Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1990, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990.
27
LífsstíU
Verðsamanburður
á ávaxtasafa /
1 lítri
250 ml
200 ml
Meðalverð
á 1 lítra
ÍÍSSÍÍ
Verðkönnun Verðlagsstofnunar á ávaxtasafa og hrísgrjónum:
133% verðmunur
á appelsínusafa
í nýlegri könnun Verðlagsstofnun-
arinnar kemur í ljós að það munar
133% á meðalverði á sambærilegum
tegundum af ávaxtasafa.
Verðlagsstofnun athugaði verð á
tólf tegundum af hreinum ávaxta-
safa; appelsínu- og eplasafa frá Sól,
Sunnan, appelsínu-, epla- og anan-
assafa frá Mjólkursamsölunni, app-
elsínusafa frá Blöndu og appelsínu-,
epla- og eplasafa frá Trópí. Verð
ávaxtasafans var umreiknað miðað
við einn lítra þar sem pakkningar
eru misstórar.
Ódýrastfrá Sól
Lægsta meðalverðið er á appels-
ínusafa og eplasafa frá Sól í eins lítra
umbúðum. Meðalverö þessara
ávaxtasafa er 101 króna hver lítri.
Einn lítri af appelsínu-, epla-, anan-
assafa og Sunnan frá frá Mjólkur-
samsölunni í 200 ml umbúðum kost-
ar hins vegar að meðaltah 133%
meira eða 235 krónur.
Á eftir ávaxtasafa frá Sól er anan-
assafi frá Trópí í lítraumbúðum
ódýrastur og kostar 149 krónur. Þar
á eftir kemur appelsínusafi frá Trópí
í lítraumbúðum sem kostar 160 krón-
ur og appelsínusafi frá Blöndu sem
kostar 190 krónur htrinn. Á hinn
bóginn er svo eplasafi frá Trópí í 'A
htra umbúðum næstdýrastur á krón-
ur 229 krónur htrinn á eftir ávaxta-
safa frá Mjólkursamsölunni sem er
dýrastur.
Hagstæðast að kaupa
mikið í einu
Að jafnaði er mun ódýrara að
kaupa ávaxtasafa í stórum pakkn-
ingum. Það er tíl dæmis miklu hag-
stæðara að kaupa einn htra af anan-
assafa frá Trópí í eins lítra umbúðum
á meðalverði 149 krónur á htrann en
fjórar litlar fernur því að þá er með-
alverðið komið upp í 224 krónur á
htrann. Þarna munar 50% og felst
sá munur eingöngu í verði umbúð-
anna.
Af ávaxtasafa í litlum umbúðum
er appelsínusafi frá Blöndu í 200 ml
ódýrastur en meðalverðið er 190
krónur á htrann.
Þó nokkur munur er á hæsta og
lægsta verði á sama ávaxtasafa á
milli verslana. Þannig kostar ávaxta-
safi frá Sól í eins htra umbúöum
mest 129 krónur en minnst 89 krón-
ur. Þama munar 44,9% á milli versl-
ana. Ávaxtasafi frá Mjólkursamsöl-
unni kostar mest 260 krónur en
minnst 185 krónur. Munurinn þama
á milli er 40,5%.
200% verðmunur
á hrísgrjónum
Á sama tíma gerði Verðlagsstofnun
verðkönnun á hrísgijónum. Hrís-
grjónin sem athuguð vora em mjög
mismunandi að gerð og í afar óhkum
umbúðum en verðið var umreiknað
miðað við meðalverð á 100 grömm-
um.
Verð á hrísgijónum frá fjóram aðil-
um var kannað; River Rice hvít og
brún, Uncle Ben’s hvít, brún og
skyndihrísgrjón, soðin Success Rice
og Lassie Rice sem eru soðin í pokan-
um.
Mismunur á hæsta og lægsta verði á hrísgrjónum er 200%jDV-mynd JAK
Uncle Ben’s og
River Rice ódýrust
Mismunurinn á hæsta og lægsta
verði er 200%. Lægst er verðið á hrís-
gijónunum, 16 krónur hver 100
grömm.
Nokkrar tegundir voru lægstar;
vepjuleg River Rice hrísgijón í 1,36
kg poka og venjuleg Uncle Ben’s í 500
g og 907 g poka og brún Uncle Ben’s
í 545 g poka. Næstlægst er verðið á
venjulegum River Rice hrísgrjónum
í 454 g og 907 g pökkum eða 17 krón-
ur á hver 100 g.
Hæst er verðið hins vegar á soðn-
um Success Rice hrísgrjónum í 198 g
pakkningum eða 48 krónur á 100 g
og soðnum Success Rice í 397 g
pakkningum eða 45 krónur á 100 g.
53% munur á milli verslana
Nokkur verðmunur er á sömu teg-
und hrísgijóna á milh verslana.
Þannig kosta skyndihrísgijón frá
Uncle Ben’s mest 49 krónur hver 100
g en minnst 32 krónur. Munurinn
þama á mihi er 53,1%. Soðin Success ^
Rice í 198 g pokum kosta mest 53
krónur en minnst 36 krónur. Þama
munar 47,2% á milli verslana.
-BÓl
Neytendur
Starfsfólkið í Goðaverksmiðjunum bauð næstu nágrönnum sínum, starfsfólkinu í Sambandshúsinu, til grillveislu
á dögunum. Þar voru nýju grillpylsurnar á boðstólum og líkaði vel. DV-mynd Hanna
Nýjar grillpylsur frá Goða
Goði hefur hafið framleiðslu á nýj- sem henta vel á grillið. ar kosta hins vegar það sama og aðr-
um grihpylsum. Þessar pylsur kalla Bratwurstpylsurnar eru styttri og ar pylsur eða 714 krónur kg. Hægt
þeir Bratwurst að þýskri fyrirmynd. þykkari og innihalda meira kjöt- er að kaupa 6 eða 10 pylsur saman í
Þetta eru bragðmiklar kryddpylsur magn en venjulegar pylsur. Pylsum- pakka.
Sparnaður og
um hverfisvemd
- óbleiktur endurunninn pappír á markaðinn
Gagnrýni Neytendasamtakanna
hefur margoft beinst að innflytjend-
um og framleiðendum fyrir þá sök
að þeir hafi ekki .staðið nógu vel að
því að bjóða neytendum vörur sem
eru skaðlausar umhverfinu.
Þykja það þvi ánægjulegar fregnir
að nú er kominn á markaðinn
óbleiktur salemispappír sem er úr
endurunnum pappír. Er um að ræða
innlenda framleiðslu og er hann
ódýrari en sambærilegur óbleiktur
pappír sem þegar er í boði. Geta neyt-
endur því slegið tvær flugur í einu
höggi, sparað aurana og tekið þátt í
umhverfisvemd um leið.
Er það ósk samtakanna að vörur
sem þessar eigi vaxandi hlutdeild á
markaðnum.
-tlt
SMÁAUGLÝSINGAR