Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1990, Síða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Á skrift- Dreífing; Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1990.
Seyöisflöröur:
Gjaldkerinn
tók 5,6
milljónir
Peningahvarfið í geymslu Seðla-
bankans á Seyðisfirði er upplýst.
Við yfirheyrslur í gær játaði aðal-
gjaldkeri Landsbankans á Seyðisfirði
að hafa tekið um 5,6 milljónir króna
úr geymslunni og sett bréfmiða, sem
hann útbjó sem seðla, í peningabúnt-
in í stað fimm þúsund króna
seðlanna sem hann tók.
Mjög var vandað til verksins og
ómögulegt að sjá á búntunum að þar
væru ekki peningaseðlar - heldur
verðlausir bréfmiöar.
Upp komst um svik mannsins á
~ * fimmtudag þegar verið var að ná í
peninga til að fara með í bankann
um borð í Norrænu. Yfirgjaldkerinn
var þá í fríi.
Tveir menn hafa lykla að peninga-
geymslunni. Hinn lykilhafinn er ekki
viðriðinn málið.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði er ekki
umboðsmaður Seðlabankans.
Rannsóknarlögreglan hefur verið
með yfirheyrslur á Seyðisfirði frá þvi
á fimmtudag. Margir hafa verið yfir-
heyrðir vegna þessa máls.
-sme
DV kemur næst út mánudaginn 18.
júni.
Smáauglýsingadeild blaðsins verð-
ur opin um helgina sem hér segir.:
í dag laugardag til kl. 14.
Lokað verður sunnudaginn 17.
júní.
SKUTIUBIIAR
25050
SENÐIBÍLASTÖÐIN Hf
opið um kvöld og helgar
m\
Kentucky
Fried
Chicken
Faxafeni 2, Reykjarík
Hjallahrauni 15, Hafnaríirói
Kjúklingar sembragö er að
Opið alla daga frá 11-22
LOKI
Þaö mátti reyna þetta.
Ölvaður maður í Revkjavlk:
Sveiflaði hnH og
hafði í hótunum
- henti húsbúnaði út um gluggann
„Eg mætti manninum á Bragagöt-
umú. Hann var alblóðugur á ann-
arri hendi. Hann bað mig um að
selja sér sígarettur. Ég bauðst til
að gefa honum eina en hann tók
tvær,“ sagði vegfarandi sem mætt
hafði manni sem lögregla gerði
mikla leit að i gær.
Reiðikast mikið rann á mann á
heimíli hans. Hann tók upp á því
aö henda húsbúnaði og fleiru út
um glugga á íbúð sinni sem er við
Njarðargötu í Reykjavík.
„Stúlka, sem vinnur hjá mér,
sagði þegar hún kom til vinnu, að
þegar hún hefði ekið eftir Njarðar-
götunni hefði bók lent á bílnum.
Ég fór að gá hvað væri um að vera.
Þá sá ég manninn sem virtist vera
hin versti. Ég fór í búðina á horn-
inu og bað þau að hríngja á lög-
reglu,“ sagði annar vegfarandi.
„Ég hljóp niður að húsinu og bað
manninn um að hætta þessu. Hann
heimtaði að ég kæmi með kók og
sígarettur. Ég þráaðist aðeins við
en heföi sjálfsagt átt að fara og
sækja það sem hann bað um. Það
er möguleiki að hann hefði þá hætt
þessari vitleysu,“ sagði kaup-
maðurinn á hominu.
Þegar lögregla kom á vettvang
birtist maðurinn vopnaður hmfi í
glugga íbúðarinnar. Þá var margt
persónulegra rnuna hans stór-
skemmt á götunni og gangstéttinni
fyrir neðan íbúöina. Maðurinn
brást reiður við þegar lögreglan
kom og hafði í hótunum. Þegar
hann gerði sér grein fyrir að lög-
regla ætlaði að taka hann ílúði
hann út um bakdyrnar.
Þar sem ekki var vitað hvort
hann tók hniflnn með sér var allt
tiltækt hð lögreglunnar látið leita
maimsins. Þrátt fyrir flölmenná
leit fannst hann ekki. Innan við
klukkustund síðar kom hann gang:
andí upp Njarðargötuna. Hann gaf
sig fram við lögregluna. sem flutti
hann á lögreglustöðina. -sme
Maðurinn hefur í hótunum við lögregluna. Hann heldur á hnífnum. Skömmu síðar hljóp hann út um bakdyrnar og
þá hófst mikil leit að honum. Á innfelldu myndinni heldur Einar Bjarnason aðalvarðstjóri um herðarnar á mannin-
um og telur hann á að koma með sér með góðu. Það tókst og ekki kom til átaka við handtökuna. DV-mynd S
Fiskaflinn
minnkar
Heildarafli landsmanna í maí síð-
astliðnum var um tvö þúsund tonn-
um minni en í maí í fyrra. Þetta kem-
ur fram í bráðabirgðatölum frá Fiski-
félagi íslands en samkvæmt þeim var
heildarafli 74.407 tonn í maí.
Ef einstaka tegundir eru skoðaðar
kemur í ljós að um 5.000 tonnum
meira hefur veiðst af þorski, 3.500
tonnum meira af ýsu, 3.900 tonnum
meira af ufsa, 730 tonnum meira af
karfa, 230 tonnum meira af steinbít,
300 tonnum meira af skarkola, 16.300
tonnum minna af grálúðu, 580 tonn-
um meira af öðrum botnfiski, 160
tonnum meira af rækju, 247 tonnum
meira af hörpudiski og 213 tonnum
meira af humri.
Heildaraflinn frá áramótum til
maíloka var orðinn 932.600 tonn en á
sama tímabili í fyrra var hann
945.400 tonn.
-RóG
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Skúrir á sunnanverðu landinu á þjóðhátíðardaginn
Á þjóöhátíðardaginn verður suðaustanátt, skúrir á sunnanverðu landinu og Austfjörðum en þurrt og léttskýjað á Vestíjörðum og Norðurlandi.
Hitinn verður 8-11 stig á Suður- og Suðvesturlandi en 12-18 stig í öðrum landshlutum.
Á mánudaginn verður fremur hæg suðaustlæg átt. Líklega rigning á Austfjörðum og Suðausturlandi en þurrt og allvíða bjart veður annars staðar.
Hlýnandi veður um allt land.