Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990.
5
dv__________________________________________________________________________________Fréttír
Erlendir ferðamenn í snjó og kulda í Mývatnssveit:
Þegar við vöknuðum
vantaði bara jólatréð
- sögðu hollenskir ferðalangar sem vildu þó ekki hafa misst af þessu ævintýri
Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Þegar við vöknuðum og kíktum út
brá okkur heldur betur, snjór yfir
öllu og það vantaði ekkert nema jóla-
tréð til aö fullkomna þetta,“ sögöu
hollenskir ferðamenn sem DV hitti
að máli á tjaldstæði í Mývatnssveit í
gærmorgun.
Hollensku ferðamennirnir voru
himinlifandi yfir aö hafa lent í þessu
ævintýri eins og þeir orðuðu þaö.
„Það er ákaflega skemmtilegt að hafa
upplifað þetta, það þykir örugglega
merkilegt þegar við segjum frá þessu
er við komum heim. Okkur var ekki
svo mjög kalt í tjöldunum, enda vel
búin og meö nóg af teppum og þesS
háttar.“
Það var ekki annað að sjá en hol-
lensku ferðalangarnir væru bara
ánægðir með að hafa lent í snjókomu
Þjóðverjinn Reinhard Muller við fararskjóta sinn á grárri jörðinni í Mývatns-
sveit.
í tjaldi á Mývatnsheiði í snjókomu og kulda:
Gat bara sof ið í
3-4 klukkustundir
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Hann var heldur þreytulegur og
kaldur, þýski hjólreiðamaðurinn
Reinhard Muller, þegar hann nálgað-
ist Mývatn á fararskjóta sínum í
gærmorgun. Reinhard hafði gist í
tjaldi sínu á Mývatnsheiði um nótt-
ina og átt erfitt með svefn sökum
kulda, enda sujóaði á tjaldið og jörð
var alhvít þegar hann fór á fætur.
„Það var ansi kalt og ég gat ekki
sofiö nema þijár eða fjórar klukku-
stundir. Ég reiknaði alls ekki með
að fá gott veður í þessari ferð en
reiknaði þó aUs ekki með snjókomu.
En svona er þetta og vissulega er
þetta mikil upplifun. Er ekki annars
alltaf betra veður hér á sumrin held-
ur en í Reykjavík?"
Reinhard sagðist hafa komið til
Reykjavíkur 17. júní og hann var
búinn að ferðast um á hjólinu sínu
til Þingvalla sem hann rómaði mjog
fyrir fegurð, til Gullfoss og Geysis
og síðan til Þorlákshafnar þar sem
hann fór um borð í Herjólf og sigldi
til Eyja. Eftir þessa ferö hélt hann frá
Reykjavík til Borgarness en hreppti
þar hið versta veður og talaði um
„veðravíti“ á þeirri leið. „Þá fékk ég
nóg og fór með rútu til Akureyrar.
Eg ætla að vera hér við Mývatn í
vikutíma, fara í gönguferöir og skoða
landið sem er mjög áhugavert og
veðrið stöðvar mig ekki. Maður þarf
bara að hugsa um að hafa nóg af
þurrum fótum,“ sagði Reinhard
Muller. "
Hollendingarnir brugðu á leik við tjöld sin og gerðu sig líkiega til að grýta
snjóboltunum sínum í Ijosmyndarann. DV-myndir gk
Útlendingunum
f innst þetta fyndið
- segir Inga Ásgeirsdóttir tjaldvörður
á íslandi um hásumar. Sömu sögu
var að segja af öðrum ferðalöngum
sem við hittum á ferð okkar. Reyndar
sögðust þeir ekki hafa reiknað með
að hreppa slíkt vetrarveður en held-
ur ekki hafa átt von á góðu veðri.
í gærmorgun var um 5 cm þykkt
snjólag á tjaldsvæðinu í Mývatns-
sveit. Snjóinn tók þó fljótt upp en fjöll
í nágrenninu voru með kvíta kolla
og grá niður í miðjar hlíðar.
Sænskir göngugarpar:
Kalt á nefinu
- í tjördunum
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Okkur var ekki svo kalt í tjöldun-
um þegar við vöknuðum, en reyndar
var mér ansi kalt á nefinu,“ sagði
einn þriggja sænskra göngugarpa
sem við rákumst á í Mývatnssveit-
inni í gærmorgun.
Þeir Anders Fridsberg, Thomas
Frisk og Thomas Strömberg voru vel
klyfjaðir að leggja af stað í gönguferð
umhverfis Mývatn eftir að hafa sofið
á tjaldstæðinu í Reynihlíð um nótt-
ina. „Það sem gildir er að hafa góða
svefnpoka og vera vel búinn,“ sögðu
þeir félagar. Þeir eru í sinni fyrstu
íslandsferð en voru ekki endilega
vissir um að hún yrði jafnframt sú
síðasta.
„Nú var það, töpuðu þeir öllum
leikjunum?“ sögðu félagarnir þegar
þeir spuröu um gengi landa þeirra á
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu á Ítalíu og var tjáð að Svíar
hefðu tapað öllum leikjum sínum
þar. „Unnu þeir ekki einu sinni Costa
Rica? Jæja, það verður að hafa það,“
sögðu þeir félagar um leið og þeir
gengu af staö.
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Hér var 5 cm snjór yfir öllu þegar
fólk fór á fætur í morgun og ákaflega
vetrarlegt," sagði Inga Ásgeirsdóttir,
tjaldvörður á tjaldsvæðinu við
Reynihlíð í Mývatnssveit, er DV kom
þar við í gærmorgun.
Inga sagði að þá um nóttina hefði
verið 50 manns á tjaldsvæðinu í 24
tjöldum, nær allt útlendingar, og þeir
kvörtuðu ekki. „Þeim finnst þetta
bara vera fyndið og þegar ég var að
skrifa veðurspána áðan sem við
hengjum hér upp sögðu þeir mér
bara að skrifa að þaö yrði tveggja
metra þykkur snjór. Ég hef ekki orð-
ið vör við neina reiði hjá fólkinu, það
er vel búið og hlýtur að vera við
ýmsu búið í ferðum sínum hingað.“
nas
c
'
• •
• • •
• •
__ i 80
H ,U / I f
!)vv •
fo
••••*•
#•••••
'H/s,,
Híin/mf
Síi
11 & 11
eð slmsvara
Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari —
12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið
skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði —
Tónval, púlsval — Veggfesting.
&SS8& \
1 1
Q O
|pÉ 8
: © EB ö 1
rzá
O' * . W I 3
Verð kr.
12.943
HEKIAHF
Laugavegi 170-174 Sími 695500