Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. 7 Sandkom krókódíla bönnuð Þaðheíurlik- Iegaekkifarið frnmhja nein- um að athyglis- vendýrahald hefurkomiðí . ljósáNorðfirði. Sjómaður nokkurvar orðinn leíður á tólensku gœludýrunum og flutti krókódíi með sér til iandsins. Króki entist þó ekki lengi i vistínni því hann lét sig hverfa í göngutúr með eiganda sínum. Hefur reyndai’ slegið óhug að mörgum og óttast einstaka ixnndur að enda ævi sína í krókódilskjafti. Hreppsnefnd Norðijarðarhrepps mun væntanlega ræða málið og sam- kvæmt heimildum Sandkomsritara májafnvel búastvið tiliöguumað lausaganga krókódila verði bönnuö. Er með því ætlunin að stemma stigu við þessu ört vaxandi vandamáli. íklósettum íljósinýma upplýsinganm krókódilaeign íslendinga er ckkiúrvegiað rifjauppað þessi vinalegu dýrvommjög vinsælscm gæludyra tímabiiiútiihinum stóraheimi. Það kom hins vegar víða fyrir að krókó- dílarnir uxu eigendum sínum yfir höfuð. Var þá úr vöndu aö ráða því það vaiðist fyrir mörgum h vað gera ætti viö krókódílana þegar þeír voru orðnir 2 metra langir og farnir að narta í bréfberann. Lausnin var yfir- leítt sú sama - aö skella j>eim i næsta niðurfall ogsturta niður. Varhaftá orði að í skólpkerfum stórborganna hefði veriö orðið æði fiömgt dýralíf og vora sagðar ævintýrasögur af stærð sumraþessara dýra sem lifðu á bæjarstarfsmönnum sem sendir voruniðurídjúpin. Tíminn á krókódilaveiðum l'eir si'in lasu dagblaðiðTím- ann fsem hefur boðaðfrjáls- lvndiogfram- farirísjötugi árajígærog ætluðu að fræðastum krókódilam ilið á Norðfirði hafalíklega orðið dálítiö ráðvilitir. í fyrirsögn stóð: Afneitar krókódíl. Undir henni var síðan sagt frá því að eigandi krókódflsins, Ágúst Kárason, hefði tjáð Tímanum að jxitta hetði allt verið i plati og blaða- maður DV hefði gengið í gildruna. Þegar síðan er lesið áfram í greininni sést að Tírainn er sjálfur tarinn að trúa á Króka og er birt víðtal við lög- regluþjón í Neskaupstað sem stað- festir allar fréttir um krókódilinn. Það er hætt við þ ví að þeir sem lesa þessa umíjöllun Tímans verði hálfr- áðvilitir enda tæpast af henni að ráða hvort allt hafi verið í plati eða ekki. Megmn á Kefla- I siðustusamn- ingumstarfs- mannaáKefla- vikurflugvelii varsamiðum þaðaðstarfs- mnnn fengju að hættalyrrgegn þvíaðsleppa kafBtímum. Þettaþótti moi gumdalitið súrtíbroti endameðlæti ókeypis og vel útflátíð. Var ekki óal- gengt að menn úðuðu í sig snúörnn og vínarbrauðum af miklum krafti. En þetta er allt liðin tíð. Segja menn aðnúséhaígtaösjá mikla útlits- breytinguá starfsmönnum sem margir hverjir hafi verið orðnir lOtii 20 kfló yflr kjörþyngd. Nú renna kíló- in af mönnum og er að sjólísögðu al- menngleöimeðþaö. .....- --- _______________________________________________________________________ Fréttir Skiptar skoðanir um friðun Grænlandsstofnsins: „Trölllieimska“ - segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur „Það er tröllheimska að ætla að bjóða hálfum fiskistofni í mat upp á ekki neitt,“ sagði Jón Kristjánsson fiskifræðingur þegar hann var spurður áhts á því hvað ætti að gera við þorskgöngu þá frá Grænlandi sem hingað stefnir. Jón hefur verið harður andstæð- ingur hugmynda um að unnt sé að geyma fiskinn í sjónum. Sjávarút- vegsráðherra og Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, hafa báðir orðað slíkar hugmyndir. Jón sagði að fiskurinn stefndi hing- að af því að hann hefði sennilega ekkert að éta lengur við Grænland. Taldi hann að Grænlendingar væru þegar búnir að veiða mikið úr stofn- inum. „Fiskurinn er betur geymdur í hjöllum en í hafinu. Auðvitað á að veiða hann. Það er búið að reyna að stækka þennan þorskstofn með frið- un í langan tíma. Það hefur gersam- lega mistekist og það er barnaskapur að halda að hann geti bæst við stofn- inn,“sagðiJón. -SMJ Sjómenn á íslandsmiðum hafa nú loksins fengið ástæðu til að brosa þó ekki sé Ijóst hvernig nýta eigi þorsk- göngurnar frá Grænlandi. Þaö er þó trúlegt að úr Grænlandsgöngunni koma ekki golþorskar eins og þessir sjó- menn halda á en Grænlandsþorskurinn vex hægar en þorskur sem elst upp hér við land. Tillögur um mánaðamótin - segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar „Við höfum ákaflega mörg dæmi um það aö hægt sé að geyma fiskinn í sjónum og ég held aö það sé hægt að fella þetta undir það. Við höfum mörg dæmi um það að ef við verðum varir við góða árganga á fyrsta og öðru ári þá skilar þeir alltaf miklum afla,“ sagði Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, þegar hann var spurður um það hvort til- vera Grænlandsþorsksins væri sönnun þess að unnt væri að geyma þorskinn í sjónum sem löngum hefur veriö deilumál meðal. sjómanna og fiskifræðinga. Jakob sagði að engra tillagna væri að vænta frá Hafrannsóknastofnun um nýtingu Grænlandsþorsksins fyrr en um næstu mánaðamót. Hann taldi þó útilokað að breyta kvóta þessa árs nokkuð. Séifræðingar stofmmarinnar voru að vinna úr gögnum í gær og sagði Jakob að sú vinna héldi áfram, allavega til mán- aðamóta. - En er hugsanlegt að seiðarekið til Grænlands á sínum tíma hafi ver- ið meira en áður var ætlað? „Ég treysti mér allavega ekki til að staðfesta þessi 20% sem rætt hefur verið um. Rannsóknarsvæðið náði ekki yfir allt rekið og ég þori ekki með neinu móti að fullyrða hve stór hluti fór til Grænlands. Það er hugs- anlegt að rekið hafi verið stærra en áður var ætlað, meðal annars vegna þess hve mikið hefur fundist við Grænland," sagði Jakob. hann bætti því við að það lægi ljóst fyrir að þau 20% sem hingað til hefur verið rætt um sé ekki nákvæm tala. -SMJ sumt en geyma annað - segirGuöjónKristjánsson „Ég tel skynsamlegast að fara blandaða leið og veiða hluta fisksins og styrkja hryggningarstofninn með öðrum hluta,“ sagði Guðjón Kristj- ánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, þegar hann var spurður að því hvað gera ætti við Grænlandsþorskinn sem nú er talið að sé á leið til lands- ins. Guðjón sagði að það væri athyglis- vert að von skyldi vera á þessum fiski úr þessu seiðareki. Hann sagði að það hefði verið talað um að 20 til 25 pró- sent seiðanna hefði rekið þangað og væri athyglisvert hve mikið ætlaði að verða úr þessum 25 prósentum. „Grænlendingar eru búnir að veiða 200.000 tonn úr þessum árgangi á síð- ustu þremur árum og stefna að því að veiða 120.000 tonn í ár. - Og ef við eigum von á göngu í tvö ár þá fer aö verða fróðlegt að velta fyrir sér hvaö þessi 25% gefa af sér. Menn hljóta að spyrja hvaö varð um hin 75%. Ef þessi Grænlandsuppeldisstöð gefur af sér upp undir eina milljón tonna í veiði þá spyr maður auðvitað hvað varð um hin 75%,“ sagði Guðjón. - En finnst þér að það eigi að bæta þessu við kvóta skipanna í ár? „Það væri ekki óskynsamlegt ef það væri gert í litlum mæh. Hins vegar held ég að það eigi að fara hægt í sakirnar og fara ekki af of miklum krafti í þennan fisk,“ sagði Guðjón. Þá kom fram hjá Guðjóni að hann og aðrir togaraskipstjórar telja að þeir hafi verið að veiða þennan fisk í vetur í Skerjadýpinu, suðvestur af Reykjanesi. Ef marka má niðurstöðu þeirra þá voru þeir að veiða úr Græn- landsgöngunni áður en vart varð við hana á Selvogsbanka og út af Staf- nesi. „Ég held að það sé alveg öruggt að við höfum verið að taka eitthvað af þessum fiski í bland þó að það hafi ekki verið í neinu magni," sagöi Guðjón. -SMJ Þarf þá líka að friða fóðrið fyrir þorskinn - segir Reynir Traustason, formaöur Bylgjunnar „Eg tel að það eigi að auka veiðina ef menn þykjast svona vissir um að þessi ganga sé komin,“ sagði Reynir Traustason, togaraskipstjóri og for- maður skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum, um göngu þorsks frá Grænlandi. Afstaða hans er önnur en Halldórs Ásgrímssonar og Kristjáns Ragnars- sonar, formanns Landsambands út- vegsmanna, en þeir vilja að gangan veröi notuð til þess að byggja upp stofninn. „HaUdór og Kristján eru ekki þekktir fyrir skynsömustu fiskveiði- stjómun í heimi,“ sagði Reynir. Þetta er bara eftir öðru hjá þeim félögxun. Bóndi sem eykur fjárstofn sinn þarf að auka fóðrið um leið. Þeir hafa hins vegar ekki komið með neinar tillögur um að friða loðnu og rækju til að tryggja fóður handa öllum þessum dýrum. Það er erfitt fyrir sjómenn, sem eru í snertingu við þetta, að skilja þessa afstöðu. Eg held að það væri nær að hafa áhyggjur af grálúðunni. Það er ekki nema örlítið brot af togaraflot- anum sem nær grálúðunni sinni, ein- faldlega vegna þess aö það er ekki nóg til af henni. Þorskurinn hefur hins vegar ekki veriö áhyggjuefni. Það virðist vera nóg af honum. Einu áhyggjumar gagnvart þorskinum em afskipti þeirra Halldórs og Kristj- áns af honum. Þeir eru mestu vágest- ir þorskstofnsins fyrir utan Hafrann- sóknastofnun," sagði Reynir Traustason. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.