Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1990, Side 26
50 Afmæli MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990. DV Gestur Þorgrímsson Gestur Þorgrímsson myndlistar- maður, Austurgötu 17, Hafnarfirði, er sjötugur í dag. Gestur er fæddur í Laugarnesi við Reykjavík og var í námi í Verslunarskólanum 1936- 1938. Hann var í námi í Handíða- og myndlistaskólanum 1944-1946 og í Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1946-1947. Gestur stofnaði og starf- rækti leirbrennsluna Laugamesleir í Rvík 1947-1952 og lauk teiknikenn- araprófi í handíðaskólanum 1953. Hann var teiknikennari í bama- skóla Hafnarfjarðar 1953-1954 og var myndlistarkennari í Flensborg- arskólanum 1954-1956. Gestur vann að gamanleik og skemmtisöng 1953- 1959 og að gerð útvarpsþátta 1954- 1960. Hann var starfsmaður Fræðslumyndasafns ríkisins 1956- 1963 og stundakennari í Kennara- skóla Islands 1957-1963 og kennari í KÍ1963-1977. Gestur vann með öðrum aö kvikmyndagerð 1963-1970 og vann að undirbúningi til breyt- inga í hægri umferð 1967-1968. Hann hóf aftur vinnu við ieirmunagerð 1969, og hefur haldið ásamt konu sinni, Sigrúnu Guðjónsdóttur, níu einkasýningar, þar af þijár erlendis, og tekið þátt í samsýningum. Hann var gistiprófessor í listum í háskól- anum í Saskatoon í Saskatchewan í Kanada sumarið 1972 og setti upp leirmunaverkstæði við Kleppsspít- alann og leiöbéindi sjúkhngum þar 1972-1976. Gestur var lektor í Kenn- araháskóla íslands 1977-1985 og veitti forstöðu gagnasmiðju KHÍ 1979-1985. Hann hefur samið bókina Maður lifandi, endurminningar í söguformi, 1960. Meöal opinberra verka Gests em höggmynd fyrir utan KHÍ, Hamar við lækinn í Hafn- arfirði, utanhússskreytingá íþróttaleikvanginum í Laugardal og með Sigrúnu Guðjónsdóttur skreyt- ing á íþróttahúsinu í Breiðholti, ut- anhússskreyting á Fiskmarkaðin- um í Hafnarfirði og íþróttahúsi í Ólafsvík og innanhússskreyting í Hasselbyhöll í Svíþjóð. Gestur kvæntist 22. júií 1946 Sigrúnu Guð- jónsdóttur, f. 15. nóvember 1926. Foreldrar Sigrúnar vom Guðjón Guðjónsson, skólastjóri í Hafnar- firöi, og kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur. Börn Gests og Sigrúnar eru: Þorgrímur, f. 14. júní 1947, fréttamaöur í Hafnarfirði, kvæntur Guðbjörgu Ámadóttur flugfreyju; Ragnheiður, f. 1. maí 1953, kennari í Hafnarflrði, gift Birni Sigurbjörnssyni lækni; Guðjón Ingi, f. 31. mars 1957, kerfisfræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Auði Vatnsdal Óskarsdóttur, og Ingibjörg Þóra, f. 30. desember 1965, fatahönnuður í Hafnarfirði, í sambýli með Gylfa Hvannberg matreiðslumanni. Systkini Gests em: Kristján, f. 13. september 1899, er látinn, fram- kvæmdastjóri Austurbæjarbíós, kvæntur Árbjörgu Árnadóttur; Ól- afur, f. 18. október 1902, d. 26. apríl 1989, hrl., kvæntur Ásdísi Péturs- dóttur; Pétur, f. 21. febrúar 1906, d. 1933, forstjóri Strætisvagna Reykja- víkur, kvæntur ísafold Björnsdótt- ur; Ragnar, f. 3. desember 1908, starfsmaður SVR, kvæntur Mar- gréti Helgadóttur; Guörún Sigríður, f. 28. febrúar 1911, látin, fyrr gift Eiríki Magnússyni kennara, seinni maður hennar er Valdimar Þórðar- son verkstjóri og Þorbjörg, f. 10. mars 1915, látin, gift Stefáni Björns- syniprentara. Foreldrar Gests voru Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður og veggfóör- ari og síðar b. í Laugarnesi, og kona hans, Ingibjörg Þóra Kristjánsdótt- ir. Þorgrímur var sonur Jóns, b. í Skipholti í Hrunamannahreppi, Ingimundarsonar. Móðir Jóns var Guðflnna Halldórsdóttir, b. í Jötu, Jónssonar, ættfóður Jötuættarinn- ar. Móðir Þorgríms var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Skipholti, Grímsson- ar, stúdents í Skipholti, Jónssonar, b. oghreppstjóra í Skipholti, Jóns- sonar, bróður Fjalla-Eyvindar. Ingibjörg var dóttir Kristjáns, sjó- manns í Rvík, Þorsteinssonar Kúid, kaupmanns í Rvík, Jónssonar, próf- asts á Auðkúlu, Jónssonar, biskups á Hólum, Teitssonar. Móðir Jóns á Auökúlu var Margrét Finnsdóttir, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móð- ir Kristjáns var Vigdís Steindórs- dóttir Waage, skipstjóra í Hafnar- firði. Móðir Steindórs var Rannveig Filippusdóttir, síðar kona Bjarna Sívertsens riddara. Móðir Vigdísar var Anna Kristjánsdóttir Welding, verslunarmanns í Hafnarfirði, ætt- fóður Weldingættarinnar. Móðir Ingibjargar var Guðrún Vigfúsdótt- ir Thorarensen, sýslumanns á Borð- eyri, SigurðssonarThorarensen, prests í Hraungerði, Gíslasonar, prófasts í Odda, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjaflrði, Jónssonar, ættfóður Thoraren- senættarinnar. Móöir Gísla var Sig- ríður Stefánsdóttir, systir Ólafs stiftamtmanns í Viðey, ættföður Stephensenættarinnar. Móðir Vig- fúsar var Guðrún Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarins- sonar, bróður Gísla í Odda. Móðir Guðrúnar var Steinunn Bjarnadótt- Gestur Þorgrímsson. ir landlæknis Páissonar og konu hans, Rannveigar Skúladóttur land- fógeta Magnússonar. Móðir Guö- rúnar Vigfúsdóttur Thorarensen á Borðeyri var Ragnheiður Pálsdóttir Melsteð, amtmanns í Stykkishólmi, ættföður Melsteðættarinnar, og konu hans, Önnu Stefánsdóttur, amtmanns á Möðruvöllum, Þórar- inssonar, bróður Gísla í Odda. Móð- ir Önnu var Ragnheiður Vigfús- dóttir Scheving, sýslumanns á Víði- völlum, og konu hans, Önnu Stef- ánsdóttur, systur Sigríðar á Grund. Gestur dvelst nú erlendis. 85 ára Kári Gíslason, Skipasundi 70, Reykjavík Guðrún Einarsdóttir, Torfnesi, Hlif, ísafirði 75 ára Haraldur Guðbrandsson, Háaleitisbraut 117, Reykjarík Aðalheiður Halldórsdóttir, Engtþjalla 1, Kópavogi Guðmundur Hallgrímsson, Grafargíli, Suðureyrarhreppi 70 ára Priðgeir Jóhannsson, Mímisvegi 15, Dalvik Reynir Zoega, ÞilíuvöUum 14, Neskaupstað Frank C. Mooney, Borgarholtsbraut 20, Kópavogi 60 ára Kristján Ragnarsson, Langanesvegi 14, Þórshöfn Guðrún Jónsdóttir, Harunbæ 86, Reykjavík Aðalsteinn Jósepsson, fyrrv. bóksali, Suöurbyggð 29, Akur- eyri. Hann og kona hans, Sigríður Þorbergsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu á afmælsdagínn eftir kl. 17. Hrafnhildur Tómasdóttir, Kríuhólum 4, Reykjavík Dýrunn Jósepsdóttir, Byggðavegi 141, Akureyri 50 ára Svava Friðþjófsdóttir, Ólafsvegi 22, Ólafsfirði Sigvarður Halldórsson, Sólvallagötu 42C, Keflavik Sigrún Kristjánsdótír, Mávabraut 11C, Keflavík Ástheiður Guðmundsdóttir, Hraungerði, Garðabæ 40 ára Soffia Sœvarsdóttir, Heiðarlundi 2C, Akureyri Kristin Jónsdóttir, Garðabraut 45, Akranesi HaUfríður Kristinsdóttlr, Hálsaseli 34, ReyKjavík Guðiaug Þórs Ingvadóttir, Skólatröð 11, Kópavqgi Eygló L. Egilsdóttir, Súlukletti 3, Borgarnesi Kristrún Þórhalisdóttir, Ysta-Gerði, Saurbæjarhreppi Ásthildur Jónasdóttir, Nesvegi 2, Súðavík Kristín Aðalsteinsdóttir, Helgalandi 7, Mosfellsbæ Sigurður A. Magnússon, Álftahólum 4, Reykjavík Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Lyriks- gatan 4A S-70372, Örebro, Svíþjóð er fertugur í dag. Tryggvi er fæddur í Keflavík og ólst þar upp, í Keldu- hverfl og í Reykjavík. Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1967 og vann verka- mannastörf 1966-1968. Tryggvi var í námi í húsgagnasmíði hjá Axel Eyjólfsssyni 1968-1972 og lauk sveinspróíi í Iðnskólanum í Reykja- vík 1973. Hann var fræðslufulltrúi Menningar- og fræðslusambands alþýðu 1974-1980 og framkvæmda- stjóri MFA1981-1990. Tryggvi var í lýðháskólakennaranámi í háskó- lanum í Linköping í Svíþjóð 1987 og hefur verið fræðslufulltrúi (studie- sekretare) hjá Arbetarnas Bildn- ingsförbund í Örebroléni í Svíþjóð frá 1. febrúar 1990. Tryggvi var for- maður nema í húsgagnaiðn 1970- 1972, í stjóm Iðnemasambands ís- lands 1970-1972, formaður 1972 og ritstjóri Iðnemans 1973. Hann var í miðstjórn Fylkingarinnar, baráttu- samtaka sósíalista 1970-1972 og í stjóm Alþýðubandalagsins í Rvlk 1973- 1974. Tryggvi var í stjórn Sveinafélags húsgagnasmiöa í Rvík 1974- 1979, formaður 1977-1979 og í framkvæmdastjóm Sambands byggingarmanna í nokkur ár. Hann var í miðstjórn Alþýöubandalagsins 1976-1977 og gjaldkeri Alþýðu- bandalagsins 1977-1983. Tryggvi var í íþróttaráði Reykjavikur 1982-1986 og í Útvarpsráði um skeið. Hann var varaborgarfulltrúi fyrir Alþýðu- bandalagið 1986-1990 og var í stjóm Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar 1986-1990. Tryggvi var í íþrótta-og tómstundaráði Reykja- víkur 1986-1990 og hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum tengdum MFA og ASÍ, eins og nefndarstörfum og setu í ráðum og stjórnum. Sonur Tryggva og Þórhildar Blöndal er Sölvi Blöndal, f. 18. september 1971, búsettur í Uppsölum í Svíþjóö. Tryggvi kvæntist 13. desember 1975 Svanhvíti Gróu Ingólfsdóttur, f. 27. maí 1949. Foreldrar Svanhvítar er.u: Ingólfur Böövarsson, skrifstofu- maður í Rvik, og kona hans, Sigríð- ur V. Ottósdóttir iðnverkakona. Börn Tryggva og Svanhvítar eru: Unnur, f. 17. október 1973; Ingólfur, f. 19. maí 1978 og Ásgeir, f. 8. apríl 1983. Systkini Tryggva eru: Kristín, f. 1946, kennari á Akureyri, gift Hall- grími Indriöasyni skógræktarfræö- ingi og eiga þau þrjú börn; Vilborg, f. 1954, kennari á Akureyri, gift Áskeli Þórissyni, starfsmanni KEA, og eiga þau tvö böm og Ásrún Björk Gísladóttir, f. 1963, verslunarmaður í Kópavogi og á hún tvö börn. Foreldrar Tryggva em: Aöal- steinn Gíslason, f. 1913, kennari í Kópavogi, og kona hans, Áslaug Jónsdóttir, f. 1927, starfsmaður Sundlaugar Vesturbæjar. Aöal- steinn er m.a. bróöir Málfríðar, móður Gísla lektors og Jóhannesar, formanns Neytendasamtakanna, Gunnarssona. Aðalsteinn er sonur Gísla, kennara í Krossgerði á Bem- íjarðarströnd, bróöur Ama, langafa Hannesar Hlífars Stefánssonar skákmeistara. Gísli var sonur Sig- urðar, b. í Krossgerði, Þorvarðsson- ar, b. á Núpi, Þórðarsonar. Móðir Þorvarðar var Sigríður Bjarnadótt- ir. Móðir Sigríðar var Guðný Gunn- laugsdóttir, b. á Þorgrímsstöðum, Ögmundssonar og konu hans, Oddnýjar Erlendsdóttur, b. á Ásunnarstöðum, Bjarnasonar, ætt- föður Ásunnarstaðaættarinnar. Móðir Gísla var Málfríður, systir Sigríðar, móður Jóns prentsmiðju- stjóra og Gísla kaupmanns Helga- sona, föður Vals, leikara sem er fað- ir Vals, bankastjóra. Gísli var einnig faðir Garðars, föður Guðmundar alþingismanns. Málmfríður var dóttir Gísla, b. í Krossgerði Hall- dórssonar, b. í Krossgerði, Gíslason- ar, bróður Brynjólfs, langafa Gísla, langafa Ólafs Davíðssonar hagfræð- ings. Móðir Málmfríðar var Vilborg Einarsdóttir, b. á Hamri í Hamars- firði, Magnússonar og konu hans, Guðflnnu Jóhannsdóttur Malm- quist, sjómanns á Djúpavogi, bróður Jóhönnu, langömmu Jóhanns Malmquists, afa Guðmundar Malm- quist, framkvæmdastjóra Byggöa- stofnunar. Áslaug er dóttir Jóns, b. í Þórunn- arseli í Kelduhverfi, Pálssonar, b. á Grásíöu, Jónssonar, b. á Lóni í Kelduhverfi, Halldórssonar, b. á Fjöllum, Ásmundssonar. Móðir Jóns í Þórunnarseli var Þorbjörg Hallgrímsdóttir, b. í Austurgörðum, Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Hólmkelssonar, b. á Hóli í Keldu- hverfi, Jósefssonar, b. á íshóli í Bárðardal, Jónssonar, bróður Þór- arins, langafa Kristínar, móður Ind- riða Indriðasonar ættfræðings. Móðir Áslaugar er Kristín Sigvalda- dóttir, b. á Geirastöðum, Sigurgeirs- sonar og konu hans, Sigurlaugar Jósefsdóttur, b. í Krossavíkurseli, Benjamínssonar. Móöir Sigurlaugar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Fjölium, Gottskálkssonar, b. á Fjöllum, Páls- sonar, ættföður Gottskálksættar- innar. Móðir Guðrúnar var Ólöf Hrólfsdóttir, b. á Hafralæk, Pálsson- ar, b. í Keldunesi, Pálssonar, b. á Víkingavatni, Amgrímssonar, sýslumanns á Laugum, Hrólfsson- ar. SMÁAUGLÝSINGAR Þvorholti 11 s: 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.