Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990.
)11
Sprengingin í London:
írski lýðveldis-
herinn ábyrgur
Margareth Thatcher, forsætisráðherra Bretlartds, kom til London frá Dyfl-
inni í gær til að líta á skemmdirnar sem urðu á Carlton-klúbbnum í fyrra-
kvöld er sprengja sprakk þar. Það er lávarður Whitelaw, formaður Carlton-
klúbbsins sem hér sést með forsætisráðherranum. Símamynd Reuter
írski lýðveldisherinn (IRA) hefur
játað að hafa sprengt upp Carlton-
klúbbinn í London í fyrrakvöld. Eins
og komið hefur fram er um að ræða
einkaklúbb breskra íhaldsmanna.
Bresk stjórnvöld og lögregla álíta
að írski lýðveldisherinn hafi að und-
aníomu breytt um áherslur og að-
ferðir sem meðal annars felast í því
að spjótunum er aftur beint að mönn-
um í fremstu víghnu stjórnmálanna.
Lögreglan óttast að leiðtogar írska
lýðveldishersins muni halda áfram á
þeirri braut og einkum verði
frammámenn innan íhaldsflokksins
í hættu.
Fyrr í þessum mánuði var sveita-
setur og fyrrum heimili háttsetts
manns innan íhaldsflokksins
skemmt illa með sprengingu og voru
þar IRA-menn að verki.
Innanríkisráðherra Bretlands,
David Waddington, hefur lýst yfir
áhyggjum sínum vegna þessa og ít-
rekaði hversu erfitt væri að koma í
veg fyrir aðgerðir írska lýðveldis-
hersins þar sem aldrei væri að vita
hvar hryðjuverkamennirnir tækju
næst til hendinni.
Fjórir slösusðust talsvert í spreng-
ingunni á mánudagskvöld. Þar á
meðal Lord Kaberry, 82ja ára, fyrr-
um varaformaður íhaldsflokksins og
aldraður dyravörður klúbbsins.
Sprengingin á mánudag kemur í
kjölfar nokkurra smærri sprenginga
írska lýðveldishersins á undanförn-
um mánuði. Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, var stödd í
Dyflinni á írlandi, þegar sprengingin
átti sér stað á mánudag, á leiðtoga-
fundi Evrópubandalagsríkjanna.
Hún kom til London í gær til að líta
á skemmdir í Carlton-klúbbnum.
Sagði forsætisráðherrann að spreng-
ingin setti að vissu leyti skugga á
leiðtogafundinn og fordæmdi hún þá
semstóðuaðverknaðinum. Reuter
Utgöngubann í Zambíu
Fjórtán manns hafa látist í átökum
í Afríkuríkinu Zambíu síðustu daga
og hafa stjómvöld þar í landi nú sett
á útgöngubann á kvöldin og nótt-
unni. Talsmenn sjúkrahúsa í Lusaka
segja að um eitt hundrað manns hafi
þurft að leita sér lækninga síðan á
mánudag og æ fleiri leitað á náðir
sjúkrahúsa, flestir vegna skotsára.
Heyra mátti skotbardaga í Lusaka,
höfuðborg landsins, í gærkvöldi en
þúsundir lögreglumanna og her-
manna vakta nú götur borgarinnar.
Óttast er að átökin, sem hafa hing-
að til að mestu verið einskorðuð við
höfuðborgina, breiðist út til norður-
hluta landsins. í norðri létust fimm-
tán manns árið 1986 þegar svipuð
mótmælaalda gekk yfir landið.
Kveikjan að róstunum var mikil
veröhækkun á matvöru en maís, sem
er helsta undirstöðufæða íbúa lands-
ins, tvöfaldaðist í verði. Aldrei áður
hafa svo alvarlegar róstur átt sér stað
í Zambíu. „Þetta er alvöru stríð. Lög-
regla skýtur af handahófi,“ sagði
einn íbúi Matero en þar hafa hörð-
ustu átökin átt sér stað.
íbúar höfuðborgarinnar fylktu Uði
á götum Lusaka í gær í kjölfar mót-
mæla námsmanna gegn eins flokks
stjórn Kaundas forseta og segja
stjórnarerindrekar að aldrei áður
hafi námsmenn og almenningur
sameinast í mótmælum á við þau
sem nú standa yfir í höfuðborginni.
Reuter
Mandela fagnað
á Bandaríkjaþingi
Suður-afríski blökkumannaleið-
toginn Nelson Mandela fékk í gær
stuðning beggja flokka við þann vilja
sinn að Bandaríkin muni ekki láta
af viðskiptaþvingunum við Suður-
Afríku.
Mandela hélt langa og sögulega
ræðu í bandaríska þinginu í gær og
var honum ákaft fagnað. Hann lagði
áherslu á að bægja frá ranghug-
myndum um að Afríska þjóðarráðið
(ANC) aðhylltist alræðishugmyndir
í stjómmála- og efnahagsstefnu og
ítrekaði vonir sínar um að banda-
ríska þingið myndi styðja hugmyndir
hans og stuðla að afnámi aðskilnað-
arstefnunnar.
Mandela lagði í ræðu sinni áherslu
á lýðræðisvonir sínar með því að
vitna í bandaríska stjórnmálaleið-
toga, eins og George Washington,
Abraham Lincoln og fleiri. Þegar
Mandela hvatti til þess að viðskipta-
þvingunum við Suður-Afríku yrði
haldi áfram stóð þingsalur upp og
fagnaði honum.
Öldungardeildarþingmaðurinn
Edward Kennedy sagði að Mandela
Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy færir Nelson Mandela, suð-
ur-afríska blökkumannaleiðtoganum, gjöf, höggmynd af John F. Kennedy,
fyrrum forseta Bandaríkjanna. Símamynd Reuter
hefði sannarlega fengið stuðning
þingmanna beggja flokkanna og eftir
ræðu hans væri enn ólíklegra en
áður að einhverra tilslakana myndi
gæta í viðskiptum Bandaríkjanna við
Suður-Afríku. Reuter
Útlönd
Vaxandi spenna í Líberíu
Þúsundir íbúa Afríkuríkisins Lí-
beriu. sem sumir hvcrjir kröföust
afsagnar Samuol Doe forscta,
gengu fylktu liði um höfuðborgina
Monróvíu í gær. Þetta var í fyrsta
sinn sem íbúar þessa stríðshrjáða
lands kreíjast þess aö forsetinn láti
af völdum. Skammt undan kröfu-
göngunni voru skæruliðar, reiðu-
búnir til aö ráðast á borgina.
Tilraunir til að koma á riðræðum
milli stríðandi fylkínga i Líberíu,
þar sem borgarastvrjöld hefur
staðið í sex mánuði, hafa ekki borið
árangur sem erfiði. Skæruliðar
hafa neitaö aö setjast að samninga-
borðinu með fúlltrúum stjórnvalda
og segja sumir heimildarmenn að
svo virðist sem Doe, sem rændi völdum áríð 1980, hafi ekki gert sér fulla
grein fyrir hversu alvariegt ástandið í landinu er. Stjórnarerindrekar
áætla að nokkur þúsund manns hafi látist í átökum i Liberíu.
Borgarastyrjöld hefur geisað i Lí-
beríu i sex mánuði og hefur hún
komið við líf allra í landinu.
Stmamynd Reuter
Geimfarar í Hættu staddir?
Embættisraenn sovésku geimferðastofnunarinnar hafa visað á bug
fregnum um að líf tveggja sovéskra geimfara um borð í geimstöðinni
Mír sé í hættu og að þeir þurfi að fara út úr geimstöðinni til að gera við
geimfar sitt eigi þeir að eiga afturkvæmt til jarðar.
Yfirmaður geimáætlunarinnar, Vladimir Solovyov, sagöi i viðtali við
sovéska sjónvarpið að ástandið um borö í stöðinni væri eðlilegt. Hann
sagði að geimfaramir myndu kanna skemmdirnar á geimfarinu en að
ekki væri hætta á ferö. Samkvæmt fregnum bilaði einangrun í geim-
farinu, Soyuz TM-9, við flugtak í febrúar síðastliðnum en geimfararnir
lentu heilu og höldnu í geimstöðinni. Bandaríska tímaritið Aviation Week
and Space Technology skýrði frá því að án viðgerða gæti geirafarið ekki
þolað ferð til jarðar.
Enga bera upphandleggi
Múhamedstrú kveður á um að konur skuli hylja mestan hluta líkama
sins. Flestar iranskar konur klæðast hejab, skósiðri, svartri skikkju.
írönsk yfirvöld hafa hafið nýja herferð til að tryggja að þegnar landsins
klæði sig í samræmi viö trúarreglur múhameöstrúar. Þau senda nú lög-
gæsluhð út á götur borga landsins til að tryggja að reglunum sé fram-
fylgt út í ystu æsar. Samkvæmt trúarreglunum er konum skylt að klæð-
ast hinum hefðbundna „hejab“, síðri, svartri skikkju sem hylur líkamann
frá hvirfii til ilja. Aðeins lítill hluti andhtsins og hendurnar mega sjást.
Og í samræmi við hina nýju herferö íranskra ráðamamia hefur klæða-
burður karlmanna breyst. Þeim er nú ekki heimilað að sýna upphand-
leggi sína en hingað til hefur ekkert verið kveðið á um upphandleggi í
trúarreglunum. í sumum opinberum byggingum í íran má nú sjá tilkynn-
ingar þess efnis að karimönnum með bera upphandleggi sé bannaður
aðgangur. Reglur um klæðaburð eru viö lýði í flestum ríkjum múhameðs-
trúarmanna, mismunandi strangar þó. í Saudi-Arabíu eru reglurnar mjög
strangar og þai er og löggæsluliö sem sér urn að þeim sé framfylgt.
Hvítir öfgamenn krefjast kosninga
F.W. de Klerk, forseti Suður-
Afríku, hefur átt í viðræðum við
fuhtrúa hvítra öfgasinna sem og
verkalýðsfélaga blökkumanna til
að reyna að draga úr vaxandi pólit-
ískri spennu í landinu. Eftir viö-
ræöur við verkalýðsfélögin í gær
féllust blökkumenn á að efna ekki
til allsherjarverkfalls eins og fyrir-
hugað var.
Þá ræddi forselinn viö forystu-
menn hvítra öfgasinna sem hafa
farið fram á að gengið vcrði til
kosninga liið fyrsta. Margir þeirra
vilja aö kosningar verði haldnar
svo fljótt sem auðið er til að hvítir
fai aö segja sitt álit á umbótum for-
setans í kynþáttamálum stjórn-
valda. Leiðtogi eins hvíts öfgahóps
sagði forsetann aldrei hafa fengið
heimhd hvíta minnihlutans til að binda enda á fangavist Nelsons Mand-
ela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, né annaiTa þeirra umbóta sem hann
innleiddifyrráárinu. Reuter
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku.
Toikning Lurie