Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990. Útlönd I>V Samskiptin munu ekkert breytast V-þýskur kaupsýslumaður: Irönsk stjórnvöld segja að samskipti landsins viö þau vestrœnu riki sem veitt hafa aöstoð að undanfömu vegna jarðskjálftans muni eftir sem áðurverðaþausömu. Simamynd Reuter Stjómvöld í íran hafa þakkaö hinum fjölmörgu vestrænu ríkjum fyrir aöstoðina sem þau hafa veitt vegna jaröskjálftans í síðustu viku. En lögð er áhersla á að þótt þessi hjálp hafi komið til þá muni öll samskipti írans viö önnur ríki haldast óbreytt frá því sem áður var. Nú þegar engin von er til þess að frnna nokkurt líf í rústunum hafa róttækir Mötogar landsins komiö fram og gagnrýnt Bandaríkin, Saudi- Arabíu, írak og breska rithöfundinn Salman Rushdie. Þó viðurkenna stjómvöld aö eftir aðstoöina sem Frakkland haíi veitt sé ekki hægt annaö en að bindast Frakklandi sterkari böndum en áður. Bush frestar olíuborunum George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að beðiö yrði í tíu ár með að hefla olíu- og gasboranir á stóru svæði á austur- og vestur- strönd Bandaríkjanna. Hann sagöi að þó yrði enn haldið áfram með þró- un á grunnsjávarohu og -gasi tii aö mæta orkuþörf Bandaríkjanna. Bush tilkynnti ennfremur að hann hygðist leggja áherslu á að haldiö yrði áfram meö tilraunir og umhverfisrannsóknir vegna grunnsjávarolíunnar. Forsetinn segist taka þessa ákvöröun til aö vemda umhverfiö sem hann segir ekki vanþörf á. Menn innan olíu- og gasiönaðarins gagnrýndu forset- ann fýrir þessa ákvörðun og sögöu aö með því að hætta við olíuboránir á þessu svæði væri verið að gera Bandaríkin enn háðari erlendum olíu viö- skiptum. Forseti Utháen hittir Gorbatsjov Forseti Litháen, Vytautas Land- bergis, hitti Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga í gær nokkmm klukkustundum áður en litháiska þingið kom saman til að ræða frest- un gildistöku sjálfstæðisyflrlýsing- ar lýðveldisins frá því i mars síö- astliðnum. Talsraaöur litháisku sendinefnd- arinnar í Moskvu sagði forsetann hafa flogið til Moskvu á fund Gor- batsjov og haldið svo rakleiðis til baka. Hann vildi ekkert láta haía eftir sér um niðurstöður fundarins. Forseti Litháen, Vytautas Land- bergis, hélt á lurtd Gorbatsjov Sov- étleiötoga i gær áður en litháiska þingiö kom saman tíl fundar um sjálfstæöisyfirlýsinguna. Simamynd Reuter Sívaxandi tóbaksnotkun Notkun tóbaks hefur farið vaxandi síðustu ár, eöa aukist um sjötíu og fimm prósent siðustu tvo áratugi. Að sögn lækna hefur skapast tíma- sprengja sem kann að lokum að taka líf tuttugu milljón manna, milljóna sem í dag em undir tuttugu ára að aldri. Neysla tóbaks fer rainnkandi í íðnríkium heims en í kjölfar þess aö tóbaksframleiðendur leita nýrra markaöa fyrir vörur sínar hefur tóbaks- neysla farið vaxandi í Afriku, Rómönsku Ameríku og Asíu. í skýrslu neöidar bandarísku læknasamtakanna segir aö rúmlega tvö milljón ótím- bær dauðsfóll í heiminum ár hvert megi rekja tíl vaxandi tóbaksnotkun- ar, það er nærri fimm prósent heildardauðsfalla. Mandela hótað lífláti Winnie Mandela, sem hér sést ásamt bandarískum sjónvarpsmanni, helur þurft aö aflýsa aö minnsta kosti einum viðburði á ferð sinni um Bandarikin vegna sprengjuhótunar. Simamynd Reuter CNN, bandaríska sjónvarpsstöðin, skýrði frá því í gær að Nelson Mand- ela, suður-afríska blökkumannaleiðtoganum sem nú er á ferð um Banda- ríkin, heföi verið hótað lífláti. FBI, bandaríska alríkislögreglan vísaði frétt stöðvarinnar þegar á bug. í frétt CNN sagöi að í skýrslum leyniþjón- ustunnar hefði komiö fram að tiiræöi yröi gert viö líf Mandela. Embætt- ismaður FBI sagöi að engar hótanir heföu borist sem ógnuðu lífi Mandela. Reutcr Dæmdur í f imm ára fangelsi sakaður um aðild að byggingu efnavopnaverksmiðju Vestur-þýskur kaupsýslumaður, sem sakaður var um að aöstoða Líbýumenn við að byggja efnavopna- verksmiðju, var í morgun dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Júrgen Hippenstiel-Imhausen, sem saksókn- arar lýstu sem „sölumanni dauð- ans“, var fundinn sekur um aö brjóta útflutningslög sem og fyrir skattsvik. Þaö var héraðsdómur í Mannheim sem fann Imhausen sekan. Réttarhöldin yfir Hippenstiel- Imhausen, fyrrum framkvæmda- stjóra Imhausen Chemie fyrirtækis- ins, stóðu í tvær vikur. Saksóknarar segjast hafa sýnt og sannað í réttar- höldunum að sakborningurinn hafi átt beina aðild að skipulagningu og byggingu verksmiðjunnar sem er í Rabta, skammt frá Trípólí, höfuö- borg Líbýu. Yfirvöld í Líbýu hafa vísað á bug ásökunum Bandaríkja- manna og Vestur-Þjóðveija að verk- smiðjan í Rabta framleiði banvæn efnavopn og segja að þar fari einung- is fram framleiðsla lyfla. Reuter Jiirgen Hippenstiel-lmhausen, fyrrum framkvæmdastjóri Imhausen Chemie fyrirtækisins í Vestur-Þýskalandi. Simamynd Reuter Belgía: Dómurinn þyngdur yfir fótboltaáhangendum Belgískur áfrýjunardómstóll þyngdi í gær dóm yfir ellefu áhang- endum breska fótboltahðsins Li- verpool sem í apríl síðastliðnum voru fundnir sekir um manndráp á Heysel leikvanginum í Brussel í Belgíu árið 1985. Þá létu 39 áhorfend- ur að fótboltaleik lífið. Hinir látnu voru flestir ítalir. Þá úrskurðaði dómarinn að aðalritari Knattspyrnu- sambands Evrópu hefði sýnt vítavert gáleysi með því að velja hinn gamla Heysel leikvang fyrir leikinn. Knatt- spyrnusambandinu er gert að greiða flölskyldum fórnarlambanna skaða- bætur. Eftir flögurra mánaöa réttarhöld þyngdi dómstóllinn dóm sjö þeirra sem dæmdir voru í apríl síðastliðn- um í flögurra ára fangelsi en flórir þeirra fá fimm ára fangelsisdóm. Saksóknarinn í málinu kveðst von- ast til að svo þungur dómur komi í veg fyrir að atburðir af því tagi sem áttu sér staö á Heysel leikvanginum gerist aftur. Ljósmyndir og myndbönd hafa leitt í ljós aö Bretarnir spörkuðu og börðu áhengendur keppinautanna, ítalska hðsins. Afleiðingin varð sú að hræðsla greip mannflöldann, veggur á vellinum hrundi og flöldi fólks tróðst undir. 39 biðu bana. Atburð- irnir urðu rétt áður en leikur breska liðsins Liverpool og ítalska liösins Juventus í úrshtum á Evrópumeist- aramótinu í knattspyrnu árið 1985 hófst. Reuter EB-fundinum lokið: Samþykkt aðstoð til Gorbatsjovs Leiðtogar EB, Evrópubandalagsins, samþykktu að framkvæmdastjórn bandalagsins skyldi kynna sér ástand sovésks efnahagslífs og leggja fram tillögur aö skammtímalánum til Sovétríkjanna sem og langtíma áætlunum um efnhagslega aöstoö. Það var vestur-þýski kanslarinn sem lagði fram tillögu aö fimmtán millj- arða dollara efnahagsaðstoð til Sov- Leiðtogafundi EB-ríkjanna lauk í Dyflinni á íriandi í gær. Hér sjást leið- togar nokkurra aðildarríkjanna. Símamynd Reuter étríkjanna til að styrkja stöðu Sovét- forseta. Málamiðlun náðist um að kannaðar yrðu leiðir til að koma slíkri aðstoð á. Aðstoö til Sovétríkj- anna mun einnig verða rædd á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í Bandaríkjunum í júlí. Þá náðu leiðtogarnir samkomulagi um að enn um sinn skyldu refsi- aðgerðir gegn stjóm hvíta minni- hlutans í Suður-Afríku vera í gildi en gáfu í skyn að með áframhaldandi umbótum þar í landi kynni svo aö fara að refsiaðgerðirnar yrðu teknar til endurskoöunar. Þá gagnrýndu leiðtogarnir ísraelsstjóm fyrir slæ- lega frammistöðu á sviði mannrétt- inda á herteknu svæðunum . Fundurinn samþykkti að annar leiðtogafundur skyldi haldinn í nóv- ember næstkomandi þar sem rætt yrði nánar um markmið bandalags- ins á alþjóðavettvangi. í desember heflast svo samningaviðræður um efnahagslega og pólitíska samein- ingu aðildarríkjanna tólf en áætlað er að árið 1992 taki hinn sameiginlegi innri markaður EB-ríkjanna til Starfa. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.