá var Þórður til sjós um skeið. Þórður hóf búskap í Mýrdal 1976 og bjó þar til ársins 1989 en þá fiutti hann vestur á Hell- issand en Gísli sonur hans tók viö búi af föður sínum. Þórður stundar nú sjómennsku frá Rifi. Hann var um árabil formaöur Björgunar- sveitarinnar Hnapps. Þóröur kvæntist á nýársdag 1962 Kristínu Maríu Stefánsdóttur, f. 7.10.1943, húsmóður, dóttur Stefáns Bjargmundssonar og Stefaníu Sig- urjónsdóttur. Börn Þórðar og Kristínar Maríu eru Stefanía, f. 21.11.1961, búsett á Kaldárbrekku, Kolbeinsstaða- hreppi, í sambýli með Gesti Úlf- arssyni og eiga þau tvær dætur; Guðrún, f. 11.7.1964, bjó með Guö- jóni Steinarssyni og eiga þau tvær dætur; Guðbjörg Dagný, f. 25.7.1966, gift Kára Rafnssyni og eiga þau þrjú börn; Gísli, f. 7.10.1969, í sambýli með Áslaugu Guðbrandsdóttur og ÞórðurGíslason. eiga þau einn son, og Hafdís Bára, f. 12.1.1974. Þórður er tvíburabróðir Guðjóns sem skrifað er um hér á síðunni í dag en þar er gerð grein fyrir systk- inum þeirra bræðra og foreldrum. Þórður verður að heiman á af- mælisdaginn. Rósa Magnfríður Sesselja Ivarsdóttir Rósa Magnfríður Sesselja Ivars- dóttir húsmóðir, Brjánslæk, Barða- strönd, er fimmtug í dag. Rósa fæddist á Melanesi í Rauða- sandshreppi og ólst upp á Rauða- sandi. Rósa giftist 15.11.1959 Ragnari Guðmundi Guðmundssyni, f. 16.12. 1935, bónda, syni Guðmundar J. Einarssonar og Kristínar Theodóru Guðmundsdóttur. Böm Rósu og Ragnars Guðmund- ar eru Halldór ívar Ragnarsson, f. 18.5.1959, nemi aö Varmalandi í Borgarfirði, kvæntur Sesselju Þor- bjömsdóttur, f. 28.5.1958, kennara, en börn þeirra eru Rósa Gréta, sjö ára, og Þorbjörn Smári, fimm ára; Theodóra Ragnarsdóttir, f. 14.6. 1962, nemi, búsett að Brjánslæk; Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, f. 9.4.1965, bóndi að Brjánslæk, gift Jóhanni Pétri Ágústssyni, f. 2.8. 1967, sjómanni; Sigrún Berglind Ragnarsdóttir, f. 8.3.1970, nemi, bú- sett að Brjánslæk, og Elísabet Huld Ragnarsdóttir, f. 21.5.1975, nemi, búsett að Brjánslæk. Systkini Rósu: Júlíus Reynir, f. 23.4.1927, bóndi að Mábergi á Rauöasandi, kvæntur Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og eru börn þeirra Haukur, Gunnlaugur, Ingibjörg og Anna Guðrún; Ari, f. 21.7.1931, verkstjóri á Patreksfiröi, kvæntur Arnfríði Stefánsdóttur og eru börn þeirra Sólveig, ívar Páll og Eygló; Bragi, f. 26.3.1933, verkamaður á Patreksfirði, kvæntur Vigdísi Þor- valdsdóttur og er fósturdóttir Ólöf; Hörður, f. 19.6.1935, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Erlu Kristó- fersdóttur og eru börn þeirra Geir ogDrífa; Erla Fanney, f. 27.3.1944, matreiðslumeistari, gift Gísla Kjart anssyni og eru börn þeirra Sædís ína og Sigurlaugur Gísli. Foreldrar Rósu: ívar Rósenkranz Halldórsson, f. 30.7.1904, d. 1978, bóndi að Melanesi í Rauðasands- hreppi, og kona hans, Ingibjörg Júl- íana Júlíusdóttir, f. 16.7.1900, d. 1975, húsmóðir. Bótólfur Sveinsson Bótólfur Sveinsson, nú til heimilis að Droplaugarstöðum í Reykjavík, verður níræður á morgun, sunnu- dag. Bótólfur fæddist á Gautastöðum í Dölum, sonur hjónanna Sveins Sveinssonar og Sólveigar Jónatans- dóttur. Bótólfur kvæntist 13.12.1930 Margréti Erlingsdóttur. Börn Bótólfs og Margrétar eru Erla Auðlín, f. 19.5.1931, gift Guð- mundi Kristleifssyni húsasmið og eiga þau fjögur börn; Sólveig Sveina, f. 19.5.1935, í sambýh með Guð- mundi Helgasyni bílstjóra og á Sól- veig þrjú börn; Fjóla Ingibjörg, f. 2.10.1936, gift Olafi Gíslasyni deild- arstjóra og eiga þau tvær dætur; Erlingur Sveinn, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur. Þá átti Bótólfur eina dóttur áður en hann kvæntist, Ragnhildi, sem er ekkja og býr í Garðabæ. Hún á eina dóttur, Helenu, sem er gift Þorgrími Guðmannssyni og eiga þau þrjú börn. Börn Erlu Auðlínar og Guðmund- ar: Margrét Hulda Smith, gift Peter Smith en þau búa í Englandi og eiga tvö börn, Mark og Emmu Klöru; Soffia Guðrún, gift Sveini Jóhanns- syni en þau búa í Reykjavík og eiga tvö börn, Huldu Erlu og Hildi Sóley; Birgir, kvæntur Sólveigu Þorláks- dóttur og eiga þau þrjár dætur, Jó- hönnu Kristrúnu, Erlu Björg og Evu Heiðu; Kristrún sem býr heima. Börn Sólveigar Sveinu: Guðrún Erla Gunnarsdóttir, gift Eiríki Ágústssyni og eiga þau þrjú börn, Ágúst, Margréti og Gunnar; Jón Kristinn Gunnarsson, kvæntur Elvu Matthíasdóttur og eiga þau fjögur börn, Daða, Matthildi, Sól- veigu Dögg og Drífu; Sævar Líndal Hauksson, kvæntur írisi Hlín Heið- arsdóttur og eiga þau tvo syni, Frey Líndal og Hlyn Daða. Dætur Fjólu Ingibjargar og Ólafs Gíslasonar: Margrét Hrefna Guð- Bótólfur Sveinsson. mundsdóttir, gift Sigurði Aðal- steinssyni og eiga þau þrjú börn, Fjólu Rún, Ólaf Má og Gylfa Þór, og Hafdís Ólafsdóttir, gift Aðalsteini Einarssyni og eiga þau þijú börn, Einar Líndal, Lovísu Dögg og Hörpu Dögg. Dætur Erlings Sveins og Guðrún- ar Ólafsdóttur: Margrét Linda og GuðrúnErla. Þau hjónin taka á móti gestum þann 17.6. nk. í Glæsibæ milli klukk- anl5og 18.00. Studioblóm Þönglabakka 6, Mjódd, norðan við Kaupstað, simi 670760 Blómaskreytingar viðöll tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.