Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990.
49r-
DV
Ólyginn
sagði...
Julian
Lennon
fær sér líklega fjögurra hjóla far-
artæki eftir aö hafa veriö hætt
kominn á mótorhjóli nýlega. Jul-
ian varö fyrir því að keyrt var á
hann og sjónarvottar héldu að
þaö yröi hans síðasta. Hann rann
til á hjóhnu og það lenti ofan á
honum. Juhan lá í blóði sínu og
neitaði að fá sjúkrabíl. Viöstaddir
hjálpuðust að við aö ná hjólinu
ofan af hinum slasaða og standa
upp. Er unnusta hans, Olivia
D’abo, kom á staðinn stuttu
seinna fór hún með Julian th
læknis. Kom þá í ljós að hann var
handleggsbrotinn og mátti teljast
heppinn að ekki fór verr.
Díana
prinsessa
hefur sett strangar reglur um
málfar þjónustufólksins. Hver sá
sem blótar verður umsvifalaust
rekinn. Díana tók þessa ákvörð-
un eftir að hafa heyrt Harry son
sinn blóta. Harry hefur jafnvel
látið út úr sér óvönduð orð í við-
urvist Ehsabetar drottningar.
Diana sá að shkt gekk ekki leng-
ur. Skýrði hún út fyrir syni sín-
um eins og góð og gegn móðir að
skrattinn nærðist á blóti. Harry
er ekki nema funm ára gamah
og segir eins og önnur böm það
sem honum býr í brjósti. Nú þarf
þjónustufólkið að passa sig því
Díana hefur fengið spæjara á sitt
band. Hver sá sem ekki vandar
mál sitt fær að fjúka.
Barbra
Streisand
er hætt við að fjárfesta í veitinga-
staö Roberts DeNiro í New York.
Ástæðan er sú að lög New York
fylkis kveða svo á um að fingraför
séu tekin af þeim sem standa í
veitingarekstri. Barbara hefur
alfarið neitað að láta taka af sér
fmgrafor. Hún varð af feitum bita
því staðurinn hefur gengið mjög
vel og Robert áformar að opna
nýjan stað í Róm bráðlega.
Sviðsljós
Emilía Sigursteinsdóttir (t.v.) talar við hundinn Tess á meðan Sonja Felton,
eigandi Tess, fylgist með Evu Mjelde (t.h.) klippa. Tess er af springer-kyni
og kom sem gestur. DV-mynd RS
Hundurinn Væk stóð stilltur á meðan Eva sýndi hvernig klippa á retriever-hunda. Hundaeigendur fylgdust áhugas-
amir með. DV-mynd RS
Um síðustu helgi stóð Hundarækt-
arfélag íslands ásamt Retriever-
deildinni fyrir svoköhuðum hunda-
ræktardómi. Hundar af golden
retriever-kyni voru skoðaðir og ein-
kunn gefm fyrir hvern og einn hund.
Hingað th lands kom Eva Mjelde frá
Noregi til að dæma hundana. Hún
er virt fyrir störf sín við hundarækt
og hefur ræktað retriever-hunda í
yfir tuttugu ár.
Retriever-deildin stefnir að því að
vera með hundaræktardóm reglu-
lega. Tilgangurinn er að fylgjast sem«r
best með ræktun retriever-hunda
hér á landi. Gefin eru út ræktunar-
markmið fyrir hverja hundategund
og reynt að fylgja þeim.
Nú um helgina voru um eitt hundr-
að hundar skoðaðir og dæmdir.
Skoðunin fór fram í Kópavogi og á
Bala á Álftanesi.
Eva sýndi einnig hvernig klippa á
retriever-hunda en fyrir sýningar
þarf að khppa hunda með góðum
fyrirvara.
Karl Lagerfeld er stórhrifinn af Karólínu prinsessu í hlutverki fyrirsætu þó
að flestir aðrir þekki hana betur í öðru hlutverki.
/
Lagerfeld um Karólínu prinsessu:
Fullkomin
Uppáhaldsfyrirsæta tískukóngsins
Karls Lagerfelds er Karóhna Móna-
kóprinsessa. „Hún er svo eðlileg og
er ekki að leika eitthvað annað en
hún er í raun. Það er gaman að sjá
Karólínu í fótunum sem ég hef hann-
að. Hún er góður fulltrúi ungu kon-
unnar í dag og auk þess er hún
stórglæsileg hefðarkona," segir Karl.
Karl Lagerfeld er best þekktur fyr-
ir að vera maðurinn á bak við Chan-
el-tískuhúsið. Hann segist hafa unun
af að hanna fót á Karóhnu og mynda
hana í þeim. Náttúruleg fegurð henn-
ar sé svo mikil að hún beri af öðrum
konum. „Hún er ekki aöeins fullkom-
in fyrirsæta heldur er hún líka góður
vinur. Margir hafa beðið mig að
mynda aðrar prinsessur en engin er
henni hk. Ég hef bæði gaman af að
mynda Karólínu sem prinsessu og
sem konu dagsins í dag. Það er gam-
an að mynda hana í iötunum sem ég
hef skapað. Hún nær alltaf sínum
eigin stíl í því sem hún klæðist." **
Karl segir gott að vinna með Karó-
línu því hún er umburöarlynd og
skapgóö. Og ekki skemmir úthtið
fyrir.
Dýrir skartgripir
Paul Hogan, sem ílestir þekkja sem
krókódíla Dundee, gaf Lindu, konu
sinni, skartgripi að jafnvirði 21 mihj-
ónar íslenskra króna er þau giftu sig.
Linda fékk hring hlaðinn demöntum
sem kostaði litlar 18 milljónir auk
hálsfestar og armbands. Linda var
yfir sig hrifm af gjöfinni. Margur
hefur glaðst yfir minni gjöf.
Paul skhdi við fyrri konu sína,
Nolene, eftir 30 ára hjónaband ttl að
giftast hinni 31 árs gömlu leikkonu
Lindu Kozlowski. Noelene hfir enn í
voninni um að Paul snúist hugur.
Þau hafa einu sinni áður skihð en
tóku saman aftur eftir átta mánaða
aðskilnað. Lengi vel var htið á hjóna-
band þeirra sem fyrirmynd annarra
hjónabanda vegna þess hve lengi þau
höfðu veriö gift. Það umtal var enn
í gangi er Paul tók saman við Lindu.
Paul og Linda kynntust er þau léku
saman í kvikmyndunum um krókó-
díla Dundee.
Linda og Paul eru ástfangin upp
fyrir haus. Þau búa á búgarði Paul í
Astralíu á mhli þess sem þau eru á
flakki viö kvikmyndaleik. Brúð-
kaupið átti að fara fram með leynd í
Ástrahu en fréttist fljótt. Paul fórn-
aöi meira að segja piparsveinapartíi
sem hafði spurst út. Ætlaði hann að
viha um fyrir ljósmyndurum og
blaðamönnum og hætti því við partí-
ið. En allt kom fyrir ekki og ljós-
myndarar mættu við brúðkaupið og
festu allt á filmu. Linda var í glæsi-
legum brúðarkjól með löngu slöri og
Paul í sínu finasta pússi.
Það leynist engum að Paul og Linda
eru ástfangin. -4®