Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. AfrnæH Agnar Hallgrímsson Agnar Hallgrímsson, cand. mag., Miögaröi 6, Egilsstööum, er fimm- tugur í dag. Agnar er fæddur á Am- heiðarstöðum í Fljótsdal og ólst upp á Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Hann var í Alþýðuskólanum á Eið- um 1955-1957 og lauk stúdentsprófi í MA1963. Agnar var skrifstofumað- ur hjá Samvinnutryggingum í Rvík 1966-1968 og lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum í HÍ í janúar 1972. Hann var stundakennari í Iðn- skólanum í Rvík 1972-1973 og próf- arkalesari á Tímanum 1973-1974. Agnar hefur verið skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum frá vorinu 1974. Hann hefur ritað nokkrar greinar um sagn- fræðileg efni í ritið Múlaþing. Agnar kvæntist 18. maí 1968 Auði G. Óskarsdóttur, f. 11. apríl 1945, gjald- kera á skrifstofu Ríkisspítalanna. Þau skildu 1974. Foreldrar Auðar eru: Óskar Ágústsson, húsvörður í Rvík, og kona hans, Elín Kjartans- dóttir. Systkini Agnars eru: Helgi, f. ll.júní 1935, náttúrufræðingur á Egilsstöðum; Ólafur Þór, f. 18. sept- ember 1938, prestur á Mælifelli; Guðsteinn, f. 7. mars 1945, b. á Teiga- bóh; Guðrún Margrét, f. 27. maí 1948, húsmóðir á Akureyri, og Bergljót, f. 1. mars 1952, húsmóðir á Haga í Aðaldal. Foreldrar Agnars eru: Hallgrímur Helgason, f. 29. ágúst 1909, b. á Drop- laugarstöðum í Fljótsdal, og kona hans, Laufey Ólafsdóttir, f. 31. maí 1912. Hallgrímur er sonur Helga, b. á Refsmýri í Fellum, Hallgrímsson- ar, b. á Bimufelli, bróður Gísla, föð- ur Benedikts frá Hofteigi og Sigurð- ar, prests á Söndum, foður Jóns tón- listarmanns. Hallgrímm- var sonur Helga, b. á Geirúlfsstöðum, bróður Guörúnar, ömmu Gunnars Gunn- arssonar rithöfundar. Helgi var son- ur Hallgríms, skálds á Stóra-Sand- felli, Ásmundssonar, bróður Indr- iða, afa skáldanna Jóns og Páls Ól- afssona. Móðir Hallgríms á Birnu- felli var Margrét Sigurðardóttir, b. á Mýrum í Skriðdal, Eiríkssonar, af Njarðvíkurættinni, og konu hans, Ólafar Sigurðardóttur, af Pamfíls- ættinni. Móðir Hallgríms á Drop- laugarstöðum var Agnes Pálsdóttir, b. á Fossi á Síðu, Þorsteinssonar. Móðir Páls var Ágnes Sveinsdóttir, b. á Fossi á Síðu, Steingrímssonar og konu hans, Ragnhildar Odds- dóttur, systur Guðríðar, langömmu Jóhannesar Kjarvals. Móðir Agnes- ar var Margrét Ólafsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Odds Bjöms- sonar leikritahöfundar. Laufey er dóttir Ólafs, b. í Holti í Fellahreppi, Jónssonar, h. á Skeggjastöðum, Ólafssonar, af Melaættinni. Móðir Ólafs var Berg- ljót Sigurðardóttir, b. í Geitagerði, Pálssonar og konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur, vefara á Skjöldólfsstöð- um, Þorsteinssonar, ættföður Vef- araættarinnar. Móðir Laufeyjar var Guðlaug, systir Halldóru, langömmu Hrafns Gunnlaugssonar. Guðlaug var dóttir Sigurðar, b. í Kolsstaðagerði, Guttormssonar, stúdents á Amheiðarstöðum, Vig- fússonar, prests á Valþjófsstað, Ormssonar, langafa Ingunnar, móð- ur Þorsteins Gíslasonar skálds. Vig- fús var einnig langafi Vigfúsar, langafa Hjörleifs Guttormssonar. Móðir Sigurðar var Halldóra Jóns- dóttir vefara, systir Þorbjargar. Móðir Guðlaugar var Guðríður Ei- Agnar Hallgrímsson. ríksdóttir, b. á Hafursá, Arasonar og konu hans, Þóru Ámadóttur, b. á Kappeyri, Stefánssonar, b. í Sand- felli, Magnússonar, ættfoður Sand- fellsættarinnar. Móðir Árna var Guðrún Erlendsdóttir, b. á Ásunn- arstöðum, Bjamasonar, ættfóður Ásunnarstaðaættarinnar. Agnar verður á heimili sínu á Egilsstöðum áafmælisdaginn. Jakob V. Emilsson Jakob V. Emilsson. Jakob V. Emilsson prentmeistari, Dalbraut 18, Reykjavík, er sjötugur ídag. Jakob fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann hóf nám í prentiðn hjá Oddi Bjömssyni á Akureyri 1.9. 1934. Að námi loknu starfaði hann hjá Oddi Björnssyni fram á haust 1956 en flutti þá til Reykjavíkur og var þar verkstjóri í Prentsmiðjunni Eddu 1956-59. Þá átti hann þátt í stofnun Prentsmiðjunnar Hilmis með Hilmari Kristjánssyni og Jóni Svan Sigurðssyni um áramótin 1959-60. Jakob keypti sumarið 1960, ásamt tveimur öðmm prenturum, Prentsmiðju Jóns Helgasonar og var hann þar prentmeistari uns þeir seldu prentsmiðjuna ríkinu 1973. Skömmu eftir að þeir keyptu Prent-. smiðju Jóns Helgasonar festu þeir kaup á tveimur prentsmiðjum til, Prentfelli í Skerjafirði og Bóka- prentsmiðju Þjóðviljans. Endurnýj- uðu þeir tækja- og vélakost þessara prentsmiðja og var Prentsmiðja Jóns Helgasonar þá orðin önnur stærsta prentsmiðja landsins. Þeir byggðu einnig hús undir reksturinn að Síðumúla 14-16 þar sem Guten- berger nútilhúsa. Jakob kvæntist 13.6.1943 Þuríði GuðmunduÁgústsdóttur, f. 19.10. 1920, d. 16.10.1976, húsfreyju, en hún var dóttir Ágústs Runólfssonar, sjó- manns og útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, og Þórunnar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Böm Jakobs og Þuríðar Guð- mundu: Þórlaug, f. 1.7.1944, hús- freyja í Fellabæ í Norður-Múla- sýslu, gift þar og á tvö böm, Jakob og Sólrúnu; Guðbjörg, f. 22.11.1945, og á hún tvær dætur, Rakel og Margréti; Emil, f. 22.3.1948, vél- virki; Ágúst, f. 10.12.1956, kvæntur og á eina dóttur, Þuríði Guðmundu, og Hrönn, f. 17.10.1962, gift og á þrjú börn, Arnar, Guðmund Frey og EsterRán. Foreldrar Jakobs: Emil Jakobs- son, f. 21.1.1898, d. 1979, rafvirki og verkstjóri hjá Rafveitu Akureyrar, og Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14.12. 1893, d. 1980, hjúkrunarkona. Jakob verður að heiman á af- mælisdaginn. Þorgrímur Þorgrímur Einarsson offsetprent- ari, Háaleitisbraut 119, Reykjavík, ersjötugurídag. Þorgrímur er fæddur í Winnipeg og ólst þar upp í þrjúár, í Chicago í þijú ár og frá sex ára aldri hjá Þor- grími Þórðarsyni, lækni í Keflavík. Hann var vetur í Reykjaskóla og var síðan í nám í Iðnskólanum og Leik- skóla Ævars Kvarans. Þorgrímur vann hjá Lithoprent frá stofnun þess 12. maí 1938-1963 og við sjó- kortsprentun hjá Landmælingum til 1971. Hann vann hjá prentsmiðj- unni Leiftur 1972-1989 og vinnur nú hjá Svansprent. Þorgrímur var for- maður Offsetprentarafélags íslands í fimm ár. Þorgrímur kvæntist 29. apríl 1944 Aðalheiði Skaptadóttur, f. 10. ágúst 1920. Foreldrar Aðal- heiðar em: Skapti Ólafsson, veð- deildarmatsmaður hjá Landsbank- anum, og kona hans, Sveinborg Ár- mannsdóttir. Börn Þorgríms og Aö- alheiðar eru: Skapti, f. 25. september 1945, tölvutæknir í Rvík; Sigríöur Anna, f. 15. ágúst 1947, gift Þorsteini Steingrímssyni, fasteignasala í Rvík, og á hún fimm böm; Einar, f. 30. september 1949, stórkaup- maður í Rvík, og á hann tvö börn og Ragnar, f. 25. júni 1953 tónlista- kennari, kvæntur Önnu Snæbjöms- dóttur og eiga þau þrjú böm. Systk- ini Þorgríms em: Jóhanna, f. 18. maí 1919, verslunarmaður í Kefla- vík, gift Vilhjálmi Eyjólfssyni versl- unarmanni og eiga þau þijú börn; Anna Sigríður, f. 5. ágúst 1921, tón- listakennari í Rvík, gift Ólafi Páls- syni verkfræðingi og eiga þau sjö böm og Einar Þór, f. 10. júlí 1925, skrifstofustjóri í Rvík, kvæntur Ing- veldi Hjaltested, og eiga þau fjögur böm. Bróðir Þorgríms, sammæðra, er Rafnar K. Karlsson, f. 12. nóv- Einarsson ember 1937 offsetprentari, kvæntur Unu Lövdal. Systir Þorgríms, sam- feöra, er: Edda, f. 15. janúar 1940, húsmóðir, og á hún tvö börn. Foreldrar Þorgríms em: Einar Þorgrímsson, f. 15. júní 1896, d. 15. júní 1950, forstjóri í Rvík, og kona hans, Jóhanna Þuríður Oddsdóttir, f. 21. júlí 1895, d. 2. maí 1972. Einar var sonur Þorgríms, læknis í Kefla- vík, Þórðarsonar, útvegsb. í Rvík, Torfasonar. Móðir Önnu var Jó- hanna Ludvigsdóttir Knudsens, kaupmanns í Hafnarfirði, Lauritz- sonar Knudsen, kaupmanns í Rvík, ættfóður Knudsenættarinnar. Móð- ir Jóhönnu var Anna Krisfjana Steindórsdóttir Waage, skipstjóra í Hafnarfiröi. Móðir Steindórs var Rannveig Filippusdóttir, prests í Kálfholti, Gunnarssonar. Móðir Önnu var Anna Kristín Kristjáns- dóttir Veldings, verslunarmanns í Þorgrímur Einarsson. Hafnarfirði, ættfóður Veldingsætt- arinnar. Jóhanna var dóttir Odds, útvegsb. í Vestmannaeyjum, Árna- sonar og konu hans, Þuríðar Hann- esdóttur. Þorgrímur dvelur nú er- lendis. Jórunn Ragnheiður Brynjólfsdóttir Jórunn Brynjólfsdóttir. Jórunn Ragnheiður Brynjólfs- dóttir, kaupkona frá Hrísey, Miklu- braut 5, Reykjavík, er áttræð í dag. Jórunn fæddist í Hrísey og ólst þar upp, elst átta bama þeirra hjón- anna, Brynjólfs Jóhannessonar út- gerðarmanns og konu hans, Sigur- veigar Sveinbjamardóttur. Jórunn stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni og síðan við Kvennaskólann í Reykjavík. Jómnn giftist 1944, Hauki Þor- steinssyni, f. 4.10.1914, fyrrv. verk- taka, og eignuðust þau fjögur böm. Þau era Sigurveig, f. 13.1.1942, bú- sett í Reykjavík, gift Pétri Magnús- syni bankaútibússtjóra og eiga þau eina dóttur; Jóhanna, f. 9.8.1945, búsett í Reykjavík, gift Eiríki Vig- góssyni matreiðslumanni og eiga þau þrjú böm; Brynhildur, f. 28.12. 1946, húsett í Reykjavík, gift Ólafi Bjamasyni bankamanni og eiga þau þrjú börn, og Brynjólfur, f. 10.6.1948, læknir í Reykjavík, kvæntur Am- dísi Magnúsdóttur og eiga þau eina dóttur, auk þess sem Brynjólfur á son af fyrra hjónabandi. Jórunn tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Rafveitunnar við EUiða- ámar á afmælisdaginn frá klukkan 18.00. Til hamingju með daginn Jón Stefánsson, Reykjahlíð 14, Reykjavík. Eíríkur Eiríksson, Goðheimum 23, Reykjavík. Jóakim Pálsson, Bakkavegi4,ísafirði. Sigurður Afbertsson, Brúsholti, Reykholtsdalshreppi. Elín Bjarnadóttir, Réttarholtsvegi 35, Reykjavík. ÓskarB. Magnússon, Hitaveituvegi 2, Reykjavík. Gúðrún Sigurðardöttir, Neðri-Mýmm, Engihlíðarhreppi. Halldóra Jósepsdóttir, Borgarheiði llH,Hveragerði. Elín Guðmundsdóttir, Bröttugötu 4, Borgarnesi. 70ára Egill Karlsson, Strandgötu 97, Eskifirði. Ingibergur Sæmundsson, Dalbrún 1, Biskupstungnahreppi. 60ára Jóseflna Hafsteinsdóttir, Álfheimum 68, Reykjavík. Jóhann Hannesson, Giljalandi 17, Reykjavfk. Sixten Holmberg rafsuðumað- ur, Laugateigi 54, Reykjavík, Hann verður í Svíþjóð á afmælis- daginn. Grétar B. Grimsson garðyrkju- bóndi, Syðri-Reykjum III, Biskupst- ungnahreppi. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn eft- irklukkan 17. Helga B. Óskarsdóttir, Stórholti 11, ísafirði. Valdís Friðriksdóttir, Árgerði, ísafiröi. Guðmundur A. Stefánsson, Seljahlíð9A, Akureyri. Alda Guðmundsdóttir, Álfhólsvegi 46D, Kópavogi. Anna Sigríður Bj örnsdóttir, Fifuseli 20, Reykjavík. Oddný Vilhjálmsdóttir, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík. Dagur Vilhjálmsson, Bólstaðarhlíö 13, Reykjavík. Guðmundur Lárusson, Stekkum II, Sandvíkurhreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.